Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 DV Fréttir Bjarni Ármannsson syngur inn á Bubba-piötu: Hummar afríska bakrödd „Þaö vita allir sem vilja vita að Bjami er góður söngvari,“ segir Bubbi Morthens en Bjarni Ar- mannsson, bankastjóri íslands- banka, syngur bakrödd í einu lagi á næstu plötu meistarans sem verið er aö taka upp í Stúdíó Sýrlandi. Bubbi segist hafa grun um að Jakob Frímann Magnússon hafi átt frumkvæöi að því að fá Bjama til liðs við hann, enda mun Jakob hafa haft spurnir af ágætum sönghæfi- leikum Bjama. Og Bubba líkaði til- tækiö vel: „Mér þótti heiður og gaman að því að svona stórhveli skyldi ramba inn í ‘sessjón’ hjá mér. Og maður heyrði strax að þetta er maður sem getur sungið enda hef ég grun um að Bjami sé kórvanur." Vinnutitill nýju plötunnar er Þúsund kossa nótt en lagið sem Bjarni syngur í heitir Vögguvísa fyrir kvótagreifa og er hápólitískt af nafninu að dæma. „Þetta er lag und- Góöir saman Þeir Bubbi, Bjarni, Helgi Björnsson ogJakob Frímann Magnússon í Stúdíó Sýrlandi á föstudaginn. íhljóðverínu gekk grúppan undir nafninu „The Travel- ing Wilburys & Bill Gates". Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Sýrlands. ir afríkönskum áhrifum og Bjami syngur í afríkönskum kór sem hummar undir í því,“ segir Bubbi. - Sumir myndu segja aö Bjarni vœri býsna langt frá farandverka- manninum sem þú hefur gjarnan sungiö um. „Já og nei. Þér að segja, þegar upp er staðið held ég að það sem hann sé að gera sé ekkert ósvipað því að vera í aðgerð. Það eru aðeins öðruvísi vinnubrögð en ég held að sama hugsunin sé að baki.“ - Veröa fleiri óvœntir gestir á plöt- unni? „Það er aldrei að vita. Það væri ekki slæmt að hafa Ingibjörgu Sól- rúnu og Davíð Oddsson saman í ein- hverju laginu." - Veröur lag á plötunni sem myndi henta þeim? „Já, það eru margir fallegir ástar- textar á þessari plötu,“ segir Bubbi Morthens og hlær dátt. -ÓTG DV-MYND GVA Skák undir Jökli: Töfl handa öll- um nemendum Rósurnar ætla aó slá upp veislu í dag Rðsa Árnadóttir, Rósa Vilhjálmsdóttir og Rósa Rögnvaldsdóttir. Rósa og Rósa 263 ára í dag Eins og alkunna er hefur al- deilis vorað í íslensku skáklífi að undanförnu og hefur þar mest munað um vaska fram- göngu Hrafns Jökulssonar og félaga hans í Hróknum. Félagar í Taflfélagi Snæfellsbæjar hafa ekki látið sitt eftir liggja í þeirri uppbyggingarstarfsemi sem í gangi er. Meðal annars stóðu þeir fyrir glæsilegu skák- móti í Ólafsvík í desember sem vakti mikla athygli og var ein- staklega vel heppnað en þá fengu þeir landskunna skák- menn vestur. Nú hafa félagarnir í Taflfé- lagi Snæfellsbæjar bætt um bet- ur í skákkynningunni og keypu töfl í skólana þrjá í Sæfellsbæ, á Hellissandi, í Ólafsvík ^g á Lýsuhóli. Fiskmarkaður íslands hf. styrkti taflfélagið við kaupin á töflunum og eins gaf bókaút- gáfan Edda - Miðlun öllum átta ára börnum bókina SKÁK OG MÁT eftir Anatplij Karpov, í þýðingu Helga Ólafssonar stór- meistara. -PSJ Rósa, í dvalarheimilinu Kjamalundi á Akureyri eru búsettar þrjár konur sem allar heita Rósa. Þetta væri ekki frétt til næsta bæjar ef ekki væri fyr- ir það að þær eiga allar sama afmæl- isdaginn, 1. apríl. Rósimar 3, Rósa Árnadóttir faedd 1919, Rósa Vil- hjálmsdóttir, fædd 1910, og Rósa Rögnvaldsdóttir, fædd 1917, eru því samtals 263 ára gamlar í dag. í tilefni dagsins verður slegið upp veislu og dansleik meö píanóleikara og að sjálf- sögðu bökuð dýrindis afmælisterta. Aðspurðar hvort þær muni blása á 263 kerti svara þær glettnislega. „Ætli við verðum ekki aö fá einhvem til að gera það fyrir okkur. Einhvem sem hefur nógan vind.