Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 19
19 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003___________________________________________ DV ___________________________________________________________________________________________________Menning Sálumessa Verdis með Kristni og Kristjáni - Sinfóníuhljómsveit Noröurlands fagnar tíu ára afmæli meö glæsilegum tónleikum urinn á Requiem eftir Verdi á simnudaginn. Sálumessuna samdi Verdi á árunum 1869 til 1874 og var hún frum- flutt í Markúsarkirkj- unni í Mílanó 22. maí 1874 undir stjórn tón- skáldsins. Tilurð sálumessunnar var dálítið óvenjuleg. Við andlát ítalska tón- skáldsins Rossini vakn- aði hugmynd um að fá helstu tónskáld Ítalíu til að semja sameiginlega sálumessu til minningar um hann. Verdi samdi þá þáttinn Libera me, en vegna fjárskorts og ann- arra erfiðleika varð aldrei af þessum minn- ingartónleikum. Verdi sendi vini sínum Libera me þáttinn til skoðunar og lauk hann miklu lofsorði á tónsmíðina og hvatti Verdi til að fullgera sálumessu. Verdi skrif- aði vini sínum til baka: „Þessi vinsamlegu orð þín vöktu svo sterka löngun hjá mér til að semja tónverk við allan textann að ég hef nú þegar lokið við Requiem þátt og Dies irae og Libera me þátturinn er jú fullklárað- ur. Hugsaðu þér hve samviska þín má naga þig að þessi lofsyrði þín skuli hafa orðið þessa óskapnaðar valdandi!" Þetta stórbrotna verk var frumflutt hér á landi í Reykjavík 1968 undir stjóm dr. Ró- berts Abrahams Ottóssonar og nú er það flutt í fyrsta skipti á Norðurlandi með um 130 manna kór og 70 manna hljómsveit auk fjögurra einsöngvara. Tónleikamir eru samvinnuverkefni Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands og Kirkju- listaviku í Akureyrarkirkju. Það er ekki oft sem tónlistarunnendum hér á landi gefst kostur á að hlýða á Krist- in og Kristján á sömu tónleikunum og má búast við að fólk streymi hvaðanæva að til Akureyrar til að njóta þessara glæsilegu söngvara. Kristján kemur líka færandi hendi, því það er fyrir milligöngu hans að ítalski messósópraninn Annamaria Chiuri verður með á tónleikunum. Þrír kórar gegna kórhlutverkinu, Kór Akureyrar- kirkju, Kór Langholtskirkju í Reykjavík og Kammerkór Norðurlands. Stjómandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, sem hélt Þau syngja verdi fyrir noroan Björg Þörhallsdóttir, Annamaria Chiuri, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson. sína fyrstu tónleika 24. október 1993, var stofnuð upp úr Kammerhljómsveit Akur- eyrar sem starfað hafði frá 1987. Hljómsveit- in hefur aukið starfsemi sína hægt en ör- ugglega með auknum fjárframlögum. Fyrir utan tónleikahald á Akureyri og í ná- grannabyggðum hefur SN staðið fyrir skólatónleikum á svæðinu frá Húsavík vest- ur í Skagafjörð. Tónleikaferð til Grænlands Þetta tíunda starfsár hófst með tónleika- ferð til Grænlands þar sem haldnir voru femir skólatónleikar, einir tónleikar fyrir eldri borgara og tvennir stórir kvöldtónleik- ar. Tónleikamir voru haldnir í samvinnu við Grænlendinga, bæði kóra, einleikara og tónskáld. Þetta framtak vakti mikla ánægju á Grænlandi og laðaði að sér um 1500 áheyr- endur. Síöan hafa verið tónleikar í hverjum mánuði, meðal annars með Sigrúnu Eð- valdsdóttur, Aladár Rácz, Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Pál Bama Szabó. Á að- ventutónleikum léku með hljómsveitinni um 60 suzukinemendur víða að af landinu auk þess sem flutt var jólaævintýrið Snjó- karlinn. Síðustu fjögur árin hefur SN flutt ævintýri með sögumanni á aðventutónleik- um og m.a. látið skrifa nýtt verk fyrir hljómsveitina í þessu skyni. Endurvaktir vora Vínartónleikar í janú- ar og í mars voru tónleikar með Sinfóníettu þar sem m.a. var frumfluttur nýr Víólu- konsert eftir Óliver Kentish sem Guðmund- ur Kristmundsson víóluleikari lék með hljómsveitinni. í fyrsta sinn á Norðurlandi En hápunktim afmælisársin er