Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2003, Blaðsíða 14
14 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 DV Nú fer fram skemmtileg keppni þar sem böm og unglingar geta sungiö eöa spilað lög af geisla- disknum- HÆTTUM AÐ REYKJA. Hver og einn getur flutt lögin og textana eftir eigin höföi. Öll lögin á geisladisknum eru einnig í karoke útfærslu. Sendu upptöku á kasettu eöa geislsdisk til Þjónustumiðstöðvar UMPÍ, Fellsmúia 26, 108 Reykja- vik fjrrir 25. maí. Úrslit veröa kynnt á reyklausum degi 31. maí. IHÆTTUM AÐREYKJA HVATNINGAR ÁTAK UMFÍ SdALF! VERÐLAUN FYRIR BESTA FLUTNINGINN: ITíu hljóöverstímar meö upp- tökumanni í hijóðveri Geim- steins (kr. 60.000) og Karaoke- DVD spilari og karaoke diskur aö eigin vali (kr. 24.000) frá Radíóbæ. Vinningshafa gefst jafnframt tæki- færi til aö syngja eitt lag inn á geislaplötu sem kemur út í sumar. ÍFimm hljóöverstímar með upptökumanni í Hljóö- smiöjuLnni (kr. 30.000) og Mark geislaspilari (kr. 10.000) frá Tóbaksvamanefnd. ® Þrír stúdíótímar (kr. 15.000) í Eyranu til söngs og 0 hljóðblöndunar yfir undirspil. Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók iyrir tölvu (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. fJT Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu A (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýg- indi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. 6Fjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum fráSkífunni. ÍFjórir geisiadiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Geisladiskur; í svörtum fötum frá Skífunni. (S1 E d d a irsÉla II • llal Sil 1119 REYKLAUS REIKNINGUR Leggöu inn á Reyklausan reikning’ til aö fa geislaplötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggöu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning £ banka eða sparisjóöi og þú færö eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aöalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aöalbanki) nr. 283408 Búnaöarbanki (aöalbanki) nr. 120552 Mundu aö láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. m Qeisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er eúlnig hægt aö fá í Þjónustumiðstöö UMFÍ, Fellsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Hoildarverömæti viiminga í hvatniugarátaki UMFÍ er kr. 750.000. Nöfn vinningshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. mal. HVATNINGAR ÁTAK UMFÍ DVWND SIGURÐUR JÓKULL Leikarinn Anna Rósa og leikstjórinn Hera Frumsýna leikritið Piómur annab kvöld í Tjarnarbiói. Dreymdi plomur í New York, dreif mig þangað og fór að skrifa - segir Anna Rósa Sigurðardóttir „Sumir halda að leiksýningar gangi ekki á sumrin en við ætlum að afsanna þá kenningu," segja þær Hera Olafsdóttir og Anna Rósa Sigurðardóttir. Galvaskar frumsýna þær nýtt leikverk annað kvöld í Tjarnarbíói. Það heitir Plómur og er eftir Önnu Rósu sem einnig leikur öll hlutverkin en Hera leikstýrir. Reyndar koma mun fleiri að sýningunni, enda nýtt sviöslista- og framleiðslufélag á bak við hana, íslenska samband- ið ehf. Plómur er fyrsta verkefni félagsins en örugglega ekki það síðasta því það hyggst standa að uppsetningum á frumsömdu og minna þekktu efni bæði hérlendis og erlendis. „Þetta er 15 manna þéttur hópur,“ segja þær Hera og Anna Rósa og ljúka miklu lofsorði á samstarfsfólkið. Nefna meðal annars til sögunnar Rósu Guð- mundsdóttur sem sjái um tónlist- ina, semji sumt af henni og leiki á fimm hljóðfæri til skiptis. Andsetin af Strindberg Plómur fjallar um unga konu, Guðrúnu, sem á þá heitustu ósk að verða rithöfundur. Hún