Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 25 ,, agasín Búi& er áb velja nýjan „Bachelor^ - afar vandlátur 27 ára piparsveinn sem mun erfa gríáarlega mikil auáæfi Forsvarsmenn ABC- sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum eru bún- ir að velja næsta pipar- sveininn í hinn vinsæla sjónvarpsþátt The Bachelor. Þættimir hafa verið sýndir hér á landi á Skjá 1 við miklar vin- sældir. Næsti piparsveinn heitir Andrew Firestone. Langafi hans er enginn annar en Harvey Fire- stone, stofnandi dekkja- fyrirtækisins vinsæla og Andrew mun koma til með að erfa stóran hlut í fyrirtækinu. Andrew er 27 ára gam- all, menntaður í háskól- anum í San Diego, og hef- ur ekki hingað til verið á biðilsbuxunum. Móðir hans segir að hann sé enn á lausu vegna þess ein- faldlega hvað hann sé vandlátur. „Sonur minn er mjög myndarlegur maður og ég vil að hann eignist góða konu. Þrátt fyrir að hann sé mjög vandlátur er ég ekki í nokkrum vafa um að hann mun fmna fallega og góða konu,“ segir móð- irin og er stolt af syni sín- um. Upphaflega leituðu for- svarsmenn ABC til bróð- ur Andrews. í ljós kom fljótlega að hann var gift- ur tveggja barna faðir og kom því ekki til greina. Hann benti ABC-mönn- um á bróður sinn og þeir voru ekki lengi að ákveða sig. En hvað þarf væntan- leg eiginkona hans að hafa til að bera? „Hún þarf að hafa gott skop- skyn, áhuga á að lifa fjör- ugu og skemmtilega krydduðu lífi og ekki spillir fyrir ef hún er hæfílega stjómsöm,“ seg- ir Andrew. Fyrsti þátturinn af The Bachelor var sýndur á ABC sjónvarpsstöðinni sl. miðvikudagskvöld og þeir em eflaust margir sem bíða spenntir eftir því að sjá þættina á Skjá 1 þegar þar að kemur. Andrew Firestone er fjallmyndarlegur og erfingi mikilla auöæfa í Bandaríkjunum. Rem á móti stríói Bandaríska hljómsveitin Rem hefur sett lag á móti stríði á heimasíðu þeirra á Netinu sem ber heitið The Final Straw. „Við urðum að senda eitthvað út núna. Við biðjum og vonum að allir þeir sem tengjast stríðinu á einhvern hátt, hermennirn- ir, íraska fólkið, flóttamenn, fjölskyldur hermannanna, þeir saklausu, séu öruggir og óhultir,“ segir Michael Stipe, forsprakki hljómsveitarinn- ar, í samtölum við fjölmiðla vestanhafs. Tvöfaldur í roöinu Karlkynskeppandi 1 þýsku Pop idol-keppninni fer inn á lista yfir kynþokkafyllstu konurnar. Daniel Kuebl- boeck varð i þriðja sæti í þessum vinsælu þáttum sem hafa verið sýndir á RTL-sjón- varpsstöðinni í Þýskalandi. í þáttunum viðurkenndi maðurinn, sem er sautján ára, að hann væri tvíkyn- hneigður. Hann notaði grannt vaxtarlag sitt og axla- sitt hárið þegar hann ákvað að syngja lag sem uppruna- lega var flutt af kvenkyns- söngvara. Þá var hann í pilsi þegar hann söng eitt af lög- um sínum. Núna troða aðdáendur hans honum áfram á listan- um yfir kynþokkafyllstu konur heims í þýsku útgáf- unni af FHM-tímaritinu. Hann er nú þegar kominn of- ar á lista en Danii Minogue og Anastacia og er í 84. sæti. Vatnsbyssur bannaðarí Taílandi Aflmiklar vatnsbyssur hafa verið bannaðar í Taílandi í tilefni komandi áramóta. Nýju ári er fagnað í Taílandi sex daga 1 apríl og hefðin krefst þess að fólk skvetti vatni á vini og ættingja. Sá gusugangur á að vera tákn- rænt kall til æðri máttarvalda sem biðja góðrar rigningar á hrísgrjónaárstiðinni sem er fram undan. En ekki er allt sem sýnist í Taílandi. Hefðin þar í landi að skvetta vatni á vini og kunn- ingja hefur þróast í að fara í ofbeldisfulla vatnsslagi sem felast í að nota sterkar vatns- byssur sem nú hafa verið bannaðar. o Select Gæðagrill á frábæru verSi, samsett eða ósamsett - þitt er valið! mboö Broil Mate gæÓagasgrill 8,8 kW, með tvöfölaum H-brennurum úr ryðfríu stáli á stórkostlegu verði ;V 19.70'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.