Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 DV Konan ba Um miðjan fimmta áratuainn var Ingria Bergman skærasta stjarnan í Hollywood. Ekkert lát virtist ætla crð verba á vinsældum hennar og hún var ímynd hinnar full- komnu konu. En jpá olli hún óvæntasta hneyksli í sögu Hollywood og var úthrópuð sem spillt og siolaus kona. Ingrid fæddist árið 1915 í Stokk- hólmi og var skírð í höfuðið á sænsku krónprinsessunni. Hún var þriggja ára þegar þýsk móðir hennar lést úr lifrarsjúkdómi. Ingrid ólst upp hjá fóð- ur sínum, var miðpunktur lífs hans og hann örvaði listgáfur hennar og ein- staklingseinkenni. Hann lést úr krabbameini þegar hún var þrettán ára. Föðursystir Ingridar tók þá við uppeldi hennar en lést sex mánuðum seinna. Ingrid ílutti þá til frænda síns og fjölskyldu hans. Hún var feiminn og viðkvæmur unglingur sem lokaði sig inni tímunum saman og lék ímynd- uð hlutverk í einrúmi. Þegar hún hafði aldur til fór hún í konunglega leiklistarskólann en hætti ieiklistar- námi til að gerast kvikmyndaleikkona. Hún giftist tannlækni, Petter Lind- ström. Frægð í Hollywood Tuttugu og þriggja ára hafði Ingrid leikið í ellefu myndum. Hún fékk til- boð frá Hollywood og fluttist með eig- inmanni sínum og ungri dóttur til Los Angeles og lék þar á næstu árum í fjölda mynda. Frægust er Casablanca en Ingrid fékk óskarsverölaun fyrir leik sinn í myndinni Gasljós og vakti einnig mikla athygli i myndum Al- freds Hitchcock, Spellbound og Notor- ious. Ingrid varð ekki einungis ein þekktasta kvikmyndaleikkona Banda- ríkjanna heldur einnig ein sú virtasta. Hún þótti skera sig úr hópi leikkvenna í Hoflywood fyrir fegurð og tilgerðar- leysi og varð imynd hinnar hrein- lyndu og saklausu konu. Opinberlega lék hún hina trygglyndu eiginkonu en raunveruleikinn var allt annar. Hjón- in áttu lítið sameiginlegt, Ingrid var vansæl í hjónabandinu og átti í ástar- samböndum utan þess. Örlagaríkf bréf Árið 1948 skrifaði Ingrid ítalska leikstjóranum Roberto Rossellini og sagðist vilja gera mynd með honum. Rossellini hélt til fundar við hana í Bandaríkjunum og bauð henni hlut- verk í Stromboli sem var tekin upp á ítölsku eyjunni. Ingrid og Rossellini urðu ástfangin og Ingrid skrifaði manni sínum og bað hann um skilnað. Hún hikaði við að senda bréflð og það var Rossellini sem þreif það af henni til að koma þvi i póst en áður sýndi hann það vinum sínum. Og þannig láku fréttimar af skilnaði til italskra blaða. Hafnir Stromboli fylltust af bát- um með blaðamönnum og ljósmyndur- um. Fjölmiðlar ærðust siðan þegar fréttist að Ingrid væri barnshafandi. Ingrid náði ekki að skilja við eigin- mann sinn áður en hún fæddi son þeirra Rossellinis. Skömmu eftir fæð- inguna kvaddi þingmaður sér hljóðs á Bandaríkjaþingi og fordæmdi Ingrid fyrir að hafa yfirgefið mann sinn og dóttur og sagði að henni ætti aldrei framar aö leyfast að stíga á banda- ríska jörð. Henni bárust þúsundir bréfa viðs vegar að þar sem menn ann- að hvort fordæmdu hana eða lýstu yf- ir stuðningi. Stuðningsbréf bárust meðal annars frá Cary Grant, Emest Hemingway, George Simenon og John Steinbeck. Á tæpu ári voru rúmlega 38.000 blaðagreinar skrifaðar i Banda- ríkjunum um skilnað Ingridar og sam- band hennar við Rossellini. Lindström fékk forræði yfir Piu dóttur þeirra. Úrskurðurinn var kveð- inn upp eftir að Pia sagði dómara að hún vildi vera hjá foður sínum, hún elskaði ekki