Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003
Skoðun :ov
Garðar B.
Björgvinsson
útgerðarmaöur
og bátasmiður
„Stórt atriði og reyndar
það veigamesta til fram-
tíðar litið eru þau nátt-
úruspjöll sem unnin eru
af hálfu LÍÚ nótt og
dag, ár eftir ár með
þungum veiðarfærum,
trolli og dragnót. Þá
þróun þarf að stöðva,
sérstaklega burtséð frá
öllu öðru.“
Það verður einfaldlega kosið
um mál málanna, aðalatvinnuveg
þjóðarinnar. Það verður kosið
um það hvort mesta stjórnsýslu-
misferli sögunnar verður þurrk-
að út eður ei. Haldi núverandi
stjórnarsamstarf velli þá eigum
við eftir að sjá nýtt ákvæði í
stjórnarskrá lýðveldisins sem
kveður á um að fiskimiðin á land-
grunni íslands verði varanlegt og
óafturkræft erfðagóss núverandi
stærstu útgerðarfyrirtækja lands-
ins, m.a. flutningafyrirtækisins
Eimskips sem nú þegar hefur
sölsað undir sig, í krafti fjár-
magns og sérpantaðra lagaá-
kvæða auðvaldsins, stóran hluta
aflahlutdeilda landsbyggðarinn-
ar.
Því verður í raun sú kosninga-
barátta sem hafin er eins konar
lokaprófsteinn kjósenda. Stórt at-
riði og reyndar það veigamesta til
framtíðar litið eru þau náttúru-
spjöll sem unnin eru af hálfu LÍÚ
nótt og dag, ár eftir ár með þung-
um veiðarfærum, trolli og
dragnót. Þá þróun þarf að stöðva,
Á kjörstaö.
- Kosið verður um það hvort mesta stjórnsýslumisferli sögunnar verður þurrkað út eður ei, að mati Garðars.
sérstaklega burtséð frá öllu öðru.
í greinum mínum gegnum tíð-
ina hef ég rakið þá þróun sem
orðið hefur og blasir við í dag.
Þjóðin hefur nú þegar sopið seyð-
ið af því sinnuleysi sem bæði mér
og fleirum hefur verið sýnt í
gegnum árin. Nú eru síðustu for-
vöð að snúa vörn í sókn.
Tökum dæmi úr síðustu kosn-
ingarbaráttu. Framsóknarflokk-
urinn: Þar var kjörorðið „fólk í
fyrirrúmi" m.a. Hver er raunin?
Landsbyggðin er rústir einar.
Árið 2000 átti ísland að vera
flkniefnalaust. Hvar eru milljarð-
arnir sem lofað var gegn fíkniefn-
um? Og hver er raunin? - Átti
ekki að skapa störf fyrir 12.000
manns? Jú, það er gert með því
að sökkva þjóðfélaginu I skulda-
fen í þágu erlends auðhrings og í
leiðinni hálendi íslands, og vinna
með því önnur mestu náttúru-
spjöll íslandssögunnar. Þau
mestu eru þó þau spjöll sem fram-
in eru á hafsbotninum í sjávar-
auðlindinni og í formi kvótakerf-
is Framsóknar í sjávarútvegi.
Því ber öllu heilbrigt hugsandi
fólki að þurrka Framsóknarflokk-
inn út af hinu pólitíska landa-
korti því sá flokkur ber ábyrgð á
kvótakerfinu sem hefur skipt
þjóðinni upp í ríka og fátæka.
Það eru afrek Framsóknarflokks-
ins með aðstoð Sjálfstæðisflokks-
ins.
Eru íslendingar sáttir við það
að hafa verið dregnir inn í stríðs-
átök í írak, og það án þess að ut-
anríkisnefnd Alþingis hafi fjallað
um málið? Eru þeir sáttir við að
auknar séu álögur á hinn al-
menna skattborgara vegna eyði-
legginga Bandaríkjahers, í því
augnamiði að ná yfirráðum yfir
olíulindum íraka? - Þaö er sorg-
legt að ísland skuli nú taka þátt í
manndrápum í hinu hrjáða þjóð-
félagi íraka.
Um hvað verðui* kosið?
