Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M agasm X>V Nýtt bílablað D\ hefur göngu sína um helgina: F )• •• I jol breytn in verbur okkar sérstaba segir Njáll Gunnlaugsson umsjónarmaáur Á fóstudaginn kemur út nýtt bila- blað á vegum DV sem dreift verður m.a. á allar bflasölur, bflaumboð og bensínstöðvar og mun liggja þar frammi frítt. Að auki mun það fylgja Helgarblaði DV til áskrifenda. „Sér- staða bílablaðs DV verður íjölbreytnin. Ætlunin er að fjalla meira um mótor- sport sem DV hefur sinnt mjög vel í DV-Sporti hingað til líka. Einnig er reynsluakstur nýrra bila stór hluti af umfjöllun DV og enginn annar prent- miðill jafnstór í þeim efnumsegir Njáll Gunnlaugsson í samtali við DV Magasín. Hann verður annar tveggja umsjónarmanna blaðsins. Hinn er Geir A. Guðsteinsson. Fréttir og fróðleikur Bílablaðið verður 24 siður að öflu jöfnu og jafnvel stærra þegar svo ber undir. Þannig hefur DV á ári hverju gefið út nokkur aukablöð um bfla og mótorsport. Verður því haldið áfram eins og tilefni þykir til. „í bílablaðinu ætlum við okkur að leggja áherslu á fréttir, innlendar og erlendar. Einnig verður umfjöllun um notaða bíla og fleira," segir Njáll. Að sögn Njáls verður bílablaðið fyr- ir fleiri en þá sem helteknir eru af bfla- dellu. „Við viljum nálgast meira þarfir hins almenna lesanda sem stundum hefur gleymst í umíjöllun um bíla hér á landi. Við munum við efnisöflun vegna þessa blaðs verða í góðu sam- bandi við grasrótina." Bíll ársins Spáð er mikifli aukningu í bílasölu á næstunni - og fer það saman við að margt spennandi er að gerast i bfla- menningunni um þessar mundir. Nýj- ar tegundir koma til dæmis inn á markaðinn og spáð er mikifli aukn- ingu í bflasölu á næstunni. „Þessa dagana er ég að prófa sér- búna útgáfu af 7-línu BMW sem er al- gjört tækniundur," segir Njáll. „Það styttist líka í stóra útgáfu blaðsins sem kemur í stað hins árlega aukablaðs um bflamarkaðinn. Þar er farið vel ofan í markaðinn og tfl dæmis birt tafla sem inniheldur upplýsingar um hvem ein- asta nýjan bfl sem er á markaði hverju sinni. Einnig munum við velja bfl árs- ins á næstunni sem DV haíði frum- kvæði að hérlendis fyrir tveimur ár- um.“ -sbs Bílablaðamenn DV. Njáll Gunnlaugsson og Geir A. Guðsteinsson hafa umsjón með bíiablaði DV sem nú er að fara af stað. „Vlð viljum nálgast meira þarfir hins almenna lesanda sem stundum hefur gleymst í umfjollun um bíla hér á !andi.“ Upplýsingar veitir auglýsingadeild í síma 550-5000. Á föstudaginn kemur út nýtt bílablað á vegum DV sem dreift verSur m.a. á allar bílasölur, bílaumboð og bensín- stöðvar og mun liggja þar frammi frítt. Að auki mun það fylgja Helgarblaði DV til áskrifenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.