Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M agasm DV Veiðiþáttur í DV-Magasíni: Umsjón: Stefán Kristjánsson Gott úrvcil af hnýtingarefni Hnýtingarkrókar Tvíkrækjur Gull 390 kr. 10 stk. Silfur 370 kr. 10 stk. Svart 370 kr. 10 stk. Jv ALLT FYRIR J VEIÐIMANNINN Mörkin 6 • 108 Reykjavík • Simi (354) 568 7090 • Fax (354) 588 8122 Það koma margar skemmtileg- ar veiðisögur upp í hugann núna þegar veiðitímabilið nálg- ast óðfluga. Menn hafa svo sem ekki haft mikið annað aö gera síðustu mánuöina en að ylja sér við skemmtilegar sögur og hnýta sér flugur fyrir komandi átök. Veiðifélagar mínir tveir voru oftar en ekki við veiðar í Laxá á Refasveit sem er skemmtileg og falleg veiðiá nokkurn veginn mitt á milli Blönduóss og Skagastrandar. Veiðin haföi gengið betur hjá öðrum þeirra en hinum eins og geng- ur. Sá sem hafði sett í fleiri laxa var skiljan- lega borubrattari en hinn og var farinn að gera að gamni sínu við félagann. „Nú skulum við byrja í Göngumanna- hylnum eftir hvíldar- tímann og ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þú átt að fara að þessu. Og ég get full- vissað þig um að eftir skamma stund verður þú kominn í hópinn,“ sagði veiðimaöurinn borubratti. Veiðifélaginn hló aö þessum gorgeir félagans en saman héldu þeir þó í átt að Göngumanna- hylnum strax og hvíldinni lauk. Þeir höfðu veitt þama deginum áður og séð nokkuð mikið af laxi í hylnum. Lítið vatn var í ánni og bjartviðri og því erfitt að komast að fiskinum með flugu á þessum viðkvæma stað. Laxinn hafði bunkað sig ofarlega í hyln- um og það var falleg sjón sem blasti við veiðifélögunum. „Núna ferð þú upp fyrir hylinn og rennir maðkinum varlega niður með klettinum. Lætur hann síðan berast varlega neðar og neðar og fyrr en varir verður þú kominn með fisk á,“ sagði aflaklóin. Félaginn gekk í góðum sveig frá hylniun og hvarf upp eftir. Skömmu síðar kom hann niður að ánni fyrir ofan veiðistaðinn og kom sér fyrir á lítilli klöpp. „Gerðu nú nákvæmlega eins og Eftir nokkurn tíma tók veiði- maðurinn að lyfta stönginni hægt og rólega og viti menn: Hann var á og þetta var greini- lega lax af stærri gerðinni. Eftir snarpa baráttu var laxin- um landað og reyndist hann vera 12 pund. Fallegur fiskur, eins og raunar allir laxar þegar þeir eru komnir á land. ég sagði þér. Láttu maðkinn síga hægt og rólega niður með klett- inum og þá tekur hann í fyrsta kastinu," sagði félaginn sem fylgdist með. Veiðimaðurinn brosti en fór i einu og öllu að fyrirmælunum. „Nú fer hann að taka. Vertu bara rólegur og gefðu honum tíma þegar hann byrjar að narta," sagði aflaklóin. Ekki hafði hann lokið viö síð- ustu setninguna þegar stangar- toppurinn fór að titra. „Held- urðu að þetta sé bleikjutittur?" hrópaði félaginn en veiðimaöur- inn lét sér hvergi bregða. Hristi aðeins hausinn í mótmælaskyni. „Þetta sagði ég þér. Það getur verið gott að vera á veiðum með mönnum sem vita hvað þeir eru að segja,“ sagði félaginn. Veiði- maðurinn var alsæll og hló mik- ið að félaga sínum. Auðvitað var þetta allt sagt í gríni. Léttleikinn réð för og er alltaf nauðsynlegur fylgifiskur í veiðitúrum. jÞessi skemmtilega saga frá Göngu- mannahylnum líður mér seint úr minni. Fátt er betra en eiga góða veiðifélaga að þegar kemur að því að eyða dýrmætum tíma við íslenskar veiðiár. Um það verður frekar fjallað síðar. skí&niagasin.is Þríkrækjur Gull 530 kr. 10 stk. Silfur 470 kr. 10 stk. Svart 470 kr. 10 stk. Vlb Göngumannahyl í Laxá á Refasveit. „Læknar kæra sig kannski ekki um að koma meira fram. Ef þeir hvetja til aukins heilbrigöis fækkar iæknastöövum. Að margra áliti versnar heilbrigöiskerfiö viö þaö,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur Magnússon læknir breytir ^ hugarfari og heilsu ó Djúpavogi: Læknirinn sem fer sínar eigin lei&ir „Gríska orðið doktor þýðir sá sem uppfræðir. Að mínu áliti er þetta það sem læknar eiga að gera; fræða fólk svo að það geti haldið heilbrigði sínu. Þetta á einnig skylt við kínverska heimspeki, en þar í landi fengu lækn- ar einungis laun fyrir þá sem voru frískir. Þegar einhver veiktist var dregið af launum þeirra. Þetta er sú sýn sem ég hef í lækningum," segir Hallgrímur Magnússon, læknir á