Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 28
MIÐVTKUDAGUR 7. MAI 2003 - 28 Ræktun lýðs og lands_____________________________________________________________________________DV Líf og fjör í sumarskóla Ungmennafélagsins Fjölnis: Tölvur og tæklingar í sumar r. > Ungmennafélagið Fjölnir í Graf- arvogi er næstyngsta ungmennafé- lagið innan UMFÍ en samt það stærsta með allt að 10.000 félags- mönnum. Starfsemi Fjölnis er blómleg um þessar mundir og í sumar stendur félagið fyrir íjöl- breyttum sumarskóla þar sem áhersla verður lögð á að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og all- ir geti verið með í skemmtilegu starfi. Þórður Marelsson, fram- kvæmdastjóri Fjölnis, segir að nú sé að baki mikil undirbúnings- vinna. „Við erum mjög ánægð með þann fjölbreytileika sem við bjóð- um upp á í sumarskólanum, t.d. má þar nefna námskeið eins og tölvur og tæklingar, þar sem við erum að reyna fá krakka sem hafa mikinn áhuga á tölvum til að hreyfa sig meira. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en markmiöið er jú að allir geti verið með,“ segir Þórður sem alla- jafna hjólar í vinnuna úr Fossvog- inum og upp í Grafarvog. „Verður maður ekki að sýna gott for- dæmi?“ segir Þórður en fjalia- hjólanámskeið verður einmitt eitt af þeim námskeiðum sem boðið er upp á í sumarskóla Fjölnis. Auk þess verður í boði körfu- boltaskóli Fjölnis fyrir &-10 ára, skákskóli Fjölnis og Hróksins, frjálsíþróttaæfingar, tennisskóli Fjölnis fyrir 6-12 ára, íþrótta- , sund- og leikjanámskeið fyrir 6-8 ára og 9-10 ára, íþrótta- og leikja- námskeið fyrOir börn fædd 1997, boltaskóli Fjölnis, fjallahjólanám- skeið fyrir 10-12 ára, tölvur og tæklingar, knattspymuskóli Fjöln- is fyrir 6-10 ára og sundnámskeið sunddeildar Fjölnis. Innritun fer fram á skrifstofu Fjölnis og allar nánari upplýsing- ar er að finna á heimasíðu Fjölnis, www.flolnir.is. Skráning fer fram í símum 587 4085, 567 2085, 587 4585 og 567 6585. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar um skráningu í eftirfarandi netfóng: maria@flolnir.is, kristin@flolnir.is, thordur@flolnir.is Eitthvað við allra hæfi í sumarskóla Fjölnis geta allir fundiö eitthvaö viö sitt hæfi enda fjölbreytt starfog góö blanda af íþróttum og leikjum, útivist og skemmtun. Þessir strákar æfa knattspyrnu meö Fjölni og eru duglegir viö þaö. Gott fordæmi Þóröur Marelsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, hjólar í vinnuna alla daga úr Háaleitinu og upp í Grafarvog. Spennandi tölvunámskeið Tölvur og myndbönd eru í dag orðin helstu samkeppnisaðilar íþróttaiðkunar og útivistar barna og unglinga. Fleiri og fleiri böm og unglingar eyða stöðugt meiri tíma fyrir framan tölvurnar og á sama tíma minnk- ar líkamsrækt þeirra, hreyfing og útivist. Afleiðingin er verra líkamlegt form, minnkuð hreyfigetu, ofiitu- vandamál og fleira. Vitanlega eru tölvur liður í tækniþróun samtímans og í sjálfu sér ekkert slæmt við tölvur. Ungmennafé- lagið Fjölnir ætlar í sumar að bjóða upp á námskeið sem nefh- ist tölvur og tæklingar. Á því námskeiði verður boðiö upp á hagnýta tölvukennslu, m.a. kennt á veraldarvefinn, myndvinnsluforrit, Word og bent á ýmsa skemmtilega uppbyggj- andi tölvuleiki, auk þess sem far- iö verður í flölbreytta afþrey- ingu, leiki og útivist og sýnt fram á að tölvunoktun, líkams- rækt og útivist eiga vel saman. Gihl íþnótta Aldrei er of oft bent á þá stað- reynd að þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur góð áhrif á ungt fólk og undirbýr það vel und- ir lífið. Er þá ekki markmiðið að allir verði afreks- eða afburða- menn í þeim greinum sem þeir stunda heldur er skipuleg þjálfun góð leið til að þjálfa sál og líkama. Einhverjum kann að finnast