Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 26
26
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003
Sport
Haukar-KA 33-27
2-0, 4-4, 6-7, 10-9, 11-14, (13-15). 13-16,
19-16, 21-18, 25-19, 26-22, 31-25, 33-27.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Þorkell Magnús-
son 8 (9), Halldór Ingólfsson 8/3 (14/5),
Robertas Pauzoulis 5 (12), Aron Kristjáns-
son 4 (5), Jón Karl Björnsson 3/3 (4/3), Ás-
geir Örn Hallgrímsson 2 (7), Andri Stefan
1 (1), Þórir Ólafsson 1 (2), Vignir Svavars-
son 1 (2), Aliaksandr Shamkuts (1).
Mörk úr hradaupphlaupum: 8 (Þorkell
5, Andri, Aron, Halldór).
Vítanýting: Skoraö úr 6 af 8.
Fiskud víti: Þorkell 3, Aron 3, Pauzoulis,
Ásgeir öm.
Varin skot/viti (skot á sig): Bjami
Frostason 8 (22/2, hélt, 35%), Birkir ívar
Guömundsson 10/1 (23/2, hélt 2, 45%).
Brottvisanir: 18 mínútur, Aron rautt
3x2.
Dómarar (1-10):
Anton Gylfi Páls-
son og Hlynur
Leifsson (7).
Gϗi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur:
1200.
Maöur
Þorkell Magnússon, Haukum
KA:
Mörk/viti (skot/viti): Arnór Atlason 5/2
(13/2), Andrius Stelmokas 4 (7), Jónatan
Magnússon 4 (8), Baldvin Þorsteinsson
4/1 (8/2), Einar Logi Friðjónsson 4 (11),
Hilmar Stefánsson 3 (5), Þorvaldur Þor-
valdsson 2 (2), Ingólfur Axelsson 1 (2).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Baldvin,
Þorvaldur, Stelmokas, Jónatan).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Fiskuö víti: Stelmokas 3, Einar Logi.
Varin skot/viti (skot á sig): Egidijus
Petkevicius 11 (36/3, hélt 5, 29%), Hans
Hreinsson 5/2 (13/5, 37%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
lilboð á
leiðinni frá
Dusseldorf
Handknattleiks-
maðurinn Alex-
ander Pettersons,
sem leikið hefur
með Gróttu/KR sl.
ár, stóð sig vel á
æfingum hjá þýska
liðinu Díisseldorf
en þar dvaldi hann
i síðustu viku. Von er á tilboði
frá þýska liðinu í leikmanninn í
dag. Magdeburg gerði áður tii-
boð í Pettersons en þegar á
reyndi var það ekki nógu gott og
ákvað hann í kjölfarið að ganga
ekki raðir félagsins.
Díisseldorf berst fyrir sæti í
úrvalsdeildinni og er þegar farið
að líta í kringum sig eftir leik-
mönnum fyrir næsta tímabO.
-JKS
Mileta reyndist
of dýn fypir ÍA
Ekkert verður af
því að Júgóslavinn
Momir MOeta leiki
með Skagamönn-
um í úrvalsdeOd-
inni í knattspymu
í sumar. Stjóm
knattspymudeOd-
arinnar átti í við-
ræðum við leikmanninn yfir
páskana en hann reyndist of dýr
og var viðræðum við haxm slitið.
MOeta er ekki ókunnugur hér á
landi en hann lék með Eyja-
mönnum fyrir tveimur árum sið-
an.
„Hann reyndist of dýr þegar
tO kastanna kom en það er ekki
æUun okkar að fara út í ævin-
týri af neinu tagi. Þaö er ekkert
launungarmál að við erum að
leita að miðjumanni og munum
áfram líta í kringum okkur að
leikmanni sem hentar liðinu.
Það mun bara koma í ljós hvort
sú leit ber árangur," sagði Gunn-
ar Sigurðsson, formaður Knatt-
spymufélags ÍA, í samtali við
DV
Halldór Ingólfsson var drjúgur fyrir Haukana eins og fyrri daginn. Hann sést hér reyna skot og andartaki síðar lá boltinn í netinu en ails skoraöi hann átta
mörk í leiknum. KA-menn fá tækifæri til aö svara fyrir sig þegar liöin mætast ööru sinni á Akureyri á sunnudag. DV-mynd Hari
Undanúrslit í Esso-deild karla í handknattleik:
Haukar bypja betur
- lögöu KA í fyrsta leiknum aö Ásvöllum í gærkvöld
Haukar sigmðu KA í fyrsta eða
fyrri leik liðanna í undanúrslitum
Esso-deOdarinnar í handknattleik í
gærkvöld á ÁsvöUum. Leikurinn
var góð skemmtun og það er óhætt
aö segja að hann hafi verið
kaflaskiptur. Jafnt var á með
liðunum framan af fyrri háifleik en
Haukamir þó með smá-framkvæði.
KA-mönnum tókst að komast yfir í
fyrsta sinn, 6-7, þegar hálfleikurinn
var rétt tæplega hálfnaður. Liðið
hélt síðan áfram á sömu braut og
náöi mest þriggja marka forskoti.
