Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Búkolla fyrir börnin Eiginlega er ég ekkert hissa þó að Búkolla reynist eins vinsælt efni í barnaleik- sýningar og raun ber vitni. Þessi saga er svo heillandi að böm lamast alveg af áhuga strax og þau heyra upphafs- orðin: „Einu sinni voru karl og kerling í koti stnu. Þau áttu einn son en þótti ekkert vænt um hann...“ Á Kjarvalsstöðum leika tvær leikkonur söguna með dyggri aðstoð hreingerninga- vagns og alls sem á honum er; moppa, kústa og gúmmí- hanska (sjá menningarsíðu 14. apríl). í sýningu á leik- gerð Hildigunnar Þráinsdótt- ur á Akureyri er umhverfið venjubundnara. Þar sjáum við kot karls og kerlingar, fjósið, fjöllin og fleira á viða- mikilli, hreyfanlegri og fal- legri en nokkuð þunglama- legri leikmynd. Hin norð- lenska Búkolla er venjuleg leiksýning þar sem sú sunn- lenska er meira í ætt við leik. Báðum höfundum reynist sagan sjálf heldur stutt og bætir Hildigunnur fyrir sitt leyti við hana samtali karls- sonar við lóu nokkra og orm til að drýgja efnið. Þetta eru nokkuð dæmigerð samtöl lif- andi manns og brúðu eins og tíðkast hafa í Stundinni okk- Kerlingin og Búkolla Hildigunnur Þráinsdóttir brá sér í ýmis líki í sýningunni. Hér faömar kerling hennar Búkollu sína. ar í áratugi en ekki verri fyrir það. Lóan var sérstak- lega vel heppnuð, bæði brúð- an sem slík og texti hennar. Hildigunnur lék hana og flest önnur aukahlutverk og fór létt með þau öll, en ívar Örn Björnsson var ögn við- vaningslegur í hlutverki stráksins. í sviðsetningu sögunnar sjálfrar var sumt vel gert og annað ekki. Til dæmis var klaufalegt að láta karlsson og kúna bíða á sviðinu með- an stóra nautið hans skessupabba vann sín verk. Hefði ekki mátt láta þau ganga hring baksviðs? En stóra nautið var alveg frá- bært, bæði það sjálft og þrautirnar sem það leysir, einkum móðan mikla sem það drekkur. Útfærslan á gatinu gegnum fjallið sem skessan festist í var ekki góð en aðalpersónan Búkolla, sem flytur sín áhrínsorð með ómþýðri rödd Sögu Jónsdóttur, var yndisleg. Silja Aðalsteinsdóttir Leikhópurinn Hálfur hrekkur í dós sýnir í Samkomuhúsinu á Akureyri: Búkolla. Höfundur og leikstjóri: Hildigunnur Þráinsdóttir. Leikmynd og gervi: Þórarinn Blöndal. Hug- myndasmiður: Jónas Viðar Sveins- son. Búningar: Þórarinn Blöndal og Kristin Sigvaldadóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlist: Skúli Gautason. Síöustu sýnlngar sun. kl. 14 og 16. Skart eftir Guöbrand J. Jezorski. 101 Gull Á morgun kl. 15 verður opnuð samsýning gullsmiða undir yfir- skriftinni lölGull í sýningarsal Hönnunarsafns íslands við Garða- torg. Þar verða um 40 nýir munir eftir 11 íslenska gullsmiði sem allir eiga sammerkt að reka vinnustofur við Laugaveginn í Reykjavík. Um leið endurspeglar sýningin væntan- lega þá miklu grósku sem nú er í ís- lenskri gullsmíði og skartgripa- hönnun. í sýningarskrá segir raun- ar að það sé til marks um þessa grósku, að „vísast hefði verið hægt að setja saman álíka markverða sýningu á smíðisgripum gullsmiða við einhverja aðra götu í höfuðborg- inni“. Á sýningunni eru verk eftir Ást- þór Helgason, Ásu Gunnlaugsdóttur, Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur, Guð- brand J. Jezorski, Höllu Bogadóttur, Hansínu Jensdóttur, Hörpu Krist- jánsdóttur, Kjartan Örn Kjartans- son, Pál Sveinsson, Tínu Jezorski og Þorberg Halldórsson. Þessir