þetta augljós sannindi sem að ekki þarf að ræða í okkar upplýsta nútíma- þjóðfélagi en margt bendir til þess að þörfin hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. Annars konar hættur steðja að okkar börnum en þær sem að við bjuggum við í æsku svo ekki sé talað um fyrri kynslóðir. Ein hættan er offita en tölur sýna að íslensk börn hafa verið að fitna mikið á undanförn- um árum vegna óskynsamlegra matarvenja og of lítillar hreyfing- ar. Enn höfum við sem betur fer ekki náð Bandaríkjamönnum þar sem þessi vandi er mestur en þró- unin er því miður í þá áttina. Börnum í nútímaþjóðfélagi bjóð- ast fleiri afþreyingarmöguleikar eöa með öðrum orðum, íþróttir eru í harðri samkeppni við tölvu- leiki og sjónvarp um tíma unga fólksins. Markmið okkar Fjölnismanna er að í hverfinu okkar bjóðist börnum og unglingum íþrótta- og Guðlaugur Þór Þoröarson, formaöur Ungmennafélags- ins Fjölnis æskulýösstarf eins og það gerist best. Það er ekki einfalt eða auð- velt en þetta er skemmtilegt verk- efni og margir sem að leggja mik- ið á sig til að draumurinn geti orð- ið að veruleika. Gerum borgina betri, sýnum stuðning við íþrótta- og æskulýðs- starf í verki. Meó Fjölniskveðju Guðlaugur Þór Þórðarson Formaður Ungmennafélagsins Fjölnis Sumarnámskeið Fjölnis 2003 Frjálsíþróttaæfingar Frjálsíþróttadeild Fjölnis er með sumaræfmgar á Fjölnisvelli, Laugardalsvelli og í Egilshöll fyrir börn og unglinga, 9 ára og eldri, eða þá sem eru fæddir 1994 eða fyrr. Tennisskóli Fjölnis fyrir 6-12 ára Námskeiðið byggist upp á al- hliða líkamsþjálfun, flölbreyttum æfingum sem miða að því að efla íþrótta- og félagsanda þátttak- enda, alhliða hreyfiþroska og tækni í tennisíþróttinni. íþrótta-, sund- og leikjanámskeið fyrir 6-8 ára og 6-10 ára Farið verður í leiki og hinar ýmsu íþróttagreinar og leitast við að allir fái hressandi úti- veru. Farið verður í sund á hverju námskeiði. Þá verða líka stuttar vettvangsferðir. íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn fædd 1997, S ára Reynt verður að finna hverj- um þátttakanda verkefni við hæfi. Farið verður í leiki og hin- ar ýmsu íþróttagreinar og leitast við að allir fái hressandi úti- veru. Boltaskóli Fjölnis Hér munu boltadeildir Fjölnis kynna boltagreinar sinar og verðum við bæði inni og úti. Síð- an munu deildimar skrá böm í hauststarfið. Þetta er kjörið fyrir þá krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í boltagreinum. Fjallahjólanámskeið fyrir 10-12 ára Farið verður i lengri og skemmri hjólaferðir. Farin verö- ur a.m.k. ein ferð með tjald og gist áður en hjólað verður til baka. Námskeiðið verður frá 23. til 4. júli frá kl. 13.00 til 16.00. Knattspyrnuskóli Fjölnis fyrir 6-10 ára Markmið knattspymuskólans er að auka fæmi hvers einstak- lings og gera knattspymuna skemmtilega með jákvæöri upp- lifun. Námskeiðið gerir ekki kröfur um sérstaka hæfni þátt- takenda. Körfuboltaskóli Fjölnis fyrlr 6-10 ára Markmið körfuknattleiksskól- ans er að auka færni hvers ein- staklings og gera körfuknattleik skemmtilegan með jákvæðri upp- lifun. Skólastjóri skólans er hinn landsþekkti körfuboltamaöur Pétur Guðmundsson. Skákskóli Fjölnis og Hróksins Markmið skákskólans er að auka fæmi hvers einstaklings við skákborðið. Námskeiðið er opið öllum bömum, hvort sem þau eru byrjendur eða lengra komin. Tölvur og tækllngar Hér er á ferðinni frábært nám- skeið fyrir hressa krakka frá 9 ára aldri. Blandað verður saman viðvem og kennslu i tölvuveri ásamt því að læra og kynnast hollri útiveru með áherslu á íþróttakynningu í sem flestum greinum. Skráðu þig strax því aðeins verður eitt námskeið í boði. Námskeiðið verður frá 23. júní - 4. júlí. -4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.