Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2003, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 Rafpóstur: civsport@dv.is Skotar geta unnið riiHtan Eiður Smári Guðjonhsen segir Skota eiga góða möguleika á að komast í loka- keppni EM - án þess að þurfa að fara í gegnum umspil. Jafntefli Þjóðverja og Litháaa á laugardaginn þýðir að Skotland situr á toppi 5. riðils og segir Eiður Þjóðverja veröa undir mikilli pressu þegar liðin mæta hvort öðru á Hampden Park í júní, nái Skotar að bera sigurorð af Litháum á morgun. „Af hverju ættu Skotar ekki að geta unnið? Þeir eru með fráæra stuðnings- menn og andrúmsloftið á heimavefli þeirra er frábært. Með smáheppni gætu Skotar vel unnið Þjóðverja og komið sér í mjög góða stöðu á toppnum." -vig Andre Agassi átti ekki í neinum vandræðum með Carlos Moya í úrslitaleik opna Nasdaq-mótsins um helgina. Hér sést hann þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í úrsiitaviðureigninni. Reuter Ófarir Leeds United ætla engan endi að taka: Ridsdale fékk nóg Öniggt kjá Agassi Bandarikjamaðurinn Andre Agassi vann auðveldan sigur á Spánverjanum Carlos Moya í ústlitaleik opna Nasdaq-mótinu í tennis sem haldið var á Miami um helgina. Það tók Agassi, sem spáð var öðru sæti á styrkleika- lista mótsins, aðeins 71 mínútu að ganga frá Moya í tveimur lot- um, 6-3 og 6-3, og sá Moya aldrei til sólar i viðureigninni. Agassi virkar í frábæru formi um þess- ar mundir og gerir nú harða at- lögu að efsta sæti heimslistans í tennis þar sem Ástralinn Lleyton Hewitt situr nú sem fast- ast. „Þetta var frábær dagur hjá mér, sérstaklega þegar litið er til upgjafanna," sagði Agassi. „Þaö kom mér á óvart hversu slakur Moya var og þá voru uppgjafirn- ar heldur slæmar hjá honum. Ég veit að hann átti vondan dag,“ bætti Agassi við. Moya var mjög óánægður með eigin frammistööu. „Hann press- aði mig stöðugt aflan leikinn og spilaði frábæran tennis. Hefði ég viljað sigra Agassi heföu upp- gjafimar þurft að vera miklu betri en þær voru í dag,“ sagði Moya. -vig Töfting fer í steininn Stig Töfting, danski knatt- spyrnumaðurinn sem leikur með Guðna Bergssyni og félög- um í Bolton, hefur tekið þá ákvörðun að sætta sig við dóm sem hann hlaut fyrir að ráðast á mann í Kaupmannahöfn á síð- asta ári og mun hann því þurfa að dúsa í fangelsi í fjóra mánuði hiö mesta. Töfting áfrýjaði dómnum í fyrstu og átti að dæma að nýju þann 10. apríl. En kappinn hefur greinilega fengið bakþanka og ekki viljað taka áhættuna á aö fa jafnvel enn þyngri dóm. -vig Kristín skiptir um félag Handknattleikskonan Kristín Guðmundsdóttir, sem áður lék með Víkingi hér heima en leikur nú með 1. deildarliðinu Sindal í Danmörku, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliöið Tvis Holstebro. Þar hittir hún fyrir aðra íslenska handknattleiks- konu, Hrafnhildi Skúladóttur, sem hefur leikið mjög vel með Tvis Holstebro í vetur og er fimmti markahæsti leikmaður- inn í úrvalsdeildinni; hefur skor- að 115 mörk. -vlg Danirnir klárir Allan Borgvardt og Tommy Nielsen, Danirnir tveir sem voru nýlega til reynslu hjá úrvalsdeild- arliði FH, hafa ákveðiö að taka tilboði félagsins og munu þeir því spila með liðinu í sumar. Danirn- ir munu koma til móts við félaga sína í FH þegar liðið fer í æfinga- og keppnisferð til Portúgals síðar i mánuðinum.