Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
Fréttir
Ársreikningar:
Ólík staða sjón-
varpsstöðvanna
Samningaviöræöur EFTA og ESB:
Evrópusambandið komið
á „vitrænni grundvöll"
Höfuðstöðvart ESB í Brussel
Gunnar Snorri Gunnarsson ráöuneytisstjórí segir að kröfur íslendinga séu einnig
hagsmunamál nýrra ESB-ríkja, en framkvæmdastjórnin virðist stundum ekki
alveg búin að setja sig í þær stellingar að gæta hagsmuna þeirra.
Hagnaöur Norðurljósa var um
283 milljónir króna á síðasta ári
samanborið við 2.770 milljóna
króna tap fyrir árið 2001. Afkoma
félagsins fyrir afskriftir var 636
milljónir en var áður um 402
milljónir. Fastafjármunir Norður-
ljósa lækkuðu um 1.910 milljónir
á árinu og munar þar langmest
um lækkun langtímakrafna um
1.220 milljónir. Eigið fé Norður-
ljósa jókst milli ára vegna bók-
færðs hagnaðar og nemur nú
585,6 milljónum. Heildarskuldir
lækka einnig um rúmlega 2,1
milljarð. í fréttatilkynningu frá
Norðurljósum segir að í heildar-
veltuaukningu félagsins hafi mest
munað um veltuaukningu vegna
reksturs Smárabíós.
Ríkisútvarpið var aftur á móti
rekið með 188 milljóna króna tapi
árið 2002 en árið þar á undan var
hallinn um 337 milljónir. Tap
vegna fjármunaliða nam 38 millj-
ónum samanborið við 173 milljón-
ir árið 2001 en stærstur hluti
tekna RÚV kemur af afnotagjöld-
um eða 2.166 milljónir. Auglýs-
ingatekjur voru hins vegar um
730 milljónir. Mestum hluta fjár-
muna RÚV var varið til dagskrár-
gerðar eða 1.812 milljónum sem
er um 61% af rekstrargjöldunum.
-áb
„Þeir vilja auövitað meira en
það er á þeim að heyra, þótt það
séu ekki bein eða skýr gagntil-
boð af þeirra hálfu, að þeir séu
allavega komnir ofan úr hæðun-
um og á eitthvað vitrænni
grundvöll en áður,“ segir Gunn-
ar Snorri Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, um samningaviðræður
EFTA og ESB í gær um stækkun
EES-svæðisins samhliða inn-
göngu nýrra ríkja í Austur-Evr-
ópu í ESB.
Á samningafundi í gær var
lagt fram með formlegum hætti
tilboð EFTA-ríkjanna, þ.á m. ís-
lands, um að þrefalda framlag
sitt í sjóði Evrópusambandsins
innan ramma EES-samningsins
og því til viðbótar tilboð Norð-
manna um að þeir greiði tvisvar
sinnum meira. Þetta myndi
samtals þýða næstum því sex-
földun á framlögum EFTA-ríkj-
anna en upphaflega fór ESB
fram á 38-földun á framlögun-
um. Gunnar Snorri segir greini-
legt að ESB vilji freista þess að
toga tilboðið eitthvað upp. „Við
teljum þetta vera nokkuð vel
boðið en viljum hlusta á þá eitt-
hvað frekar.“
Stendur gegn kröfum
Meginmarkmið íslendinga eru
að halda fríverslun með síld og
nokkrar aðrar tegundir sem seld-
ar hafa verið til landa í Austur-
Evrópu en yrðu að óbreyttu tollað-
ar eftir inngöngu ríkjanna í Evr-
ópusambandið. Gunnar Snorri
segir að ESB haíl staðið stíft gegn
því að fella niður tolla en þess í
stað boðið tollkvóta. Hann bendir
á að kröfur íslands séu ekki ein-
göngu hagsmunamál íslensks sjáv-
arútvegs heldur einnig flskiðnað-
arins í Póllandi og Litháen. „Þetta
eru ekki eingöngu okkar hags-
munir en okkur hefur stundum
fundist eins og framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins sé ekki alveg
búin að setja sig í þær stellingar
að gæta hagsmuna tuttugu og
fimm ríkja en ekki fimmtán."
Knappur tími
Allt kapp er lagt á að ná sam-
komulagi í lok þessarar viku svo
að tryggt sé að hægt verði að semja
um stækkun EES-svæðisins sam-
hliða stækkun Evrópusambands-
ins. Ella er talið að EES-samning-
urinn geti jafnvel verið í hættu.
„Ég er ansi hræddur um að ef
við náum ekki þessum áfanga
hlaupi dampurinn úr þessu og þá
eru verri horfur á að við náum því
að stækkunin verði samhliða,"
segir Gunnar Snorri. „Og það yrði
mjög svo flókin staða og erfið fyr-
ir alla aðila. Hún yrði út af fyrir
sig flókin fyrir þá líka, það kæmi
upp réttaróvissa sem hlýtur að
koma niður á viðskiptum og eðli
málsins samkvæmt hafa báðir að-
ilar hagnað af viðskiptum sín á
milli.“ -ÓTG
DV-MYND E.ÓL.
Lukkulegur
Stöð 2 bauö vinum og vandamönnum Paolos til veislu í gær til að fagna
glæstum sigrí og hér afhendir einn aðstandendum þáttarins honum milljóna-
ávísunina og DVD-disk með upptöku af þættinum.
