Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M agasm DV Skkviliðsstjóri ó Akureyri: Slökkviliðsmaöur á æfingu. „Fyrst þegar maöur byrjar í þessu starfi greypast atvikin í huga manns. Síðan læra menn að meðhöndla þetta betur. Annaöhvort ná menn því eða ekki. Þeir sem ná því ekki endast ekki lengi í þessu," segir Ingimar. Magasín-myndir ÆD ureyrar þar sem hann var í afleys- ingum á sumrin -- en í Háskóla ís- lands á veturnar. Eftir nám var hann áfram hjá slökkviliðinu nema eitt ár þegar hann var hjá slökkviliðinu í Reykjavík. En leið- in lá aftur til Akureyrar og í fast- ráðningu. Fyrst sem almennur slökkviliðsmaður. Árið 1999 tók hann við varðstjórastöðu sem hann hefur gegnt þar til hann tók við starfi aðstoðarslökkviliðsstjóra fyrir tveimur mánuðum. Meðfram slökkviliðsstarfi hefur Ingimar starfað við björgunar- sveitarstörf. Þar af sex síðustu ár sem for- maður. Við ráðningu sem aðstoð- arslökkviliðsstjóri ákvað hann hins vegar að hætta stjórnunar- störfum þar og gerast almennur björgunarsveitarmaður að nýju. „Nú rífur maður bara kjaft niðri á gólfi,“ segir hann brosandi. Slysstaður er vinnusta&ur Áðspurður um sjúkraílutninga og hvort ekki sé erfítt að koma á slysstað þar sem fólk er mikið slas- að segir Ingimar að menn verði að líta á þetta sem hverja aðra vinnu. „Fyrst þegar maður byrjar í þessu starfi greypast atvikin í huga manns. Síðan læra menn að með- höndla þetta betur. Annaðhvort ná menn því eða ekki. Þeir sem ná því ekki endast ekki lengi í þessu,“ segir Ingimar „Menn standa alltaf einhvern tímann frammi fyrir því. Ég tók þátt í að klippa konuna mína út úr bílnum okkar fyrir tveimur árum. Sem betur fer fór ekki illa, þó hún sé enn slæm í hálsi,“ segir þraut- reyndur sjúkraflutningamaður. Umræddan dag var hann ekki á vakt en félagarnir hringdu í hann og án þess að hika flýtti hann sér á slysstað. Þjálfunin og aginn eru orðin honum svo í blóð borin að Ingimar segist hafa gengið til verks líkt og áður, af yfirvegun með rólegheitin i fyrirrúmi. „Maður veit hins vegar ekki hvað gerist ef maður kæmi að börnum sínum á vettvangi.“ Fjölskylda og fjallaferð Fjölskyldulíf í kringum mann sem mikið er fjarverandi vegna vinnu og björgunarstarfa er að öllu jöfnu öðruvísi en hjá okkur hinum. Ingimar segir að börnin sin hafi vanist þessu enda alin upp við það að pabbi sé löngum stund- um að heiman. En Ingimar viður- kennir að konunni fmnist þetta stundum vera pirrandi, sérstak- lega það að útkall getur komið hvenær sem er. Skiptir þá ekki máli hvort afmæli sé i gangi eða jafnvel jólamaturinn á borðum. Það kemur heldur ekki á óvart að áhugamál Ingimars séu útivera, ferðalög og þá sérstaklega innan- Ingimar í eldlínunni „Viðurkennt er að slökkviliðs- menn og menn sem starfa við björgunarstörf eru hvarvetna svip- aðar týpur. Þetta snýst í mínum huga að menn séu tilbúnir að leggja mikið á sig til að koma ná- unganum til aðstoðar. Þetta eru alls ekki töffarar sem þykjast geta allt, heldur venjulegir rólegir menn sem eru tilbúnir að læra og nýta sér þá reynslu sem þeir afla sér til að gera betur næst,“ segir Ingimar Eydal, nýráð- inn aðstoðarslökkviliðsstjóri á Ak- ureyri. skátunum, auk móður hans. Innan skátahreyfingarinnar hefur hann starfað síðan og gegnt nánast öll- um stöðum og störfum. Verið flokkstjóri, sveitarforingi, drótt- skátaforingi og síðar starfsmaður skátafélaganna á Akureyri. Einmitt meðan hann var starfs- maður félaganna voru þau samein- uð í eitt félag. „Það gerðist síðan sjálfkrafa meðal vinahópsins að við fórum i Hjálparsveit skáta. Við lítum á það sem eðlilegt framhald af skáta- starfinu," segir Ingimar. eins og vonast var til," segir hann. Slökkviliö og björgunar- sveit