Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 DV Fallegur grasflötur Áreiðanlega er Laugardalsvöllurinn dýrasti grasblettur landsins og mikils um vert aö vel takist til um ræktunina. Laugardals- völlurinn aldrei betri - ný ábreiðsla kann að skipta sköpum á vorin í framtíðinni „Ég held að Laugardalsvöllur hafi aldrei á þessum tímapunkti verið jafn góður og hann er i dag,“ sagði Jóhann Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í gær. Völlurinn er fyrir nokkru orðinn iðjagrænn og grasið þétt og kraftmikið að sjá. Nýlega var keypt yfirbreiðsla á völlinn fyrir 3,2 milljónir króna en hún verð- ur notuð frá í apríl á vorin og þar til völlurinn er tilbúinn, en jafnframt á milli leikja ef spila þarf seint að hausti til. Að öðru leyti verður völlurinn í höndum náttúrunnar. Nýi dúkurinn kom frá Bretlandi. Hann nægði ekki alveg til að þekja völlinn í síðasta mánuði en gamli dúkurinn var notaður með hon- um.Yfirburðir nýja efnisins reynd- ust ótvíræðir. „Það kom í ljós að nýi dúkurinn er á allan hátt betri en sá gamli,“ segir Jóhann. Yíirbreiðslan á að sjá til þess að völlurinn komi betur undan vetri og verði fyrr til- búinn til keppni en ella. Jóhann Kristinsson segist telja að allmörg ár muni líða þar til gervi- gras leysir lifandi gras af hólmi. Hann segist ekki hafa trú á gervi- grasinu nema að vetrarlagi. Erlend- is glíma stjórnendur knattspyrnu- leikvanga við grasræktina, þar er skipt um gras á leikvöngum og það tekið út á pallettum, en nýtt kemur í staðinn. Þar glíma menn við sólar- leysið. Jóhann segir að hér á landi séum við heppnir með mikla birtu á gróðrartímanum sem hjálpi okkur. Fram undan eru 25 leikir á Laug- ardalsvellinum en auk þess nokkrir bikarleikir. Fyrsti leikurinn var háður í gærkvöldi, leikur Þróttar og KR í úrvalsdeildinni. -JBP DVJWIYND SIG.JOKULL Þétt og safaríkt gras Jóhann Kristinsson vallarstjóri gegnir því ábyrgðarhlutverki að fylgiast með grasvextinum. , - Héraðsdómur Reykjavíkur: 18 mánaða f angelsi fyrip kynferðisbrot og líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 18 ára pilt í 18 mán- aða óskilorðsbundið fangelsi fyr- ir líkamsárás með því að hafa stungið vin sinn í bakið með hnífi í júlí 2002 og fyrir kynferð- isbrot með því að hafa misnotað ellefu ára frænku sína og haft við hana samræði á níu mánaða tímabili, frá desember 2001 til september 2002. Málavextir varðandi hnífsstung- una voru þeir að pilturinn og vin- ur hans vou staddir á fótboltavelli við Háaleitisbraut ásamt fleiri og upp kom ágreiningur á milli þeirra vegna sms-skilaboða til kærustu vinarins. Úr varð rifrildi og kýldi vinurinn piltinn í andlit- ið. Pilturinn bar svo fýrir dómi aö hann hefði þá farið að bílnum sín- um og séð hníf sem hann átti ekki og tekið hann með til baka. Hann hefði síðan stungið vin sinn með hnífnum þegar hann vildi ekki hætta áflogunum. Dómarinn virti það piltinum til málsbóta að hann játaði brot sitt og einnig var litið til þess að hann virtist ekki hafa átt alfarið upptök að átökunum. Dómarinn tók þó fram að hann hefði notað hættulegt vopn sem hefði getað haft alvarlegar afleið- ingar í fór með sér þrátt fyrir að ekki hefði farið verr en raun bar vitni. Pilturinn viðurkenndi að hafa haft samræði við frænku sína í fimm eða sex