Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 Utlönd 11 DV w kr^i^k^kr Atburðarásin í gær 00:05 Talið að Bush muni i dag fara fram á 75 milljarða dollara viðbótar- fjárveitingu til þess að standa undir stríðsrekstrinum í írak. 00:31 Stuðningur Breta við stríðið í írak mælist 54% í skoðanakönnun breska blaðsins Guardian. Um 30% voru andvígir stríðinu. 00:53 Pentagon staðfestir að menn- irnir sem sýndir voru í íraska sjón- varpinu í gær séu flugmenn Apache- þyrlunnar sem skotin var niður. 02:30 Colin Powell segir að árangur hernaðaraðgerðanna sé athyglisverð- ur og þeim muni ljúka farsællega áð- ur en langt um liður. 03:35 Bandarískur embættismaður í Pentagon segir að landárásin á Bagdad sé ekki hafrn og kunni að dragast um einhverja daga þar sem væntanlegir sandstormar gætu tafið liðsflutninga. 03:42 Fréttir berast af leynilegum upplýsingum sem segja að íröskum hersveitum, sem ætlað er að verja Bagdad, verði leyft að nota efnavopn gegn herjum bandamanna ef allt ann- að bregðist við varnir borgarinnar. 04.55 Breskir landgönguliðar taka sér stöðu við landamæri írans. 05:05 Fréttir berast af miklum sprengingum suður af Bagdad meðan herir bandamanna sækja fram. 05:25 Aukinn sandstormur suður af Bagdad byrgir sýn og hægir á að- gerðum. 06:20 Mikill fjöldi bandarískra her- manna á ferð gegnum borgina Nasiri- ya þrátt fyrir að hún sé ekki enn á fullu valdi bandamanna. 06:35 Alvarlegt ástand í borginni Basra og staðan endurmetin til þess að hægt verði að koma íbúunum til hjálpar. 07:30 Suður-kóreska þingið frestar atkvæðagreiðslu um það hvort þar- lendir hermenn verði sendir til íraks en þó ekki til þátttöku í átökum. 07:40 Staðfest að breskur hermaður hafi fallið í átökum í nágrenni A1 Zu- bayr í suðurhlúta Iraks. 08:25 Bandarísk hersveit fer yfir ánna Efrat við borgina Nasiriya eftir að hafa mætt harðri mótspymu. 08:45 írösk stjómvöld segjast hafa dreift matvælabirgðum tU sex mán- aða um allt land en ásaka banda- menn um að hafa stöðvað birgða- sendingar sem greitt hafi verið fyrir samkvæmt samningnum um mat fýr- ir olíu. 10:00 Taha Yassin Ramadan, varafor- seti íraks, gagnrýnir arabaþjóðir fyr- ir að sjá bandamönnum fyrir olíu. 10:10 Háttsettur breskur herforingi segir að höfnin í Umm Qasr sé nú ör- ugg og opin og að von sé á fyrsta hjálparfarminum innan tveggja sólar- hringa. 10:50 Mohammed Saeed Sahaf, upp- lýsingamálaráðherra Iraks, neitar því að rússnesk fyrirtæki hafi selt Irökum vopn. 10:50 Sahaf segir að íraskar hersveit- ir hafi drepið nokkra liðsmenn bandamanna á fenjasvæðunum ná- lægt Nasiriya. 10:55 Sahaf staðfestir að sextán írak- ar hafi fallið og 95 særst í átökum síðasta sólarhringinn. 11:25 Lík þrjátíu íraka fundin í veg- kanti norður af borginni Nasiriya. 12:25 Tony Blair segir að banda- menn muni ekki bregðast írösku þjóðinni en aðgerðirnar muni taka tima. 12:35 Saddam sendir héraðsstjórum sínum skilaboð í sjónvarpi þar sem hann hvetur þá til þess að herða að- gerðir gegn innrásarliðinu. 12:40 Richard Mayers, formaður bandaríska herforingjaráðsins, segist óttast að hörðustu bardagar stríðsins séu á næstu grösum. 12:55 Loftárásum haldið áfram á suð- urhluta Bagdad á meðan blindandi sandstormur blæs um borgina. 13:19 Richard Mayers segir að sand- stormamir muni tefja sóknina til Bagdad. 