Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 25.JÚNÍ2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: úrn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar:
auglysingar@dv.is.- Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94,sími:462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir
viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
EFNI BLAÐSINS
Hóta brottrekstri hers
- innlendar fréttir bls. 4
Kettir hverfa sporlaust
- innlendar fréttir bls.4
91% launahækkun
- innlendar fréttir bls. 6
Leikkona stefnir LR
- innlendar fréttir bls. 6
Hverjir annast börnin
- innlendar fréttir bls. 10-11
Sumarblíða í myndum
-Tilvera bls. 16-17
Guðjón er umdeildur
- DV-Sport bls. 38-39
Aston Villa vill ekki
Jóhannes Karl
- DV Sport bls. 36
DV Bingó
Það er komið
bingó á N-röðina.
Nú spilum við því
G-röðina og
önnur talan er 57.
Þeir sem fá bingó,
eru vinsamlega beðnir að láta
vita í síma 550 5000 innan þriggja
daga. Ef fleiri en einn fá bingó er
dregið úr nöfnum þeirra. í
vinning er ferð fyrir tvo með
Iceland Express til London eða
Kaupmannahafnar.
Samhliða einstökum röðum er
allt spjaldið spilað. Verðlaun fyr-
ir allsherjarbingó er vikuferð til
Portúgals með Terra Nova Sól.
Sagði upp tveimur konum
UPPSAGNIR: Baejarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti á
fundi í gærkvöld að segja
upp tveimur konum í stjórn-
unarstöðum hjá bænum frá
1. júli. Meirihluti bæjarstjórn-
ar samþykkti að segja upp
Hafdísi Hafliðadóttur skipu-
lagsstjóra og Svölu Jónsdótt-
ur jafnréttisráðgjafa. Þær
voru ráðnar til starfa af bæj-
arstjórn 1998, í tíð fyrrverandi
meirihluta Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. Bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokks
bókuðu andstöðu sina við
uppsagnirnar og í umræðu
um tillögurnar benti einn
bæjarfulltrúi flokksins á mis-
ræmi milli orða og gerða
Samfylkingar sem gæfi sig út
fyrir að vinna að jafnrétti.
Beint flug til Narsarssuaq
TAKA HÖNDUM SAMAN: Jón
Karl Ólafsson, framkvæmda-
stjóri hjá Flugfélagi (slands, og
Magni Arne, forstjóri Atlantic
Airways. DV-myndGVA
SAMGÖNGUR: Flugfélag (s-
lands og færeyska flugfélagið
Atlantic Airways hefja beint
flug til frá Reykjavík til Nars-
arssuaq á Grænlandi í dag, en
flug þangað hefur legið niðri í
tvö ár. Nýlegt samkomulag
milli íslensku ríkisstjórnarinnar
og grænlensku heimastjórnar-
innar um fjárframlag vegna
flugsins gerir það mögulegt.
Flogið verður tvisvar í viku frá
miðjum júní fram til loka
ágúst með þotu frá Atlantic
Airways. Flugið er jafnframt
tengt flugi til Færeyja og er
því hægt að fljúga beint milli
Grænlands og Færeyja með
viðkomu í Reykjavík.
Lægsta fargjald til Grænlands
aðra leið er 15.415 krónur
samkvæmt nýrri verðskrá.
i Borgarfirði seljast fyrir firnaháar upphæðir:
Kaupsýslumenn kaupa
jarðir fyrir tugi milljóna
Jarðir með veiðiréttindum eru
eftirsóttar og seljast dýrt, til
dæmis við Langá á Mýrum í
Borgarfirði. Verðið mun halda
áfram að hækka að mati kunn-
ugra
Jarðir sem liggja að Langá í Borg-
arfirði hafa verið að seljast á himin-
háu verði að undanförnu. Veiðirétt-
indi eru farin að hækka verð ein-
stakra jarða upp úr öllu valdi og
kaupverðið er í hæstu hæðum.
Jörðin Langárfoss var nýlega seld og
fór á milli 80 og 90 milíjónir króna.
Seljandi var Sveinn Aðalsteinsson,
viðskiptafræðingur í Reykjavík.