Aöalfundur Flugleiöa hf. - Fylgi almennings fyrir öllu.
r mm
Flugið enn i fjotrum
Fedayeen Saddams
Ragnar Haraldsson skrifar:
í stríðinu gegn írak er margt
sem minnir á stríðið fyrir
mörgum öldum þegar kristnir
menn misstu yfirráðin í Aust-
urlöndum nær í orrustunni við
Hattinn rétt eða I kringum
1100. Þar vann Sala-he-dín,
drottnari Austurlanda, mikinn
sigur yfir krossferðariddurum
Vesturlanda sem höfðu flykkst
til Sýrlands til að verja kross-
inn til síðasta manns. í ferðum
krossfaranna þangað austur
urðu þeir fyrir barðinu á morð-
sveitum sem nefndust „fedejar"
og voru fyrst og fremst trúarleg
tákn margra, hatursfullra og
voldugra ráðamanna á þessum
slóðum. Fedejar þessir réðust í
blindni og einlægu hatri gegn
krossförum og myrtu þá á
laun. - Saddam Hussein virðist
halda í þessa venju fyrrum
austurlenskra ráðamanna og
ætlar þeim stórt hlutverk í
stríöinu.
Hatriö er skynseminni
yfirsterkara.
Karl Sigurösson
skrifar:
Það virðist ætla að verða
skammt stórra högga á milli í
áfóllunum sem flugfélög mega
þola. Nýlokið er erfiðu tímabili
sem hryðuverkin 11. sept. 2001
ollu flugrekstri og leiddu til gjald-
þrots nokkurra fyrirtækja en síð-
an uppgangi lággjaldafélaga sem
enn eru í rekstri. Núna er íraks-
stríð að kollvarpa áætlunum
sumra flugfélaga um allan heim,
en mest hér á Vesturlöndum.
Fleiri og fleiri flugfélög tilkynna
nú fækkun ferða og uppsagnir í
stórum stíl. Frekari niðurskurður
er væntanlegur. Vonandi verður
þetta ekki til að kyrkja þann at-
vinnuveg sem hér er hvað vænleg-
astur nú um stundir, ferðamanna-
móttaka - og reyndar ferðalög til
og frá landinu, innlendra sem er-
lendra.
Flugfélagið SAS hefur farið
einna verst út úr samdrætti flugs
eftir 11. september og hjá SAS eru
miklar sparnaðaraðgerðir í gangi.
„Þad lofar ekki góðu, hjá
okkar eina alvöru áœtl-
unarflugfélagi að stœra
sig af hálaunastefnu til
stjórnenda í lykilstöðum,
þótt þar hafi orðið við-
snúningur frá tapi und-
angenginna ára. “
En ástæða erfiðleika SAS er ekki
eingöngu sú sem rekja má til 11.
september heldur líka til sam-
keppninnar við hin mörgu litlu
flugfélög sem nú viröast vera ráð-
andi á flugfargjaldamarkaði í Evr-
ópu. Þessi breyting nær líka hing-
að til lands þar sem komin eru
upp ný lággjaldatilboð í flugfar-
gjöldum. Enginn grætur það, og
nú er það Flugleiða að bregðast
snöfurmannlega við og hefja alls-
herjar endurskipulagningu og
hagræðingu í sínum ranni til að
mæta lækkuðum fargjöldum er-
lendu flugfélaganna. Niðurskurð-
ur í ferðatíðni og mannafla er þar
ekki undanskilinn.
Það lofar ekki góðu, hjá okkar
eina alvöru áætlunarflugfélagi, að
stæra sig af hálaunastefnu til
stjórnenda í lykilstöðum þótt þar
hafi orðið viðsnúningur frá tapi
undangenginna ára. Það sem gild-
ir fyrir okkur íslendinga í sam-
göngumálum til og frá landinu er
að efla íslenskt flugfélag og vinna
því fylgi almennings með því að
bjóða honum sambærileg flugfar-
gjöld og hann á nú kost á með hin-
um erlendu lággjaldafélögum
Kreppa er ávallt af mannavöld-
um, einkum fjármálakreppa. Hún
á ekki að þurfa að ná til flugs fyr-
ir íslendinga ef rétt er staðið að
rekstri og ofkeyrsla í launum og
kjörum stjómenda fyrirtækja of-
býður ekki landsmönnum. Við-
horf almennings skiptir öllu fyrir
rekstur stórra fyrirtækja, séu þau
á neytendamarkaði, þau eru við-
kvæmust og verða að þekkja and-
rúmsloftið á honum.
