Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M agasm DV Bíómolar Fáir sáu Óskar Leita þarf allt að 50 ár aftur í tímann til að finna jafn lága tölu yfir þá Banda- ríkjamenn sem lögðu það á sig að horfa á ósk- arsverðlaunaathöfnina og í Los Angeles á sunnudag. Samtals sáu 33,1 milljón manna hátíðina í Bandaríkjunum en ástæða þess að áhorfið hrundi um 8 milljónir manna er að margir munu frek- ar hafa kosið að fylgjast með fréttaflutningi af stríðinu í írak. Aldrei hafa færri fylgst með há- tíðinni síðan Nielsen markaðs- rannsóknarfyrirtækið hóf að mæla áhorf árið 1974. Fyrra met- ið átti hátíðin árið 1987 þegar Platoon vann verðlaun sem besta mynd þess árs, og þá horfðu þó 39 milljónir manna á. Bölvuð kvikmynd Kynbomb- an Shannon Élizabeth er nýjasta við- bótin við leik- aralið Cursed sem hryllings- leikstjórinn Wes Craven mun gera innan skamms. Áður höfðu Christina Ricci og Scott Foley samþykkt að ieika í mynd- inni. Myndin íjallar um baráttu þriggja ókunnugra einstaklinga gegn varúlfi í Los Angeles og þau einkenni sem þeir bera. Elizabeth mun leika Becky sem stundar ötullega næturklúbba í Hollywood. Auk þess að hafa leikið í Jay & Silent Bob Strike Back og Scary Movie er hún lík- legast hvaö þekktust fyrir hlut- verk sitt í American Pie-mynd- unum. Campbell stripar Ofurfyrir- sætan Naomi CampbeU hef- ur samþykkt að takast á við hlutverk nekt- ardansmeyjar í kvikmynd- inni Go-Go Tales sem mun gerast í nektar- klúbbi í New York. Drea De Matteo, sem leikur í Sopranos- þáttunum, mim einnig leika stórt hlutverk í myndinni sem gæti vel orðið að sjónvarpsþátt- um, slái kvikmyndin í gegn. Campbell ætti sist aö vera feim- in að koma fram á evuklæðun- um einum enda vel vön sviðs- ljósinu. Madonna sú allra versta Hin árlegu rifsberjaverð- laun voru af- hent við há- tíðlega athöfn í Hollywood á laugardags- kvöldið eins og venjan er, kvöldið fyrir sjálf óskarsverö- launin. í þetta sinn stóð Madonna uppi sem sigurvegari og vann bæði verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, fyrir Swept Away og í aukahlutverki, fyrir Die Another Day. Myndin var einnig valin sú versta og eigin- maður Madonnu, Guy Ritchie, versti leikstjórinn. Madonna þurfti þó að deila verðlaununum fyrir leik í aðalhlutverki með Britney Spears sem fór á kostum í Crossroads. Madonna kórónaði kvöldið með því að vera valin ásamt mótleikara sínum, Adri- ano Giannini, versta kvik- myndapar ársins. Með þessu hef- ur hún, ásamt Sylvester Stallone, hlotið flest rifsberja- verðlaun í sögunni, eða 9 talsins. Sigur Adriens Brody á óskarnum kom kvikmyndaheiminum i opna skjöldu: Stórleikari sinn ar kynslóðar Þeir eru eflaust fáir sem hefðu fúlsað við því að fá að leika aðal- hlutverk í mynd eftir Roman Pol- anski. Enda lagði Adrien Brody ým- islegt á sig fyrir hlutverk píanistans Wlasyslaw Szpilman í The Pianist, eins og að létta sig um 14 kíló og jú, læra að spila á píanó. Og hann sáði greinilega vel, því uppskeran var ansi ríkuleg: sjáíf óskarsverðlaunin fyrir bestan leik i aðalhlutverki, þvert á allar spár. The Pianist var frumsýnd hér á landi fyrir nokkru og má búast við að aðsókn á myndina hafi aukist nokkuð því ásamt Chicago var hún án efa sigurvegari óskarshátíðar- innar. Auk verðlauna Brodys fékk leikstjórinn Roman Polanski óskar- inn fyrir bestu leikstjórn og Ronald Harwood fyrir besta handrit, byggt á áður birtu efni. Myndin segir frá áðumefndum Szpilman sem var uppi á tima síðari heimsstyrjaldarinnar í Póllandi. Hann þótti einn besti píanóleikari í sínu heimalandi, og