Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 17 I>V „Eift þa& fyrsta sem ég man eftir mér vi& störf hér er árib 1978 þegar ég var tíu ára. Þá var Lada Sport að koma á markaé og daglangt stóö ég við áb skenkja viöskiptavinum kaffi. Síöan þetta var eru liéin mörg ár og líklega hef ég unniö flest störf sem hér falla til, — nema kannski á verkstæéinu. við stýrið w Erna Gísladóttir, framkvæmdastjóri hjá B & L, um vióskiptalífiö, draumabílinn og lífsins bestu stundir meó fjölskyldunni „Ég er ekki þeirrar skoöunar að viö- skiptalífið sé lokaö konum. Með auk- inni menntun, vilja og hæfileikum komast þær í stjórnunarstöður. Kon- um á toppnum mun fjölga ört á næstu árum. Vissulega er bílabransinn nokkuð karllægur og við erum fáar sem erum í þessum geira viðskiptalífs- ins. En þá verður maður að sanna sig og geta talað af þekkingu um bíla og helstu hugtök í því sambandi," segir Ema Gísladóttir, framkvæmdastjóri B & L og formaður Bílgreinasambands- ins. Meö puttann á púlsinum I höfuðstöðvum fyrirtækisins við Grjótháls í Reykjavík er konan við stýrið. Við sitjum á skrifstofu Emu á annarri hæð, en þar er gluggi sem gef- ur gott útsýni yfir sölusalinn á jarö- hæö. Spánnýir og spegilbónaðir bílar í tugatali em um öll gólf. „í starfl mínu flnnst mér nauðsyn- legt að vera ekki eingöngu við skrif- borðið. Það er gott að geta gripið í sem flest störf hér innan fyrirtækisins. Einnig gefur það mér tilfmningu fyrir hlutunum að fara stundum niður í sal og taka tali fólk sem kemur hingað og er í bílahugleiðingum. Þegar ég sé út um gluggann að fólk er niðri og biðröð er eftir afgreiðslu fer ég stundum nið- ur og tek það tali. Þannig fæ ég tæki- færi til að hafa puttann á púlsinum," segir Ema. Moskvits, Rússar og Volga B & L er í grunninn fjölskyldufyrir- tæki, stofnað snemma á sjöunda ára- tugnum af Guðmundi Gíslasyni, afa Emu, og viðskiptafélögum hans. Fyr- irtækið flutti, til að byrja með, eink- um inn bíla frá Sovétríkjunum. Fyrst komu til landsins 100 stykki af Po- bedu. í kjölfarið komu Moskvits, Rússajeppar og Volga. Síðan kom Ladan, en í áratugi var B & L er aö stofni tii fjölskyldufyrirtæki og Erna var kornung þegar hún var farin aö starfa þar. „Ég var snemma farin aö vinna hér í fyrirtækinu. Ólst hér upp aö nokkru leyti.“ innflutningur hennar kjölfestan í rekstri fyrirtækisins. Tugir þúsunda Lada-bíla vom fluttir inn. Almennt má segja um hina sovésku bíla að þeir voru ódýrir og það átti sinn þátt í vin- sældum þeirra. Skenkti kaffi á Lödu-kynningu „Ég var snemma farin að vinna hér í fyrirtækinu. Ólst hér upp að nokkru leyti," segir Ema og kímir. „Eitt það fyrsta sem ég man eftir mér við störf hér er árið 1978 þegar ég var tíu ára. Þá var Lada Sport að koma á markað og daglangt stóð ég við að skenkja við- skiptavinum kaffl. Síðan þetta var eru liðin mörg ár og líklega hef ég unnið flest störf sem hér falla til, nema kannski á verkstæðinu. En ég hef ver- ið á skiptiborðinu, skrifstofunni og söludeildinni, svo ég nefni eitthvað. Þegar launafulltrúinn hér fer í frí leysi ég hana af. Svona er