Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 Fréttir DV Tilraunir til aö leysa fjárhagsvanda RSÍ og menntakerfisins BGMR WÍIUDEILU8JÓÐ8 8ELDAR FYRR SKULDUM Staða vinnudeilusjóðs Rafiðnað- arsambands íslands (RSÍ) er afar erfið eftir að helstu eignir hans voru seldar samkvæmt upplýsingum DV á 129 milljónir króna. Allt virðist þetta hafa runnið til skólakerfis raf- iðnaðarmanna sem leitt hefur til þess að búiö er að veðsetja allar eignir RSÍ, þar með talin sumarhús um land alit. Þá er eitt afsprengi skólakerfisins, RTV menntastofnun, í gjaldþrotaskiptum þar sem kröfur í búið eru 855 milljónir króna. Björgunartilraunir Rafiðnaðarsamband íslands er landssamband stéttarfélaga rafiön- aðarmanna sem hafa um 4.000 fé- lagsmenn. Eignir vinnudeilusjóðs RSÍ fólust að mestu í hlutabréfum hans í EFA (Eignarhaldsfélagi Al- þýðubankans) sem voru seld á síð- asta ári. Virðist sem þessum fjár- munum félagsins hafi verið ráðstaf- að til að fjármagna mjög slæma stöðu í skólakerfi rafiðnaðarmanna. Til að lagfæra bókhaldslega stöðu RSÍ vegna hrikalegra skulda fyrir síðasta ár var farin sú leið að búa til sérstakan sjóð sem dagsettur er fyr- ir áramót og kallaður „Menntasjóð- ur“. Sá sjóður yfirtók allan skulda- pakkann vegna skólakerfis rafiðnað- armanna og því verður væntanlega hægt að sýna rekstur RSÍ fyrir síö- asta ár í ágætu standi á pappírun- um. Miðstjórnarmaður í RSI, sem DV hefur rætt ítarlega við vegna þesa máls, talar um blekkingar og feluleik i þessu sambandi. Hann seg- ir sjóðinn hafa verið stofnaðan núna fyrir áramótin til að sýna að reikn- ingarnir væru í lagi. Það hafi verið gert til að bjarga andlitinu og ekkert annað. Kúvending í skýrslu miðstjómar Rafiðnaðar- sambands íslands um starfsemina árið 2001, sem lögð var fyrir sam- bandsstjórnarfund 19. apríl 2002, kemur hins vegar fram að staða verkfallssjóðs hafi verið mjög sterk og þar segir m.a.: „Undanfarin ár hefur lítið verið um verkfallsátök og verkfallssjóður er þess vegna orðinn mjög öflugur. Á þeim forsendum ákvað síðasta þing (2001, - innskot blaðamanns) að 10% félagsgjaldsins fari timabundið til orlofshúsakerfisins í nokkur ár vegna mikillar uppbyggingar og 14% í verkfallssjóð í stað 24% áður.“ Guðmundur Gunnarsson, formað- ur RSÍ, endurtekur þessa „sterku stöðu“ í bréfi sem hann sendi út á Netið í gær eftir að DV óskaði eftir viðbrögðum hans. Þar segir hann að bókfærðar eignir vinnudeilusjóðs- ins séu vel á annað hundrað millj- óna króna. Vinnudeilusjóður mun hafa verið mjög stöndugur og m.a. átt hlutabréf og húseign sem tryggingu fyrir Helgi Jónsson, varaformaður RSÍ og formaður Rafvirkjafélags Norðurlands, staðfesti í samtali við DV í gærmorgun að eignir vinnudeilusjóðs RSÍ, þ.e. hlutabréf í Eignarhaldsfélagi Alþýðubank- ans, hefðu verið seldar. „Ég get staðfest það að þetta var selt.“ - Hver er þá staða vinnudeilu- sjóðsins í dag? „Ég bara veit það ekki,“ sagði varaformaður RSÍ. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir fjár- hagsvanda Rafiðnaöarsambands- ins og menntakerfis þess ekki hafa komið til kasta ASÍ, en ASÍ er samnefnari flestra verkalýðsfé- Annar hluti sinni stöðu. Húseignin mun þó hafa verið tekin út á sínum tíma sam- kvæmt heimild DV og stofnaður nýr sjóður, fasteignasjóður. Það var gert samkvæmt sömu heimildum á þeim forseridum að fasteignasjóðurinn var ekki aðfararhæfur. Því væri ekki hægt að gera kröfur á þann sjóð ef til verkfalls kæmi. Ásakanir á skólastjórann Forystumenn