Kaupandi jarðarinnar var hlutafé-
lagið Langárfoss ehf. Að því standa
skv. heimildum DV Jóhannes Krist-
insson, flugstjóri hjá Cargolux í Lúx-
emborg, og Pálmi Haraldsson,
kenndur við Banana hf.
Veiðiréttindi eru farin
að hækka verð ein-
stakra jarða upp úr öllu
valdi og kaupverðið er í
hæstu hæðum.
Hvítsstaðir á háu verði
Borgarbyggð seldi í síðasta mán-
uði jarðirnar Hvítsstaði og Árbæ
sem er ofanvert við Hvítá vestan-
verða. Sveitarfélagið átti jörðina að
hálfu á móti Skógrækt ríksins, en
hún er með öllu húsalaus. Kaup-
verðið var 27,5 milljónir króna.
Samkvæmt heimildum blaðsins
eru kaupendurnir þjóðkunnir
kaupsýslumenn í Reykjavík.
„Verðið á Hvítsstöðum fór fram
úr okkar björtustu vonum. Við
fengum fyrir jörðina mun hærra
verð en við höfðum gert ráð fyrir í
fjárhagsáædun okkar fyrir þetta ár.
Þessa fjármuni hyggjumst við síðan
nota í hinar ýmsu fjárfestingar sem
við þurfum að fara í hér á vegum
sveitarfélagsins," sagði Páll Snævar
Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgar-
byggð.
Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðla-
maður, sem í áraraðir hefur verið
með veiðiútgerð við Langá, segist
telja verðið fyrir Hvítsstaðina vera
mjög sanngjamt. Miðað við þróun
undanfarinna ára megi augljóslega
áætla að innan fárra ára verði þetta
„talið algjört tombóluverð,“ eins og
Ingvi komst að orði.
Fleiri jarðir falar
Hvítsstöðum og Árbæ fylgdu
fjórar einingar veiðiréttar í Langá
en Langárfossi hins vegar 27.
Þannig skýrist hinn mikli verðmun-
ur á jörðunum að nokkm leyti.
Ýmsar fleiri jarðir em í eigu sveitar-
félagsins og verða þær seldar ef við-
unandi tilboð fæst, að sögn bæjar-
stjórans. Þeirra á meðal er jörðin
Grenjar sem liggur að Langá, en
hana á sveitarfélagið að hálfu á
móti erfingjum Odds heitins Ólafs-
sonar, alþingismanns og yfirlæknis
á Reykjalundi.
Einnig má hér nefna Urriðaá og
Smiðjuhól á Mýmm. Þær jarðir em
samliggjandi og em nú í eigu Capi-
tal ehf, en það félag keypti jarðirnar
fyrir fyrir fáum missemm. Umrætt
hlutafélag er í eigu Magnúsar
Gunnarssonar kaupsýslumanns,
áður formanns VSI og síðast for-
manns bankaráðs Búnaðarbanka
fslands.
í samræmi við þróun
Magnús Leopoldsson fasteigna-
sali, sem í áraraðir hefur fengist við
sölu bújarða, segir að þetta háa
verð sem fékkst fyrir jarðirnar á
Langárbökkum sé í samræmi við
þróun á þessum markaði. Jarðir
með veiðiréttindum fari á háu verði
og þá ekki síst þær sem séu á sunn-
an- og vestanverðu landinu. Al-
mennt sé þó eftirspurn eftir slíkum
so
r~s ó
M o
Hvítsstaðir
OLahgárfoss
jörðum ekki bundin við ákveðin
landsvæði.
„Ég tel líklegt að þessi þróun
haldi áfram og lönd sem liggja að
laxveiðiám haldi áfram að hækka í
verði. Slíkt er þó að mínu mati
bundið við hvernig aflabrögð verða
og þau hafa verið treg síðustu sum-
ur,“ segir Magnús Leopoldsson.
sigbogi@dv.is
INGVI HRAFN: Hvítsstaðir á algjöru
tombóluverði.
MAGNUS: Aflabrögð stjórna verðinu.
PÁLL SNÆVAR: Verðið fram úr okkar
björtustu vonum.