Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 DV 8_______ Fréttir Braust irm í þrjú hús á Selfossi sömu nóttina: Síbrotamaður dæmdur í Qög- urra vikna gæsluvarðhald „Konan vaknaði við það að verið var að loka hjá okkur svefnherbergis- dyrunum en það var náttúrlega mjög undarlegt þar sem við héldum að við værum ein í húsinu. í fyrstu hélt ég reyndar bara að konuna væri að dreyma en hún var harðákveðin svo að ég fór fram til að athuga málið. Þá sá ég manninn forða sér niður stig- ann,“ segir Sigvaldi Bjamason, íbúi við Smáratún á Selfossi. Hann hand- samaði mann úti á miöri götu sem hafði brotist inn í hús hans og hélt honum þar uns lögreglan kom á vett- vang og handtók manninn. Þijú innbrot sömu nóttina Lögreglunni á Selfossi var aðfara- nótt laugardags tilkynnt um að ókunnugur maður væri staddur í leyfisleysi i húsi á Selfossi. íbúar sem voru í fastasvefhi höfðu vaknað við að maðurinn var aö pukrast eitthvað í einu svefhherberginu og var þeim eðlilega mjög brugðið. Maðurixm lagði þá á flótta og var á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Nokkrum mínútum eftir þetta barst lögreglunni tifkynning um að maður væri að reyna að skríða inn um glugga á öðru húsi skammt frá þar sem fyrri atburðurinn átti sér stað. íbúunum tókst að koma mann- inum út úr húsinu og aftur lét hann sig hverfa áður en lögreglu bar að garði. Þegar klukkan var að ganga fimm barst síðan enn ein tilkynningin til lögreglu um innbrot í sama hverfi en í þetta skipti var henni tjáð að íbúi hússins stæði í átökum við hinn óboðna gest fyrir utan húsið. Þar var áðumefndur Sigvaldi á ferðinni og brunaði lögreglan af stað, honum til aðstoðar. Hljóp manninn tvívegís uppi „Þegar við urðum mannsins vör sagði ég konunni að hringja á lögregl- una en sjálfur hljóp ég á eftir mann- Smeygði sér inn um lítinn glugga Gtugginn, sem maöurinn fór inn um, er ekki stór í sniöum. Maðurinn eyddi talsveröum tíma í húsinu áöur en íbúarnir uröu hans varir og meöal annars fundust sígarettustubbar og annaö lauslegt eftir hann á neöri hæö hússins. Stöðvaði mannlnn á hlaupum Sigvaidi Bjarnason stendur hér á staönum þar sem hann náöi manninum í seinna skiptiö. Þar böröust þeir um þangaö til lögregla kom á vettvang og handtók manninn. inum og náði honum fyrir utan hús- ið. Þar tókumst við á um stund og ég ríghélt i hann en hann barðist um svo að bolurinn, sem hann var í, rifn- aði utan af honum og komst hann því undan. Ég hijóp hins vegar á eftir honum og náði honum aftur neðar í götunni. Þar gat ég haldið honum þangað til lögreglan kom og handtók hann,“ segir Sigvaldi og bætir því við að lögreglan hafi verið mjög fljót á vettvang enda var hún á eftirlitsferð um hverfið að leita mannsins. Sig- valdi er talsvert marinn eftir átökin auk þess sem hann hlaut nokkrar skrámur þar sem hann var klæðalít- 01 þegar hann hljóp á eftir mannin- um. Kynferöisafbrotamaður á ferö- inni? Maðurinn komst inn í húsið með Málið í rannsókn Sýslumaöurinn á Selfossi, Ólafur Helgi Kjartansson, segir mál síbrotamannsins vera í rannsókn hjá lögregiunni á Selfossi. Maöurinn var dæmdur í þriggja vikna gæsluvaröhald. því að spenna upp glugga á neðstu hæð hússins og klifra þar inn. Sig- valdi segir í raun ótrúlegt að maður- inn, sem er frekar stór, skyldi geta troðið sér inn um svo lítinn glugga. „Hann hefur farið þama inn með erfiðismimum því að hann skOdi eft- ir fót héma fyrir utan sem hann hef- ur þurft að losa sig við tO að komast þetta. Hann hefur svo verið talsverð- an tíma héma á neðri hæöinni þar sem við fundum sígarettustubba og fleira eftir harm,“ segir Sigvaldi sem er þakklátastur fyrir að dóttir hans var ekki heima þessa umræddu nótt. „Hann reyndi ekki að taka neitt með sér þannig að hann hefur ekki verið að bijótast inn tO þess að stela. Manni skilst að hann hafi verið á höttunum eftir einhverju öðm og verra. Því er ég þakklátastur fyrir að dóttir okkar, sem býr héma í kjaOar- anum, var að heiman þessa nótt. Maðurinn hefúr greniOega verið tals- verðan tíma í kjallaranum því að þaö var búið að róta tO í fataskápum og hreyfa við ýmsu lauslegu í svefnher- bergi dóttur minnar. Það hefði því getað farið mun verr,“ segir Sigvaldi og bætir við að honum og fjölskyldu hans sé mjög bmgðið eftir atburðinn, eins og gefur aö skOja. „Maður trúir því aldrei að það komi neitt fyrir mann en svo getur auðvitað aOt gerst. Ég vO bara brýna fyrir öðrum að fara varlega því að það er aldrei að vita hvað gerist." Rannsókn stendur yfir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, staðfesti í samtali við DV að mál mannsins væri í rann- sókn hjá lögreglunni en að öðm leyti gat hann ekki tjáð sig um málið. „Maðurinn firamdi svokaOað hús- brot og hefur lögreglan ítrekað þurft að hafa afskipti af honum vegna slíkra brota á síðustu misserum. Því var farið fram á svokaOaða síbrota- gæslu yfir viökomandi. Héraðsdómur samþykkti þá kröfu og var maðurinn dæmdur í fjögurra vOoia gæsluvarð- hald. Rannsókn þessara mála stendur nú yfir hjá lögreglunni," segir Ólafur Helgi. Samkvæmt heimOdum DV hefur maðurinn á síðustu vikum valdið talsverðu ónæði á Selfossi og em íbú- ar fegnir því að hann skuli nú vera kominn úr umferð. Fyrir utan þessi þijú innbrot sem maðurinn framdi um síðustu helgi hefúr lögreglan á SeO'ossi verið að rannsaka önnur mál sem tengjast honum á einn eða ann- an hátt. Niðurstaðna úr rannsóknum málanna er aö vænta fLjótlega. -áb www.smaar.is • www.dv.is pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.