Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M agasm DV Árinu eldri Barði Frið- riksson, fv. framkvæmda- stjóri VSÍ, er 81 árs 28. mars. Hann er norðan úr Núpasveit, nam lög við HÍ og var í áratugi í eldlínunni, m.a. í störfum fyrir atvinnulífið og í pólitíkinni. Hann kom að ýmsum fleiri málum, svo sem stanga- veiði, og var formaður Stanga- veiðifélags Reykjavikur um tíma. Ingvar Gíslason, fv. ráðherra, er 77 ára 28. mars. Hann er Norðfírðingur að uppruna en haslaði sér völl fyrir norð- an. Þingmaður Framsóknar á Norðurlandi eystra var Ingvar lengi og menntamálaráðherra um hríð. Síðast ritstjóri Tímans. Jón Hnefill Aðalsteinsson fræðimaður er 76 ára 29. mars. Fyrr á árum var Jón m.a. blaðamað- ur og prestur á Eskifirði. Hef- ur nú í mörg ár helgað sig fræði- störfum og er manna best kunn- ugastur kristnitökunni fyrir 1003 árum. Þór Vigfús- son er 67 ára 2. apríl. Hann var einn af æskumönnun- um sem fóru að leita ævin- týra í komm- únisma aust- ursins. Þegar heim kom gerðist Þór menntaskólakennari og var um hríð borgarfulltrúi. Síðast skólameistari í fæðingarsveit sinni á Sel- fossi. Laufey Steingríms- dóttir næring- arfræðingur er 56 ára 29. mars. Hún er víð- menntuð í þeim fræðum er lúta að hollum mat og hefur verið óþreytandi að berjast fyrir skyn- semi í mataræði. Þjóðin er alltaf að velta þvi fyrir sér hvað sé best að borða, þannig að baráttan ber árangur. Gerrit Schuil pianó- leikari er 53 ára 27. mars. Hann er hol- lenskur en hef- ur búið og starf- að hér á landi í nokkirn ár. Hef- ur getið sér gott orð sem tónlist- armaður - til dæmis sem konsert- píanisti en ekki síður sem með- leikari vinsælla söngvara. Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari á Akm'eyri, er 41 árs 31. mars. Hann er kominn af traustu kyni í höfuðstað Norðurlands. Hefur lengi kennt íþróttir og verið þjálfari hjá KA, nú síðast meistaraflokki í hand- bolta. Bæjarfulltmi Framsóknar. Orri Hauks- son verkfræð- ingur er 32 ára 28. mars. Hann var um skeið starfsmaður óskabarns þjóðarinnar, Eimskips, uns hann gerðist aðstoðarmaður Dav- íðs Oddssonar í forsætisráðu- neytinu. Nú einn af helstu stjóm- endum Simans. Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona er 31 árs 29. mars. Hefur sungið í áraraðir, enda með íðilfagra rödd. Stjórnaði um hríð vinsæl- um sjónvarpsþætti. Nú búsett norð- ur á Daivík þar sem hún syngur fyr: ir Norðlendinga, vinnur við útvarp og er húsmóðir. r Nafn: Gisli Gíslason. Aldur: 47 ára - fæddur 9. júlí 1955. Maki: Hallbera Fríður Jóhannesdótt- Börn: Magnús Kjartan, fæddur 1976, verkfræðingur og eðlisfræðingur; Jó- hannes, fæddur 1982 - háskólanemi í Vermont; Þorsteinn, fæddur 1984 - nemi í FVA; Hallbera Guðný, fædd 1986 - nemi ÍFVA. Menntun og starf: Lögfræðingur og héraðsdómslögmaður. Bæjarstjóri á Akranesi frá 1987. Bifreið: Hyundai Santa Fe, árgerð 2002. Fallegasta kona sem þú hefur séð utan maka: Katrín Rós Baldursdóttir, Skagakona og fyrrverandi ungfrú ísland. Helstu áhugamál og hvað þú gerir í frístundum: Iþróttir, trimm, fluguveiði, trilluútgerð, bögusamsetning. Horfl mik- ið á fótbolta. Enginn leikur svo leiðinleg- ur að hann sé ekki þess virði að horfa á. Uppáhaldsmatur: Kjöt í karrí að hætti Hallberu. Einfalt og gott. Uppáhaldsdrykkur: Drekk mest af vatninu úr Akraflalli - hvergi betra vatn. Fallegasti staður á íslandi: Laxár- dalur í Suður-Þingeyjarsýslu. Eftirlætisstaður erlendis: Færeyjar. Hvar sem er þar í landi - og ekki spillir „Vandamálið er að þegar konan mín les barnabækurnar hennar hlær hún svo mikið að ég fæ engan frið til lestrar," segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Magasín-mynd Blár - segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri ó Akranesi gestrisnin. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum? Einarður og traustur aðdáandi ÍA - en erlendis er það Liverpool. Nú um stundir er mikilvægt að muna að „you’ll never walk alone“. Með hvaða bók ertu á náttborðinu: Nýlega búinn með Stephan G. og Aldahvörf i Eyjum. Siðan er Newsweek alltaf tU staðar. Eftirlætisrithöflmdur: Enginn einn - en Kristin Helga Gunnarsdóttir frænka mín er mér ofarlega í huga. Vandamálið er að þegar konan mín les bamabækumar hennar hlær hún svo mikið að ég fæ engan frið tU lestr- ar. Eftirlætistónlistarmaður: Margir koma tU greina en einhvem veginn hugsa ég fyrst tU KK eða Kristjáns Kristjánssonar. Hann er frábær tónlistarmaður og merkUeg persóna. Fylgjandi eða andvígur ríkisstjóminni: Ýmist, fylgjandi ýmsu en ósammála öðm. Hvaða þjóðþrifamáli á íslandi er brýnast að bæta úr: Fátækt og bjargarleysi þeirra sem við það glíma. Hvað ætlaðir þú að gera þegar þú yrðir stór: Ein- hvern tima hafði ég áhuga á að verða fomleifafræðing- ur en ákvað strax í menntaskóla aö fara í lögfræði. Hefði það ekki lukkast hefði ég kannski getað orðið prestur. Persónuleg markmið fyrir komandi mánuði: Apr- Umánuður lítur vel út - núna - en markmiðið er að fara að minnsta kosti tvisvar á Háahnúk á Akrafjalli, einu sinni á sjóinn, horfa á nokkra fótboltaleiki og klára nokkur ágæt verkefni sem liggja fyrir hjá Akraneskaup- stað. Hitta eins oft og hægt er Leó Emi vin minn sem í mars lærði að segja „Gísli“. Hver em þín ráð til að krydda hvundaginn: Það er grundvaUaratriði að gleyma ekki húmomum - ef maður hefur ekki húmor fyrir umhverfi sínu og sjálfum sér er maður farinn að fólna. Lífsspeki: Aldrei að láta alvöru lífsins ráða of miklu. Upphafið að ferlinum hefst hjá okkur MitreCalsio st. 4 verð kr. 1.990.- Adidas Funkster takka St. 1 - 5,5 kr. 3.990.- Adidas Funkster gerfigras St. 1 - 5,5 kr. 3.990.- Nike Total 90 gerfigras St. 1 - 6 kr. 4.990.- MitreCosmic st.4-5 verð kr. 3.990.- Nike Total 90 takka St. i - 6 kr. 4.990.- Jói útherji knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 Sendum í póstkröfu %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.