13:20 Talsmaður Bandaríkjahers seg- ir að allt að 500 íraskir hermenn hafi fallið í átökunum síðustu tvo daga. 13:39 Stöðugur straumur íraskra lið- hlaupa til Kúrda-svæðanna í Norður- írak. 13:51 Bandaríski flotinn lýsir hættu- ástandi vegna ótta við sjálfsmorðs- árásir íraka á hraðbátum. 13:52 Kúveisk stjórnvöld tilkynna að íraskt flugskeyti hafi verið skotið niður yflr Kúveit. 14:14 Talsmaður Bandaríkjahers seg- ir að aðgerðum verði haldið áfram þrátt fyrir óhagstætt veður og að ailt að 1400 loftárásarferðir hafi verið áætlaðar gegn íraska lýðveldisverðin- um í gær. 14:33 Talsmaður Bandaríkjahers seg- ir að „hryðjuverkasveitir" séu ábyrg- ar fýrir andspyrnunni í Basra. 15:08 Clare Short, ráðherra þróunar- mála í Bretlandi, segir að ákveðið hafi verið að auka fjárveitingu til hjálparstafs í írak um 30 milljónir punda. 15:13 Prins Saud al-Faisal, utanríkis- ráðherra Sádi-Arabíu, leggur til frið- aráætlun til þess að binda enda á stríðið í Irak en fær engin viðbrögð frá Bandaríkjamönnum. 15:33 Bush Bandaríkjaforseti stað- festir að hann hafl farið fram á allt að 75 milljarða dollara aukafjárveit- ingu í þinginu vegna stríðsins. 15:58 Bandaríski herinn staðfestir að bandarísk herþota hafi fyrir mistök skotið á bandarískan eldflaugapall í nágrenni Najaf. 16:30 Breskur fréttamaður tilkynnir að hann hafl fundið vopn og búninga til varnar efnavopnum á sjúkrahúsi í Nasiriya. Tilkynnt að ráðist hafi ver- ið á breska hermenn sem gættu sjúkrahússins á eftir. 17:18 Talsmaður breska hersins seg- ir að svo virðist sem einhvers konar uppreisn gegn íröskum stjómvöldum liggi í loftinu í Basra og að íraskir hermenn hafi skotið á óbreytta borg- ara sem mótmæltu stjóm Saddams. 18:34 Donald Rumsfeld segir að her- fórin verði sífellt hættulegri. 19:30 Mohammed Saeed Sahaf, upp- lýsingamálaráðherra íraks, neitar því að uppreisn sé í aðsigi í Basra. 19:44 Tilkynnt að neyðarfundur verði haldinn i Öryggisráði SÞ í dag til þess að ræða stríðið í írak. 19:46 Talsmaður byltingarráðs síta- múslíma í írak, sem aðsetur hefur í íran, segir auknar líkur á því að síta- múslímar, helstu andstæðingar Sadd- ams í írak, geri uppreisn í Basra. 20:20 Endurteknar loftárásir á Bagdad. 21:00 Breski herinn staðfestir að tveir breskir hermenn hafi farist þegar breskur skriðdreki skaut fyrir mistök á annan breskan skriðdreka. 21:00 Talsmaður bandaríska hersins segir að allt að 300 íraskir hermenn hafi fallið í bardögum í nágrenni borgarinnar Najaf, suður af Bagdad. ‘SíiSUfÁTÆM ÞJALFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR Enn finnast þeir sem einfaldlega nenna ekki að leggja stund á líkamsþjálfun og segja sem svo að miklu auðveldara sé að draga heldur meira úr neyslunni en að leggja á sig það mikla líkamlega erfiði sem fylgir reglubundinni líkamsþjálfun. Þeir benda jafnvel á þá staðreynd að fyrir hvert hálft kíló af fitu sem tapast þarf að ganga eða hlaupa í það minnsta 55 km. Þetta þykir þeim sem vilja losna við aukakílóin í einum grænum hvelli ekki mjög spennandi kostur! Þeir sem svona hugsa ættu eindregið að endurskoða afstöðu sína. Enda liggur Ijóst fyrir að einstaklingar sem temja sér lífsstíl, þar sem lögð er stund á reglubundna þjálfun, eru líklegri til að viðhalda þyngdartapi en þeir sem ákveða að þjálfa ekki. Ein