Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Side 18
18 SKOÐUN FIMMTUDACUR 19.JÚNÍ2003 Skoðun Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangiö:gra@dv.is eða sent bréf til.Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar. Hver réð gjaldkerann? Olíuborun á landi Guðjón Guðmundsson skrifar: (öllum þeim fréttaflaumi sem spunninn er vegna hins dular- fulla peningahvarfs hjá Lands- símanum gegnum hendurað- algjaldkerans þar á bæ er auð- vitað mörgum spurningum enn ósvarað. Og einkennilegt er að almenningur heyrir í raun ekki margar áhugaverðar spurningar bornar upp af fjöl- miðlamönnum. Ein er t.d. þessi: Hver réð gjaldkerann til Lands- símans? Svarið myndi eflaust vera: Ja, hann var ráðinn gegn- um ráðningarskrifstofu! Er það nægilegt svar? Ráðningarskrif- stofa ræður ekki mann nema í samráði við þann sem biður um starfskraftinn. Þá er að spyrja: Hvaða Landssímamaður valdi einmitt þennan mann? Sveinn Jóhannsson hringdi: Ég hef verið að lesa í DV um olíusetlög við (sland og jafnvel á landinu sjálfu. Mikið er búið að rannsaka og staðfesta að hér eru setlög til staðar. Hvað er þá í veginum sem hamlar því að hafist verði handa um tilraunaborun? Er ekki akkur fyrir íslenska ríkið að fá þetta staðfest að fullu? Olíuborun á landi væri skynsamleg, og eng inn getur bannað að leyfa al- þjóðiegu fyrirtæki að bora fimm km holu á landi í einka- eign. Ég skora á einstaklinga eða fyrirtæki að kaupa rétt landeiganda þar sem setlög eru talin vera til þess að láta bora á það dýpi sem til þarf til að komast að hinu sanna. Miklar erlendar skuldir íslands SKOÐUN GREIN Björgvin Guðmundsson viöskiptafræðingur. Sendinefnd frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum var á ferð hér á landi fyrir nokkru. Slíkar heimsóknir eru regluiegar og er tilgangur þeirra að gera nokkurs konar úttekt á ís- lensku efnahagslífi. Umsögn sendinefndarinnar um ástandið hér var nokkuð já- kvæð að þessu sinni. Alvarlegar athugasemdir Þó gerði sendinefndin alvarlegar athugasemdir við miklar erlendar skui 3ir fslands. Hreinar erlendar skuldir námu í árslok 2002 80% af vergri landsframleiðslu. Alls nema erlendar skuldir þjóðarbúsins 130% af vergri þjóðarframleiðslu í ársok 2002. Sagði sendinefnd Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins að þetta væri hæsta hlutfall meðal þróaðra þjóða. Ef litið er á þróun erlendra skulda frá árinu 1995, eða frá því núverandi stjómarflokkar komust til valda, kemur eftirfarandi í ljós: Árið 1995 námu hreinar erlendar skuldir sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu 50% en í lok ársins 2002 námu þær sem fyrr segir 80%. Þetta er nokkuð önnur mynd en fulltrúar stjórnarflokksins drógu upp af ástandinu í þessum efnum í kosningabaráttunni. Þá héldu þessir fulltrúar því fram að þetta ástand væri mjög gott og hefði batnað mikið undanfarin ár. En það er alveg þveröfugt. Árið 1999, þegar síðasta kjörtímabil hófst, námu hreinar erlendar skuldir ís- lands sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu 49%. Þær jukust því á kjörtímabilinu úr 49% í 80%! „ Vafamál er hvort það er í verkahring Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins að mæla fyrir um hvort ríki láti hið opinbera eða einkaaðila annast mik- ilvæga þjónustu eins og rekstur heilbrigðiskerf- is og menntakerfis." Á meðan hreinar erlendar skuld- ir íslands em meiri en í nokkm öðm þróuðu ríki getum við ekki verið ánægðir með árangurinn í því efni að lækka skuldirnar. Mikið vafamál í áliti sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er fjallað um áform ríkisstjórnarinnar um hækkun hús- næðislána og um skattalækkanir. Varað er við hækkun húsnæðislána og bent á að hækkun þeirra gæti valdið hækkun fasteignaverðs. í sambandi við áform um lækkun skatta er bent á nauðsyn þess að lækka ríkisútgjöld áður en skattar verði lækkaðir. Er sú athugasemd í samræmi við álit er fram kom í kosningabaráttunni um að hætt væri við að framlög til velferðar- kerfisins yrðu skert ef lækka ætti skatta. í áliti sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er mælt með aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Er sagt að á þann hátt mætti ná auknu aðhaldi í rekstri og sparnaði. Hér