“ Rósa Ámadóttir er frá Knarrar- eyri í Flateyjardal en bjó lengstum á Grenivík. Rósa Vilhjálmsdóttir er frá Hesjuvöllum í Glæsibæjarhrepp ofan Akureyrar en flutti niður í bæ 1961. Rósa Rögnvaldsdóttir fæddist i DV-MYND ÆD Málmey á Skagafirði en fluttist frá Siglufirði til Akureyrar þegar hún gifti sig. Þær segja dvölina á Kjamalundi góöa. „Þetta er fallegasti staður í Eyjafirði," segja afmælisbömin. Fyrsta aprílgabb hefur tíðkast frá þvi þær muna eftir sér og minnist ein rósin þess að strákamir hafi alltaf kallað hana aprílgabb þegar þeir vora að stríða henni þegar hún var litil. -ÆD Vísindaveiöar: Ákvöpðun í sumar Sjávarútvegsráöherra í minnihluta viö samþykkt línuívilnunar á landsfundi: Mun samt beita sér tyrir framgöngu tillögunnap Nýafstaðinn landsfundur Sjálf- stæðisflokksins ályktaði m.a. um hvalveiðar íslendinga. Taldi fund- urinn tímabært að hefja hvalveið- ar í vísindaskyni sumarið 2003 og veiðar í atvinnuskyni árið 2006 í samræmi við þann fyrirvara sem íslendingar settu við inngöngu í ráðið árið 2002. Fundurinn beindi því til sjávarútvegsráðherra að hann gæfi út leyfi til vísinda- veiða á hvölum sumarið 2003. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segir að í júlí ljúki umfjöllun um vísindaáætlun varðandi hvalveiðar íslendinga. Eftir það geti menn fyrst tekið löglega ákvörðun um að hefja vís- indaveiðar á hvölum. Hann segir að allir erlendir markaðir sem máli skipti séu þó enn lokaöir. Ekki sé t.d. heimilt að flytja inn hvalkjöt til Japans. Vísindaáætl- un íslendinga gerir hins vegar bæði ráð fyrir hrefnuveiöum og stórhvalaveiðum. -HKr. Árni M. Mathiesén sjávarút- vegsráðherra lenti í minnihluta á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina þegar fram fór leyni- leg atkvæðagreiösla um tillögu Guðmundar Halldórssonar, for- manns Smábátafélagsins Eldingar á Vestfiörðum, um að tekin verði upp sérstök ívilnun fyrir dag- róðrabáta sem róa með línu. Til- lagan um línuívilnun var sam- þykkt og er þetta talinn mikilvæg- ur sigur fyrir útgerð dagróðra- báta, en sýnt hefur verið fram á stórkostlegt tap sjávarbyggöa, m.a. á Vestfiörðum, í kjölfar kvótasetningar á ýsu og steinbít. Með tillögunni hyggjast menn snúa þeirri öfugþróun við. - Mun sjávarútvegsráöherra beita sér fyrir aö samþykkt lands- fundarins um línuívilnun nái fram aö ganga? „Að sjálfsögðu. Þaö bíöur þó væntanlega stöðunnar í pólitík- inni því það gerist ekkert í mál- Áml M. Guömundur Mathlesen. Halldórsson. inu fyrr en eftir kosningar," sagði Árni M. Mathiesen. „Ég greiddi atkvæði gegn tillög- unni, en beitti mér ekki í umræð- um gegn henni. Að mínu mati er þetta ekki eitthvað sem skiptir höfuðmáli varðandi