Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 29 M. agasm Jet Lit og DMX í hlutverkum sínum í Cradle 2 the Grave, Cradle 2 the Grave: Olíklegir félagar Bardagahundurinn Jet Li og rapparinn DMXleika aöalhlutverk- in I Cradle 2 the Grave, sem frum- sýnd verður hér á landi um helgina. Myndin segir frá glæpaforingja, Tony Fait (leikinn af DMX), sem stjórnar götugengi sínu með harðri hendi. Hann kemst þó í hann krapp- an þegar hann og félagar hans ræna verðmætum svörtum demöntum sem útsendari Taívan-stjómar að nafni Su (Jet Li) hefur elt heims- hornanna á milli. Su reynir einnig að hafa hendur í hári fyrrum félaga síns, Ling, sem tekur upp á því að ræna dóttur Faits til að reyna að skipta á henni og demöntunum verðmætu. Góö róð dýr Þegar það fréttist að Fait hefur falið demantana hjá félaga sínum falla þeir í hendur annars glæpafor- ingja (leikinn af Chi McBride) og eru því góð ráð dýr fyrir Fait sem hefur nú glatað einu leiðinni til að endurheimta dóttur sína. Fait leitar því liðsinnis Sus og saman vinna þeir bæði að því að koma demöntunum í réttar hendur og dóttur Fait aftur til síns heima. Jet Li kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum í Lethal Weapon 4 og hann gerði einnig garðinn frægan ásamt Aaliyah í Romeo Must Die. Hann þykir verðugur arftaki Jackie Chan enda margfaldur bardagameistari í sinu heimalandi, Kína. DMX hefur aðallega verið þekktur fyrir tónlist sína og lítið komið nálægt kvikmyndaleik áður. Aðrar frumsýningar: Endurkoma MacDowells Hinar tvær frumsýningarmyndir helgarinnar eru Crush annars vegar og National Security hins vegar. í Crush má sjá Andie MacDowell snúa aftur í sviðsljósið eftir nokkra fjarveru en heldur lítið hefur farið fyrir henni síðan að hún lék í Groundhog Day og Four Weddings and a Funeral snemma á 10. ára- tugnum. í Crush er fylgst með þrem- ur vinkonum sem eru allar ein- hleypar og því enn samrýndari fyr- ir vikið. Ein þeirra, Kate (MacDowell), er skólastýru í ensk- um stúlknaskóla sem allt í einu tek- ur upp á því að sofa hjá 25 ára dreng, sem er fyrrum nemandi í þokkabót. Allt fer í háaloft í vin- kvennahópnum og grípa þarf til ör- þrifaráða til að bjarga vinskapnum. ÍNational Security má fylgjast með tveimur seinheppnum mönn- um, þeim Earl og Hank (Martin Lawrence og Steve Zahn), sem eiga það eitt sameiginlegt að þeim var hafnað í inntökuprófi lögreglunnar í Los Angeles. Þeir gerast þvi örygg- isverðir og í starfmu komast þeir á snoðir um umsvifamikið smygl og ákveða að rannsaka málið, eins og sönnum lögreglumönnum sæmir. Áður en þeir vita af eru bæði bófarnir og sjálf lögreglan á hælum þeirra og útkoman því skrautleg. Dómar The Pianist ★★★★ „Eftirminnileg og sterk kvikmynd" -HK Nói albínói ★★★★ „Nói albinói stóö undir vœntingun- um sem ég gerói til hennar og vel það. Vil ég meina að hún sé eitthvert merkasta innleggið i íslenska kvik- myndagerð. “ -HK Adaptation *★★ „Sterk og skemmtileg kvikmynd“ -HK 8 Femmes ★★★ „8 konur eru dásamleg blanda af sat-íru, söngleik og gamaldags saka- málasögu í anda Agöthu Christie. “ -SG Solaris ★★★ „Soderbergh hefur hingað til farið eigin leióir og gerir það enn. “ -HK 25th Hour ★★★ „25th Hour er áleitin mynd og ein sú besta frá Lee í langan tíma. “ -SG Maid in Manhattan ■*★ „Söguþráðurinn skiptir hér engu máli. Viö vitum allt um leióarlok, þaö er leiðin sjálf sem á aö vekja áhuga okkar. “ -SG The Hunted ★ „Það vantar samhengi i söguþráð- inn og vantar tilflnnanlega aö aðal- persónur lifni við og verði alvöru- fólk." -SG Náðu þér í eintak í næstu verslun !! 599 kr VIKAN ASKRIFTARSIMI SGSS SElSftl:-.'- - uikan ... í taJzttímann ^ ■' * HEILSA OG FEGURÐ ■ SKEMMTILEG VIÐTÖL ■ TÍSKA OG ÚTLIT ■ UPPELDI OG HEIMILI ■ STJÖRNUSPÁ ■ LJÚFFENGAR UPPSKRIFTIR ■ * * i 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.