Eftir tvö ár sem starfsmaður hjá og bendir á að andlegur undirbún- ingur skipti miklu máli áður en komið er á slysstað. „Rólegheit og yfirvegun skiptir mestu máli á leið á slysstað og á lands. Skemmtilegast finnst hon- um að fara i langar gönguferðir og hefur hann labbað mörg svæði á íslandi. Segist þó eiga eftir að fara á Langanes og á svæðið sunnan Strákur af Brekkunni Ingimar Eydal er fæddur 20. júní 1966 og hefur hann búið á Akur- eyri alla tíð fyrir utan námsár í Reykjavík. Hann hóf nám við við- skiptafræðideild Háskóla íslands en flutti sig yfir i landafræði og út- skrifaðist 1994. Eiginkona hans er Anna Sigrún Rafnsdóttir og eiga þau tvö börn, Ástu Guðrúnu og Ingimar Eydal. Hinn hefðbundni menntavegur var farinn miðað við strák sem ólst upp á Brekkunni. Fyrst var farið í Barnaskóla Akureyrar, það- an í Gaggann og síðar Menntaskól- ann á Akureyri. Að vísu færði Ingimar sig um set í framhalds- skóla og lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1986. Var settur í skátana Niu ára gamall byrjaði hann í ylfingunum hjá Boga Péturssyni. „Maður var bara settur í skát- ana,” segir hann, en tvær eldri syst- ur hans voru í Minnisstæöar björgun- arfer&ir Hann hefur tekið þátt í ótal björgunarferðum. „Fyrstu árin fylgdist maður með. Nú er maður búinn að missa töluna á útköllum sem maður hefur farið í. Þau skipta tugum eða hundruðum," segir hann. Ingimar minnist tveggja ferða sérstaklega. Hið fyrra er þegar hann fór daginn eftir snjóflóðið á Flateyri haustið 1995 í verðmæta- björgun á svæðinu. Þá var búið að finna alla einstaklinga sem leitað var aö. „Það var mjög sérstakt að koma þarna,“ segir Ingimar og greinilegt er að aðkoman á snjó- flóðasvæðið er sem greypt í huga hans. Oftsinnis lenda hjálparsveita- menn líka í erfiðum aðstæðum og minnist Ingimar sérstaklega ferð- ar inn í Glerárdal ofan Akureyrar í september áriö 1996 þegar lítil einkaflugvél fórst þar með þrjá menn um borð. „Það var krefjandi að komast að slysstað sem var í 1.200 metra hæð og aðkoman ekki „Rólegheit og yfirvegun skiptir mestu máli á leið á slysstað og á vettvangi. Sérstaklega þar sem ringulreið ríkir. Maður veröur að líta á vettvang sem vinnustað, ekki slysstað - og vinna þetta eins og ónnur störf,“ segir ingimar. skátunum lá leiðin í slökkvilið Ak- IWInnticín tvtctyciön i ** Sími 550-5000 Útgefandi: Útgáfufélagiö DV ehf„ Skaftahlíð 24. Ábyrgðarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Har- aldsson. Umsjónarmaður: Stefán Kristjánsson. sk@magasin.is Blaðamaður: Siguröur Bogi Sævarsson. sigbog}@magasin.is Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir - kata@dv.is og Inga Gísla - inga@dv.is Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80.000 eintök. Dreifing: Póstdreifmg ehf. Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæöinu, Akureyri, Akranesi og til áskrifenda DV úti á landi. vettvangi. Sérstaklega þar sem ringulreið ríkir. Maður verður að líta á vettvang sem vinnustað, ekki slysstað - og vinna þetta eins og önnur störf,“ segir Ingimar. Klippti konuna úr bílnum ísland er lítið samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikill. Oft lenda sjúkraflutningamenn í því að koma á slysstað og þekkja viðkomandi einstaklinga sem hafa lent í kröggum. við Borgarfjörð eystra. Duttum í gamla gírinn „Þetta gerðum við nokkrir félagar í skátunum í gamla daga,“ segir Ingi- mar. „Við byrjuðum á þessu aftur fyrir tveimur árum ásamt eiginkon- um okkar. Viö uppgötvuðum að við hefðum ennþá afskaplega gaman af þessu. En það versta við þetta var að eiginkonunar uppgötvuðu að við höfðum lítið þroskast síðan þá. Við duttum í gamla gírinn.“ _æd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.