Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M, agasm Innlifun og léttleiki. Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, stjórnandi kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur, lifir sig inn í hlutverkið enda verkefnlð ærið, tvennir tónleikar þann 29. mars. Léttsveit Reykjavíkur með vortónleika: Fljóð og fun- heit tónlist „Tónleikamir bera yflrskriftina Flóö og funi og tónlistin er funheit eins og nafnið gefur til kynna,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir, stjóm- andi kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur. Vortónleikar kórsins verða haldnir í Austurbæ þann 29. mars. Verða tvennir tónleikar þann dag, bæði kl. 17 og 20. Nikka og píanó Dagskráin spannar allt frá finnskum tangóum til kórs sígarettustúlkn- anna úr Carmen. Með kómum koma fram nokkrar gestastjömur; Snorri Wiium tenór syngur einsöng, Wilma Young spilar á fiðlu, Matti Kallio á harmóniku, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Aðalheiður Þorsteins- dóttir, útsetjari og sérlegur píanóleikari kórsins, stjómar hljómsveitinni og spHar á píanó. Af íslenskum tónskáldum, sem koma við sögu á tónleikunum, má nefna snillinga eins og Gunnar Þórðarson, Oddgeir Kristjánsson og Tryggva Baldvinsson og af erlendum getum við nefnt Bizet og Dvorak. Voðalega skemmtilegt „í Léttsveitinni, sem var stofnuð 1995, eru 120 konur,“ segir Jóhanna. „Við höfum æft stíft i allan vetur og erum ósmeykar aö blanda alls kyns tónlist saman, Hljómasyrpu og Vínartónlist, eða brasiliskri sambatón- list, frönskum dægurlögum og ástardúettum Dvoraks. Það má segja að við syngjum á allra þjóða tungum. Annars emm við svo heppnar að kon- ur í kómum okkar hafa samið texta við lögin okkar, þannig að efnis- skráin er með fleiri íslenska texta en oft áður. í heildina verður efn- isskráin fjölbreytt og okkur finnst hún voðalega skemmtileg líka,“ segir Jóhanna að lokum. -lrb. I>V Hesíaþáttur í DV-Magasíni: hestasportto Umsjón: Guðmundur Guðlaugsson - ek@ek.is Stórkostleg hestasýning Vikuna 8.-16. mars var hald- in hestasýning í Essen í Þýska- landi sem heitir Equitana. Sýn- ing þessi er haldin á tveggja ára fresti og er þriðja stærsta sýn- ing þar í landi. Áhorfanda- fjöldi þessa viku er um 500- 700.000 manns. Undirritaður átti leið þarna um og skrapp tvisvar á sýning- una. Undrun mín var mikil þeg- ar ég sá hversu stórt sýningar- svæðið var og hve fjölbreytnin var mikil. Þó var búið að segja mér frá þessu áður. Sýningar- svæðið samanstendur af mörg- um samliggjandi höllum og stórri sýningarhöll. Stanslausar sýningar eru 1 gangi og þar koma fram flest öll ef ekki öll hestakyn í heiminum. Þama voru allar gerðir af hestum, frá þvi að vera á stærð við stóra hunda og upp í risastóra drátt- arhesta. Arabískir hestar voru þama og margir hestar voru svo fallegir að maður gapti af aðdáun. Vöraúrvalið var ótrú- legt og þama áttaði maður sig fyrst á því hversu mikill áhugi er á hestamennsku í heiminum og hversu stór þessi iðnaður er. Ætli maður að skoða allt mjög vel og spá í hlutina er lágmark að koma þama í svona þrjá daga. Ég sá ótrúlega sýningu þar sem nokkur ungmenni sýndu frábæra reiðhæfileika á amer- ískum „kúrekahestum". Þau Mynlr frá hestasýningunnl í Essen í Þýskalandi. hleyptu hestunum á harða- stökki á meðan þau ýmist héngu utan á þeim, stóðu ofan á þeim eða skelltu sér í jörðina og á bak aftur á fullri ferð. Gam- an var að sjá hve hestamir voru vel tamdir. Mikið var um sýningaratriði á mótssvæöinu þar sem hestakyn voru kynnt. Islenski hesturinn var meé íslenski hesturinn var auðvit- aö þama og nokkrir íslenskir aðilar vora með bása þarna í höll sem tileinkuð var töltandi hestakynjum sem era, að ég held, tvö eða þrjú fyrir utan ís- lenska hestinn. Ekki veit ég hvemig þessum aðilum gekk en mér fannst ekki alveg eins mik- ill fólksstraumur í þessa höll og hinar en hún var reyndar í minna lagi miðað við aörar hallir. Þó var greinilegt að þegar hestarnir voru sýndir vöktu þeir mikla athygli. Básar íslensku fyrirtækjanna voru áhugaverðir og ég haföi gaman af að skoða myndir sem þeir sýndu af hestaferðum á íslandi. Mekka hestamennskunnar Ég tel að íslenskir hestamenn ættu að skoða það að skella sér á næstu sýningu sem verður haldin árið 2005 í Essen. Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir sanna áhugamenn um hesta- mennsku og víkkar sjóndeildar- hringinn. Heimasíða sýningarinnar er www.equitana.de Skautahöllinni í Reykjavík 5. apríl. ístölt 2003 Miðasala hefst sunnudaginn 30. mars í versluninni ístölti. iáöH BÆJARLIND 2 • KÓPAVOGI SÍMI 555 1100 Smáauglýsingar tómstundlr og afþreying 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.