Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Kostnaður sjúklinga Heilbrigðismálin munu verða eitt helsta úrlausnarefni nýrrar ríkisstjórnar á næstu árum. Þar eru verkefnin viðkvæm og vandasöm. Og spurt er um leið- ir, spurt er um grundvallar- atriði. Fullljóst er að kostnaður fullkomm sjúkrahús og heilsugæslu, sem standast saman- burð við það sem best þekkist, mun hækka á næstu árum. Spurningin er aðeins hversu mikið og hversu mikla áherslu stjórnvöld vilja leggja á þjónustu við landsmenn í þessum efnum. Hagfræði og heilsa eiga oft undarlega saman. í umræðunni um vanda stofnana á borð við Landspítala - háskólasjúkrahús ber aUajafna mest á fjárhagskreppu spít- alans. Krafan um hagræðingu er ávallt á lofti og deildum er lokað jafn oft og árstíðum skiptir í landinu. Kerfið sjálft er í brennidepli þessarar umræðu sem er aUajafna fyrirferðar- mikil í fjölmiðlum og ávallt með sömu merkjum; það þarf að skera niður, reksturinn er kominn fram úr heimildum. Sjaldan eða aldrei er spurt hvernig þessi umræða snertir fólkið sem liggur inni á spítölunum. Það gleymist. Því er á þetta minnst að sjúklingar sögðu sögu sína á ein- um af fjölmörgum umræðufundum sem haldnir voru í að- draganda alþingiskosninganna 10. maí. Fundarboðendur voru Krabbameinsfélögin á íslandi og í Reykjavík og áttu stjórnmálamenn þar kost á að deila stefnu sinni í heilbrigð- ismálum með sjúklingum og aðstandendum þeirra. Með fullri virðingu fyrir frambjóðendum sem fóru mikinn þetta kvöld voru það sjúklingamir sem stálu senunni. Þeirra rödd heyrist sjaldan en þá hún heyrist leggja menn viö hlustir. Á þessum fundi deildu þrír krabbameinssjúklingar reynslu sinni með fundargestum. Allir höfðu þeir glímt við sjúkdóm sinn um árabil og sömuleiðis kerfið sem hafði tek- ið misjafnlega á þeim. Áberandi var í framsögu sjúklinganna að heilbrigðiskerfið er frá þeirra sjónarhóli afspymuflókið, svifaseint og þvergirðingslegt - jafnvel fráhrindandi á köfl- um. Ólíku væri saman að jafna lipurð og fagmennsku starfs- fólks og stirðleika kerfisins. „Fólk þarf að vera hraust til að takast á við kerfið,“ eins og einn sjúklingurinn orðaði það. Sjúklingamir ræddu aukinheldur um mikla kostnaðar- hlutdeild sína á meðan á meðferð stóð og því tómarúmi sem tók við að lokinni spítalavist. „Það er ekki fyrir láglaunafólk að fá krabbamein,“ sagði einn sjúklinganna. „Ég fór að vinna á meðan ég var í geislameðferðinni vegna þess að það er dýrt að vera veikur,“ sagði ung kona sem barist hefur við brjóstakrabba í tvígang. „Ég þurfti að borga fyrir hverja lyfjameðferð, myndatökur og fundi með læknum. Ég var daglega að borga eitthvað, þúsundkall hér og þar.“ í umræðunni um spamað í heilbrigðiskerfmu gleymist að þegar sjúklingar eru sendir fljótt til síns heima þurfa þeir að gjalda fyrir það dýru verði. Göngudeildarþjónusta er fráleitt ókeypis, sjúklingar þurfa að reiða af hendi allt að fimm þús- und krónur í hvert skipti sem þeir koma þar við. Og það þarf oft á tíðum að gera daglega í langan tíma. Þá eru mörg lyf í eftirmeðferðinni ekki niðurgreidd af ríkinu eins og tíðkast víðast hvar annars staöar á Norðurlöndunum og því þurfa sjúklingar að spyrja sig hvort þeir hafi efni á skjótum bata. Það er mikilvægt að sjónarmið sjúklinga gleymist ekki í stórkarlalegri umræðu um sparnað í heilbrigðiskerfmu. „Mér fannst ég oft vera eins og byrði á samfélaginu," sagði miðaldra karlmaður sem glímdi við sitt krabbamein og þakk- aði fyrir að hafa átt konu heima sem gat hjúkrað honum á eftir. Þá sagði kona: „Má ég heldur biðja um minni kostnað við læknishjálp meðan ég lifi en lægri erfðafjárskatt þegar ég er dauð.