-vig Peter Ridsdale sagði í gær upp störfum sem stjórnarformaður enska úrvalsdefldarliðsins Leeds United. Ridsdale segist einfaldlega vera búinn að fá nóg af sífelldu að- kasti óánægðra aðdáenda félagsins, en flestir þeirra kenna honum um sölurnar á þeim fjölmörgu stór- stjörnum sem hafa yfirgefið liöið upp á síðkastiö. „Þegar gagnrýnin verður svo heiftarleg aö hún bitni á fjöl- skyldunni og eigin heilsu þá hlýtur það að segja manni að kannski sé maður ekki á réttri braut í lífinu,“ sagði Ridsdale í samtali við fjöl- miðla í gær. Hann sagðist ennfremur ekki skilja alla þessa óvild í sinn garð þar sem hann hefði manna mest barist fyrir því að selja sem allra minnst af leikmönnum. Skuldir Leeds nú nema rétt tæpum tíu millj- örðum, þrátt fyrir að liðið hafi selt leikmenn á borð við Rio Ferdinand, Robbie Fowler, Jonathan Woodgate og fleiri leikmenn fyrir mörg þús- und milljónir fyrir núverandi keppnistímabfl. Stærstur hluti skuldanna kemur frá stjómartíð David O’Leary, en hann eyddi ógrynni fjár í nýja leikmenn til að koma Leeds á kortið að nýju í evr- ópskri knattspymu. Hættum þessu bulli Vandræðin utan vaflar viröast heldur betur bitna á liðinu innan vallar, en sem stendur er Leeds rétt fyrir ofan fallsæti í ensku úrvals- deildinni. Ekki er langt síðan Terry Venables var sparkað úr sæti knatt- spymustjóra liðsins og Peter Reid ráðinn í hans stað og segir Ray Fell, talsmaður stuðningsmanna Leeds Uninted, það einmitt vera málið - Leeds skorti stöðugleika. Engu að síður bar hann Ridsdale ekki vel söguna. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði af uppsögn Ridsdale. Það eru ekki nema nokkri dagar liðnir siðan hann sagðist ætla að koma félaginu í gegnum erfiðleikana en hann sveik það loforð. Þetta er það síð- asta sem Leeds þurfti. Við emm vikulega á forsíöunum vegna ein- hverra atvika sem koma fótbolta ekkert við. Við verðum að hætta þessu bulli og einbeita okkur að því að hjálpa liðinu," sagði Fell. Vill ekki selja meira Eftirmaður Ridsdale hefur þegar verið ráðinn en það er prófessor nokkur að nafni John McKenzie. Hann segir að það að selja fleiri leikmenn verði síðasta úrræði fé- lagsins til að grynnka á skuldunum, en bætir þó við að vel gæti hugsast að einfaldlega ekkert annað komi til greina. „Meginmarkmið félagsins nú er að forðst fall úr úrvaldsdeildinni. Ég á eftir að taka fjármálin innan félags- ins í gagngera naflaskoðun á næstu dögum og vikum og það er ekki fyrr en eftir að ég hef skoðað það sem ég get sagt hvaða aðgerðum verður beitt til að koma i veg fyrir allt þetta tap,“ sagði McKenzie og bætti við að hann myndi gera aflt sem í hans valdi stæði til að halda leikmönnum á borð við Harry Kewell, Alan Smith og Paul Robinsson. „Til að spfla i ensku úrvalsdeild- inni verða liðin að vera góð og gott lið verður að hafa góða leikmenn," sagði McKenzie. Hann kvaðst sjá eftir Peter Ridsdale og sagði hann hafa staðið sig frábærlega í sínu starfi sé tekið mið af allri þeirri ergju stuðningsmannanna sem bitn- aði sýnilega mest á honum. „Ridsdale og ég erum góðir vinir. Hann er ótrúlega vænn maður og með góða sál,“ sagði McKenzie. -vig im Skotar hafa i kjölfarið á sigrinum á íslendingum og með jafntefli Þjóð- verja og Litháa sett sér það markmiö aö vinna riðilinn og komast hjá því þurfa að fara í umspil um sæti á EM. Paul Lambert, fyrirliði Skotlands, segir að leikurinn gegn Litháum á morgun muni ráða miklu þar um. „Ef viö vinnum þann leik værum við í mjög góðri stöðu fyrir leikina gegn