Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003
Útlönd
T>V
Mikið mannfall í lifli
íraka í hörðum bardaga
Colln Powell
Bandarískir ráöamenn eru á móti
löngum viöræöum um friöarvegvísi.
ísraelskar sérsveitir
vógu 4 úr launsátri
ísraelskir sérsveitarhermenn
vógu fjóra Palestínumenn, þar af
eina tíu ára gamla stúlku, úr
launsátri í Vesturbakkaborginni
Betlehem í gær, aö sögn hjúkrun-
arfólks og sjónarvotta.
Þrír hinna látnu voru harðlínu-
menn sem voru drepnir eftir að
þeir hófu skothríð á sérsveitar-
mennina til að komast hjá hand-
töku. Stúlkan var, að sögn, skotin
fyrir mistök þegar skotið var á
annan palestínskan bil sem kom
þar aðvífandi.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
stjórnvöld í Washington myndu
leggjast gegn löngum viðræðum
milli ísraela og Palestínumanna
um friðarvegvísinn sem búið er
að lofa að leggja fram um leið og
palestínska þingið staðfestir skip-
an nýs forsætisráðherra.
IMeita að hafa selt írök-
um ólöglegan búnað
Tvö rússnesk fyrirtæki, sem
ráöamenn í Bandaríkjunum hafa
sakað um að selja bannaðan her-
tæknibúnað til Iraks, vísuðu öllu
slíku á bug í gær. Annað þeirra
viðurkenndi þó að írakar í við-
skiptaerindum hefðu heimsótt
fyrirtækið reglulega.
Vestur í Hvíta húsinu sögðust
menn hafa sannanir fyrir því að
fyrirtækin hefðu selt bannaðan
búnað sem gæti stofnað lífi
bandarískra hermanna i hættu.
Þar er um að ræða tæki sem
trufla GPS staðsetningarbúnað.
Uppboð
Eftirtaldir munir verða boðnir
upp að Skúlagötu 26, 2. hæð,
gengiö inn við Vitastíg, föstu-
daginn 4. april 2003, kl. 14.00.
Gerðarþolar: Lykilhótel hf., Jón Ó.
Ragnarsson ogValdimar Jónsson
Gerðarbeiðandi: Corneerstone Mark
Associates Ltd.
Málverk eftir Gunnlaug Scheving.
Málverk nefnt „Tveir sjómenn“, stærð
2 x 3,5 m
Málverk nefnt „Horft að landi“, stærð
1,60 x 3,5 m
Ávísanir ekki teknar gildar sem
greiðsla nema með samþykki upp-
boðshaldara.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Loftárásum á Bagdad og nágrenni
var haldið áfram í nótt og í dögun í
morgun var gerð öflug árás á mið-
borgina þar sem flugskeytum og
sprengjum var aðallega beint að
byggingu íraska ríkissjónvarpsins,
nálægri fjarskiptastöð og bæki-
stöðvum lýðveldisvarðarins sem sér
um vamir borgartnnar.
Ekki er vitað um skemmdir en
eins og venjulega hóf sjónvarpið,
sem ekki sendir út að nóttu til,
upplestur úr Kóraninum í upphafl
dagskrár klukkan sex að staðartíma
í morgun.
Á sama tíma kváðu við öflugar
sprengingar í suðurhluta borgar-
innar og sagði sjónarvottur að um
fjörutiu sprengjur hefðu sprungið
nálægt neöanjaröarbækistöð lýð-
veldisvaröarins á svæðinu.
Að sögn talsmanns breska hers-
ins í Basra börðust breskar her-
Neðanjaröarbyrgi sem byggð
voru fyrir Saddam Hussein íraks-
forseta eru svo rammgerð að þau
geta staðið af sér harðar sprengju-
árásir. Þeir sem fela sig í þeim
geta hafst þar við í allt að sex
mánuði, að sögn fyrrum liðsfor-
ingja úr júgóslavneska hemum
sem aðstoðaði viö byggingu
þeirra.
„Ég tel að ef Saddam fer ekki
burt, og ég held að hann geti
hvergi farið, þá muni hann flnn-
ast í einu þessara byrgja, ef hann
sveitir i morgun við vopnaðar sveit-
ir íraka sem reyndu að flýja úr
borginni en fréttir hafa borist af því
að síta-múslímar, helstu andstæð-
ingar Saddams, séu að undirbúa þar
uppreisn gegn ráðandi yflrvöldum
Baath-flokksins.
Lengra í norðri, í nágrenni borg-
arinnar Nasiriya, hafa hersveitir
Bandaríkjamanna mátt þola síend-
urteknar skæruárásir og skothríð
íraskra leyniskyttna og hefur það
auk vaxandi sandstorms tafið sókn
þeirra til Bagdad.
Að sögn Reuters-fréttastofunnar
þurfti að kalla eftir aðstoð flughers-
ins í nágrenni bæjarins Ash Shatr-
ah, í um fjörtíu kílómetra flarlægð
norður af Nasiriya, en þar höfðu
bandarískar hersveitir náð yfir ána
Efrat á þriðjudaginn eftir harða bar-
daga við iraskar hersveitir.
ígær geisuðu harðir bardagar í
hefur þá ekki fundið undankomu-
leið,“ sagði Resad Fazlic, ofursti á
eftirlaunum, í viðtali við frétta-
mann Reuters í Sarájevo.
„Þessi byrgi þola að tuttugu
kílótonna sprengju sé varpað
beint á þau og þau þola högg-
bylgju kjarnorkusprengju,“ sagöi
Fazlic sem hafði eftirlit með bygg-
ingu byrgjanna seint á áttunda
áratug síðustu aldar.