hægt aö halda áfram. Ég held að í flestum fyr- irtækjum, ekki síst þar sem eigend- umir eru stjómendur, sé þetta svona. Sem betur fer er ísland ekki svo stétt- skipt þjóðfélag en þetta þykir ekki sjálfsagt erlendis." Tímarnir fram undan bjartir I dag er málum þannig háttað hjá B & L að í brúnni eru fjórir aðalstjóm- endur. Faðir Emu, Gísli Guðmunds- son, er starfandi stjómarformaður. Jón Snorri Snorrason er forstjóri og Ema framkvæmdastjóri. Bróðir henn- ar Guömundur er markaðsstjóri. Verkaskipting er sú að Ema sér meðal annars um samskipti við fram- leiöendur þeirra bifreiða sem fyrir- tækið hefur söluumboð fyrir hér á landi. Á síöustu árum hefur sala nýrra bifreiða hér á landi verið í lægð - en er nú aftur að aukast. „Salan fór í fyrra og hittifyrra niður um nærfellt 50% frá því sem var. Þetta var mikill samdráttur og raunar dýpri dýfa en á samdráttarárunum 1992 til 1994. Bjartari tímar eru nú fram und- an,“ segir Ema. í því sambandi bend- ir hún meðal annars á að nú séu á göt- unum um 37 þúsund bílar sem em fimmtán ára eða eldri og þar af leið- andi komnir á tíma. Margir þeirra segir hún að séu frá 1986 til 1988, sem vom mikil upp- gangsár á íslandi. Hver man til dæmis ekki eftir árinu 1987, sem var tekju- skattsfrítt. Þá unnu íslendingar baki brotnu myrkranna á milli og keyptu sér nýja bíla fyrir inntektina! Getum gengió út í búö Islendingar leggja talsvert upp úr því að eiga og aka um á góðum bílum, segir Ema. Hún segir þetta meðal annars helgast af aðstæðum og samgöngum hér á landi. Fólk vilji líka geta komist ferða sinna þegar hentar og þarf. Þannig geti vakningardagar, þegar fólk er hvatt til að nota ekki einkabíl- inn, líka haft þann tilgang að leiða fólki fyrir sjónir að einkabíllinn sé, þegar allt kemur til alls, þarfasti þjónninn á íslandi. „Ég trúi þvi lika að ágætt sé að hvetja fólk til hreyflngar,“ segir Ema. „Við getum alveg gengið út í búð. Það er ekki heldur alltaf nauðsynlegt að skutla krökkunum með bO í skólann eða á íþróttaæfmgar, heldur geta þeir alveg gengið eða tekið strætó.“ Sjálfskiptir og jepplingar BilamcU'kaður í hverju landi hefur sín einkenni, að sögn Emu. Hér eru þau meðal annars að Qórhjóladrifsbíl- ar em algengari en víðast hvar annars staðar. Tæplega þriðjungur allra seldra bila er þannig. Sjálfskiptir bilar njóta einnig mikilla vinsælda meðal íslendinga. „Helsta breytingin sem hefur orðið á markaðinum síðustu árin er að æ fleiri kaupa sér litla jeppa; jepplinga sem eru kallaðir svo. Þeir hafa í rik- um mæli komið i stað skutbíla sem áð- ur voru algengir og margir keyptu.“ Milljón þræ&ir Ema stundaði hagfræðinám í Há- skóla íslands en allan sinn starfsferil hefur hún unnið hjá B & L, að undanskildum þeim tíma sem hún var starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, í ráðherratíð Ólafs Ragnars Grimsson- ar. Þar starfaði hún meðal annars við Undir stýri. „í starfi mínu finnst mér nauösynlegt aö vera ekki eingöngu viö skrifboröiö. Þaö er gott aö geta gripið í sem flest störf hér innan fyrirtækisins. Þannig fæ ég tækifæri til aö hafa