Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2003, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 27 DV Sport 4 komiö í und Kamerúninn Lauren íagnar hér marki sínu gegn Chel- sea í gærkvöld en hann skoraöi þriöja mark Arsenal sem gulltryggöi sigurinn. Reuters er, knattsp; núrslit enska bikarsins eftir sigur á Chelsea: vínna allt rnustjóri Arsenal, þreytist ekki á aö hrósa sínum mönnum Arsenal tryggöi sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum ensku bikar- keppninnar með þvi að leggja Chel- sea að velli, 3-1, í aukaleik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar á Stam- ford Bridge, heimavelli Chelsea. Liðið mætir nú Sheffield United í undanúrslitum á Old Trafford. Arsenal, sem var að spila sinn annan leik á innan við tveimur sólar- hringum og var án sex lykilmanna, fór með sigur af hólmi þrátt fyrir að vera með einum manni færra síðustu 24 mínútur leiksins eftir að Frakkinn Pascal Cygan fékk að líta rauða spjaldið. „Liðsandinn í þessu liði er ótrúleg- ur. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum og frammistöðu þeirra í kvöld. Við skulum ekki gleyma því að þetta var þriðji leikurinn sem lið- ið spilar á sex dögum og sigurviljinn sem liðið sýndi var með ólíkindum - þeir vilja bókstaflega vinna allt,“ sagði Arsene Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal, eftir leikinn og hrós- aði fyrirliða sínum, Patrick Vieira, fyrir frábæran leik en hann lagði upp tvö fyrstu mörk Arsenal í leiknum. Vex með hverjum leik „Patrick [Vieira] hefur lært mikið af Tony Adams og er að verða jafn mikill leiðtogi og Adams var. Hann vex með hverjum leik sem leiðtogi og þaö er mikil ábyrgð lögð á hans herð- ar. Hann stendur hins vegar fullkom- lega undir því.“ Arsneal náði forystu á 25. mínútu þegar John Terry, fyrirliði Chelsea og nýbakaöur enskur landsliðsmað- ur, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Patrick Viera. Á 34. mínútu var Vieira aftur á ferðinni þegar hann lagði upp mark fyrir Sylvain Wiltord. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í liði Chelsea á 58. mínútu, skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og átti ágætan dag. Það var þó John Terry sem náði að minnka muninn fyrir Chelsea ell- efu mínútum fyrir leikslok með skalla eftir að leikmenn Arsenal höfðu verið í nauðvörn í þær fimm mínútur sem liðnar voru frá brottvís- un Cygans. Leikmenn Chelsea héldu áfram að sækja en þvert gegn gangi leiksins náði Kamerúninn Lauren að skora fyrir Arsenal á 82. mínútu og gulltryggja sigurinn. „Við vildum sýna fólki að það er mikill karakter í liðinu. Hann skipti sköpum í þessum leik. Þó að við sé- um dottnir út úr meistaradeildinni ætlum við okkur samt að vinna þá titla sem í boði eru,“ sagði Patrick Vieira eftir leikinn. Betra liöiö vann Gianfranco Zola viðurkenndi eftir leikinn að betra liðið hefði unnið leikinn. „Þeir eru með stórkostlegt lið. Þeir spOuðu mjög vel og nýttu sér öll þau færi sem við gáfum á okkur. Mér fannst við eiga möguleika á því að jafna í stöðunni 2-1 en þriðja mark þeirra gerði þá von að engu. Það er engin skömm að tapa fyrir þessu liði,“ sagði Gianfranco Zola eftir leikinn. -ósk Vill fleiri vináttuleiki - Berti Vogts, landsliösþjálfari Skota, segir liö sitt þurfa Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, stendur nú í stappi við Al- þjóða knattspymusambandið vegna fyrirhugaðra aðgeröa sambandsins við að koma í veg fyrir að hægt sé að spOa vináttulandsleiki í aprO þar sem of mikið álag sé á leikmönnum félagsliða á þeim tíma tO að hægt sé að spOa landsleiki. Þar með er sam- bandið að láta undan kröfu knatt- spymustjóra og forráöamanna stóru liðanna í Evrópu sem hafa vælt og skælt yfir fjölda vináttuleikja að undanfomu. Vogts hefur skrifað Sepp Blatter, forseta Alþjóða knattspymusam- bandsins, bréf þar sem hann fer fram á að vináttulandsleikjum og dögum fyrir þá sé fjölgað. Vogts, sem telur að lið sitt þurfi fleiri leiki tO að taka framfórum, segist skOja vel afstöðu félagslið- anna. „Ég veit að aprO er mikOvægur mánuður fyrir félagsliðin en ég þarfnast fleiri landsleikja fyrir mitt lið. Leikmenn mínir þurfa á þeim að halda tO að taka framforum," sagði Vogts, sem undirbýr lið sitt af natni fyrir leikina gegn íslandi og Litháen sem fram fara á laugardag og miðvikudag. -ósk leiki til aö taka framförum Berti Vogts, landsliösþjálfari Skota. Bellamy í vondum málum Framherjinn snjaOi Craig BeOamy, sem leikur með Newcastle, gæti ver- iö í vondum málum eftir að hann lenti í slagsmálum á skemmtistað í Car- diff í Wales þar sem hann dvaldi með félögum sínum í velska landsliðinu en liðið kom saman á sunnudag tO að undirbúa sig fyrir landsleik gegn Aserbaídsjan á laugardaginn. BeOamy var færður tO yfirheyrslu hjá lögreglunni en var sleppt að henni lokinni. Mark Hughes, landsliðsþjálfari Wales, sagði við blaðamenn í gær að Bellamy hefði ekki brotið neinar reglur með því að fara út að skemmta sér en sagöi samt að hann gerði þær kröfur tO leikmanna sinna að þeir hegðuðu sér eins og fuOorðnir menn. „Ég mun tala við BeOamy og meta ástand hans, bæði líkamlegt og and- legt, áður en ég tek ákvörðun um það hvort hann spOar á laugardaginn en það er Ijóst að það væri mikOl missir ef hann spOaði ekki því hann er frá- bær leikmaðiu'," sagði Hughes. Þetta er ekki í fyrsta sinn Bellamy kemst í kast við lögin og eru forráða- menn Newcastle orönir ansi þreyttir á uppátækjum kappans. „Ég vil ekki segja neitt um þetta mál fyrr en ég veit aOar hliðar á því en það er alveg á hreinu aö ég mun taka á þessu máli ef eitthvað hefur kom- ið upp á sem eyðOeggur það góða nafn sem Newcastle hefur skapaö sér. Ég sinnti ekki starfl mínu ef ég gerði það ekki,“ sagði Freddy Shepherd, stjórnarformaður liösins, í gær. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.