Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 DV Slökun í vatni. Elva Sif Sigurð- ardóttir var af öryggi með- höndluð af nuddara á dekur- degi fegurstu kvenna Suður- nesja. Dekurdagur í Bláa lóninu fyrir Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2003: % • % Sætar Suður- nesjastúlkur Föngulegur hópur kvenna, sem allar taka þátt í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2003, mætti í Bláa lónið sl. laugardag. Þar var sérstakur dekurdagur þeirra. Þær létu stjana við sig og nutu alls hins besta sem tilveran býður. Keppnin verður 12. apríl í Bláa lóninu og munu tólf stúlkur taka þátt í henni. Má vænta að þær nái langt þegar í Fegurð- arsamkeppni íslands kemur en Suðurnesjastúlkur hafa löngum verið þar sigursælar. Suðumesjakeppnin er ávallt ein glæsilegasta undankeppnin og verð- ur engin breyting þar á að þessu sinni. Kosið verður um titilinn feg- urðardrottning Suðumesja sem og 2. og 3 sætið. Einnig verður valin Bláa lóns-stúlkan, ljósmyndafyrirsæta Suðumesja, K-sport stúlkan. Þá verður vinsælasta stúlkan valin úr hópnum. Lovísa Aðalheiður Guð- mundsdóttir er framkvæmdastjóri og stilisti keppninnar. Fjölmargir aðrir hafa komið að undirbúningi og framkvæmd en stúlkurnar hafa æft af kappi undanfama mánuði í Perlunni. -sbs * 1», Hafmeyjamar. Jóna Rut Gísladóttir og til hægri er Sigríður Vilma Úlfarsdóttir. Drottning í droparegni Rannveig Jóna Guö- mundsdóttir er meöal þatttakenda í keppninni og mun efa- lítiö ná langt. Magasín- myndir E.ÓI. m v y • ' ' ■'xm œaaa Tvær á taii. Helga Jónasdóttir, til vinstri, og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir spjalla saman. Brosaö til Ijósmyndarans. Jóna Rut Gísladóttir og Rannveig Jóna Guömundsdóttir senda sólskinsbros til myndasmiös- ins sem haföi fegurra viöfangs- efni fyrir framan linsu sína en flesta aöra daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.