Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 DV 15 Útlönd Hertar loftárásír á írak með öflugri sprengjum en áður hafa verið notaðar - meira en þrjú þúsund sprengjum og stýriflaugum varpað um helgina Bandarískar sprengjuflug- vélar vörpuðu I gær og nótt öfl- ugustu sprengjum á Bagdad, sem notaðar hafa verið síðan stríðið hófst þann 20. mars sl. Að sögn sjónarvotta var loft- árásunum í gær aðallega beint að höll annars sona Saddams Husseins og heyrðust að minnsta kosti tvær gríðarlega öflugar sprengingar í miðborg- inni, svo kröftugar að hótel þar sem fréttamenn dvelja nötraði ískyggilega og olli miklum ótta. „Þeir voru að sprengja alls staðar í kringum hótelið. Ég taldi einar nlu eða tiu spreng- ingar í næsta nágrenni. Þetta var orðið svo mikið og skelfi- legt að við vorum hættir að telja. Sprengjurnar féllu fyrir- varalaust af himnum ofan og Irakar gerðu enga tilraun til þess að verjast með loftvamar- flaugum," sagði einn frétta- mannanna á hótelinu. Nú í fyrsta skipti notuðu Meira bandamenn allar öflugustu Fyrir góöan málstað Stjórnvöld vestra eru tilbúin að fórna fjölda hermanna fyrir Saddam. Kanar tilbúnir að greiða Irak dýru verði Bandarískir ráðamenn eru til- búnir að sætta sig við mikið mannfall í stríðinu í írak ef það verður til þess að bola Saddam Hussein íraksforseta frá völdum, að því er háttsettur embættismað- ur I herstjóm Bandaríkjamanna í Katar sagði fréttamönnum í gær. Embættismaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að leitin að földum efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopnum væri nú látin sitja á hakanum þar sem allt kapp væri lagt á að koma Saddam og klíku hans frá. Það voru hins vegar áhyggjur manna af einmitt slíkum vopnum sem urðu til þess að farið var í stríð. Hann sagði að margt benti til þess að Saddam hefði búið her- sveitir sínar undir að nota ólög- leg efnavopn og benti í því sam- andi á hlíföarbúnað og fleira sem bandamenn hefðu fundið. Ömmur mótmæla við bandaríska sendiráðið Ömmur með prjóna og mót- mælaspjöld efndu til mótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið í London í gær. Þær kölluðu stríðsrekstur Bandaríkjamanna í írak ósiðleg- an og sögðu að verið væri að drepa saklaus börn. „Ömmubörnin mín eru sérstök og það eru írösku börnin líka,“ sagði á einu mótmælaspjaldanna. Ömmurnar reyndu hvað þær gátu að láta fara vel um sig við bandaríska sendiráðið. Þær sett- ust á klappstóla sem þær höfðu með sér og sumar gripu meira að segja í prjónana. sprengjuþotur sínar við árás- irnar á sama tíma, eins og B-52 stálfuglinn háfleyga, hina lang- drægu B-1 sprengjuþotu og hina torséðu og lágfleygu B-2. Auk árásarinnar á höll son- ar Saddams í Bagdad, voru gerðar árásir á byggingu inn- anríkisráðuneytisins í borg- inni og byggingar sem hýsa Úarskiptastöðvar sfmans í þeim tilgangi að lama fjarskiptakerfí landsins. Þessar öflugu árásir á gær voru gerðar í kjölfar gífurlegr- ar árásarhrinu um helgina en þá var um 3000 sprengjum og stýriflaugum varpað á helstu borgir íraks, sem er meira en þriðjungur alls sprengjumagns sem varpað hefur verið á land- ið síðan stríðið hófst. Að sögn talsmanns banda- ríska varnarmálaráðuneytis- ins i Pentagon hefur umfang loftárásanna aldrei verið Hertar loftárásir á Bagdad meira heldur en á sunnudag- en þrjú þúsund sprengjum var varþað á írak um helgina, sem er meira en þriðjungur alls inn en þá voru farnar um 1000 sprengjumagns sem varpað hefur verið á landið frá upphafi stríðsins. árásarferðir. REUTERSMYND A flótta frá Basra Mynd þessi sem tekin var í gær sýnir konu með barn sitt á handleggnum á flótta frá borginni Basra i suöurhluta íraks. Fyrir aftan hana má sjá bryndreka frá breska hernum sem hefur setið um borgina um langa hríð. dag og ræðir við tyrkneska ráða- menn. Sambúð ríkjanna versnaöi til muna eftir að Tyrkir neituðu að leyfa bandarískum hermönn- um að ráðast inn í norðurhluta íraks frá Tyrklandi. Þá deila stjómvöld landanna líka um það hvort tyrkneskar hersveitir megi fara inn á Kúrdasvæðin í írak. Powell sagði fréttamönnum í gær að hann ætlaði að fullvissa tyrkneska ráðamenn um að þeir þyrftu ekki að senda hermenn yf- ir landamærin til að tryggja það sem þeir líta á sem tyrkneska hagsmuni. „Þetta er kossa- og sáttaferð," sagði bandarískur embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns get- ið við fréttamenn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, leggur á næstu klukkustundum upp í ferðalag til Tyrklands og Belgíu þar sem ætl- unin er að reyna að tjasla upp á sambúðina við Tyrki og ræða hugsanlega aðstoð Evrópurikja við uppbygginguna í írak að stríð- inu þar loknu. Powell hefur í hyggju að hitta • utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins og aðildarríkja NATO í Brussel en að sögn stjómarerind- reka var það ekki frágengið. Mörg Evrópulönd eru andvíg innrásinni í írak og neita að leggja blessun sína yfir hernám Bandaríkja- manna. Bandaríski utanríkisráðherr- ann verður í Ankara á miðviku- REUTERSMYND Colin Powell Bandaríski utanríkisráðherrann ætl- ar að reyna að friðmælast við Tyrki og ræða íraksaöstoð viö ESB. Bandamki utanríkisráðherrann í sáttaterð til Tyrklands og Brussel Klukkur að þínum smekk? 12 fx'}* .Y. Góltklukkan Óróinn Hjá Gyifa n fi-i__; w MA ■«-*.- noisnraum /í cZu noifiðniroi Sími: 555 t2t2-www.8ylii.esm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.