skipti en sagöi að það hefði verið með samþykki hennar. Dómarinn tók fram að pilturinn hefði misnotað aðstöðu sína þar sem hann bjó á heimili stúlkunnar og svaf í sama her- bergi og hún. í skýrslu sálfræð- ings kom fram að brotin hefðu haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir stúlkuna og þjáðist hún af miklu öryggisleysi og vanlíðan. Við ákvörðun refsingar tók dóm- arinn tillit til ungs aldurs piltsins þegar brotin voru framin en með vísan til alvarleika brotanna var ekki talið að skilorðsbinding kæmi til greina. Auk fangelsisrefs- ingar var honum gert að greiða fórnarlambi líkamsárásarinnar 282 þúsund krónur og stúlkunni 500 þúsund krónur í skaðabætur. -EKÁ Stjórar í Olís kaupa meiri- hluta í félaginu Einar Benediktsson. Gísli Baldur Garöarsson. Um helgina var I gengið frá kaupum eignarhaldsfélags- ins FAD 1830 ehf. á 70,93% hlutafjár í Olíuverzlun ís- lands ehf., eða á um 475.231.000 krónum að nafn- verði. Kaupin fóru I fram á genginu 10 og námu því tæp- um 4,8 milljörðum króna. Seljendur hlutarins voru Hydro Texaco A/S og Ker hf. og er eignarhlutur I þeirra enginn eftir viðskiptin. Eigend- ur FAD 1830 eru Einar Benediktsson, forstjóri Olíu- verzlunar íslands, og Gísli Baldur Garðarsson, stjómarformaður fé- lagsins. Auk þeirra standa að kaupunum þrír framkvæmdastjór- ar félagsins, þeir Einar Marinós- son, Jón Ólafur Halldórsson og Samúel Guðmundsson. Að sögn Einar Benediktssonar var ekki langur aðdragandi að kaupun- um og þegar flárfestingartækifærið bauðst hefðu aðeins liðið fáeinir dagar þar til endanlegt samkomulag hefði náðst. „Við sem að þessu stöndum höfum starfað hjá félaginu í 10-12 ár og höfum lengi haft til- fmningu fyrir því að breytingar gætu orðið á eignarhaldinu. Við höfðúm því lengi látið í ljós áhuga á kaupum við stærstu eigenduma. Síðan gerðist það mjög hratt á örfá- um dögum að tækifærið skapaðist, stærstu eigendumir vora viljugir að ljá máls á sölu og gengið var frá henni seint á sunnudagskvöldið," segir hann. . í framhaldinu segir Einar að öll- um hluthöfúm verði gert yfirtökutil- boð á sama kaupgengi en það er í samræmi við reglur um yflrtökutil- boð sem kveða í dag á um að eigi einn aðili meira en 50% eignarhluta sé honum skylt að gera öðram hlut- höfum yfirtökutilboð. í kjölfarið er síðan stefnt að afskráningu félagsins úr Kauphöll íslands. Einar segir of snemmt að segja til um hvort kaupin hafi einhveijar breytingar í fór með sér í rekstri fé- lagsins. „Það er þó ljóst að þetta er krefjandi verkefni sem kallar á ein- hveijar aðgerðir til að allt gangi upp. En það er næsta viðfangsefni að glíma við útfærsluna á þessu til enda,“ segir Einar Benediktsson. -VB Hln gamla og góöa DC-3 vél Land- græöslunnar, Páll Svelnsson. Landgræöslan: flburðap- flugið hafið Áburðardreifing Landgræðsl- unnar með flugvélinni Páli Sveinssyni er hafið. Dreift verður alls 65 tonnum af áburöi í áir, það er í Selvogi og annars staðar vestan Þorlákshafnar. Einnig verður áburði dreift á Reykjanesi I samstarfi við sveitarfélög þar. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi gefur Landgræðslunni i ár 24 tonn af áburði sem notaður verð- ur við dreifmgu með flugi. -sbs Miðvikudagar gefins dálkur frítt PV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.