“ Þetta eru ekki háværar kröfur heimtufrekra ein- staklinga. Þetta er spurning hvert þjóðin er að fara. Sigmundur Ernir Skoðun Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmála- fræöingur Hægristjórnin í Danmörku hefur ákveðið að loka frí- ríkinu Kristjaníu í Kaup- mannahöfn. Frá upphafi hafa borgaraöflin og aðrir smáborgarar haft horn í síðu fríríkisins en nú á semsé að láta sverfa til stáls. Lögreglusveitirnar standa gráar fyrir járnum fyrir utan hliðið, albúnar að ráðast til atlögu. Þegar borgaryfirvöld í Kaup- mannahöfn fóru að þrengja að hús- tökumönnum á Norðurbrú fyrir ríflega þrjátíu árum réðst hópur þeirra inn á yfirgefið hersvæði í miðri Kaupmannahöfn og stofnaði eins konar fríríki, þar sem aðrar reglur áttu að gilda en annars stað- ar í landinu. Kristjanía var stofn- uð sem tilraunasamfélag af frí- þenkjurum og hippum sem vett- vangur fyrir annan lífsstíl en danska borgarastéttin haföi tamið sér. Hústökufólkið vildi losna við afskipti hins borgaralega samfé- lags. í Kristjaníu.búa nú um þúsund manns, þar af um 250 börn. Um er að ræða nokkuð stórt landsvæði þar sem ægir saman ýmiss konar konar húsum, kofum og hreysum sem íbúarnir hafa yfirtekið og byggt upp í gegnum tíðina. Sum eru ansi lúin en önnur fagurlega skreytt. Fæstir íslendingar myndu gera sér slíkt húsnæði að góðu en þar er víða hvorki rafmagn né rennandi vatn. í gegnum tíðina hafa þó ríflega hundrað íslending- ar búið í fríríkinu þrátt fyrir bág- an kost og enn fleiri eru þar tíðir gestir. í Kristjaníu eru einnig rek- in ýmis smáfyrirtæki og veitinga- hús. Táknmynd frjálslyndis Frá upphafi hafa staðið deilur um tilvist fríríkisins og yfirvöld í Danmörku hafa gert ítrekaðar til- raunir til að loka Kristjaníu. Oft- sinnis hafa jarðýturnar verið um það bil að ráðast til atlögu, en hafa hingað til alltaf verið stöðvaðar á síðustu stundu. Kristjaníubúar hafa ávalit haft almenningsálitið með sér og í gegn- um tíðina hefur fríríkið öðlast eins konar hefðarrétt. Kristjanía er i hugum margra táknmynd hins danska frjálslyndis og er lifandi dæmi um þá vinda umburðarlyndis sem hafa leikið um danskt samfélag á umliðnum áratugum. I hugum margra Dana er Kristjanía nú orðin órofa hluti af danskri menningu og nútíma- sögu. Það er táknrænt að það skuli einmitt vera ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens sem hefur mark- visst unnið að því að uppræta hina dönsku frjálslyndishefð - til að mynda með hálffasískri innflytj- endastefnu - sem nú stendur fyrir því að farga þessu flaggskipi dansks frjálslyndis. Hass úti um allt í hugum flestra íslendinga er Kristjanía einkum þekkt fyrir frjálsa sölu á kannabisefnum sem fer fram fyrir opnum tjöldum í hinu svokallaða Sölumannastræti (pusher street) án þess að nokkur amist við - þrátt fyrir að vera bönnuð samkvæmt landslögum. Þar til nú hafa kaupendur getað virt fyrir sér ólíkar afurðir kanna- bisjurtarinnar, í þar til gerðum sölubásum, í afslöppuðu umhverfi og án þess að eiga von á truflun frá laganna vörðum. En nú hafa lögregluyfirvöld feng- ið þau fyrirmæli að uppræta starf- semina sem skal gert með þrenn- um hætti; í fyrsta lagi með því að fjölga skyndiáhlaupum þar sem ráðist er á hasssalana og þeir hand- teknir, í öðru lagi með húsleitum „Hingað til hefur nær öll hasssala í Danmörku far- ið fram í Kristjaníu og yf- irvöld hafa því getað haft nokkuð gott yfirlit yfir og eftirlit með starfseminni, sem hefur farið fram í