þótt víðar væri leitað. Hann var einnig af gyðinga- ættum og átti því ásamt öðrum pólskum gyðingum að vera fluttur í fangabúðir í Þýskalandi. Honum tókst þó að forða sér frá útlegðinni og mátti hann hafast við við illan leik i gyðingagettóum Varsjár. Francis Ford Coppola Brody er einungis 29 ára gamall og því nánast á sama aldri og Szpilman var þegar síðari heims- styrjöldin hófst. Hann er frá New York, nánar tiltekið frá Queens- hverfinu, og gerði sér snemma grein fyrir að hann vildi leggja leik- listina fyrir sig. 12 ára var hann byrjaður að koma fram í barnaaf- mælum sem töframaður og fyrir hvatningu móður sinnar sótti hann námskeið í leiklist. 15 ára fékk hann sitt fyrsta hlutverk í sjónvarps- myndinni Home at Last sem var gerð af PBS sjónvarpsstöðinni og strax á næsta ári lék hann í New York Stories, mynd í þremur hlut- um í leikstjórn þeirra Woodys Allens, Martins Scorseses og Franc- is Ford Coppola og lék hann í hluta síðastnefnda leikstjórans. Samhliða því sótti hann hinn virta leikskóla Academy of Dramatic Arts og var svo valinn úr stórum hópi umsækj- enda til að sækja School of Perform- ing Arts í Lincoln-setrinu. Þá hafði hann einnig kynnst því að leika í sjónvarpi en árið 1988 lék hann i gamanþáttaröðinni Annie McGuire þar sem Mary Tyler Moore var í að- alhlutverki. Steven Spielberg Eftir skólagönguna var komið að því að koma undir sig fótunum í kvikmyndaheiminum. Fyrsta mynd- in sem hann lék í að útskrift lokinni var King of the Hill í leikstjóm Steven Soderbergh og komst hann vel frá því hlutverki. Hann virtist eiga fremur auðvelt með að finna sér vinnu og undir lok áratugarins var hann orðinn einn af þeim leik- urum sem allir bjuggust við að yrði heimsfrægur innan skamms. Hann var til að mynda einn af þeim karl- kyns fyrirsætum sem prýddu forsíð- ur Vanity Fair árið 1999 ásamt því að leika i tveimur þekktum mynd- um, The Thin Red Line eftir Steven Spielberg og Summer of Sam eftir Spike Jones. Eitthvað lét frægðin eftir sér bíða þó svo að hann lék í nokkrum þekktum myndum árin 2000 og 2001, svo sem The Affair of the Necklace og Harrison’s Flowers. En hann beið enn eftir stóra tækifærinu. Roman Polanski Roman Polanski hafði lengi lang- að til að búa til mynd um helfórina í Póllandi þar sem hann sjálfur er pólskur og komst lífs af í gettóunum í Varsjá á stríðsárunum. Hann vildi þó ekki að kvikmyndin fjallaði um sjálfan sig og eftir að hafa lesið sögu Szpilman, sem fór eins og eldur i sinu um heiminn árið 1998, var ekki efi í hans huga, myndin yrði gerð eftir sögu bókarinnar. Hann boðaði til áheyrnarprufa í London þar sem hann leitaði að hin- um eina og rétta manni í hlutverk Szpilman. Þrátt fyrir að hann gerði ekki þá kröfu að leikarinn yrði að líkjast Szpilman sjálfum stóð hann tómher.tur eftir að hafa séð 1400 manns mæta í prufumar. Hann reri því á önnur mið og leit til Banda- ríkjanna, og eftir að hafa séð nokkr- ar af myndum Adriens Brodys vissi hann að þar hefði hann fundið pí- anistann sinn. Það reyndist því vera sannur happdrættisvinningur að fá simtal frá Polanski því í dag vita allir kvik- myndaunnendur hver Adrien Brody er. Þakkarræðan hcms á afhendingu óskarsverðlaunanna glymur sjálf- sagt enn í eyrum Hollywood-fólks, enda ekki á færi hvers sem er að þagga niður í hljómsveit hússins eftir að hún byrjaði að spila í miðri ræðunni. Staðfesta hans er greini- lega mikil og frægðin langþráða loksins búin að skila sér í hús. -esá Adrien Brody í hlutverki sínu í The Pianist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.