Af hvenju að taka milljón
þegan fimm enu í boði
„Það hjálpaði nú til að ég vissi
nokkurn veginn svarið,“ sagði Pa-
olo Turchi sem svaraði fimmtán
spurningum rétt í þættinum Viltu
vinna milljón? á Stöð 2 í gær-
kvöldi og nældi sér í fimm millj-
ónir fyrir vikið. Paolo er annar
keppandinn sem hefur hlotið
stærsta vinninginn en þrír aðrir
hafa unnið sér inn eina milljón.
„Ég hefði aldrei annars giskað.
Það voru tveir möguleikar sem
komu til greina þannig að ég var
að hugsa um á tímabili að hætta
og taka bara milljónina en svo
hugsaði ég með mér: „Af hverju
að taka milljón þegar fimm millj-
ónir eru í boði?“ Mér fannst ég
ekki vera að tapa neinu með þvi
að klúðra spurningunni. Ég hef
mikinn áhuga á fuglum og hef
skoðaö margar fuglabækur
þannig að ég sá nokkurn veginn í
huga mér mynd af fuglinum,"
sagði Paolo en i lokaspurningunni
var spurt að því hvernig augun í
fullþroska skúfond væru á litinn.
Hann sagði að hann hefði oft set-
ið heima í stofu og horft á þáttinn
og að sonur hans hefði að lokum
hvatt hann til að taka þátt í hon-
um sem hann og gerði.
Vinningshafinn heitir fullu
nafni Paolo Páll Maria Turchi og
er frá ítalska bænum Ancona við
Adríahafiö. Paolo, sem er 38 ára,
kom fyrst til íslands sem ferða-
maður árið 1987, heillaðist strax
af landi og þjóð og hefur verið bú-
settur hér frá árinu 1988. Paolo er
íslenskur ríkisborgari og nam ís-
lensku við Háskóla íslands. Hann
kenndi latínu við Menntaskólann
í Reykjavík og kennir nú listir og
menningu við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Þá hefur Paolo kennt
ítölsku um árabil hjá Mími og
hefur réttindi sem löggiltur
skjalaþýðandi og túlkur. Kona
hans er Sigríður E. Laxness og
eiga þau tvö börn, 14 ára og 12
ára. -EKÁ
Framsóknarmenn á fundaherferð um Austfirði:
Segja Ingibjörgu ekki
vilja mæta í kappræður
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra siglir nú inn í sína ní-
undu kosningabaráttu fyrir
Framsóknarflokkinn og nú í
Reykjavík. Hann er ásamt Val-
gerði Sverrisdóttur og Dagnýju
Jónsdóttur á ferð um Austur-
land. í viðtali á Eskifirði í gær-
kvöld sagði hann DV að keppi-
nautur sinn í Reykjavík, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, ætlaði
ekki að mæta sér í Kastljósþætti
eins og ætlunin var.
Skoðanakannanir hafa sýnt
Halldór úti í kuldanum en Ingi-
björgu Sólrúnu inni og öfugt.
„Ég held að réttara sé að ég sé
inni og hún úti, en hún er nú ef-
laust ekki sammála því,“ sagði
Halldór og brosti í kampinn. „Ég
var reyndar beðinn að mæta
henni í kappræðum í Kastljósi
annað kvöld en var áðan til-
kynnt að af því gæti ekki orðið.
Ég skil nú ekki í talsmanni
flokks að skora á menn út og
suður í kappræður og mæta svo
ekki,“ sagði Halldór.
Halldór segir íraksmálið vissu-
lega hafa valdið erfiðleikum.
„Við tókum þá afstöðu að leyfð
væru afnot af Keflavíkurflug-
velli, einnig að aðstoða við upp-
byggingu í írak og studdum að
Saddam yrði afvopnaður. Sagan
mun síðan dæma það hvort gert
hafi verið rétt. Við höfum dæmi
um svipuð mál og má þá nefna
Kosovo, Bosníu, Rúanda og mál
sem varða mann sem hét Hitler.
Mál sem miklar tilfinningar eru
í og alþjóðasamfélagið hefur sýnt
mikla biðlund,“ sagði Halldór.
„Ef við værum í þessum spor-
um, þætti okkur þá í lagi ef það
væri látið afskiptalaust að lifa
í nýju kjördæmi
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarftokksins, situr hér á milli
framsóknarkvennanna Dagnýjar Jónsdóttur og Valgerðar Sverrisdóttur.
við harðstjórn og að þjóðin fengi
ekki að tala, Nei, ég get ekki
skotið mér undan þeirri ábyrgð
sem fylgir þessu máli og það að
Davíð hafi tekið fram fyrir hend-
urnar á mér er af og frá,“ sagði
Halldór Ásgrímsson í gærkvöld.
Það var greinilegt að fundar-
gestir á Eskifirði voru ánægðir
með verk framsóknarmanna fyr-
ir fjórðunginn. Rætt var um
skattamál, hvalveiðar, hitaveitu
og fleira. Valgerður Sverrisdóttir
sagðist afar ánægð með ferð sína
um Austurland og þann hlýhug
sem hún fyndi til flokksins.
Sagði hún það forréttindi að hafa
fengið að taka þátt í lokaspretti
þess stóra verkefnis sem stóriðja
á Austurlandi væri og að Halldór
hefði þar lagt mikið af mörkum.
Sagði Valgerður að flokkurinn
ætlaði að selja sig dýrt og að hún
vildi sjá Halldór Ásgrímsson sem
næsta forsætisráðherra. „Við
þurfum að fá sterka kosningu,“
sagði Valgerður og voru það
lokaorð fundarins. -HEB