Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 M agasm Óboðnir gestir í rúminu Sænskur 38 ára gamall karlmaður missti stjóm á skapi sinu þegar hann kom heim til sín á dögunum. Kærasta hans, 51 árs, stundaöi þá ástarleiki af kappi með þremur ókunnugum mönn- um í rúmi kærustuparsins. Svíinn, sem hafði verið aö skemmta sér á næturklúbbi í Malmö réðst að mönnunum með hnífi og slasaði einn þeirra. Hinir tveir gestimir og kærastan náðu að flýja. Þegar lögregl- an kom á staðinn neitaöi kærastinn að opna og urðu verðir lag- anna að brjóta upp hurð til aö komast inn. Karlmennimir fimm og konan voru ofurölvi þegar þetta átti sér stað. Nýtt heimsmet í spilakassa 25 ára gamall karlmaður frá Los Angeles mun seint gleyma því er hann reyndi fyrir sér á dögunum í spilakassa í anddyri hótels í Las Vegas. Bandaríkjamaðurinn var búinn að eyða rúmum sjö þús- und krónum í spilakassann þegar mikil óhljóð tóku aö ber- ast frá apparatinu. Hinn ungi spilari hafði unnið 3,5 millj- arða króna og er það hæsti vinningur í spilakassa sem vit- að er um í heiminum til þessa. Maðurinn sem er kerflsfræð- ingur að mennt ætlar að láta sem ekkert hafi gerst og halda áfram í vinnu sinni. Grasib gott á kenderíi Belgískur ökumaður var handtekinn af lögreglu í ná- grenni bæjarins Aalst. Ökumaðurinn hafði yfirgefið bifreið sína, skriöið á fjórum fótum inn á grasflöt við vegarkantinn og var á beit þegar lögregluna bar að garði eins og hvert annað húsdýr. Ökumaðurinn reyndist ölvaöur. Fyrir rétti sagði hann að sér þætti fátt betra en að bíta gras þegar hann væri á kend- eríi. Þá smakkaðist grasið eins og spínat. Belginn missti ökuréttindin í 45 daga og var sektaður um rúmlega 86 þús- und krónur. í Helgarblaði DV á laugar- daginn veröur fjallað um vændi á íslandi og mismun- andi birtingarform þess síð- ustu 100 árin eða svo. Rætt verður við Jón A. Baldvinsson, nýkjörinn vígslubiskup á Hólum, sem fékk embættið með úrskurði ráðherra eftir hnífjafna kosn- ingu. DV ræðir við Guðjón Arn- ar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins sem nýtur vaxandi gengis í könn- unum. Rifjaður er upp ferill og helstu verk uppreisnarseggs- ins Michaels Moores sem gerði allt vitlaust við afhend- ingu óskarsverðlaunanna. Einnig er fjaUað um frels- un Bush Bandaríkjaforseta frá óreglu og endurfæðingu hans i Kristi og hvernig trúin mótar stefnu hans og viðhorf. ítarlega er fjaUað um vís- indi ástarinnar sem ræna okkur sjálfstæðum vilja og stjórna okkur með hormón- um, boðefnum og ýmsum hræringum af því tagi. wmm ,Mér flnnst alltaf skemmtilegast að sauma úr bláum efnum. En þegar þú nefnlr þaö kemur auövltað líka alveg tll grelna aö sauma flík úr grænum og rauð- um llt sem eru elnkennlslltir Vlnstri grænna, flokksins sem ég er í framboði fyrir,“ segir Þórey Edda Elísdóttir. STERÍÓ 895 OG MAGASÍN KYNNA STERÍÓUSTANN TOPP 20 26. MARS - 01. APRÍL 2003 Nr. SfÐAST LAG FLYTJANDI VIKUR 1 (2) Slng for the moment Eminem 5 2 (D Tu Es Foutu In-Grid 7 3 (3) Blowing me up... JC Chazes 7 4 (6) Bump bump bump B2K & P. Diddy 6 5 (10) Bring me to life Evanescense 4 6 (4) L’italiano SiCilians 4 7 (13) Mesmerize Ja Rule feat. Ashanti3 3 8 (8) Sáþig Þórey Heiðdal 2 9 (9) Wreckoning