Djúpavogi. Ovenjulegar leiðir í gegnum tíðina hefur Hallgrímur Magnússon vakið athygli fyrir óvenju- legar leiðir í heilbrigðismálum. Þær hafa vissulega á stundum verið um- deildar, rétt eins og verða vill þegar fetaðar eru ótroðnar slóðir. Hallgrímur lauk læknaprófi frá Há- skóla íslands 1976, stundaði fram- haldsnám við Sahlgrenska sjúkrahús- ið í Gautaborg og aflaði sér þar sér- fræðiréttinda í svæílngum og deyfmg- um. Árið 1987 opnaði hann læknastofu á Seltjamamesi þar sem hann lagði áherslu á að meðhöndla verki með deyfmgum, nálastungum og fleiri að- ferðum. Síðan kynnti hann sér - og fyrir öðrum - aðferðir sem hægt er að nota til þess aö flýta fyrir því að sjúk- lingar nái bata. Má þar nefna meðferð með bætiefnum, breyttu mataræði, sýn á gildi hugsunar og hreyfmgar, nudd og fleira. Apótekið hætti rekstri Síðustu þrjú ár hefur Hallgrímur verið læknir í Djúpavogslæknishér- aði. Margt hefur breyst eystra fyrir hans tilverknað. Það var fyrir tilstilli Hallgrims að flestar konur staðarins reimuðu á sig íþróttaskóna. Læknir- inn dreif þær daglega með sér út að ganga í tengslum við heilsuátak sem hann kom af stað. Einnig efndi hann til funda varðandi mataræði og kom á framfæri upplýsingum tengdum góöri heilsu. Margt leiddi af þessu heilsuátaki. Sala á ýmsum vörum ýmist dróst sam- an eða jókst til muna. Mjólkursala snarminnkaði, sala rjóma jókst og Snickers-súkkulaði varð gjaman upp- selt í kaupfélaginu. Heilsuátaksdöm- umar skyldu framvegis nota rjóma út á hafragrautinn og fá sér Snickers þegar vantaði sætindi og orku. Apótek staðarins hætti rekstri nokkru eftir komu Hallgríms á stað- inn. Það er vissulega réttmæt spum- ing hvort það hafi verið óbeint af hans völdum, en inntakið í lækningastefnu Hallgrims er að nota aðferðir við lækningar - fremur en lyfjagjöf. Fækkar læknastöðvum „Við eigum að fræða einstaklinga um hvað þeir geti gert til þess að við- halda heilbrigði. Öll erum viö einstak- lingar og það er ekki hægt að skipta okkur í parta eins og nútíma læknis- fræðin gerir. Að einn læknir sjái um lungun, annar um magann og þannig fram eftir götunum,“ sagði Hallgrímur í samtali við DV-Magasín. En em læknar nægilega gildandi í þjóðfélagsumræðunni? Þurfa þeir ekki að gera meira að þvi að hvetja fólk til heilbrigðs lífemis? „Þeir kæra sig kannski ekki um að koma meira fram. Ef þeir hvetja til aukins heilbrigðis fækkar læknastöðvum. Að margra áliti versnar heilbrigðiskerfið við það,“ segir Hallgrímur. Berum sjólf óbyrgó „Lyf em efni sem framleidd em í verksmiðjum; em það sem náttúru- læknisfræðin kallar dauö efni og geta því aldrei komið okkur að neinu vem- legu gagni. Það er kannski hitt að þeg- ar viö fáum lyf er það trú okkar að þau kalli fram virkni. Maður verður að gefa einstaklingnum sem slíkum gaum þegar hann biður um hjálp og það em til margar leiðir," segir Hall- grimur og heldur áfram: „Mínar aðferðir era þær aö reyna að leiða einstaklingnum fyrir sjónir að það er hann sem ber ábyrgð á heilsu sinni. Ég get lítið annað gert en að veita honum leiðsögn." Heilsufarið hefur batnaö Heilsufar og sjúkdómar fólks aust- ur á Djúpavogi em hinir sömu og ger- ist annars staöar á landinu, segir Hall- grímur. „Heilsufar fólks hér eystra er sist verra en á öðrum stöðum á land- inu. Ég held meira að segja að það hafi batnað eftir að ég kom,“ segir Hall- grímur. Spurður um andlega sjúkdóma seg- ir hann þá vissulega fyrirfinnast eystra eins og annars staðar, „...en þeir læknast ekki heldur með lyfjum. Mataræði hefur mikil áhrif þar á, til dæmis fituneysla, bakteríuflóran í þörmunum og fleira." Söngur og tilfinningar Systir Hallgríms er sú fræga ópera- söngkona Sigríður Ella Magnúsdóttir. Ég spurði héraðslækninn hvort stund- um kæmu til hans sjúklingar, bugaðir á sál og sinni, og hann hvetti þá til að syngja og létta á hjartanu. „Já, ég hef fengið til mín sjúklinga sem ég hef hvatt til þess að taka lagið. Söngur er bara ein aðferð til þess að láta tilfinningar í ljós. Einnig verðum við að muna að hláturinn lengir lífið og hugsun er til allra hluta fyrst. Mál- ið snýst um árangur yfir lengri tíma - og allt er undir hugaifari komið.“ -HEB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.