Þýskalandi. Ég veit ekki mikið um lið Litháens en við verðum að fara þang- að með það takmark að sigra. Það færir okkur aukið sjálfstraust fyrir næsta leik gegn Þýskalandi," sagði Lambert. Christian Dailly segir Litháa vera skæðustu keppinauta Skota um ann- að sætið í riðlinum. „Við eigum gríð- arlega mikilvægan leik fyrir höndum gegn Litháum sem getur ráðið miklu. Ég myndi vera mjög sáttur við jafn- tefli gegn þeim,“ segir Dailly og bæt- ir við að Litháen hafi komið sér mjög á óvart með spilamennsku sinni gegn íslandi. „ Við höfum horft á leikinn og þann tíma sem það voru jafh margir í lið- unum voru Litháar töluvert sterkari en íslendingarnir. En þegar þeir misstu mann út af eftir 20 mínútur náöu íslendingar undirtökunum," segir Dailly. Fulham hefur neitað sögusögnum þess efhis að David O’Leary, fyrrum framkvæmdastjóri Leeds, og Gi- anluca Vialli. fyrrverandi stjóri hjá Chelsea, séu efstir á óskalista for- ráöamanna félagsins um að taka við liðinu í sumar. Eins og kunnugt er orðið hefur verið ákveðið að endur- nýja ekki samninginn við Jean Tig- ana, núverandi stjóra, en hann renn- ur út í lok þessa leiktíðar. Þessi í stað hafa þrír knattspymu- stjórar verið nefndir sem liklegir arf- takar Tigana, þeir Gary Megson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Stoke og núverandi stjóri WBA, George Burley, sem náði frábærum árangri með Ipswich á sínum tíma, og Mickey Adams, sem nú er við stjómvölinn hjá Leceister. Fyrrnefndur Burley hefur tekið við stjómartaumum hjá hinu heillum horfna liði Derby County um óákveð- inn tíma. John Gergory hefur verið skipað að taka sér frí á meðan hann svarar alvarlegum ásökunum á hend- ur sér sem varða ofbeldi í garð dóm- ara og eftirlitsmanna í deildarieik. Þess má geta að Gregory afplánar nú fimm leikja bann vegna atviksins. David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að leikmenn liðs- ins muni sýna betri frammistöðu i leiknum mikilvæga gegn Tyrkjum á morgun heidur en gegn Liechtenstein um helgina. Enska liðið hefur legið umdir mikilli gagnrýni og saka fjöl- miðlar þar í landi leikmennina um að nenna ekki að leggja sig fram gegn litlum þjóðum. Micheal Owen, sem skoraði annaö mark Englendinga gegn Liechten- stein, hrósaði félögum sinum í fram- línunni í hástert eftir leikinn. „Em- ilie Heskey gerði vel í leiknum og sinnti bæði vamar- og sóknarvinnu sinni eins og best verður á kosið. Hann hjálpar liöinu ótrúlega mikið. Þó að Wayne Rooney hafi ekki spilað nema örfáar mínútur fannst mér hann standa sig mjög vel,“ sagði Owen. Newcastle hefur orðið fyrir öðm áfalli eftir að í ljós kom að miðvallar- leikmaður liðsins, Gary Speed, verð- ur frá knattspynuiðkun næstu tvær vikurnar í það minnsta vegna nára- meiðsla sem hann hlaut í landsleik um helgina. Áður hafði veriö greint frá þvl að Hugo Viana verður ekki meira með i vetur vegna meiðsla. Forráðamenn Blacburn segja ekk- ert til t þeim efnum að liðið ætli sér að næla í hollenska vamarmanninn Frank De Boer, sem nú er á mála hjá spænska stórliðinu Barcelona, í sum- ar. Sögusagnir hafa verið um að Gra- eme Souness, framkvæmdastjóri Blackburn, haft verið mikið í Barcelona upp á síðkastið, en svo virðist sem það hafi verið vegna ann- arra erinda. -vig — Peter Ridsdale á meöan allt lék i lyndi. Nú er sagan önnur og Ridsdale hefur fengiö nóg af brjáluöum aödáendum félagsins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.