Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Qupperneq 6
6
Fréttir
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003
H>V
Ríkissjón-
varpið mun
ekki veita upp-
lýsingar um út-
sendingarkostn-
að á kosninga-
sjónvarpi um
gervihnött.
Ákveðið hefur
Bogl verið að senda
Ágústsson. kosningavöku
Sjónvarpsins og
lokaumræður stjórnmálaflokk-
anna út um gervitungl og munu
útsendingarnar nást um Norður-
Evrópu.
í fréttum hefur komið fram að
talið er að allt að 20 þúsund
manns muni geta notið með þeim
hætti kosningasjónvarpsins ef
þeir hafa móttökubúnað fyrir
gervihnattasendingar. Allmörg
skip eru búin slíkum búnaði.
Einnig verða lokaumræður
stjórnmálaflokka 9. maí sendar út
með sama hætti. Sent verður út
Samkvæmt upplýsingum DV er
líklegt að leigan vegna afnota af
gervihnettinum kosti 500 til 600
þúsund krónur til móttöku á
sendingum, en sendingar héðan
kunna að vera mun dýrari. Allt
eins kann Telenor að vera að gefa
RÚV sendingar til þess að tryggja
frekari viðskipti. Geta má þess að
móttaka á einum knattspyrnuleik
kostar um 200 þúsund krónur í
dag.
Rekstrartap Ríkisútvarpsins á
liðnu ári nam alls 188 milljónum
króna, þar af var tap Hljóðvarps
81 mHljón og Sjónvarpsins 107
miUjónir króna. Árið á undan
varð 337 milljóna króna tap á
rekstrinum. Heildartap stofnun-
arinnar á síðustu tveimur árum
nemur því alls 525 milljónum
króna. Eigið fé í lok liðins árs var
395 milljónir króna og haldi tap-
rekstur áfram verður eigið fé
stofnunarinnar uppurið á næsta
ári. -GG
Vetnisvæðingin hafin:
Vetnisstöð opnuö
við Vesturlandsveg
Tímamót urðu í orkumálum á
sumardaginn fyrsta er iðnaðar-
ráðherra, Valgerður Sverrisdótt-
ir, dældi eldsneyti á vetnisknúna
bifreið, þá fyrstu sem ekið er um
götur hérlendis knúinni slíkri
orku, og jafnframt sú fyrsta í
heiminum. Vetnið er framleitt á
staðnum með rafgreiningu, en
stöðin er sú fyrsta sinnar tegund-
ar í heiminum, staðsett við Sel-
ectstöðina við Vesturlandsveg í
Reykjavík. Opnun stöðvarinnar
er hluti svokallaðs ECTORS-
strætisvagnaverkefnis, sem
Nýorka er í forsvari fyrir, og er
verkefnið styrkt af framkvæmda-
stjóm Evrópusambandsins. Verk-
eftiinu var hleypt af stokkunum
til að kanna kosti vetnis sem vist-
væns orkugjafa framtíðarinnar.
„Opnun þessar vetnisstöðvar er
söguleg stund, og eitt skref i átt
til vetnissamfélags hérlendis sem
og á heimsvísu.,“ sagði Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra.
-GG
Opinber stofnun?
Forráöamenn RÚV kjósa aó fara leynt meö kostnaö vegna útsendinga á
kosningasjónvarpi um gervihnött.
um gervitunglið Thor-II sem
norska fjarskiptafyrirtækið Tel-
enor á. Sendingarnar eru staf-
rænar á tíðninni 11.247 Ghz.
Bogi Ágústsson, forstöðumaður
fréttasviðs RÚV, segir að samn-
ingurinn nái einnig til Landssím-
ans en samningurinn við Telenor
sé viðskiptaleyndarmál og því
geti hann ekki gefið upp kostnað
vegna þessara útsendinga vegna
alþingiskosninganna 10. maí nk.
Vetniö streymir
Valgeröur Sverrisdóttir iönaöarráöherra dælir vetni á fyrsta bílinn hérlendis sem nýtir slíkan orkugjafa. Þar meö hófst
vetnisvæöingin hérlendis.
DV-MYND HARI
Bogi Ágústsson um kosningasjónvarp RÚV um gervihnött:
KostnaOur viðskiptaleyndarmál
Alþíngiskosningar 10. maí 2003
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmi suður og
Reykjavíkurkjördæmi norður
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður vegna
alþingiskosninga 10. maí nk. liggja frammi almenningi til
sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 30. apríl nk. fram á kjördag.
Vakin er athygli á að kjörskrámar verður einnig að finna á
heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is.
Kjósendur em hvattir til þess að kyxma sér hvort nöfn þeirra
séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrámar skal beina
til borgarráðs, sendist skrifstofu borgarstjómar, Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Eiðistorg 13-15
Til sölu/leigu
Atvinnuhúsnæði á Eiðistorgi 13-15 (áður
Rauða Ljónið veitingahús), matshl. 01-0003,
01-0005 og 01-0002, verða til sýnis laugar-
daginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl nk.
frá kl. 13-16.
Allar nánari upplýsingar gefnar á staðnum.
Glæsilegur
hópur rithöfunda
- sækir Bókmenntahátíð í Reykjavík í september
Á þriðja tug rithöfunda frá 17
löndum hefur þegið boð á Bók-
menntahátíð í Reykjavík sem
haldin verður í Norræna húsinu
og Iðnó 7. -13. september næst-
komandi. Þetta er sjötta Bók-
menntahátíðin en sú fyrsta var
haldin 1985. Meginmarkmið
hennar er að kynna íslending-
um brot af því besta sem býðst í
alþjóðlegum bókmenntum nú
um stundir og efla um leið
kynningu íslenskra bókmennta
erlendis.