til- tölulega öruggu um- hverfi. “ úti um alla Kristjaníu og í þriðja lagi með því að beina kastljósinu markvisst að sölumönnunum sjálf- um með öllum tiltækum ráðum. Hingað til hefur nær öll hasssala í Danmörku fariö fram í Kristjaníu og yfirvöld hafa því getað haft nokkuð gott yfirlit yfir og eftirlit með starfseminni, sem hefur farið fram í tiltölulega öruggu umhverfi. Skýrar reglur eru um það í Krist- janíu að ekki megi höndla með sterkari efni og hefur það verið virt að mestu. Eftir að Kristjanía hverfur á vit sögunnar hafa menn nú miklar áhyggjur af því að hass- salan fari héðan í frá fram úti um um allan bæ; úti á götu, í skúma- skotum, á klúbbum og í einkaíbúð- um þar sem ómögulegt er að hafa nokkurt eftirlit með starfseminni. Til að mótmæla lokun fríríkisins og undirstrika afleiðingar þess fóru hasssalamir í Kristjaníu í verkfall um daginn og fóru þess í ^ Hererlidt QTní’- " • til Ssndagsturen i ypÉi Christiania. gj Chiisticinia er et ábent, relcreatr/t oiurácle, som ív.; er íylclt med oplevelsei. Minge af Fristaclens besogende ser imidlertid kun en bnakdel af " Christiania's mangfoldighed H*ris man er en gruppe, kan man booke en ') ! •' j tur mndti alle iaingeUaogene og fá noget at vide om de forskellige værksteder, virksomhedei, boformer og de experimenter der foieg&i'. Men som besogende kanmanjo ogsá pa egenhánd udforske Fristadens liv oglcultui.. stað út á götur Kaupmannahafnar með verslunina. Við það runnu tvær grímur á marga. Fikniefnasalarnir græða Reikna má með að þeir sem græði mest á lokun Kristjaníu séu fíkni- efnasalar sem nú höndla með sterk- ari efni á borð við e-töflur, am- fetamín og heróín. Þeir munu verða fljótir að taka yfir hassmarkaðinn líka enda hreinn hvalreki fyrir þá. Auðvitaö mun fólk ekki hætta að neyta kannabisefna bara út af því að Anders Fogh Rasmussen vill það. Hassneytendur munu því þurfa að leita til harðsvíraðra dópdílera til að nálgast efnið og því er hætta á að yngri neytendur freistist til að prófa sterkari efni líka sem dópdíleramir munu án nokkurs vafa halda að þeim auk hassins - efhi sem hvergi var að finna í Kristjaníu. Sandkorn Gengur betur næst 0Jakob Frímann Magnússon, tón- listarmaður með meiru, býður sig gjarnan fram til ábyrgðarstarfa í pólitík og víðar en með misjöfnum ár- angri eins og gengur. Á fimmtu- dag var aðalfundur Félags tón- sandkorn@dv.is skálda og textahöfunda (FTT) og þar bauð Jakob sig fram gegn sitj- andi varaformanni, Kristjáni Hreinssyni skáldi. Ekki náði Jak- ob árangri í þessum slag. Varð af því tilefni til þessi vísa: Kobbi getur kosiö rétt og kannski örlög skapaö en okkurfinnst þaö enginfrétt ef hann hefur tapaö. Ummæli _____ Skípulagt eyðileggingarstarf! „Með þessu útspili sínu tókst nú- verandi formanni því að hefja um- ræðu, sem fyrir heiil og samheldni flokksins ætti ekki að hafa haflst fyrr en í haust. A.m.k. hefði Össur átt að una flokksbræðrum sínum og systrum þess að njóta „kosn- ingasigursins", með auknu fylgi og flelri þingmönnum, að njóta lífsins stutta stund eftir erfiða kosninga- baráttu og langa kosninganótt í stað þess að ráðast í skipulagt eyði- leggingarstarf á móralnum innan flokksins. Ekki nema Össur kunni ekki við að stjóma flokki þar sem fólk vinnur saman án stöðugra bakstungna.“ Svanborg Sigmarsdóttir á Kreml.is. Gleðjum ekki ihaldið „Samfylkingarfólk, gleðjum ekki íhaldið með glundroða. Stöndum við bakið á formanninum okkar sem hefur gert Samfylkinguna að næststærsta stjómmálaafli á ís- landi í dag!