Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2003, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 Við biörqum bví sem bjargaö verður Góð þjónusta í50ár EFNALAUG ÞVOTTAHUS Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 1380 Skrifborðsstólar Villa stgr. 11.500.- Uniform stgr. 8.900.- Power stgr. 5.500.- Mikið úrval af hæðarstillanlegum stólum í mörgum litum Net stgr. 27.900.- Duka stgr. 3.900.- Disco stgr. 26.000.- Libero stgr. 16.600.- Armar á Uniform, Libero og Villa kosta 2.950,- lm YÍFlOlR m HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKGRVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100 feé&Þ Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjönusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður...tÓIT1StundÍr 550 5000 agasin Hvað ætlar þú að gera um helgina: Latínumessa og Langholts kirkjukór „Dagskráin hjá mér þessa helgi er mjög svo klippt og skorin," segir sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprest- ur í Langholtskirkju. „Ég er að fara i árlegar æfingabúðir í Munaðarnes með Langholtskirkjukórnum sem ég syng með. Við erum að æfa verk sem verður frumflutt um páskana en það er eftir Hildigunni Rúnars- dóttur. Þetta er fimm þátta verk. Við erum aðeins komin með fyrstu fjóra en ég vona að við fáum að sjá þann fimmta fyrir helgi,“ segir sr. Jón Helgi og það heyrist á rödd hans að hann hefur ekki raunveru-' legar áhyggjur af því. „Það er alger skyldumæting í þessar æfingabúðir," segir Jón Helgi, „því að þær jafnast á við margra vikna æfingu. Það verður mikið æft og mikið lært. Þetta er Þessar búðir jafnast á við margra vikna æfingar, segir sr. Jón Helgi Þórarinsson verk sem verður flutt á latínu og vonum við að þetta eigi eftir að njóta mikilla vinsælda hér á landi sem og annars staðar. Kost- ur þess að verkið er á latínu er náttúr- lega það að hægt er að flytja það hvar sem er I heiminum. Þetta verk er messa sem mun taka um klukku- tíma í flutningi." Langholtskirkjukórinn réð Hildigunni til að semja messu í til- efni af 50 ára afmæli kórsins sem var 23. mars síðastliðinn. Kirkjan sjálf átti 50 ára afmæli í fyrra. „Verk Hildigunnar hefur gamalt ívaf en einnig er í því djasstaktur, Hildigunnur hefur sótt svolítið i hann. Laugardagskvöldið fer svo í árshátið kórsins og verður hún einnig haldin i Munaðamesi. Þegar ég fer svo heim seinni partinn á sunnudeginum hugsa ég að ég eigi bara eftir að eyða tíma með fjöl- skyldunni en það er enginn sunnu- dagsmessa hjá mér.“ -AÞÁ Tónlistin í hlustunum: Kynslóðirnar og ColdPlay „Segja má að ColdPlay sé í eftirlæti hjá mér þessa stundina. Ég sótti hvora tveggju tónleika sveitarinnar sem voru haldnir hér á landi í fyrra, flnnst sveitin vera fersk og lagasmíðamar jafnframt skemmtileg- ar,“ segir Öm Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Einnig er nýja platan með Norah Jones fin og mér fmnst þægilegt að hafa þá tónlist í hlustunum yfir góðum kvöldmat.“ Öm á tvær dætur og segir hann þá eldri - sem er sjö ára - mikið hlusta á Birgittu Haukdal og írafár. „Þannig kemst ég ekki hjá því að hlusta á þá poppmúsík sem er vin- sælust í dag. Og líkar bara nokkuö vel. Sonur minn, sem er 16 ára, sér síðan um að kynna mér það sem er nýtt fram undan í rokkheiminum, þannig að hver kynslóð velur sína tónlist og líklega má telja mig, sem er fæddur 196,6, til hinnar svonefndu diskókynslóðar.“ Af öðrum tón- listarmönnum sem gjaman verða fyrir valinu hjá Emi, nefnir hann meðal annars Elton John og jafnvel Moby eða Red Hot Chili Pepper ef svo ber undir. „Mér finnst nánast öll músík skemmtileg og telst líklega til alætuflokksins á tónlist," segir Öm og bætir við: „Konan mín er síðan forfallinn Abba-aðdáandi svo plötur þeirrar sænsku sveitar setur hún oft undir geislaspilarann á heimilinu en maður veröur bara að taka því.“ -sbs Vegalínur og Jónas fró Hriflu „Undanfarið hef ég verið að glugga í Vegalínur, smásagnasafn Ara Trausta Guðmundssonar, sem komu út fyrir síðustu jól. Bókin hefur komið skemmtilega á óvart en þarna skoðar höfundurinn heiminn og ólikar aðstæður og segir frá í vel skrifuðum sögum. Allar eru þær þannig að fróðleiksfús íslendingurinn er i aðalhlutverki og þannig get- ur maður auðveldlega samsamað sig sögunum og persónum þeirra," seg- ir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar. Guðfinna kveðst helst lesa skáldsögur - og nefnir þar meðal annars bækur Amalds Indriðasonar. Meðal annars Röddina, nýjustu bókina sem kom út fyrir síðustu jól. „Ég er búinn með ýmsar fleiri bækur Arn- alds, eins og til dæmis Mýrina og Þögnina. Mér finnast sögumar fara batnandi frá ári til árs,“ segir Guðfinna sem kveöst að öðm leyti vera nánast alæta á fagurbókmeniitir. „Svo er ég að komast á þann aldur að hafa gaman af ævisögum. Núna í allmörg ár hef ég haft þriggja binda sögu Guðjóns Friðrikssonar um Jónas frá Hriflu viö höndina. Mér tekst hins vegar seint að klára þær. En þegar það verður loks afstaðið verður gaman að leggja til atlögu viö aðrar bækur sem Guöjón hefur skrifað, svo sem sögur Einars Benedikts- sonar og nú síðast Jóns Sigurðssonar forseta." -sbs Bækurnar á náttbordinu: „Sögur Arnalds fara batnandi frá ári til árs,“ segir Guðfinna B. Kristjáns- dóttir, upplýsingastjóri Garöabæjar. „Mér finnst nánast öli músík skemmtileg og telst líklega tll alætu- flokksins á tónlist," seglr Orn Kjartansson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.