móður sína heldur kynni vel við hana og saknaði hennar ekki. „Ég hef ekki séð nægilega mikið af henni til að geta raunverulega elskað hana. Pabbi hefur aðallega séð um Með fyrsta eiginmanni sínum, Petter Lindström. Hann var stjórnsamur í sambandlnu, þau voru gjörólík og hún átti í nokkrum ástarsamböndum utan hjónabands áöur en þau skildu. Frægasta hlutverk Ingridar var í myndlnni Casablanca þar sem mótleikari hennar var Humphrey Bogart. Myndin þykir enn meðal bestu rómantísku mynda sem geröar hafa verið. mig. Ég var mest með honum,“ sagði Pia. Ingrid og Rossellini gifust og eign- uðust þijú böm. Þau unnu saman að sex myndum sem allar fengu vonda dóma og dræma aðsókn. Fjárhagur þeirra var bágborinn og Rossellini bannaði Ingrid að vinna með öðrum leikstjórum en honum. Hann var ráð- ríkur í sambandi þeirra og afar mis- lyndur. Auk þess var hann sjúklega af- brýðisamur og var henni ekki trúr. „Gjöfult lífy/ í óþökk ráðríks eiginmanns ákvað Ingrid að taka að sér hlutverk Anastasíu í samnefndri mynd um rússnesku keisaradótturina sem átti að hafa sloppið lifandi frá bolsévikum (sem síðar sannaðist að hún hefði ekki gert). Ingrid fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn. „Mér finnst líf mitt hafa verið dá- samlegt," sagði Ingrid Bergman þegar hún sneri til Bandaríkjanna eftir sjö ára fjarveru til að taka við verðlaun- um gagnrýnenda fyrir leik sinn í Anastasíu. „Ég hef gert það sem mér hefur fundist vera rétt. Ég fékk hug- rekki í vöggugjöf og allnokkra ævin- týraþrá og það hefur fleytt mér áfram ásamt skopskyni mínu og nokkru af heilbrigöri skynsemi. Þetta hefur ver- ið gjöfult líf.“ Þingmaður stóð upp á Bandaríkja- þingi og sagði tímabært að biðja Ingrid Bergman afsökunar á þeirri for- dæmingu sem hún hefði orðið fyrir, hún myndi alltaf eiga pláss í hjörtum Bandaríkjamanna sem einn besti leik- ari samtímans. Ingrid og Rossellini skildu eftir sjö ára stormasamt hjónaband og Ingrid giftist sænskum leikhúsframleiðanda, Lars Schmidt. Þau slitu samvistum eftir sautján ára hjónaband. Lifaö fyrir vinnuna Ingrid sagði vini sínum eitt sinn að Ingrid í hlutverki Maríu í Hverjum klukkan glymur. Hún sóttist ákaft eftir hún heföi meiri áhuga á að fá orðið „leikkona" letrað á legstein sinn en orðin „eiginkona" eða „móðir“. Henni þótti vænt um böm sín en þau höfðu ekki forgang i lífi hennar fremur en eiginmenn hennar og ástmenn. Einn ástmanna hennar, harmónikuleikar- inn Larry Adler, sagði um hana: „Maður hreifst af fegurð hennar en manni fannst eins og hún hefði aldrei lesið bók. Hún hafði engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Ég held að Ingrid hefði tekið að sér hlutverk í góðri kvikmynd fyrir hvem sem var, jafnvel fyrir nasista. Hún var mjög ákveðin kona. Hún lifði fyrir vinnu sína. Og ég held að enginn einstaklingur hafi ver- ið henni jafn mikils virði og vinnan.“ Ingrid hóf nú Hollywoodferil að nýju og lék í fjölmörgum kvikmyndum og einnig á sviði. Þriðju óskarsverð- launin hlaut hún fyrir leik sinn í Morðinu í Austurlandahraðlestinni og vann einn sinn stærsta leiksigur í Haustsónötu Ingmars Bergmans. Þá var hún fárveik af krabbameini en heyrðist aldrei kvarta. Örfáum dögum fyrir dauða sinn sagði hún: „Ég er ekki hrædd við að deyja. Líf mitt hefur verið auðugt. Ég er sátt.“ Ingrid Bergman lést á 67. af- mælisdegi sínum. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.