Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 ÐV Ferðir Upplýsingar af risaskjá Skjárinn birtir upplýsingar um veö- ur og færö víös vegar um landiö, áætlun flugvéla og langferöabíla ásamt kynningu á afþreyingu. Upplýsingaveita fyrr ferðamenn Fyrirtækin NET-VISIR og NOVA-MEDIA hafa opnað nýja og fullkomna upplýsingaveitu fyrir ferðamenn í Upplýsingamiðstöð ferðamála við Ingólfstorg í Reykja- vík. Komið hefur verið fyrir 50 tommu breiðtjalds plasmaskjá sem miðlar upplýsingum. Miðlunin byggist á nýjustu tækni sem sam- einar rauntímaupplýsingar og kynningarmyndskeið á lifandi og skemmtOegan hátt. Upplýsingaveit- an er tengd með ljósleiðara við gagnabanka sem sér um að færa inn upplýsingar um leið og þær breytast. Skjárinn birtir upplýsing- ar um veður og færö víðs vegar um landið, áætlun flugvéla og lang- feröabíla ásamt kynningu á afþrey- ingu sem ferðamönnum stendur til boða, allt frá ævintýraferðum út á landsbyggðina til búðaráps i höfuð- borginni, íslenskri menningu og listum í víðasta skilningi. íslenskt gistihelmill í Billund Gistiheimiliö er á rólegum staö á sunnanverðu Jótlandi. Börnin una sér innan um dýrin á meöan þeir full- orönu slappa af. Heimagisting í Billund Fyrir 7 árum fluttu hjónin Bryn- dís Gunnarsdóttir og Bjarni Jóns- son frá Akureyri til Danmerkur og ári seinna opnuðu þau gistiheimili á gömlum bóndabæ þar sem boðið er upp á gistingu í tveggja til sex manna rúmgóðum herbergjum í danskri sveitasælu. Eldhúsið er sameiginlegt, með öllum þægind- um, og sjónvarp á öllum herbergj- um. Gistiheimilið er á rólegum stað á sunnanverðu Jótlandi. Bömin una sér innan um dýrin á meðan þeir fúilorðnu slappa af. Það eru ekki nema sex kílómetr- ar í Lególand, tuttugu í Ljónagarð- inn, átta kílómetrar í Biilundflug- völl og þijátíu og funm í stærstu verslunarmiðstöð í Danmörku, Kolding. Um tveggja og háifs tíma akstur er til Kaupmannahafnar og klukkutímaakstm’ er til Þýska- lands. Upplýsingar og pantanir hjá Bjarna og Bryndísi í síma 0045-75 88 57 18 eðá 0045-20 33 57 18. Heima- síða www.come.to/billund. Reykskynjarinn með Allir em sammála um að reyk- skynjarar sé nauðsynlegir á öllum heimil- um. Ferða- reykskynjarar geta líka kom- ið sér vel fyrir fólk sem ferðast mikið. Skynjararn- ir em léttir og fyrirferðarlitlir og það er einfalt að festa þá upp á sog- skál sem er aftan á þeim. Ferða- reykskynjarar geta komið sér vel á hótelherbergjum, í tjaldhýsinu og á tjaldferðalaginu iwiiuimimti«iimriiiiiiiiiaiM ' • . I iIMtfJB 1 Rrðaskrifstofan Terra Nova , öur beint flug til Berlínar í allt sumar. Fyrum höfuðstöðvar í niðumíðslu Kommúnistaflokkurinn haföi aösetur i þessu niöurnídda húsi í Austur-Berlín. Nú er fyrirhugaö aö rífa húsiö og reisa þess í staö fornfræga höll sem áöur stóö á þessu svæöi. Húsiö hefur staöiö autt árum saman. Af nógu er að taka í Berlín Berlín er á góðri leið með að verða ein vinsælasta ferða- mannaborg Evrópu og það er ekkert skrýtið, miðað við hvað borgin hefur upp á mikið að bjóða. íslendingum gefst nú einstakt tækifæri til að kynnast Berlín meö auðveldum hætti en ferða- skrifstofan Terra Nova-Sól býður beint flug til borgarinnar tvisvar í viku í allt sumar. Flogið er með þýska flugfélaginu Aero Lloyd frá Keflavík á fimmtudögum og sunnudögum og lent á Tegelflug- velli í Berlín. Flugvöllurinn er lítill og mjög þægilegur í alla staði. Ferðamenn skyldu þó var- ast að geyma innkaupiri þar til komið er á völlinn því sökum smæðar eru verslanir ekki marg- ar. Gististaðir eru á hverju strái og hægt að fá hagstæða gistingu víða. Terra Nova-Sól býður m.a. upp á gistingu á Concept Hotel sem er í alla staði mjög gott. Hót- elið er sérlega vel staðsett; að- eins spottakom frá hinni vin- sælu verslunargötu Kur- furstendamm. Sagan á hverju horni Sjálfir skipa Berlínarbúar sér á bekk með stórborgunum London og París. Berlín stenst þeim fyllilega samjöfnuð auk þess að hafa ýmsa kosti umfram hinar tvær; tU dæmis miklu hag- stæðara verðlag. Viðurgjörning- ur er á góðu verði í Berlín og þar má gera góð kaup. Undirrituð dvaldi í borginni nýverið ásamt hópi íslendinga og kom öllum á óvart hversu verðlagið var gott. Sem dæmi má nefna að góður kvöldveröur kostar rétt tæpar þúsund krónur og bjórinn er yf- irleitt á 2,20 evrur - sem eru tæp- ar 200 íslenskar krónur. Veit- ingastaðimir eru líka gríðarlega Afslappaö andrúmsloft Kreuzberg er skemmtilegt hverfi og tilvaliö aö rölta þar um. Leiðsögumenn mæla þó ekki meö næturgöngu um hverfiö. Tyrkneskur matur í öndvegi Tyrknesku veitingahúsin í Kreuzberg eru mörg skemmtleg og hægt aö fá fínan mat sem jafnframt er fremur ódýr. Girnilegur matur Matardeild Ka De We er með þeim allra glæsilegustu í gjörvaitri Evrópu. margir og krámar skipta þús- undum. Berlín er borg sem státar af merkilegri sögu. Borgin fór illa út úr seinna stríði og allar merk- ar byggingar voru rústir einar. Það kemur því sífellt á óvart að „aldagamlar" kirkjur, hallir og háskólar eru tiltölulega nýbyggð- ar. Enn er verið að endurbyggja fomfrægar byggingar frá því fyr- ir stríð. Borgin er líka gríðarstór, nær yfir 890 ferkílómetra, og er níu sinni stærri en París. Ibúarnir eru rúmar þrjár milljónir og sorglegt til þess að hugsa að næstum fimmti hver maður er atvinnulaus. Þá státar Berlín af því að vera grænasta borgin í Þýskalandi. Um þriðjungur borgarlandsins er í formi garða og síkja. Sigling um síkin er finasta afþreying og gaman að sjá borgina frá öðru sjónarhorni. Síkin í Berlín eru alls 180 kílómetrar á lengd og hægt að vera á stöðugri siglingu í átta klukkustundir og sjá alltaf eitthvað nýtt. Þægilegir ferða- mannabátar bíða ferðamanna mjög víða í borginni og vel hægt að mæla með siglingu á góðum degi. Matur og útsýni Verslanir eru margar í Berlín og verslunarhúsin ekki af verri endanum. Mjög gott er að ramba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.