er hel- tekin af sænska leikskáldinu Aug- ust Strindberg en draumur henn- ar eina nóttina, um djúpfjólubláar plómur í New York verður til þess að hún tekur örlagaríkt skerf inn í framtíðina. Líf hennar tekur krappa beygju er andi Strindbergs tekur sér bólfestu í líkama hennar á litlu hótelherbergi og eftir það er hún misskilin af umheiminum. Anna Rósa kveöst hafa ofíð verkið úr tveimur hugmyndum. Leikriti um stúlku sem var and- setin af Strindberg sem sett hafi verið upp eftir hana í Seattle - og eigin draumi. „Mig dreymdi plóm- ur í New York sl. haust, bjó mér til ferð þangað og fór að skrifa.“ (Eflaust finnst henni tillit blaða- manns eitthvað undarlegt og bæt- ir því við:) „Já, maður verður að upplifa það sem maður er að skrifa um. Þetta var líka dálítið líkt Strindberg - svolítið „kreisí." Þetta snýst mikið um að hlusta á eigin rödd, trúa á sjáifan sig og þora að þora,“ segir hún og maður veit ekki alveg hvort hún á þar við persónuna í Plómum eða sjáifa sig. Flökkudýr Hera kveðst líka lengi hafa spáð i Strindberg og m.a. skrifað um hann ritgerðir. Áhuginn á sænska höfuðskáldinu er þó alls ekki það eina sem hún og Anna Rósa eiga sameiginlegt. Báðar hafa þær víða farið og verið búsettar erlendis síðustu 7-8 árin við nám og störf. Hera er nýútskrifaöur leikstjóri með mastersgráðu frá London og Anna Rósa er leikari með BA- gráðu frá Seattle. Þegar frekar er forvitnast um ferilinn kemur í ljós að Anna Rósa er fædd og uppalin í Reykjavík en kveðst fyrst hafa flutt til New York 18 ára og eftir það þvælst milli heimsálfanna. „Ég var af og til í dansi en langaði alltaf að læra leiklist," segir hún. Þar kom að hún fór í leiklistarskóla í Seattle og fékk m.a. þjálfun í „Suzuki“ leiktækni, sem hún segist nýta sér í Plómum. Eftir það vann hún vestanhafs um skeið en kom heim í fyrrasumar. „Ég fór svolítið skrýtna leið, tilheyrði mörgum skólum og mörgum hópum en nú er loksins ég búin að finna staðinn og hópinn!" segir hún ánægjuleg. „Það er eiginlega sama sagan hjá mér. Ég er líka flökkudýr og er búin að búa erlendis næstum tutt- ugu ár í allt,“ segir Hera og nefnir Svíþjóð, Danmörku, Ítalíu, París, San Francisco og London. „Ég var búin að prófa innanhússarki- tektúr, fikta við tónlistarnám og myndlist, var að vinna á Stöð tvö í þrjú ár en þegar ég fór að lesa leikhúsfræðin fann ég að i leik- stjórn mætast allir þessir hlutir. Hugsa á sömu nótum Að því kom líka að þessar kjarnakonur mættust. Það gerðist síðasta nýársdagskvöld er þær voru kynntar hvor fyrir annarri. „Þetta var eins og æðri hand- leiðsla því við vorum báðar á þeim tímapunkti tilbúnar að búa og starfa hér heima,“ segir Hera og heldur áfram hlæjandi. „Svo hugsum við á sömu nótum. Fórum saman að versla í matinn um dag- inn og þegar við litum í körfurnar hvor hjá annarri þá vorum við með það sama!“ „Já, maðurinn minn er svolítið hræddur við okk- ur. Segir að við hlæjum eins - og að sömu hlutunum," bætir Anna Rósa við. Þær hafa samt ekki sagt skilið við útlönd því þær hyggjast sýna verk sín þar, enda hafa þær tengiliði víða. „En hér verður okk- ar heimavöllur og hér fmnum við fyrir sérstakri orku,“ segir Anna Rósa. Hún hlakkar til að frum- sýna Plómur. „Við höfðum þörf fyrir að koma þessu frá okkur og svo er eftir að sjá hvemig því verður tekið af öðrum,“ segir hún. Hera kvíðir ekki viðtökunum. „Það hafa allir verið helteknir af pólitík og prófum undanfarið og þyrstir í að fá eitthvað ferskt. Þetta er líka svo skemmtilegt að fólk getur bara ekkert án þess ver- ið.“ -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.