“ Kolbrún Sverrisdóttir í grein i Morgunblaöinu. IMý barátta hafin „1 prófkjörum komandi ára þúrfa stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins að hugleiða betur hvernig þeir tryggja fólk til for- ystu sem hefur þekkingu, drifkraft og, ekki síst, nær að höfða til kjós- enda sem einstaklingar. [...] Ég trúi því að þetta kjörtímabil verði því undirbúningur talsverðra breyt- inga á mannvali og forystuhlut- verkum til að styrkja stöðu okkar í næstu kosningnum og til framtið- ar.“ Árni Sigfússon I grein í Morgunblaöinu. B„Um kvöldið fór- um við Hákon út á Dittó i fótbolta til að vigja glænýjan bolta sem hann fékk i afmælisgjöf í dag. Miðað við vís- indalega talningu Hákonar varði ég einungis þriðja hvert markskot. Boltinn er sem sagt mjög góður, eða ég langt frá því að vera Bartes." Siv Friöleifsdóttir í vefdagbók sinni (sunnudagskvöld). Stakt mannval „Allir eru vitlausir yfir úrskurði Kjaradóms, en það var engin goðgá að hækka laun þingmanna og ráð- herra. Hvers vegna skyldi forsætis- ráöherra ekki fá svipuð laun og meðalforstjóri? Það sem helst má setja út á er tímasetningin. Ef úr- skurðurinn hefði komið fyrr væri kannski raunverulega hægt að manna tólf manna ríkisstjóm mannaða af alþingismönnum.“ Benedikt Jóhannesson á Heimi.is Sóknarmark - dauðadómur yfir sjávarútvegi Sjávarútvegsmál uröu aö kosningamáli sem kom mörgum á óvart. Þegar umræða um sjávarútvegs- mál blandast við stjómmál verður flækjustigið oftast hátt og menn rugla saman óskyldum hlutum og greina ekki í sundur orsök og af- leiðingu. Mest var rætt í kosninga- baráttunni um árangur kvótakerf- isins við verndun fiskstofnanna, byggðaröskun, fyrningarleiðina og sóknarmarkið. Hér ætla ég að leggja nokkur orð í belg varðandi öll þessi atriði, nú þegar stjómar- myndun stendur sem hæst. Ofveiðin pólitísk ákvörðun Ég ætla að byrja á byrjuninni. Því hefur verið haldið fram að kvótakerfið hafi leitt af sér minni fiskstofna. Þetta er röng fullyrð- ing. Á áttunda áratugnum lauk út- færslu landhelginnar og á þessum árum var óheft eða takmarkalítil sókn í helstu fiskstofnana í kring- um landið. Það er staðreynd að við íslendingar veiddum um hundrað þúsund tonn af þorski að meðal- tali umfram ráðleggingar fiski- fræðinga, eða samtals rúma millj- ón tonna, áratuginn áður en tak- marka þurfti sókn í þorskinn fýrir tuttugu árum. Þessi ofveiði var pólitísk ákvörðun sem varðar á engan hátt kvótakerfið. Við vorum einfald- lega komin fram á ystu nöf þegar tekið var á málum. Einnig hafa að- stæður í hafinu og minni nýliðun valdið því að þorskárgangarnir eru lélegir síðustu ár. Óvissa leiðir til sóunar Það liggur í augum uppi að slík höft sem kvótakerfið er binda frelsi manna og hljóta að valda deilum og ágreiningi. Fiskiskipaflotinn var orðinn alltof stór þegar kvótakerfið komst á, en hélt áfram að stækka. Kvótakerfið var í upphafi bæði sóknar- og aflamarkskerfi. í sóknar- markskerfinu fólst hvati til stækk- unar flotans á kostnað heildarinn- ar. Kvótakerfmu hefur einnig verið kennt um byggðaröskun. Að tengja hlutina saman á þenn- an hátt er vafasamt. Byggðaþróun er frekar afleiöing þjóðfélagsbreyt- inga og á sér stað á öllum tímum, hvort sem við búum við takmörkun aflaheimilda eða ekki. Afli og skip hafa flust á milli staða frá því flsk- veiðar hófust hér við land. Ekki voru minni sveiflur í tilflutningi á milli byggða hér áður fyrr þegar veiði var ótakmörkuð. Ég man ekki betur en Norðlend- ingar og Austfirðingar hafi þá þurft að sækja vinnu suður á land. Breyt- ingamar á byggð sem tengjast sjáv- arútvegi geta hins vegar vel