flutning- Sinfóníuhljóm- sveit Noröurlands fagnar á sunnu- daginn kemur lok- um tíunda starfs- árs síns með hátíö- artónleikum í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 16. Þar flytur hún Requiem eða Sálu- messu eftir Giuseppe Verdi ásamt einsöngvur- unum Björgu Þór- hallsdóttur sópran, Annamaria Chiuri messósópran, Kristjáni Jóhannssyni tenór og Kristni Sigmundssyni bassa. Leikfélag Reykjavíl BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPP f e. Dertk BenTidd Lau. 10/S kl. 20. Lau. 17/5 kl. 20. Lau. 24/5 ld. 20 PUNTILA OG MATTI e. Benolt Bmht Su. 11/5 kl. 20. Fi. 22/5 kl. 20. Su. 25/5 kl. 20. ATH. Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftír Sálina og Karl Ágúst Úlfsson F6. 9/5 kl. 20. Fö. 16/5 kl. 20 Fö. 23/5 kl. 20. Fö. 30/5 kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20. ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR „DANS FYRIR ÞIG“ 30 ára afmæiissýning íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatniðeftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum íslenska dansflokksins. Frumsýning fi. 8/5 kl. 20 2. sýn. fi. 15/5 kl. 20. 3. sýn. su. 18/5 kl. 20 ATH. Aðeins þrjár sýningar ____ ! NÝJASVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau. 10/5 kl. 20. Lau. 17/5 kl. 20 Fim. 22/5 kl. 20 Lau. 24/5. SÝNINGUM LÝKUR f MAÍ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brvok og Marie-Héléne Estierme Fö. 9/5 kl. 20. Fö. 16/5 kl. 20. Fö. 23/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff, í SAMSTARFIVIÐ Á SENUNNI Fi. 8/5 kl. 20 - AUKASÝNING Fi. 15/5 kl. 20 - AUKASÝNING ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su. 11/5 kl. 20. Su. 18/11 kl. 20 örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Cestaleiksýning TEATER MARS frá Finnlandi í kvöld kl. 20 - AÐEINS EIN SÝNING ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su. 11/5 kl. 20. Su. 18/5 kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 1SAMSTARFI VIO SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit meðsóngvum - ogísá eftir! Lau. 10/5 kl. 14. Lau. 17/5 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare f SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT f kvöld kl. 20 - UPPSELT Fö. 9/5 kl. 20. Fö. 16/5 kl. 20 Lau. 17/5 kl. 20 Gestaleiksýningin Sjö bræður kemur hingað með styrk frá Teater og dans i Norden. eftir Eve Ensler í Borgarleikhúsinu Takmarkaður sýningafjöldi BORGARLEIKHUSIÐ Allra síðustu sýningar á Kvetch Fimmtudaginn 8. maí og 15. maí verða allra síðustu sýningar leikhópsins Á senunni á Kvetch eftir Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins. Kvetch er farsi sem jaðrar við trúðleik á köflum og fjailar um fimm einmana manneskjur í firrtum heimi og stöðugan kvíðann sem nagar þau. Meðal leikenda eru Edda Heiörún Backman, Ólafur Darri og Steinn Ármann Magnússon og leikstjóri er Stefán Jónsson. Sýningin vartilnefnd til Menningarverðlauna DV í leiklist í ár og í rökstuðningi dómnefndar sagði: „Þarna lagðist allt á eitt- útsjónarsöm en táknræn leikmynd, búningar og gervi sem styrktu og skerptu persónusköpun, frábær lýsing og hljóðmynd sem er snilidarlega samtvinnuð framvindunni en umfram allt ótrúlegur kraftur sem var beislaður í þágu sýningarinnar. Frammistaða leikara er eins og best verður á kosið og eflaust munu margir minnast magnaðrartúlkunar Eddu Heiðrúnar Backman um ókomna tíð. sítnsn sVvivfi iK Hin smyrjandi jómfrú Nærandi leiksýning fyrir Ifkama og sál. Sýnt íIðnó: Fös, 9. maí kl. 20, næstsiðasta sýning. Sun 11. maí kl. 20, síðasta sýning "Charlotte vor hreint út sagt frábœr f hlutverhi hinnar smyrjandi jómfrúar og hún átti ekki f neinum vandræðum með að heilla áhorfendur upp úr skónum með ... einlœgni sinni, ósviknum húmor og ekki síst kómískri sýn á hina íslensku þjóðarsál." S.A.B. Mbl. ávúíi lciu Hin smyrjandí Jómffrú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.