Grænlandsflug fpá Akureyri
Þorsteinn Gunnarsson skrifar:
Mönnum
fer nú að
leiðast þrá-
kelkni flug-
Átthagafjötrar málayfir-
í fyrirrúmi? valda í því að
draga að veita Grænlandsflugi leyfi
til áætlunarflugs milli Akureyrar
og Kaupmannahafnar í sumar.
Flugleyfl er ekki enn fengið og
virðist sem yfirvöld með sam-
gönguráðherra í fararbroddi ætli
að þvælast fyrir, líklega með það
fyrir augum að Flugleiðir séu að
missa spón úr sínum aski ef far-
þegar héðan af Norðurlandi færu
að fljúga beint til Evrópu. Ef niður-
staða verður ekki komin í málið á
næstu dögum mun það leiða til
þess að Grænlandsflug verður af
viðskiptunum og högg í andlit okk-
ar norðan heiða.
Niöurlæging Sjónvarpsins
Áslaug Sigurðardóttir skrifar:
í Kastljósi Sjónvarps sl. sunnudag
reyndu stjórnendur þáttarins hvað
þeir gátu að þvæla forsætisráðherra
inn í Íraksstríðsumræður. Ein-
kennilegt í ljósi þess að formaður
Sjálfstæðisflokksins var þarna í til-
efni loka landsfundar flokksins
þennan dag. Davið kom þó út úr
umræðunni sem sigurvegari, enda
afburða mælskur og kænn stjórn-
málamaður. Svona fréttamönnum,
hikandi og líkt og hengdum upp á
þráð og sýnilega algjörlega á bandi
stjórnarandstöðunnar, verður ekki
kápan úr því klæðinu að kaffæra
forsætisráðherra með kjánalegum
spurningum sem ekki áttu heima í
þessum þætti. - Ríkisapparatið
Sjónvarpið niðurlægir sjálft sig með
þessum hætti.
Ellert tvöfaldur í roðinu
Árni Magnússon skrifar:
Mikið vorkenndi
ég vesalings Ellert
B. Schram í þætt-
inum hjá Agli
Helgasyni sl.
sunnudag. Hann
sagðist vera
NATO-sinni, og
hafa m.a.s. stjórn-
að landsfundi
Sjálfstæðisflokksins og kvakaði
eins og hæna um gott samband sitt
við fyrrverandi flokkssystkini sín i
þeim flokki, en er orðinn að
skugga í hlutverki stuðningsmanns
Samfylkingarinnar. Heyrði ekki
betur en Guðlaugur Þór borgarfull-
trúi sneri Ellert niður í umræð-
unni. Það er leitt að sjá mann eins
og Ellert, sem búinn er að vinna
Sjálfstæðisflokknum vel mestan
hluta ævinnar og flokkurinn umb-
unað honum ríkulega fyrir, vera
kominn í hóp öfundaraflanna. - Á
sokkaleistunum með sífrurunum.
Pappalöggur dygðu
Svanur hringdi:
Ég eins og allir aðr-
ir er harmi sleginn
yfir síðustu fréttum af
umferðarslysum og
dauðsfóllum af þeirra
völdum. Allt eru þetta
mannleg mistök að því
er manni sýnist og
óvarkárni og óaðgæsla
Hugmyndin orsakavaldurinn. Ég
ekki tel fullvíst að hug-
svo galin. jjjyjjfl dómsmálaráð-
herra um „pappalöggurnar" sýni-
legu, t.d. á Reykjanesbraut, myndi
duga allvel til að minna á skyldur
og ábyrgð ökumanna. íslendingar
eru þekktir fyrir að vera „augn-
þjónar" og svona skilti myndu
vera mörgum þeirra viðvörun í
umferðinni.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í sima: 5S0 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
í hlutverki
Ketils skræks?