KA-menn, drifnir áfram af Jónatan
Magnússyni, spOuðu frábæra 5-1
vöm í fyrri hálfleik og voru
virkUega grimmir, ákveðnir og
ferskir.
Haukar hikandi í byrjun
Haukamir vora hins vegar að
spOa líkt og í fyrsta leiknum á móti
FTam í átta liða úrslitunum - aUs
ekki tUbúnir og litla leikgleði var að
sjá hjá þeim. 5-1 vöm liðsins var
ekki að virka og sóknarleikurinn
var fálmkenndur. Haukamir nýttu
hins vegar leikhléið tU fullnustu og
það var eins og aUt annað lið væri
mætt tO leiks í seinni hálfleik.
Vamarleikurinn var færður aftur í
hina klassísku 6-0 vöm og þá var
Aliaksandr Shamkuts mættur þar
tU leiks og fékk það hlutskipti að
stöðva Einar Loga Friðjónsson sem
var Haukunum erfiður ljár í þúfu í
fyrri hálfleik. Shamkuts kann þetta
allt og lítið sást tU Einars í síöari
hálfieik. KA-menn, sem skoruöu
fyrsta mark síðari hálfleiks, fóru að
hiksta í sama hlutfalli og vöm
Haukanna styrktist og þeir
einfaldlega misstu dampinn og
Haukamir vora ekki lengi að nýta
sér það.
Þegar rétt um tíu mínútur voru
liðnar af seinni hálfleik voru
Haukamir búnir að skora sex mörk
í röð og níu sóknir norðanmanna í
röð farið í vaskinn. Haukarnir
héldu síðan uppteknum hætti og
léku við hvem sinn fingur og tU að
mynda skoruðu þeir tvö mörk gegn
tveimur mörkum gestanna, tveimur
leikmönnum færri - það segir sitt.
Leikmenn KA reyndu hvað þeir
gátu og náðu að minnka muninn í
þijú mörk, 26-25, þegar fimm
mínútur og tuttugu sekúndur vora
tO leiksloka en Haukamir gáfu þá
einfaldlega aftur í og tryggðu sér
örugglega sigurinn. Leikur
Haukanna var eins og svart og
hvítt - fyrri hálfleikur slakur - sá
seinni frábær.
Vörnin réö úrslitum
Eins og oftast í úrslitakeppninni
var það vamarleikurinn sem réð
úrslitum - hitt fylgir aOt i kjölfarið.
ÞorkeU Magnússon lék best allra á
veUinum, ótrúlega traustur og
skynsamur leikmaður sem leikur
oftast best þegar mest á reynir.
Aron Kristjánsson lék vel en var
óttalegur klaufi að næla sér í
fjögurra mínútna brottvísun í fyrri
háUleik sem gerði leik hans allan
erfiðari. Robertas Pauzuolis var
ógnandi og þeir Bjami Frostason og
Birkir ívar Guðmundsson voru
traustir í markinu.
Hjá KA vora þeir Jónatan
Magnússon, Andrius Stelmokas og
Baldvin Þorsteinsson ágætir. Einar
Logi Friðjónsson var mjög góður i
fyrri hálfleik og Amór Atlason átti
spretti.
Áttum að eiga svariö
Jóhannes Bjamason, þjálfari KA,
var þungur á brún þegar DV-Sport
náði í skottið á honum rétt eftir
leik:
„Þetta leit vel út hjá okkur eftir
fyrri hálfleikinn og það var góð
stemning í strákunum. Þegar í
seinni hálfleik kom breyttu þeir
vörninni eins og við bjuggumst við
og vorum búnir að undirbúa okkur
fyrir. Einhverra hluta vegna réðum
við alls ekki við þessa vöm og það
kom hik á menn og ég bara skil ekki
af hverju það gerðist - við áttum að
eiga svar við þessari vöm en áttum
ekki. Við komum hins vegar
tilbúnari til leiks á sunnudaginn -
bætum leik okkar og vinnum,“
sagði Jóhannes. -SMS
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka:
Fóp að kannast
víð mína menn
Viggó Sigurðsson, þjálfari
Hauka, var, eins og gefur að
skilja, öllu léttari á brún en Jó-
hannes Bjarnason, þjálfari KA.
Viggó hafði þetta að segja í
samtali við DV-Sport í leikslok:
,,Við fundum ekki taktinn
nægilega vel í fyrri hálfleik og
menn voru ekki alveg tilbúnir
í slaginn. Við ákváðum hins
vegar að breyta ekki vörninni í
6-0 fyrr en í síðari hálfleik og
það virkaði svona líka vel.
Leikmenn mættu tilbúnir og
börðust vel og þeir áttu hrein-
lega ekkert svar við þessari
vörn okkar. Við sáum fljótlega í
seinni hálfleik að hik kom á þá
og nýttum okkur það vel. Sókn-
arleikurinn varð allt annar og
ég fór að kannast við mína
menn,“ sagði Viggó. Hann lauk
viðtalinu með þessum orðum.
„Við mætum grimmir í
næsta leik og ætlum okkur að
klára þessa rimmu á Akur-
eyri,“ sagði Viggó. -SMS