Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M agasm DV Ein þekktasta fyrirsæta heims i nýju hlutverki: Campbell fækkar fötum Julia og Lena segjast njóta ásta þrisvar á dag, stundum með karimönnum. Breska fyrirsætan Naomi Campbell hefur ákveðið að reyna fyrir sér á nýj- um vettvangi. Nú ku Campbell, sem er án efa ein þekktasta íyrirsæta heims, hafa ákveðið að koma nakin fram í Hollywood. Mörgum þykir lítið leggjast fyrir fyrirsæt- una að hefja ferilinn í Hollywood með því að leika fatafellu í sinni fyrstu mynd. Campbell sem er 32 ára, mun leika á móti Drea De Matteo sem leikur i The Sopranos. Reyndar hangir meira á spýtimni hjá Campbell. Fyrst verð- ur reynt íyrir sér með afurðina á hvíta tjald- inu og ef myndin fær góða dóma er ætlunin að gera sjónvarpsþætti í svipuðum dúr. Þegar hefur verið gengið frá því að Campbell leiki í þeim þáttum ef af verður. Undanfarin ár hafa verið Campbell erfið. Um tíma átti hún í erf- iðleikum vegna vímu- efhaneyslu. Var hún á tímabili djúpt sokkin í eiturlyf og áfengi en leitaði sér hjálpar og virðist hafa náð sér á strik að nýju eftir mikla erílðleika í kjöl- far neyslunnar. Sjálf hefur hún lýst því yfir að fyrirsætustörfin séu komin í annað sætið en hún hefur þó Naomi Campbell. Áhorfendur munu sjá hana í ,og ,tU tekið þátt ’ nektarsenum í nýrrl kvikmynd. tiskusynmgum. Kynlíf þrisvar á dag Stelpumar í lesbíska poppdúóinu Tatu fullyrða að þær stundi saman kynlíf þrisvar á dag. Julia Volkova og Lena Katina njóti ásta á morgn- ana, í hádeginu og á kvöldin. Þær segjast einnig reglulega bjóða kven- kyns aðdáendum i hópkynlíf eftir hljómleika. Þær viðurkenna að sofa stundum hjá karlmönum en þær segja að það sé ekki nærri því eins gaman. „Ég veit ekki hvemig aðrir menn eru en rússneskir karlmenn eru eins og saumavélar. Alltaf stuttur saumur," segir Julia. Foreldrar vikunnar „Við akváðum að halda spennunni og vera ekkert að forvitnast um kynið á bórnunum fyrir fæðinguna," segja þau Kristina Andersson og Tryggvi Leifur Óttarsson. Hér eru þau með dæturnar Idu Anitu og írisi Linneu. Magasín-mynd PSJ Hamingjusamir tvíburaforeldrar undir Jökli: Forsjóninni er ég þakklótur „Við ákváðum að halda spennunni og vera ekkert að forvimast um kynið á bömunum fyrir fæðinguna," sögðu hjónin Kristina Andersson og Tryggvi Leifur Óttarsson sem búa á Rifi í Snæ- fellsbæ. Þau eignuðust tvær dætur þann 30. janúar síðastliðinn og eru að sjálfsögðu í sjöunda himni. „Meðgang- an gekk mjög vel í alla staði. Mér hef- ur sjaldan liðið betur en á tímabilinu frá Qórða til áttunda mánaðar. Vil ég þakka það líkamsrækt og jóga sem ég stundaði á meðgöngunni," sagði Krist- ina. Ekki teflt í tvísýnu „Ég gekk með svo til fulla með- göngu. Fæðingin gekk hins vegar mjög hægt og endaði með keisaraskurði þar sem önnur stúlkan var farin að lýjast. Ekki þótti rétt að tefla í tvísýnu með því að láta fæðinguna taka lengri tíma. Þetta fór allt vel,“ sagði Kristina. Stelpumar voru báðar 51 cm. Önn- ur var rúmar tíu merkur og hin um ellefu. Fæddust þær á Landspítalan- um. Ljósmóðirin sem tók á móti þeim er Björk Steindórsdóttir. Tryggvi Leif- ur var að sjálfsögðu viðstaddur. Forsjóninni þakklótur „Þetta var stórkostleg upplifun og ég var forsjóninni mjög þakklátur þeg- ar í ljós kom að þær voru báðar vel skapaðar og heilbrigðar," segir Tryggvi Leifur. Hann er framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs íslands og ætlar að taka fæðingarorlofíð sitt. „Ég er svo heppinn að njóta mikiis skilnings bæði vinnuveitanda og samstarfsfólks og get því tekið allt orlofið nú og not- ið þeirra forréttinda að fá að taka þátt í uppeldinu óskiptur fyrstu mánuðina í lífi þeirra." Þær voru skírðar 2. mars og fengu nöfnin Ida Anita og Iris Linnea. Þetta eru nöfnin á ömmum stúlknanna og ömmu Kristinu. Kristina er sænsk, frá bænum Bollebygd, en hann er 40 km fyrir austan Gautaborg, og flutti hún hingað til lands fyrir sjö árum. Hefur hún starfað í versluninni Blómstur- völlum á Hellissandi, auk þess að stunda nám við Kennaraháskóla ís- lands þaðan sem hún útskrifaðist sem grunnskólakennari 14. febrúar síðast- liðinn. Var hún því á fullu í náminu allt fram að fæðingu stúlknanna. Ljómandi gott Tryggvi Leifur á tvær dætur fyrir, þær Sögu og Teklu, sem eru 13 og 10 ára og búa í Noregi hjá móður sinni. „Allt gengur ljómandi vel með litlu dömurnar en það er að sjálfsögðu nóg að gera hjá okkur á heimilinu," sögðu þau að lokum, Kristina og Tryggvi Leifur. -PSJ \>dið besta fyrir barnið Bab|s am Skeifan 8 • sími 568 2200 • www.babysam.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.