Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Page 6
6 MIÐVTKUDAGUR 26. MARS 2003 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk., skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Baleno Wagon, ssk., skr. 10/99, ek. 46 þús. Verð kr. 1170 þús. Suzuki Jimny JLX bsk., skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk., skr. 6/01, ek. 67 þús. Verð kr. 1790 þús. Toyota Touring Terra 4x4, skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1250 þús. Subaru Forester 2,0, ssk., skr. 3/98, ek. 89 þús. Verð kr. 1250 þús. Peugeot 406, 3 d. 2,0, ssk., skr. 11/98, ek. 72 þús. Verð kr. 1480 þús. Land Rover Freelander bsk., skr. 6/99, ek. 58 þús. Verð kr. 1490 þús. Ford Focus Trend 1,6, bsk., skr. 3/99, ek. 49 þús. Verð kr. 1090 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Fréttir DV Velkomin! Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri býöur nýja bæjarbúa velkomna. Sex fjölskyldur frá fyrrum Júgóslavíu komu til Akureyrar í gær: Fá íslenskukennslu og aðstoð við atvinnuleit 24 flóttamenn frá fyrrum lýð- veldum Júgóslavíu lentu á Akur- eyrarflugvelli upp úr klukkan 2 í gær. Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri, tók ásamt starfsmönnum Rauða krossins á Akureyri á móti fólkinu en því næst var ekið til móttökuathafnar og kaffisamsætis í húsnæði Rauða krossins við Viðjulund. Um er að ræða 6 fjöl- skyldur, 11 böm og 13 fulloröna. Á næstu dögum verða fólkinu afhentar íbúðir til notkunar og fram á sumar verður því kynnt ís- lenskt samfélag og það fær einnig kennslu í íslensku sem Mennta- smiðjan á Akureyri mun sjá um. Þannig verður fólkið betur undir- búið við að takast á við lífið hér á framandi slóðum. Næsta haust munu börnin hefja hefðbundið nám við skóla á Akur- eyri og fullorðna fólkið halda Mikil umskipti Þaö er ólíku saman aö jafna aöstæöum flóttafólksins í hrjáöum héruöum gömlu Júgóslavíu og nýjum vistarverum á Akureyri. Til íslands hafa komiö 218 flóttamenn frá gömlu Júgóslavíu á síðustu sjö árum. áfram í námi hjá Menntasmiðj- unni, auk þess sem það verður að- stoðað við atvinnuleit á Akureyri. Til íslands hafa komið 218 flótta- menn frá gömlu Júgóslavíu síðan 1996, að meðtöldum þeim sem nú eru að koma. Áður höfðu komið hingað til lands alls 204 frá Ung- verjalandi, Júgóslavíu, Víetnam og Póllandi. Rauði krossinn hefur frá upphafi haft umsjón með komu flóttafólks hingað, eða frá 1956 þegar stjómvöld buðu fyrst hópi frá Ungverjalandi. Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins, segir að ekki megi blanda þessum töl- um saman við hælisleitendur sem hingað koma þar sem þetta fólk hefur hlotið stöðu flóttamanna og er boðið hingað af stjómvöldum. -ÆD Jón Aðalsteinn Baldvinsson næsti vígslubiskup á Hólum: VIII breytta og skil- virkari starfshætti Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skip- að Jón Aðalstein Baldvinsson, sendiráðsprest í London sl. 20 ár, vígslubiskup á Hólum. Jón Aðalsteinn hefur undan- fariö verið hérlendis í námsleyfi. Fjórir sóttu upphaflega um emb- ættið og fengu Jón Baldvin og Kristján Valur Ingólfsson flest atkvæði, Jón Aðalsteinn 18 en Kristján Valur 28, og var því kosið á milli þeirra. Atkvæði féllu þá jöfn, 30 á hvorn. Þá kom til kasta kirkjumálaráðherra sem nú hefur ákveðið að Jón Að- alsteinn verði næsti vígslubisk- up á Hólum í stækkuðu umdæmi því Vestfírðir bætast við emb- ættið. Vígsla fer fram sunnudag- inn 22. júní nk. Jón Áðalsteinn segir að þetta komi sér allt þægilega á óvart í ljósi niðurstaðna fyrri atkvæða- greiðslna. Hann hafi ekki verið með neina skipulagða atkvæða- greiðslu en einhvem veginn hafi það farið svo að þeir sem kusu pró- fastana Döllu Þórðardóttur í Mikla- bæ eða Guðna Þór Ólafsson á Mel- stað hafa snúist á sveif með sér. „Ég er Norðlendingur, frá Rangá í Köldukinn í Suður-Þing- DVWYND GVA Nýr vígslubiskup Jón Aöalsteinn Baldvinsson tekur viö embætti vígslubiskups í Hólastifti 22. júní nk. Hann er kominn af miklu söngfólki frá Rangá í Köldukinn í Suöur-Þingeyjarsýslu. Jón er stúdent frá MA 1968 og á aö baki prófgráöur í ökukennslu og sálgæslu fyrir utan guöfræöipróf sitt sem hann tók 1974. Hann hefur lengst afþjónað í Lundúnum. eyjarsýslu, og hef alltaf haldið mínu lögheimili á íslandi síðan ég var prestur á Staðarfelli. Það eru engar breytingar nú þegar fyrirhugaðar en auðvitað verða einhverjar breytingar meö nýjum mönnum. Ég sagði það þegar ég var að kynna mig að ég hefði áhuga á að breyta starfsháttum að því leyti að gera starf kirkjunnar skilvirkara, t.d. í þá veru að menn ynnu meira saman, ekki bara prestar heldur allir starfs- menn kirkjunnar. Það er hægt að virkja hæfileika presta á fleiri vegu, ekki síst vil ég virkja sérhæfileika þeirra sem yfir slíku búa. Einyrkjabúskapurinn getur verið svolítið erfiður og í raun ekki í takt við tímann. í Skaga- firði eru t.d. 5 prestar en einn þeirra sinnir langflestum íbúun- um. Meira samstarf kemur þeim öllum vel, að geta unnið skil- virkt starf í þéttbýlinu án þess að það komi niöur á starfi þeirra í dreifbýlinu,“ segir Jón Aðal- steinn Baldvinsson, væntanleg- ur vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal. -GG 1 Táknmál í skólum Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, heimsóti nemendur í Rima- skóla í gær og afhenti þeim fyrstu ein- tökin afbókinni Upp meö hendur, kennslubók í íslensku táknmáli. Grunnskólarnir: flllip upp með hendur Öll sjö ára börn í grunnskólum landsins munu á næstunni fá aö gjöf bókina Upp með hendur sem er kennslubók í táknmáli. Það er Félag heymarlausra í samstarfi viö Símann, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og Námsgagna- stofnun sem gefur út bókina. Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, færði nemendum í Rima- skóla fyrstu eintökin af bókinni í gær. í tengslum við hana verða kennarar hvattir til að kynna nemendum sínum íslenska tákn- málið. Hægt er að nálgast kennsluleiðbeiningar við bókina á www.namsgagnastofn- un.is/taknmal/index.htm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.