Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 13 DV Fréttir Táknmál sylgjunnar Sylgia Siguröar Helga er handskorin úr hreindýrahorni af færasta útskuröar- meistara Sama. Syigjan er dýrasti hluti búningsins. Siguröur er ættaöur frá Tana, þar sem er mesta laxveiöiá í heimi. Laxinn í sylgjunni krækir saman skoltum. Stjörnurnar eru til skrauts en merkin til hliöar, sólin og hreindýriö, eru afsteypur af 6000 ára hellaristum. Bandaríkin og Bretland: Dýrgripur Þessi hnífur er útskorinn úr hreindýrabeini - dýrgripur sem kostar tugi þúsunda. Dómharka og refsigleði sliga fangelsin sem valdið hefur álíka deilum og gerðist hér á landi. Upp komu vandamál og deilur milli manna í greininni. Sama er að segja um nýtingu fiskimiðanna. Við fiski- auðugasta fjörð Noregs, Porsan- ger, sem nær frá íshafinu djúpt inn í Finnmörku, búa mest Sam- ar og þeir vilja að aðeins íbúar við fjörðinn njóti þeirra auðæfa sem hann býður upp á. Samar vilja að hefð ríki um not á lands- ins gæðum en gegn því er mikil mótstaða. Þarna endurtekur sig þjóðlendumálið sem íslendingar kljást við nú um stundir. Meðal mála sem Samar hafa unnið að er að fá inngöngu í Norðurlandaráð en það hefur ekki gengið fram til þessa. Á þjóðþingum Sama eru frá 21 þingmanni upp í 39 í Nor- egi. Þingmenn eru kjörnir til fjögurra ára og koma saman nokkrum sinnum á ári nokkra daga í senn. margir þeirra eru nánast „ís- lenskir“ í útliti. Samar viíja gjarnan starfa sem sérstök þjóð meðal annarra Norðurlandabúa í Norðurlandaráði. Það gera Grænlendingar, Færeyringar, Álandseyingar og íslendingar. „Það er engu líkara en okkur Sama vanti eyju til að búa á til að verða gjaldgengir í Norður- landaráði," segir John Gustavs- son að lokuhi og hlær létt við. Önnur skilyrði uppfylla þeir: eig- in menningu, eigin tungumál og eigin sameiginlegu sögu. Eyju vantar. -JBP Eyju vantar! En hvaðan koma Samarnir? Gustavsson segir að uppruni Sama sé í mongólskum héruðum Asíu en mikil blóðblöndun hefur átt sér stað í aldanna rás. Samar eru því með fjölbreytt útlit og Sameining Þetta merki sem Samar bera margir er tákn um löndin fjögur - eina þjóö í fjórum löndum. Refsigleði eykst víða um lönd og sums staðar fjölgar fangelsis- dómum og þeir verða þyngri þótt glæpatíðni aukist ekki og afbrot- um fari jafnvel fækkandi. Banda- ríkin eiga margfalt heimsmet í dómhörku og er svo komið að 4 til 5 af hundraði þjóðarinnar sitja inni, bíða eftir að fangelsispláss losni eða eru á skilorði. Bretar eru nýorðnir Evrópumeistarar í refsidómum en íslendingar eru neðarlega á listanum og hvergi nærri hálfdrættingar á við aðrar Norðurlandaþjóðir á þessu sviði. En það stendur að öllum líkind- um til bóta þvi öflugir þrýstihóp- ar og ístöðulitlir stjórnmálamenn heimta harðari refsingar fyrir til- tekin afbrot. Samkvæmt opinberum skýrsl- um eru um 8.750.000 manns í fangelsum í öllum heiminum. Hér eru aðeins taldir dæmdir refsi- fangar og þeir ekki með sem tekn- ir eru úr umferð um stundarsak- ir, svo sem brennivínsberserkir og krakkar sem komið hafa sér í einhver vandræði. Nær helming- ur refsifanga heimsins, þeir sem inni sitja, eru þegnar voldugra stóvelda. í Bandaríkjunum af- plána 1.960.000 manns glæpi sína í yfirfullum fangelsum. í Kína sitja 1.400.000 manns inni og í Rúss- landi eru 900.000 manns í fangelsi. Þegar kemur að höfðatöluregl- unni eru Bandaríkin framar öll- um öðrum þjóðum hvað varðar afplánun refsinga. Af hverjum 100 þúsund ríkisborgm"um risaveldis- ins sitja 700 manns inni, dæmdir af dómstólum réttarkefisins. Bresku Evrópumeistaramir búra 139 af hverjum 100 þúsund- um af þegnum hennar hátignar inni og fer hörðum fangelsisdóm- um þar fjölgandi, sem víðar. í Frakklandi er hlutfallið 85 refsi- fangar af hverjum 100 þúsund Frökkum og á Spáni sitja 126 manns inni af hverjum 100 þús- und íbúum landsins. Oddur Ólafsson biaöamaöur Fangelsi í New York-nki Bandaríkjamenn eiga margfalt heimsmet í dómhörku og er svo komið aö um 5% þjðöarinnar sitja inni, bíöa eftir fangelsisplássi eöa eru á skiloröi. Fyrirmyndarþjóð eða slóðar íslensk fangelsi rúma alls 137 fanga. 