Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 DV Fréttir Endurtekin vandræöi meö framkvæmd samræmdu prófanna - formaöur KÍ er þungorður: Úfyrirgefanleg mistök Gallað próf eða ekkl? Þúsundir nemenda eru þessa dagana aö þreyta samræmdu prófin í efsta bekk grunnskólans. Framkvæmd prófanna \ ár hefur verið meingölluö: „Allt svona óöryggi fer illa meö nemendur, ekki sist þá sem eru samviskusamir, “ segir Eiríkur Jónsson, formaöur KÍ. „Ég fmn til meö krökkum sem lenda í þessu, “ segir Hanna Hjartardóttir, skólastjóri í Snælandsskóla og formaöur Skólastjórafélags íslands. „Mér flnnast þessi mistök al- veg ófyrirgefan- leg,“ sagöi Eirík- ur Jónsson, for- maður Kennara- sambands ís- lands, í samtali viö DV í morg- un. Nokkrir geisladiskar með upplestri sem nota átti fyrir samræmt próf í ensku reyndust ónothæfir. Prófin voru nú fyrir fáeinum dögum. Haft er eftir forstöðumanni Náms- matsstofnunar í Morgunblaðinu í dag að með tilfæringum hefði ver- ið hægt að bjarga málum fyrir horn. „Burtséð frá því hvaða álit mað- ur hefur á samræmdum prófum þá skipa þau mjög stóran sess hjá krökkunum. Þau eru því mjög við- kvæm fyrir því ef hlutirnir ganga ekki eðlilega fyrir sig, eitthvað óeðlilegt kemur upp á. Ég hef ekki aðra reynslu af Námsmatsstofnun en að þar ráði vandvirkni en mis- tök eins og þessi verða ekki tekin aftur og þetta hlýtur að verða til þess að vandað verði enn betur til undirbúnings prófanna. Ég finn til með krökkum sem lenda í þessu,“ sagði Hanna Hjartardóttir, skóla- stjóri í Snælandsskóla og formað- ur Skólastjórafélags íslands, við DV í morgun. Eiríkur rifjaöi upp mistök þegar hann var skólastjóri á Blönduósi fyrir tólf, þrettán árum. „Fyrir samræmd próf í erlendum tungum fengum við segulbandsspólur sem síðan reyndust auðar. Afleiðingin var sú að krakkarnir fóru alveg á taugum. Kannski ekki síst þeir sem höfðu undirbúið sig best. Allt svona óöryggi fer illa með nem- endur, ekki síst þá sem eru sam- viskusamir." Einnig gerðist það í vikunni að röng svörblöð voru send í skóla á vestanverðu landinu vegna sam- ræmdra prófa í náttúrufræði. Þau mistök segir Eiríkur Jónsson vera slæm....og ég skil ekki að svona þurfi að gerast,“ eins og hann komst að orði. Ekki náðist i Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra vegna þessa máls í morgun. -hlh/sbs Löng og staglgjörn barátta „Eg er með ríka réttlætiskennd og fannst nóg komið af sérhags- munagæslunni. Bilið milli stétta er alltaf að aukast og landsbyggð- in tapar fólki og tækifærum. Ég er landsbyggðarstrákur og ákvað að spyrna við fótum eins kröftuglega og ég gæti,“ segir Brynjar S. Sig- urðsson, efsti maður á lista Frjáls- lynda flokksins í Norðausturkjör- dæmi. Mikið hefur verið að gera hjá honum undanfarið enda kjör- dæmið stórt, og engin breyting var á því þegar blaðamaður DV slóst í for með honum seinnipart- inn á mánudag. Fyrsti viðkomustaðurinn var í hljóðveri FMAkureyri þar sem fulltrúar flokkanna tókust á. Eftir rúmlega klukkutíma í loftinu lauk þættinum. Klukkan var farin að síga í sex og næst á dagskránni var að fara í enn einn umræðu- þáttinn í útvarpi um kvöldið. Áður en frambjóðandinn ungi gaf sér tíma til að koma einhverri næringu ofan í sig var þó ákveðið aö nýta þennan stutta tíma og BODY LOTION ...ferskt og nútímalegt koma við í Glerártorgi og reyna að ná tali af kjósendum þar. Spurður um kosningabaráttuna segist Brynjar vera farinn að vor- kenna hinum almenna kjósanda. „Hún (kosningabaráttan) er orðin löng og staglgjörn, menn hafa ein- beitt sér að því að höggva í náung- ann frekar en að koma fram á málefnalegum nóturn," segir Brynjar og telur málefnin gjaman Fjölmiölarnir Hérna er Brynjar ásamt þeim Dagnýju Jónsdóttur frá Framsóknarflokknum og Sigríöi Ingvarsdóttur frá Sjálfstæö- isflokki í þætti á FMAkureyri. falla i skuggann af auglýsinga- skruminu. Eftir Glerártorgsferð var brunað niður