verið afleiðing aflasamdráttar og annarr- ar ráðstöfunar aflans en fyrr. Einnig hafa veiðiheimildir færst á milli staða vegna þess að fyrirtæk- in náðu ekki endum saman. Það sama gerðist fyrir daga kvótakerfisins ef menn réðu ekki við reksturinn. Það er brýnt að hafa skýra stefnu í sjávarútvegi sem skapar mest af útflutningstekj- um okkar. Öll óvissa leiðir til sóun- ar. Aflamarkskerfið hjálpar til... Ég tel það mikilvægast að í gildi sé kerfi sem gildi í langan tíma, helst áratug eða tvo. Ég held að þetta sé mikilvægara en menn gera sér grein fyrir. Aðalmarkmið- ið með stjórnun fiskveiöa er að há- marka arðsemi þeirrar auðlindar sem við lifum á. Við eigum mikið starf eftir óunnið, en aflamarks- kerfið hefur hjálpað til, sérstak- lega varðandi gæði og jafnari dreifingu veiða og vinnslu. Eftir að aflamarkskerfíð tók gildi var farið að tala meira um verðmæti í stað magns. íslenskur sjávarútvegur er mat- vælaframleiðsla á heimsmæli- kvarða og ef tekið yrði upp sókn- armark að nýju yrði það í mínum huga afturhvarf til fortíðar. Menn hafa nefnt Færeyjar í þessu sam- hengi, máli sínu til stuðnings. Ég dvaldi eina viku nýlega í Færeyj- um og skoðaði m.a. sjávarútveg- inn sem áhugamaður á því sviði. Það sem sló mig sérstaklega var hinn mikli fjöldi skipa í höfn alls staðar þar sem ég kom. Þetta sýn- ir í hnotskum einn helsta ókost sóknarmarksins sem er offjárfest- ing í skipum. Á Islandi er sjaldgæft að sjá mikinn flota skipa í höfn, nema á sjómannadaginn og um jól og ára- mót. íslensku skipin eru einfald- lega úti á sjó að veiða. Af hverju að fara aftur í sóknarmarkskerfi, þar sem við þurfum 100 skip til að veiða það sem 50 skip geta veitt með helmingi minni tilkostnaði? í þessu er munurinn fólginn, ásamt lakari gæðum sem sóknarmarkið leiðir af sér. Fyrningarleið - ákveðin óvissa í lokin langar mig að minnast aðeins á fyrningarleiðina og hugs- anlegar breytingar á kvótakerf- inu. Auðlindanefnd lagði til veiði- gjald sem stjórnvöld samþykktu að taka upp, en hinn kosturinn í stöðunni var hin svokallaða fym- ingarleið. Það er alveg ljóst í min- um huga að ef fyrningarleiðin yrði tekin upp þyrfti að fara mjög varlega. Þær tillögur sem nú em uppi á borðinu em mjög misjafn- ar og að mínu mati er ábyrgast að gera slíkar breytingar á mjög löngum tíma. Fyrning upp á 1-2 % á ári er hámarkið, að mínu mati, til að halda einhverjum stöðugleika í íslenskum sjávarút- vegi. Hins vegar mun fyrningar- leiðin alltaf hafa ákveöna óvissu í för með sér sem getur dregið úr hagkvæmni greinarinnar. Aðalmálið, að mínu mati, er þó að halda aflamarkskerfinu og fara alls ekki í sóknarmark aftur. Það yrði dauðadómur yfir íslenskum sjávarútvegi. Þess vegna finnst mér réttlætanlegt að gera ein- hverjar lagfæringar á aflamarks- kerfinu til að skapa meiri sátt. Landsmenn vilja væntanlega sjá sjávarútveginn áfram rekinn með hagnaöi án ríkisstyrkja. Þetta er í raun spurning imi stöðugleika í hagkerfinu, sem er sami stööug- leiki og erlendir kaupendur fisk- afurða okkar sjá og upplifa við heimsókn í stærstu sjávarútvegs- fyrirtæki landsins. Þetta er spurn- ing um traust. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég hef engra per- sónulegra hagsmuna að gæta í dag varðandi íslenskan sjávarút- veg - ég er hvorki kvótaeigandi né hluthafi í neinu sjávarútvegsfyrir- tæki. „íslenskur sjávarútvegur er matvælaframleiðsla á heimsmœlikvarða og ef tekið yrði upp sóknarmark að nýju yrði það í mínum huga afturhvarf til fortíðar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.