Bandaríkjamenn hófu hernað-
inn gegn írak í síðustu viku með
því að varpa sprengjum á dvalar-
nágrenni bæjarins Najaf, rétt suður
af Bagdad og segir talsmaður vam-
armálaráðuneytisins í Pentagon að
þar hafi allt að 300 íraskir hermenn
fallið.
Samkvæmt fréttum frá írak var
bardaginn einn sá harðasti síðan
hemaðaraðgerðimar hófust fyrir
sex dögum en að sögn talsmanna
bandaríska hersins var hann ekki
hluti af skipulagðri sókn í átt til
Bagdad, heldur kom til hans eftir að
íraskir hermenn höfðu gert
sprengjuvörpuárás á bandaríska
herdeild.
Samkvæmt nýjustu fréttum var
mannfall íraka mun meira og segir
á vefsíðu Sky-fréttastofunnar að tala
fallina í þeirra liði hafi verið nálægt
750. Bardaginn mun hafa staðið í
tvær klukkustundir og munu
Bandaríkjamenn hafa beitt skrið-
drekum gegn árásarliðinu.
stað Saddams í Bagdad. Ekki er
ljóst hvort þar var um að ræða
annað tveggja byrgja fyrir
Saddam sem Fazlic sagði að hefðu
verið byggð í Bagdad.
Fazlic sagði að steinsteypt neð-
anjarðarbyrgi hefðu verið byggð í
Bagdad, Mosul, Kirkuk, Basra og
Nassiriya eftir að íraskir embætt-
ismenn fengu að skoða sama kon-
ar vistarverur í fyrrum
Júgóslavíu. Þaö voru síöan menn
á vegum júgóslavneska hersins
sem unnu verkið.
REUTERSWYND
Brosaö breitt
Bandarískir hermenn á gangi fram hjá mynd af Saddam Hussein íraksforseta, sem brosir til þeirra sínu breiöasta
brosi þrátt fyrir hörmungarástandiö í landinu og mikiö mannfaii i liöi íraka.
Neðanjarðarbyrgi Saddams évinnandi
W
Straw viðupkennir hnæsni
Jack Straw, ut-
anríkisráðherra
Bretlands, viður-
kenndi í gær að
afstaða Vestur-
landa einkenndist
af hræsni þegar
ísraelar væru ekki
beittir jafnmiklum
þrýstingi og Irakar til að fara að
ályktunum Öryggisráðs SÞ.
Vissir um aö tinna réttlætingu
Bandarískir og breskir hernað-
arsérfræðingar þykjast þess full-
vissir að þeir muni finna gjöreyð-
ingarvopn sem myndu réttlæta
innrás þeirra í írak.
Danir lylgjandi stríðinu
Meirihluti Dana er nú í fyrsta
sinn fylgjandi stríðsrekstrinum í
írak, samkvæmt nýrri skoðana-
könnun Gallups.
ívanov hæflist að trelsisher
ígor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, hæddist í morgun að
fullyröingum Bandaríkjamanna
um aö þeir væru að frelsa írak og
sagði þær flarri sanni.
Ekki tókst að taia Tyrki til
Svo virðist sem bandarískum
stjómvöldum hafi mistekist í gær
að fá Tyrki ofan af þeirri fyrir-
ætlan að senda hersveitir inn í
norðanvert írak.
Meintur morðingi handtekinn
Serbneska lög-
reglan hefur
handtekið mann-
inn sem grunaður
er um að hafa
vegið Zoran
Djindjic forsætis-
ráðherra. Hinn
grunaði var
næstæðsti yfir-
maður sérsveitar lögreglunnar
frá valdaskeiði MOosevics.
Hasskaupmenn í verkfall
Hasskaupmenn í hippanýlend-
unni Kristjaníu hafa ákveðið að
fara í verkfall og verður hin
fræga gata Pusher Street lokuð í
þijá daga. Með þessu vUja þeir
mótmæla hassstefnu stjómvalda.
Ekki eins og við Stalíngrad
Breskur sagn-
fræðingur, höf-
undur mikfls met-
innar bókar um
orrustuna um
Stalíngrad í
heimsstyrjöldinni
síðari, segir að
Saddam Hussein
muni ekki takast
að sigra óvinaherina á sama hátt
og Rauði herinn gjörsigraði inn-
rásarlið nasista. Mikið mannfaU
var í þeirri orrustu.
Amerískar vörur sniðgengnar
SífeUt fleiri veitingahús í Þýska-
landi em hætt að bjóða bandarísk-
ar vörur, svo sem kók og bjór.
VEGA fártöivur: mikil verðlækkun!
VEGA+C506 VEGA+506
15" X6A TFT - Intel Celeron 2,1 Ghz - 256Mb DDR Ram - HDD 30 Gb - Skjáminni 4-64 Mb shared - - 15" XGA TFT - Intel P IV 2,5 Ghz - 512Mb DDR Ram - HDD 40 Gb - Skjáminni 4-64 Mb shared - CD-
CD-Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56Kbps/V.90 - Netkort: 10/1 OOMbps - 2 x USB 2.0, Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56KbpsA/.90 - Netkort: 10/100Mbps - 2 x USB 2.0,
1 x IR port, 1 xTVút, 1x IEEE1394 (firewire), IxPCMCIAType ll-Lion rafhlaða - Windows XP home 1 x IR port, 1 xTVút, IxlEEE 1394 (firewire), IxPCMCIAType ll-Lion rafhlaða - Windows XP home
__________Verð; kr.149.900.- Verð; kr. 179.900.-