fiskveiði'- stjórnunarkerflð. Röksemda- færsla þeirra sem fluttu þessa til- lögu var ágæt um að þetta væri betri leið til að styðja byggðimar en byggðakvótinn. Byggðakvótinn er mjög erfiður þannig að ég er ekki í neinum vandræðum með að fylgja tillögunni eftir." Málið var fyrst tekið fyrir í sjávarútvegsnefnd á landsfundin- um og urðu m.a. tafir á atkvæða- greiðslu í nefndinni að sögn Guð- mundar Halldórssonar vegna at- kvæðasmölunar LÍÚ-manna til að fella tillöguna. Þegar atkvæði voru talin kom í ljós að tillagan hafði fallið á aðeins einu atkvæði, en sjávarútvegsráðherra greiddi m.a. atkvæði gegn tillögunni. Við endurtalningu atkvæða kom í ijós að tillagan var felld með tveggja atkvæða mun. Guðmundur gafst ekki upp og lagði tillöguna fyrir landsfimdinn og krafðist þar leynilegrar atkvæðagreiðslu. Þá kom í ljós að afstaða sjávarútvegs- ráðherrans hafði oröiö undir og var tillagan samþykkt með 43 at- kvæða mun. „Þetta er auðvitað stórsigur fyrr okkar sjónarmið," sagði Guð- mundur í samtali við DV í gær. -HKr. Um 80% feðpa nýta sép fæðing- apoplofspéttinn íslenskir karlar hafa haft sjálf- stæðan fæðingarorlofsrétt í lið- lega 2 ár og nýta um 80% nýbak- aðra feðra sér þann rétt í dag. Ef gert er ráð fyrir að í um 10% fæðinga sé enginn faðir til staðar, þ.e. foreldrar búa ekki saman, er hægt að fullyrða að nær 90% karla notfæri sér fæðingarorlofs- réttinn. Á árinu 2001 tóku karlar að meðaltali 30 daga í fæðingarorlof en á árinu 2002 er meðaltalið komið í 60 daga. Um 17% karla taka minna en þeir eiga rétt á og ríflega 14% karla taka meira í fæðingarorlof en þeirra réttur segir til um. Miklu fleiri karlar eru nú að öðlast reynslu af því að annast ungbörn en áöur gerðist, ef gert er ráð fyrir að þeir nýti orlofið til að annast nýfæddan erftngja. Algengt mynstur er að fiölskyldan sé öll saman fyrstu 2 til 3 vikumar, síðan fer faðirinn aftur að vinna og tekur það sem eftir er af orlofinu þegar móðirin hefur nýtt sér sex mánaða leyfið. Áberandi er líka að feður sjást iðulega í foreldraviðtölum í skól- um, oftast með móðurinni, en allt fram til ársins 1970 var eins og börnin væru foðurlaus, þeir komu ekki í skólana. í dag er það einnig oröið jafnalgengt að feður komi með börnin sín í leikskóla, og sæki þau. -GG Atvinnuástand: Litlap bpeytingap á atvinnuleysi í lok marsmánaðar voru 6144 skráðir atvinnulausir, miðað við 6212 í lok febrúar. Þar af voru 3327 karlar og 2885 konur. At- vinnuleysi hefur farið vaxið úr 1,5% í 4,1% á síðustu tveimur árum en samkvæmt upplýsingum frá atvinnumálastofnun verða yf- irleitt litlar breytingar á atvinnu- ástandinu frá febrúar til mars. Útlitið er því svipað og í lok síð- asta mánaðar sem er í sjálfu sér ágætistíðindi þar sem fiölda at- vinnulausra á skrá hefur sífellt fiölgað mánuðina þar á undan. Talsverð hreyfing hefur verið á atvinnuleysisskrá undanfarið og framboð lausra starfa hefur auk- ist lítillega á ný. Þannig voru laus störf í lok febrúarmánaðar 170 eða 34 fleiri en í lok janúar. Að öllu samanlögðu er því líklegt að atvinnuleysið í mars breytist lítið og verði áfram um 4%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.