Á hinum glæsilega gestalista
eru meðal annarra José Sara-
mago sem hlaut Bókmennta-
verðlaun Nóbels áriö 1998, Yann
Martel sem hlaut Booker-verð-
launin í fyrra, breski rithöfund-
urinn Hanif Kureishi og vinsæli
sænski spennusagnahöfundur-
inn Henning Mankell.
Aðrir höfundar eru Ingvar
Ambjornsen, Boris Akúnin,
Murray Bail, Emmanuel
Carrére, Andres Ehin, Kristiina
Ehin, Per Olov Enquist, David
Grossman, Judith Hermann,
Bill Holm, Haruki Murakami,
Mikael Niemi, Arto Paasilinna,
Nicholas Shakespeare, Johanna
Sinisalo, Jan Sonnergaard, José
Carlos Somoza og Peter Zilahy.
Á annan tug íslenskra rithöf-
unda tekur þátt í hátíðinni auk
nokkurra erlendra forleggjara.
Rithöfundum og bókaútgefend-
um gefst þar með kostur á að
hittast og bera saman bækur
sínar jafnframt því sem íslensk-
ar bókmenntir og útgáfa verða í
brennidepli vikuna sem hátíðin
stendur yfir.
Bókmenntahátíðin í Reykja-
vík er sem fyrr haldin í sam-
starfi við Norræna húsið. Hún
nýtur styrkja frá Reykjavíkur-
borg, Norræna menningarsjóðn-
um, menntamálaráðuneytinu og
Félagi íslenskra bókaútefenda.
Undirbúningsnefnd skipa Einar
Kárason, Friðrik Rafnsson, Hall-
dór Guðmundsson, Pétur Már
Ólafsson, Sigurður Valgeirsson,
Thor Vilhjálmsson, Örnólfur
Thorsson og fyrir hönd Nor-
ræna hússins: Gro Kraft, Andr-
ea Jóhannsdóttir og Guðrún Dís
Jónatansdóttir.
Nýja Nordica hótelið:
Ráðstefnur bókaðar
allt til 2007
Hinu nýja Nordica Hotel við
Suöurlandsbraut, sem áður hét
Hótel Esja, hefur verið mjög vel
tekið síðan það var opnað í
byrjun apríl og búið að bóka
mikinn fjölda ráðstefna langt
fram í tímann. Kári Kárason,
framkvæmdastjóri Flugleiðahót-
ela hf, segir mikinn fjölda af er-
lendum ráðstefnum hafa verið
bókaðan á hótelinu. „Það byrjar
í maí og júní en segja má að
stærri ráðstefnur byrji mest í
haust. Við erum með bókaðar
ráðstefnur allt til ársins 2007.“
Nordica Hotel er stærsta hótel
landsins með 248 herbergi og
sérhannað fyrir ráðstefnuhald.
„Við erum vel bókuð fyrir
venjulega ferðamenn í sumar,
bæði á Nordica og öðrum Flug-
leiðahóteliun og t.d. vel bókað á
Hótel Loftleiðir í Reykjavík. All-
ir í ferðaþjónustunni óttast þó
SARS lungnabólguna og það
eykur auðvitað óvissuna. Bók-
unarstaðan er engu að síður
mjög góð. Ef þetta verður að
einhverjum faraldri, þá getur
það auðvitað breyst skyndilega."
-HKr.
Ökumaöur sektaöur:
Hunsaði stöðvunar-
skyldu með Ijós-
lausa kerru
Rúmlega þrítugur maður var
dæmdur í tíu þúsund króna
sekt í Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir umferðarlagabrot með því
að hafa ekki virt stöðvunar-
skyldu á gatnamótum Suður-
landsvegar og Breiðholtsbraut-
ar og dregið kerru sem var án
ljósabúnaðar. Maðurinn viður-
kenndi að hafa dregið kerruna
án ljósabúnaðar en kvaðst hins
vegar hafa sinnt stöðvunar-
skyldunni. Dómarinn taldi þó
sannað með framburði vitna að
hann hefði ekki virt stöðvunar-
skylduna. Auk sektarinnar var
maðurinn látinn greiða allan
sakarkostnað, þar með taldar 35
þúsund krónur í málsvarnar-
laun til verjanda síns. -EKÁ
íslenskir
kirsuberjatómatar
Uppskera er hafin á íslensk-
um kirsjuberjatómötum og eru
þeir komnir í verslanir um land
allt. Mikil söluaukning hefur
verið í kirsuberjatómötum að
undanfórnu og jókst sala þeirra
um 69 prósent á síðasta ári.
Kirsuberjatómatar eru sætari á
bragðið en venjulegir tómatar
og eru vinsælir í salöt og sem
meðlæti með hvers konar kjöti
og fiski.
Tómatarnir eru ræktaðir á
garðyrkjustöðinni Brún við
Flúðir. Birgir Thorsteinsson
garðyrkjubóndi segir uppsker-
una góða og að íslenskir kirsu-
berjatómatar verði á markaðn-
um i allt sumar og fram í lok
október.
Úrvalið af íslensku grænmeti
í verslunum fer vaxandi þessar
vikurnar með hækkandi sól. Nú
má fá íslenska tómata, agúrkur,
græna papriku, rófur og sveppi
auk kirsuberjatómatanna. Þá
eru íslenskar kartöflur á mark-
aði.