er með öðmm orðum mælt með því, að al- menningur greiði meira sjálfur fyr- ir þjónustuna í þessum greinum. Vafamál er hvort það er f verka- hring Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að mæla fyrir um það hvort ríki láti hið opinbera eða einkaaðila annast mikilvæga þjónustu eins og rekstur heilbrigðiskerfis og menntakerfis. Hér er um mjög viðkvæmt pólitískt mál að ræða og hlýtur það alfarið að vera mál viðkomandi ríkis hvaða leið það velur í þessum efnum. Valfrelsi í skólamálum Jón Benediktsson skrifar: Nýlega var kynnt skýrsla um valfrelsi í skólamálum. Þar kem- ur m.a. fram að í grunnskólum okkar virðist sem þar séu fremur hafðir að leiðarljósi hagsmunir þeirra sem veita þjónustuna í skólunum en hinna sem eiga að fá hana. Það dugar lftt fyrir borgarstjórann að mótmæla þessu, þar sem t.d. formaður fræðsluráðs Reykjavíkur hefur viðurkennt að yfirvöld séu bundin á klafa kjarasamninga við starfsmenn grunnskólanna. Á meðan svo er að allt grunn- skólakerfið er í raun og sann í eins konar gíslingu kennara og annarra starfsmanna í skóla- kerfinu verður lítið úr því að koma á raunverulegu valfrelsi í skólamálum í þessum geira menntakerfsins. Sjálfstæði grunnskólanna fer fyrir lítið í kerfi þar sem engu má breyta fyrir ofríki „starfsstéttanna". * I gfslingu„starfsstéttanna"? Samkynhneigð - öfuguggaháttur? Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri skrifar: Hér áður áttu samkynhneigðir menn, sem sýnilega voru í hátt lík- ari konum, afskaplega erfitt upp- dráttar. Það var þeim erfitt vegna kynhneigðar sinnar að finna sér tryggan og gagnvirðandi félaga með rómantík og sambúðarferli ekki ólíkt og með hjónum. Menn sem bjuggu þannig saman urðu fyrir aðkasti. Ríkjandi siðun En þessir menn hafa aldrei kom- ið alla leið út úr skápnum. Þeir bjuggu við það að aðrir karlar mis- notuðu þá með ofbeldi, níði, ofríki og vændu um öfuguggahátt. Vegna þess að samkynhneigð var ekki við- urkennd í samfélaginu voru það mikiir hagsmunir að ná viðurkenn- ingu. Þessir „öfúguggar" eru um margt líkir melludólgum, sem keyra sjálfsvirðingu kvenna niður í hagnaðarskyni. Við heyrum ekkert af því þegar hommar í sambúð þurfa að verja trúnað og reisn sam- búðar sinnar fyrir mönnum mikill- ar fýsnar en engra mannvirðinga. Á þessu sviði eru öfuguggar eins og annars staðar. Auðvitað verður að virða ríkjandi siðun, hvort heldur um gagnkyn- hneigð eða samkynhneigð er að ræða. Ef karl notfærir sér, svo dæmi sé tekið, greindarlitla konu og sendir hana til útlanda til að leika sér að þar þá ræðst ríkjandi siðun gegn slfku athæfi. En þegar sam- kynhneigður karl gerir þetta við greindarlítinn mann segir enginn neitt. Fólki finnst Þetta vera eitt- hvert „hommastand" og þá segir samtfminn ekki bofs. Þegar svo um er að ræða nfðings- hátt gagnvart börnum fá samkyn- hneigðir barnaníðingar aðra um- „Vegna þess að sam- kynhneigð var ekki við- urkennd í samfélaginu voru það miklir hags- munir að ná viðurkenn- ingu." fjöllun vegna þess að ekki má gagn- rýna samkynhneigð. En barnaníð- ingar eru einnar gerðar og samkyn- hneigðir verða að virða þá ríkjandi siðun í orði sem á borði. Hórukassahagfræði Hagfræði kynlífs er rökstudd með svipuðum rökum og Milton Friedman, boðberi frjálsrar dópsölu, notar: „Hvað myndir þú gera í dæminu?“ Þannig er það hagfræði út af fýrir sig, fýrir þá sem kaupa sér drengi til samlags, að þeir séu t.d.ekki að nota hættulegar sprautur, jafnvel með lifrarbólgu- sýkingu eða öðru verra. - Þá væri betra að slíkir drengir hefðu frjálst dóp og fríar sprautur. Og þegar ekki er um að ræða til- finningalegt samband milli ein- staklinga heldur fýsnasvölun er það- hagfræði kynlífs að hafa frjálst verð á fýsnasvölun. Þegar farið er svo að kenna þessa öfúguggahagfræði í háskólum endar það með auglýs- ingum og markaðsmennsku eins og við höfum verið að sjá í fréttum. Einnig heyrum við af nýjum ósið- um unglinga á þessu sviði og fólki sem virðir trúnað og tryggð ofbýð- ur. En Þegar farið er að auglýsa ís- lenska þjóð í ljósi „hórukassahag- fræði“ er tími til kominn að leggja niður stöður manna sem að henni standa og láta fyrirtæki og stofnan- ir fmna fýrir slíku athæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.