mikilvægasta ástæða þess er sú að fólk sem æfir reglubundið fellur síður í gamla slæma neyslumunstrið. Önnur ástæða er að þegar einstaklingurinn er kominn í „kjörþyngd" hefur hann möguleika á að bæta við vöðvamassann sem leiðir til aukningar á brennslu (en vöðvavefur brennir meiru en fituvefur). Þessu til viðbótar má benda á að reglubundin „langvarandi" þolþjálfun leiðirtil hækkunar á grunnorkuþörfinni og jafnframt til þess að líkaminn verði smám saman færari um að nýta sér fitu til orkugjafar. MATSEÐILL DAGSINS Dagur 39 Morgunverður: Hunangscheerios 3 dl Dreitill 2,5 dl Epli 1 stk. Hádegisverður: Fiskisúpa (s.s. Toro) 3 dl Brauð 1 sneið Létt viðbit 1 tsk. Kotasæla 2 msk. Paprika 1/4 stk. Miðdegisverður: Eplabaka 100 g = 1 snc Rjómi, þeyttur 1 msk. Undanrenna 1 glas Kvöldverður: Koli, steiktur 150 g Kartöflur, soðnar 3 „eggstórar Salat, blandað 100 g + ídýfa úr 10% sýrðum rjóma 2 msk. Kvöldhressing: Apríkósur, niðursoðnar 4 helmingar HReyfinc |ö3 Hvað varðar skaðsemi offitu er Ijóst að máli skiptir hvar viðbótarfitan sest á líkamann. Fita sem safnast saman í kringum líffæri í kviðarholinu er hættulegri fyrir heilsuna en sú fita sem safnast á öðrum stöðum líkamans og eykur líkur á ótímabærum dauðsföllum. Niðurstöður margra rannsókna hafa leitt í Ijós náin tengsl á milli aukinnar kviðfitu og ýmissa kvilla eins og mikils magns kólesteróls í blóði, háþrýstings, hjartaáfalls, heilablóðsfalls, sumra tegunda krabbameina og fullorðins sykursýki. Slík tengsl hafa ekki fundist ef mikla umframfitu er að finna á lærum og rassi. Því má segja sem svo að um „góðkynja" offitu sé að ræða ef kílóin safnast saman á rass og lærum. Þess má geta að karlmenn safna yfirleitt mest af sinni umframfitu á kvið sem og konur eftir tíðahvörf. Og þrátt fyrir að heildarlíkamsfitumagn kynjanna kunni að mælast það sama bera karlar meira af sinni fitu á kviði miðað við konur hvort heldur þær hafi gengið í gegnum tíðahvörf eða ekki. Sumum kann að þykja athyglisvert að fólk með mikla kviðfitu er líklegra tii að reykja meira og drekka meira áfengi en meðaltalið segir til um. Sá sem reykir vegur ef til vill minna en sá sem reykir ekki en þrátt fyrir það er kviðfita reykingarmannsins meiri og hafa vísindamenn leitt að því líkum að reykingar sem slíkar kunni að hafa áhrif á fitudreifingu. Ástæðan fyrir því að kviðfita er hættumeiri annarri fitu tengist hraðari efnaskiptum ífitufrumum kviðarins miðað við efnaskipti sem fram fara ífitufrumum eins og þeim sem eru á rass og lærum. Þannig fer sú fita sem kemur úr fitufrumum kviðarins beinustu leið til lifrarinnar í stað þess að fara út í hina almennu hringrás blóðsins eins og önnur fita gerir og getur þar með aukið framleiðslu á LDL-fituprótíni („leiðinlegu" kólesteróli) sem er það fituprótín sem hvað mest veldur hjartasjúkdómum. Þegar fitumagn blóðsins hækkar kemur að því að taugakerfið framleiðir of mikið af hormónum og boðefnum sem hafa örvandi áhrif á hjartslátt og blóðþrýstingur stígur upp á við. Þetta eykur þar með líkur á hjartasjúkdómum og háþrýstingi. Niðurbrot fitu hefur áhrif á hæfni lifrarinnar til að fjarlægja insúlin úr blóðinu. Afleiðingin verður of hátt magn sykurs (glúkósa) og insúlíns í blóði og líkur á fullorðins sykursýki aukast. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.