í höfuðstöðvar Rásar 2. Þar tók Brynjar þátt í umræðum ásamt frambjóðendum annarra flokka, þar sem sjávarútvegsmálin tóku stórt pláss, ásamt athyglis- verði umræðu um sölu bankanna. Eftir umræðuna skildi leiöir blaðamanns og Brynjars enda far- Alltaf á ferðinnl Kjördæmiö er víöfeömt og greinilegt er á bíl frambjóöandans aö nauösyn- legt er aö hefja vegabætur viöa í kjördæminu. ALWNGISKOSNINGAR 2 0 0 3 Á FERO MEO FRAMBJOOENDUM ið að líða að háttatíma hjá flestu fólki, en hann keyrði af stað til Reykjavíkur til að taka þátt í ís- landi í bítið næsta morgun. „Ég er ekki landsþekktur og þarf því að nýta svona tækifæri,“ sagði Brynj- ar sem var kominn til Reykjavík- ur upp úr kl, 3 um nóttina. Ekki var dvölin í höfuðborginni löng því upp úr hádegi daginn eftir var Siglfirðingurinn ungi mættur á kosningaskrifstofuna á Akureyri. „ Já, þetta er rosaleg keyrsla, mað- ur þarf að halda uppi háu tempói og fáar nætur sem maður getur verið heima hjá sér. Kjördæmið er gríðarstórt og þar af leiðandi mik- ið um ferðalög," segir Brynjar um leið og hann kveður blaðamann DV. -ÆD Spjallað við gamlan félaga Á leiöinni aö tala viö kjósendur í Glerártorgi rakst Brynjar á Guömund Egil Erlendsson félaga sinn, sjálf- stæöismann meö meiru. Kæra kvenfangans: Kærunefnd skrifar fangelsis- málastofnun Kærunefnd jafnréttismála hefur ritað Fangelsismálastofnun ríkis- ins bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum í allmörgum liðum. Er þetta í framhaldi af kæru kvenfanga í Kópavogsfangelsi sem telur að mikil mismunun sé viðhöfð eftir kynjum í fangelsum landsins og hefur því lagt fram kæru á Fangelsismálastofnun rík- isins. Eins og kom fram í DV í gær tiltekur kvenfanginn allmörg atriði kæru sinni til stuðnings. Umrædd kona hefur einnig ritað umboðsmanni Alþingis og dóms- málaráðherra vegna málsins. Andri Árnason hæstaréttarlög- maður, formaður kærunefndar jafnréttismála, sagði við DV í morgun að nefndin hefði tekið kæruna fyrir á fundi sínum í sið- ustu viku. í framhaldi af honum hefði kæran verið send áfram til umsagnar Fangelsismálastofnun- ar, auk þess sem nefndin hefði óskað eftir ákveðnum upplýsing- um um tiltekin atriði sem fram kæmu í kærubréfinu. Vörðuðu þær meðal annars samanburð á vistunarúrræðum kynja miðað við sambærileg brot. Andri sagði enn fremur að kæran væri þar með komin í til- tekið ferli. Þegar upplýsingaöflun væri lokið tæki nefndin málið til álitsgjafar sem fælist í því að hún tæki afstöðu til þess hvort ákvæði jafnréttislaga hefðu verið brotin. Þá hefur DV heimildir fyrir því að kvenfanganum hafa borist við- brögð frá embætti umboðsmanns Alþingis. Tekur hann sér um það bil tvær vikur til að athuga málið áður en hann tekur afstööu til kærunnar. -JSS Impregilo kaupir vinnuvélar fyrir 1,5 milljarða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, Hekla og ítalska fyrir- tækið CGT hafa gert með sér samning sem kveður á um að Impregilo muni kaupa 63 Caterpillar vinnuvélar og námutrukka, að söluandvirði um 17 milljóna evra eða um það bil 1,5 milljarða króna. Um er að ræða stærsta einstaka samning um sölu og þjónustu á vinnuvél- um og námutrukkum til nota á íslandi. Stærstu beltagröfurnar vega rúmlega 180 tonn hver og moka allt að 20 tonnum í einu. Þau tæki sem um ræðir eru 23 námutrukkar, 15 jarðýtur, 8 hjólaskóflur, 7 beltagröfur, 4 veg- heflar og 6 smærri tæki. Stærstu námutrukkamir vega allt að 100 tonn í heildarþyngd og rúma tæp 60 tonn á palli. Bæði gröfumar og námutrukkamir eru stærstu tæki sinnar tegundar sem komiö hafa til landsins. Fyrstu tækin koma til landsins á næstu vikum og verða þau notuð við gerð Kára- hnjúkavirkjunar en um er að ræða bróðurpart þeirra jarð- vinnuvéla sem þar verða notaðar. Það er CAT Finance sem fjár- magnar kaupin en að fram- kvæmdum loknum verða tækin að mestu flutt úr landi.. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.