Boomcats 4 10 (14) 1 drove all night Celine Dion 4 11 (nýtt) All 1 Have J. Lo. & L.L. Cool J 1 12 (17) Damaged TLC 4 13 (15) Drottningar Á móti sól 2 14 (18) Scandalous Mis-Teeq 2 15 (16) In Da Club 50 Cent 2 16 (5) Shape Sugarbabes / Sting 9 17 (nýtt) Being Nobody Liberty X & Richard X 1 18 (nýtt) Rock your body Justin Timberlake 1 19 (nýtt) Your a superstar Love Inc 1 20 (nýtt) Automatic Sarah Whatmore 1 ADDI ALBERTZ KYNNIR LISTANN ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL 22:00 [www.sterio.is] Haföu óhrlf á val llatans og veldu þín lög á www.8teiio.is Stangarstökkvarinn Þórey Edda kemur á óvart: Situr vib sauma vélina í laumi Stangarstökkvarinn Þórey Edda El- ísdóttir býr yfir fleiri og meiri hæfi- leikum en almennt hafa verið kunnir. Flestum á óvart kom hún fram á sjón- arsviðið fyrir skemmstu sem skelegg- ur frambjóðandi Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs. Nú bætir hún enn um betur - og sýnir enn eina nýja hlið á sér. Á menningarkvöldi flokksins á veitingahúsinu A Hansen í Hafnarfirði, sem verður nú á föstu- daginn, er hún gestgjafi og sýnir föt, hönnuð og saumuð af henni sjálfri. Auk þessa verða svo á dagskrá marg- vísleg önnur atriði. Pils úr gömlum gallabuxum „Mér hefur alltaf fundist gaman að sauma og gríp í það eins og tök leyfa. Stundum sauma ég kannski þrjár flík- ur á viku en þess á milli ekkert í lang- an tíma þegar annriki er, eins og hef- ur verið undanfarið," segir Þórey Edda. Hún kveðst hafa fengist við að sauma dragtir, buxur og raunar ótal- margt fleira. Mest segist hún leggja upp úr því aö fatnaðurinn sé sterkur og endingargóður .. og að flíkin hangi saman. Mér finnst nákvæmnin ekki skipta öllu máli,“ bætir hún við og hlær. I saumaskap sínum kveðst Þórey Edda fylgja ýmsum grunnsniðum sem til eru. „Ég hef hins vegar ekki þolin- mceði til að fylgja þeim nákvæmlega og útfæri þau eftir minu höfði. Hef til dæmis búið til þrjú pils úr gömlum gallabuxum sem ég átti og þar spilaði ég þetta bara eftir eyranu." Engin minnimáttarkennd Þórey Edda kveðst hafa numið nátt- úruna til þess að fást við saumaskap meðal annars frá móðurömmu sinni, Brynhildi Kristinsdóttur. Þá hafi langamma hennar, Ráðhildur Björns- dóttir, verið mikfl hannyrðakona og af þeim báðum hafi hún mikið lært - og sem stelpa hafi hún og systkini hennar gjarnan gengið í fótum saum- uðum af þeim. „Þó ég grípi oft í að sauma mín eig- in fót og gangi oft og tíðum i þeim er slikt þó alls ekki algilt. Ósjaldan fer ég út i búð og kaupi tilbúin fót. Og oft finnast mér fótin sem ég sauma sjálf standast samkeppnina. Að minnsta kosti er ég ekki með neina minnimátt- arkennd," segir saumakonan, fram- bjóðandinn og stangarstökkvarinn Þórey Edda. Saumað úr bláu Lífið allt hefur sín sérstöku svip- brigði og liti sem eru ótal fleiri en þeir sem mynda regnboga himinsins. „Mér fmnst alltaf skemmtflegast að sauma úr bláum efnum. En þegar þú nefnir það kemur auðvitað líka alveg til greina að sauma flík úr grænum og rauðum lit sem eru einkennislitir Vinstri grænna, flokksins sem ég er í framboði fyrir. Að minnsta kosti er hugmyndin góð og vel þess virði að hugleiða hana.“ -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.