RSÍ, ekki síst for- maðurinn Guðmundur Gunnarsson, hafa kennt Jóni Áma Rúnarssyni um offjárfestingar og bruðl. Er nú m.a. í gangi dómsmál vegna kæru á hendur Jóni Áma vegna meintra fjársvika. Heimildarmaður DV segir hins vegar að Jón hafi ekki getað braðlað með fjármuni RSÍ án samráðs og með vit- neskju stjómarmanna. Hann bendir einnig á að Jón Ámi og Guðmundur hafi verið persónulegir vinir í fjölda- mörg ár. Margar ákvarðanir um upp- laga í landinu og þar með RSÍ. „Við höfum auðvitað haft vit- neskju um þessa erfiðleika og það sem þarna gerðist að einhverju leyti. Það hefur þó ekkert verið á okkar borði, enda held ég að þeir hafl verið að vinna úr þessu af skynsemi sjálfir. Vonandi gengur það upp hjá þeim. Mín tilfinning er sú að þeir hafi brugðist strax við þegar þetta kom upp. Og þær fréttir sem ég hef haft af því eru að þeir hafi verið að puða í þessu allar götur síðan við að reyna að rétta kúrsinn til að bjarga málunum." - Hvaö með vinnudeilusjóð RSÍ sem eignir voru seldar úr í fyrra? „Það eru að vísu hlutir sem ég þekki ekkert til,“ sagði Grétar byggingu skólakerfisins hafi þeir tek- ið saman og í góðri trú. Uppbygging á tölvusviði var á fullri ferð og mikil trú á þaö dæmi. Síðan hrynur „tölvu- bransinn" og nú sé Jóni Áma kennt um hvemig komið er. Með ásökun- um á hendur honum sé verið að reyna að fela hvað raunveralega gerðist. Stór lán frá Lífiön Árið 2002 fékk RSÍ mikla fjármuni að láni hjá Lífiðn sem notaðir vora í skólakerfi RSÍ. Sem tryggingu fyrir þessum lánum var íjöldi eigna veð- settur, svo sem orlofshús og fleira. Á fundi framkvæmdastjómar RSÍ 16. janúar 2002 kemur fram að Rúnar Bachmann, gjaldkeri RSÍ og skóla- nefhdarmaður í Rafiðnaðarskólan- um, taldi þörf á 100 milljóna króna láni til að koma menntakerfinu í eðli- legt horf. Var lagt til að lánið yrði til 30 ára með veði í eignum RSÍ, en greiddist með 10% innkomu í endur- menntunarsjóðina. Lifeyrissjóðurinn Lífiðn var stofnaður 1. september 1996 með sameiningu þriggja lifeyris- Þorsteinsson og ítrekaði að þessi mál hefðu ekki komið formlega inn á borð ASÍ. Guðmundur Gunnarsson, for- sjóða. Þessir sjóðir vora Lifeyrissjóð- ur matreiðslumanna, framreiðslu- manna og rafiðnaðarmanna. Lífiðn hóf starfsemi 1. janúar 1997. Þar á bæ telja menn sig hafa fullnægjand tryggingar gagnvart lánum sjóðsins við RSÍ og menntakerfi þess. Líka peningar frá Eflingu DV hefur einnig upplýsingar um að fleiri sjóðir og verkalýðsfélög hafi lagt fram fjármagn til uppbyggingar skólakerfis RSÍ. Þannig mun Efling t.d. hafa sett 15 milljónir króna í menntakerfið. Fór það til kaupa á hlut í Menntaheimi ehf., fyrirtæki sem stofhað var af RTV-Menntastofh- un ehf. Var samið um að Efling eign- aðist 25% í Menntaheimi á móti 75% hlut RTV. Hugsunin var sú að með þessu væri Efling í raun að kaupa af- slátt af námskeiðum upp á nærri 6.000 krónur, en kostaði til þess sem næmi rúmum 1.000 krónum á hvem félagsmann. Efling stéttarfélag var stofnað í desember 1998 og tók til starfa um áramótin 1999. Félagið varð til við sameiningu Dagsbrúnar maður RSÍ, vildi ekki tjá sig um málið við DV eftir að honum hafði veriö gerð ítarlega grein fyrir innihaldi fréttarinnar. -HKr. Get staöfest þetta - segir varaformaöur Rafiönaöarsambandsins Rafiönaöarskólinn Skeifan llb þar sem Rafiönaðarskólinn er til húsa á annarri og þriðju hæð. RTV-Menntastofnun var til húsa í næstu byggingu, Skeifunni lla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.