126 pláss eru fyrir þá sem afplána dóma og 11 til viðbótar eru fýrir þá sem hafa verður í einangrun. Hér á landi sitja 35 til 37 refsi- fangar inni af hverjum 100 þús- und íbúum. Annars staðar á Norðurlöndum er talan margfalt hærri en meðaltalið; þar eru 160 til 170 fangar miðað við hverja 100 þúsund íbúa. íslensk fangelsi eru ekki alltaf fullnýtt og oft er fangafjöldinn á milli 90 og 100 manns sem inni situr. Þegar þetta var skrifað voru innisitjandi refsifangar 124. Með mátulegri ónákvæmni má segja að 300 manns séu árlega dæmdir til refsivistar óskilorðs- bundið. En skilorðsbundnir dóm- ar eru nokkru fleiri, eða um 350 til 400. Þess má og geta að engir biðlistar eru til að fá vistun inni í tugthúsum hér á landi. Einkarekin og yfirfull Sé tekið mið af höfðatöluregl- unni og gerður samanburður á fjölda refsifanga í Bandaríkjunum og á íslandi, þar sem íbúafjöldinn er einn á móti þúsund, ættu nær 2.000 íslendingar að gista fanga- klefa hins opinbera miðað við réttarfarið á heimaslóðum risa- veldisins, þar sem nærri 200 pró- sent fleiri en nú njóta umhyggju réttarkerfisins. Ef svona reiknikúnstum er haldið áfram má geta þess að 4 til 5 af hundraði íslendinga eru á milli 14 og 15 þúsund manns og ætti sá fjöldi samkvæmt amerísku fomúlunni að vera dæmdir refsi- fangar. Bandarísk fangelsi eru fræg að endemum fyrir hömlulítið ofbeldi sem þrífst innan veggja þeirra. Erfitt reynist að stemma stigu við þeim ódæmum eða hafa einhvem hemil á takmarkalausri refsigleði löggjafa ríkjanna og fjölgun langra fangelsisdóma. Fjöldi fangelsa er rekinn af einkaaðilum og standa hlutabréf- in í fangelsisfyrirtækjum nokkuð hátt. Sem geta má nærri er reynt að hagræða í rekstri fangelsanna eins og kostur er á. Þá eru hags- munir og réttindi fanganna ekki alltaf hafðir í huga og harkan í viðskiptum þeirra á milli vex að sama skapi. í sumum ríkjum, svo sem í Kalifomíu þar sem fólk er dæmt í allt að 25 ára fangelsi fyr- ir smáglæpi, taka fangelsin ekki við öllum þeim fjölda sem dóm- stólamir úrskurða að taka eigi úr umferð. Fara vandamál fang- elsanna ört vaxandi og sjá fæstir fyrir endann á þeim ósköpum öll- um. Á árunum 1990 til 1998 fjölgaði dómum fýrir alvarlega glæpi í BNA um 12 af hundraði en síðar- nefnda árið voru kveðnir upp nær milljón dómar fyrir alvarlega glæpi. Hörðum dómum fjölgar meira en handtökum fyrir það sem vestra er skilgreint sem al- varlegir glæpir. Það ár voru voru 68 af hundraði ákærðra dæmdir til fangelsisvistar. Vegna þess að fangelsin rúma ekki alla þá sem dæmdir eru í Bandaríkjunum eru margir látnir lausir gegn skilorði til að rýma fyrir nýdæmdum. Um 31 af hundraði þeirra fremja ný afbrot á skilorðstímabilinu og fá enn lengri dóma fyrir vikið. Skortur á vistrými Breska fjármálaráðuneytið stendur nú frammi fyrir þeim vanda að útvega framlög til fang- elsismála til að stækka gömul fangelsi og byggja ný. í nýút- kominni skýrslu dómsmáiaráðu- neytisins kemur í ljós, eins og fyrr er sagt, að nýtt Evrópumet í innilokun fanga er slegiö. Þar Litla-Hraun íslendingar eru neöarlega á listanum yfir refsiglaöar þjóöir en Bretar eru nýorönir Evrópumeistarar í refsidómum. sitja nú rúmlega 73 þúsund manns í fangelsum. Aukningin er hraðstíg því að árið 1991 voru breskir refsifangar ekki nema 42 þúsund talsins. Þá voru 45 af hundraði ákærðra dæmdir til fangelsisvistar en 2001 var hlutfallið komið upp í 64 af hundraði. Á sama tíma lengdust fangelsisdómar um fimm mánuði að meðaltali og sé enn haldið sig við tölfræðina er meðalfangelsis- dómur í Bretlandi nú fimm ár og tveir mánuðir. Fjölgun fangaklefa er eina ráðið til að réttvísin nái fram að ganga því fleiri og harðari dómar kalla á aukið fé til málaflokksins. Þótt ekki séu tiltækar tölur um refsidóma í fleiri ríkjum en hér eru nefnd er ljóst að íslendingar standa sig afskaplega vel eða illa, eftir því hvemig á er litið, í upp- kvaðningu og fullnustu refsidóma. Kannski eru menn löghlýðnari hér á landi en annas staðar og/eða að hegningarlöggjöfin er mildari en gerist og gengur í margnefndum viðmiðimarríkjum. Hvort það er eftirsóknarvert að elta fyrirmyndarríkin hvað varð- ar hegningarlög og stranga dóma kann að vera varasamt. Að minnsta kosti eru breskir blaða- menn lítt hrifnir þegar þeir skýra frá að dómstólar þar í landi eru orðnir refsiglaðari en nokkurt annað Evrópuríki og hafa slegið út dómstóla og fangelsisyfirvöld í ríkjum eins og Líbíu og Malasíu. (Heimildir: The Guardian, Fangelsisrmlastofnun og Tölfrœöi- stofnun dómsmálaráöuneytis BNA)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.