puttann á púlsinum," segir Erna hér í viötalinu. Magasín-myndir GVA fjárlagagerö og kynntist því hvemig hið risastóra ríkiskerfi starfar og virk- ar. „Það var mjög lærdómsríkt að kynnast þessu kerfi sem er býsna flók- ið. Fjárlögin em i raun það sem allur ríkisreksturinn byggist á og milljón þræði þarf að tengja saman við þessa lagagerð. Þama lærði ég meðal annars talsvert í áætlanagerð og það hefur komið sér mjög vel í því starfi sem ég gegni nú. Áður fyrr var það svo að bílaumboðin gátu ekki gert neinar áætlanir eða spár um sölu nema út frá þorskkvótanum. I dag er íslenskt hag- kerfl og atvinnulífið hins vegar orðið mun fjölþættara og taka þarf mið af miklu fleiri þáttum.“ Nýjar tegundir komió til Sem áður segir voru bílar fluttir inn frá Sovétríkjunum það sem starfsemi B & L byggðist á. Nú er innflutningur þaðan úr sögunni en nýjar tegundir hafa komið til. Fyrir rúmum áratug kom Hyundai frá Kóreu inn á markaðinn. Þá hefur fyrirtækið umboðið fyrir Renault frá Frakklandi og BMW frá Þýskalandi. Árið 1996 bættist umboðið fyrir Land Rover-jeppana viö. Sala á þeim hafði þá legið í láginni hér á landi í nokkur ár en nú eru þessir bílar til í þúsunda- tali á íslandi. Bernskubrek í Bröttu- brekku „Ég hef aldrei átt bOa aðra en þá sem fjölskyldufyrirtækið flytur inn. Með þeim fyrstu sem ég eignaðist var Lada Sport, pabbi vildi að ég væri á þungum og stórum klumpi því þannig kæmist ég ekki hratt og færi mér ekki að voða. Einhverju sinni tókst mér þó að koma bílnum í 130, þegar við vor- um nokkrir krakkar að fara niður Bröttubrekku, á ferðalagi vestur í Dali,“ segir Ema og hlær þegar þessi bemskubrek ber á góma. Hún segir bílinn þó alltaf hafa staðið fyrir sínu og komið sér á áfangastað í vetrarum- ferðinni. Fyrir það hafi mikið verið gefandi. Nú ekur hún um á Renault Lagxma, árgerð 2002. Hún lætur vel af bílnum sem er sjálfskiptur, með mjúk og góð sæti og útvarpið er fjarstýrt. „Það er nokkuð sem ég gæti varla verið án, eftir að ég hef vanist slíkum þægind- um. En líklega er þó Range Rover- jeppi draumabíllinn minn,“ segir hún. Afstressast í sumarbústað Eiginmaður Emu er Jón Þór Gunn- arsson heildsali og eiga þau tvö böm. Dóttirin er Bessí Þóra sem er átta ára og þriggja ára er sonurinn Einar Öm. Samvera með fjölskyldunni segir Ema að sé auðvitað sitt helsta áhugamál. „Við gerum mjög mikið að því að fara saman í sund,“ segir hún. „Síðan flnnst okkur afskaplega gott að fara í sumarbústað. Það er mjög þægilegt, og raunar bráðnauðsynlegt, að eiga svona athvarf fyrir utan borgina þar sem hægt er að endumærast. Eitthvað sem ég gæti tæplega verið án. En þá er líka um að gera að njóta slíkra stunda og forðast áreitið sem nóg er af í borg- inni. Ég tek aldrei fartölvu með mér og síðan er það sem mestan friðinn gefur; að slökkva gjaman á gemsan- um.“ -sbs Á fáki fráum. „Viö getum alveg gengið út í búö. Þaö er ekki heldur alltaf nauösynlegt aö skutla krökkunum meö bíl í skólann eöa á iþróttaæfingar heidur geta þeir alveg gengiö eöa tekiö strætó.1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.