Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
DV
Fréttir
John Gustavsson, rithöfundur og blaðamaður, berst fyrir réttindum Samaþjóðarinnar
Vantar eviu til aö búa á
Samar eru sérstök þjóð sem býr
í fjórum norðlægum löndum - í
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og
Rússlandi, samtals 70 til 100 þús-
und manns. í þrem fyrst töldu
löndunum halda Samar sín eigin
þjóðþing þar sem málefni
samísku þjóðarinnar eru rædd -
og Samaráðið fer með sameigin-
leg málefni Sama í öllum löndun-
um. Samar hafa mikla sérstöðu í
þessum löndum og menning og
uppruni þeirra eru yfirleitt virt í
norrænu löndunum; þó ekki af
öllum. Áður fyrr þótti það ekki
ýkja fínt að vera Lappi, en það
nafn hefur verið að leggjast af og
er talið niðurlægjandi. Það hefur
sömu merkingu og nafnorðið
leppalúði á íslensku: maður í
stagbættum fötum. Eftir eru þó
Lappland og torfærubíllinn frá
Volvo sem þeir kalla Lapplander.
Samís, félag Samavina á íslandi,
var stofnað nýverið. Gustavsson
segir Sama afar ánægða með ís-
lenska vinafélagið sem hefur vax-
ið ótrúlega. í félaginu eru strax
150 manns sem styðja vel við bak-
ið á Sömum.
Hagen á móti Sömum
Hér var á ferðinni í síðustu
viku samískur rithöfundur og
blaðamaður, John Gustavsson frá
Noregi, ásamt eiginkonu sinni,
Berit, sem er búningahönnuður.
John Gustavsson fyllti samkomu-
sal Norræna hússins þegar hann
hélt þar fyrirlestur um Sama og
baráttu þeirra. Staðreynd er að
Samar skera sig talsvert úr í
þeim löndum þar sem þeir búa.
Það hefur ekki verið vinsælt af
öllum, til dæmis ekki af voldug-
um þingmönnum eins og Carl I.
Hagen, sem er formaður Fram-
faraflokksins sem er á móti
minnihlutahópum af öllu tagi.
Hann heimtar eina þjóð í einu
landi og að Samar samsami sig
öðrum Norðmönnum og viii þing-
hald þeirra feigt.
Gustavsson fjallaði í erindi
sínu um samíska rithöfundinn,
ljóðskáldið, söngvarann og mynd-
listarmanninn Nils-Aslak Val-
keapaa, sem fékk bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir
nokkrum árum, en hann dó fyrir
tveim árum. Hann hefði orðið
sextugur 23. mars síðastliðinn og
af því tilefni var hans minnst.
Verða ekki ríkir
Samaþjóð á norðurhjara barð-
ist hetjulega fyrir tilveru sinni
fyrr á öldum og gerir enn. Saga
Sama er ekkert ólík baráttusögu
íslendinga. í nútímanum dreifast
Samar víðar en fyrr, afla sér
menntunar og setjast að víða.
John Gustavsson segir í viðtali
við DV að Samar hasli sér völl í
ýmsu - ekki þó í bisness, og Sam-
ar verða ekki ríkir. Þeir vilja
frekar stunda ýmsa þjónustu,
meðal annars í heilbrigðismálum,
kennslu og grúski og fræðastörf-
um.
„Börnum Sama var hér áður
fyrr ekki leyft að læra samísku í
skóla, en þetta hefur breyst og
hefur verið leyft frá 1967,“ segir
John Gustavsson. í dag eru rekn-
ir skólar sem eru aðeins fyrir
Sama, meðal annars deild í há-
skólanum í Tromsö. Síðustu ára-
tugi hafa Samar eignast sinn
sameiginlega þjóðhátíðardag, 6.
febrúar, þjóðfána, þjóðsöng og
fleira sem hnýtir þjóðina saman.
Börn í fjölskyldum Sama læra
tungumálið af munni foreldranna
en ritmálið er afar ungt, rúmlega
aldargamalt. Biblían var fyrsta
bókin sem gefin var út á samísku
ÐV-MYNDIR GVA
Litrfkir Samar
Þeir báru af í Norræna húsinu á dögunum, Samarnir John Gustavsson, til vinstri, og Sigurður Helgi Guöjónsson lögmaður, formaður Húseigendafélagsins og
formaður Samís. Hann er einn fárra íslenskra Sama. Búningar þeirra félaga eru litríkir.
en í dag er mikið gefið út af alls
kyns efni. Samar tala fjórar meg-
in-mállýskur eftir búsetu og
skilja hverjir aðra álíka og íslend-
ingar Norðmenn.
Hreindýrakvóti - kunnug-
legt vandamál
Samar rækta í dag sínar hrein-
dýrahjarðir og eru oft sveitamenn
með búskap af ýmsu tagi. En þeir
hafa líka dreift sér víða um lönd
og hafa farið í háskólanám. Bú-
skapurinn er kannski ekkert
ósvipaður því sem þekktist á ís-
landi forðum og margir hinir
eldri stunda útræði. Samískir sjó-
bændur hafa líka byggt kúlulaga
hús úr torfi og grjóti - sömu efn-
um og íslendingar notuðu fram á
síðustu öld.
Vandamál Sama sem sjálfstæðs
þjóðflokks eru mörg og eru rædd
á þjóðþingum þeirra í löndunum
þremur. Þarna eru á ferðinni
vandamál sem við ættum að
þekkja á íslandi. Aukinn véla-
kostur varð til þess að hreindýra-
rækt jókst verulega og sama var
að segja um kostnað hreindýra-
bænda sem þeir réðu lítt við. Sett
var á kvótakerfi á hreindýrum
Skrautleg sylgja
Sylgia Johns Gustavssons - fallegt og
dýrt skraut sem fer búningi hans vel.