gull- smiðir eru fæddir á árunum 1943 til 1978 og eiga að baki misjafnlega langan en gifturíkan feril, innan- lands sem utan. Sýningin stendur til 25. maí og verður opin alla daga nema mánu- daga kl. 14-18. Hún er styrkt af Þró- unarfélagi miðborgarinnar, Samtök- um iðnaðarins og Rolf Johansen & Co. Föstudagur 25. aprít kl. 20 og laugardagur 26. apríl kt. 16 BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Sunnudagur 27. aprti kl. 20 Miðvikudagur 30. aprít LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN f SAMSTARFI VIÐ SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með sðngvum - oeís d eftir! Lau. 26/4, kl. 14. Lau. 3/5, Id. 14. Lau. 10/5, kl. 14 RÓMEÓ OGJÚLÍA e. Shakespeare f SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT 1 kvöld kl. 20. Lau. 27/4 kl. 20 Fö. 2/5 kl. 11 - UPPSELT Fö. 2/5 kl. 20FÖ. 2/5, kl. 20 ALUR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildirekki á söngleiki og barnasýníngar.) Miðasala 5 700 400 Orfeo eftir Monteverdi SöngdeildTónlistarskólans í Kópavogi flytur óperuna undir stjórn Gunnsteins Olafssonar., Verð kr. 1.000/500. TÍBRÁ: Píanótónleikar Anna Aslaug Ragnarsdóttir leikur verk eftir Mozart.Janácek og Hjálmar H. Ragnarsson og Chopin. Verð kr. 1.500/1.200 TÍBRÁ: Tvö píanó ATH. Tónteikum frestað til næsta starfsárs Guðríður St. Sigurðardóttir og Kristinn Orn Kristinsson. WMMBMBmsm TÍBRÁ: Seltósónötur Brahms Gunnar Kvaran og Jónas Ingimundarson leika báðar seliósónötur Brahms. í e-moll og i F-dúr. Verð kr. 1.500/1.200. "Charlotte var hreint út sagt frábœr í hlutverki hinnar smyrjandi jómfrúar og hún átti ekki ( neinum vandrœðum með að heilla áhorfendur upp úr skónum með... einlœgni sinni, ósviknum húmor og ekki síst kómískri sýn á hina íslensku þjófíarsál." S.A.B. Mbl. SIÐUSTU SYNINGAR Hin smyrjondi jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkama og sái. Sýnt í Iðnó: Lau. 26. apríl. kl. 20. Sun. 27. apríl. kl. 20. Fös. 2. maí. kl. 20. Fös. 9. maí. kl. 20. Sun. 11. maí. kl. 20. Síut t Lciu'. Hln smyrjandi Jómfrú M fc/. úitiiui Jfc' ai.l 'fi. s m H...T ... .. . U'ÍÚ.''?.’ STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPP í e. Dereí Benfield Forsýning fi. 24/4 kl. 20 - Kr. 1.000 FRUMSYNING su. 27/4 - UPPSELT Mi. 30/4 kl. 20 - UPPSELT Fi. 1/5 kl. 20 -1. maí, tilboð kr. 1.800 Fö. 2/5 kl. 20 Lau. 10/5 kl. 20 PUNTILA OG MATTI e. Bertalt Brecht Lau. 26/4 kl. 20 Su. 4/5 kl. 20 Su. 11/5 kl. 20 SÖNGLEIKURINN SÓL 8. MÁNI eftir Sálina og KarlAgúst Úlfsson I kvöld kl. 20 Lau. 3/5 kl. 20 Fö. 9/5 kl. 20 ATH. Svnmgum lýkur í vor NÝJA SVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau. 26/4 kl. 20 Su. 27/4 kl. 20 Fö. 2/5 kl. 20 Su. 4/5 kl. 20 MAÐUR|NN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Héléne Estienne Ikvöld kl. 20. Fi. 1/5 kl. 20. Fö. 9/5 kl. 20 KVETCH eftir Steven Berkojf, í SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI Lau. 3/5 kl 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR Þri. 29/4 kl. 11 í ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau. 3/5 kl. 20. Su. 11/5 kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi GESTURINN e. Eric-Emmanuel Scbmitt Su. 11/5 kl. 20 Su. 18/11 kl. 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. "MANSTU EKK* EFTIR MÉR" Dagskrá Kringlusafns í lok bókaviku atlud bömum 10-12 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.