Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 15
4-
Skoskur lax geislavirkur
Forysta al-Qaeda í molum
LAXELDI: Rannsóknir sýna að
leifaraf geislavirkum úrgangi
er að finna í skoskum eldislaxi
sem seldur er í matvöruversl-
unum. Umhverfisverndarsam-
tökin Greenpeace, sem ósk-
uðu eftir rannsókninni, segja
að mengunina megi rekja til
losunar geislavirks úrgangs frá
Sellafield kjarnorkuendur-
vinnslustöðinni í Englandi
sem (slendingar, Norðmenn
og (rar hafa í mörg ár þrýst á
að verði lokað.
Geislavirka efnið teknitín-99
fannst í bæði ferskum og
reyktum eldislaxi sem keyptur
var í stórmörkuðum. Að sögn
heilbrigðisyfirvalda var magn-
ið vel innan leyfilegra marka
og því engin ástæða fyrir
neytendur til að óttast.
HRYÐJUVERK: George W. Bush
Bandaríkjaforseti sagði í gær
að tekist hefði að uppræta for-
ystu al-Qaeda, hryðjuverksam-
taka Osama bin Ladens, en
það gæti tekið mörg ár að
ganga milli bols og höfuðs á
almennum liðsmönnum sam-
takanna.
Franski fræðimaðurinn Roland
Jacquard, sem er sérfræðingur
í alþjóðlegum hryðjuverkum,
sagði að al-Qaeda réði hugs-
anlega yfir um átta hundruð
mönnum sem væru reiðubún-
ir að ráðast á bæði efnahags-
leg skotmörk og ferðamenn.
Jacquard, sem er ráðgjafi
Sameinuðu þjóðanna í þess-
um efnum, sagði að SÞ
myndu senda frá sér skýrslu í
næstu viku þar sem fram
kæmi að bin Laden hefði sent
þriðju kynslóð al-Qaeda liða
frá Afganistan áður en Banda-
ríkjamenn steyptu stjórn tali-
bana í nóvember 2001.
Jacquard sagði í viðtali við
franska sjónvarpsstöð að það
væri orðið mjög erfitt fýrir
leyniþjónustur að fylgjast með
ferðum þessara manna sem
hann sagði stórhættulega.
Á VERÐI: Bretar urðu í gær fyrir mesta
mannfall í (rak síðan þeir hófu þátttöku í
inrásinni í landið í lok mars og einnig
voru árásirnar (gær þær mannskæðustu
sem innrásarherir bandamanna hafa
orðið fyrir í átökum á einum degi síðan
stríðinu lauk þann 1. maí sl.
verið gerð innan landamæra Sýr-
lands.
Rumsfeld sagði á blaðamanna-
fundi í gær að vissulega yrðu þeir
látnir lausir og væru viðræður í
gangi við sýrlensk stjórnvöld.
Hann vildi þó lítið segja um það
hvort árásin hefði verið gerð inn-
an landamæra Sýrlands og bætti
við að oft væru landamæri óljós.
Prakkarínn í afmæli Vilhjálms príns:
Harmar fjaðrafokið
Boðflennan í 21 árs afmæli Vil-
hjálms Karlssonar Bretaprins
harmar mjög allt fjaðrafokið
sem uppákoma hans í
Windsorkastala á laugardags-
kvöld olli meðal bæði breskra
stjórnmálamanna og yfir-
manna öryggismála.
„Ég gekk of langt og þetta mun
ekki endurtaka sig,“ sagði grínist-
inn Aaron Barschak í viðtali við
breska ríkisútvarpið BBC.
Barschak tókst að komast fram
hjá öllum öryggisvörðum inn í
Windsorkastala og upp á svið þar
sem Vilhjálmur prins var að flytja
ávarp. Hann var ekki handsamaður
fyrr en hann fór fram á bar að fá sér
eitthvað til að svala þorstanum.
Barschak sagðist hafa gripið til
þessa ráðs til að auglýsa atriði sitt á
Edinborgarhátíðinni í sumar. Hann
sagðist vera konungssinni og að
hann harmaði afleiðingarnar.
„Ég vil fara heim. Eg er orðinn
ÓVÆNT UPPÁKOMA: Vilhjálmur prins á
Englandi fékk óvæntan og óboðinn
gest í 21 árs afmælisveisluna sína í
Windsorkastala um síðustu helgi.
Hvorki prinsi né öðrum ráðamönnum
Bretlands var skemmt. Gestirnir kunnu
þó vel að meta spaugarann óboðna.
hundleiður á þessu öllu saman, ég
vil ekki sjá þetta meir,“ sagði
spaugarinn Aaron Barschak.
Hefur þú séð þennan bíl?
Þessum silfurlita VWPolo með skmr. YG-330 varstolið
afbílasölu í Kópavogi. Efþú hefur upplýsingar um
bílinn hafðu þá vinsamlega samband við lögregluna
í Kópavogi. s. 560 3050 eða 640 3713.
Spaugarinn Ali
handtekinn
Samkvæmt fréttum breska
blaðsins Daily Mirror handtóku
bandaríksir hermenn Mo-
hammed Saeed al-Sahaf, fyrr-
um upplýsingamálaráðherra
Iraks, við vegatálma f einu
úthverfa Bagdad í fyrrakvöld.
Al-Sahaf er betur þekkur sem
„spaugarinn Ali“ vegna fram-
göngu hans sem helsti tals-
maður fyrrum ógnarstjórnar
Saddams f upphafi strfðs, en þá
kom hann oft fram í
skraudegum sjónvarpsútsend-
ingum þar sem hann laug til
um stöðu stríðsins.
„Við erum að sigra," sagði
hann þegar hersveitir Banda-
ríkjamanna hófu innrásina í
Bagdad og hvatti landa sína til
dáða gegn vonlausum óvin-
inum.
SPAUGARINN: Al-Sahaf, helsti tals-
maður ógnarstjórnar Saddams.
Tafið var að al-Sahaf, sem var
ekki á lista Bandaríkjamanna
yfir eftirlýsta stuðningsmenn
Saddams, hefði framið sjálfs-
morð eftir fall Saddams en
hann mun samkvæmt frétt
Daily Mirror hafa farið huldu
höfði í íbúð í úthverfi Bagdad
ásamt fjölskyldu sinni.
Sigurstjarnan
AFMÆLISTILBOÐ! 50% AFSLATTUR!
Hver einasti hlutur í búðinni
á 50% afslætti
fimmtudag ogfóstudag.
Ótrúlegt úrval
Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin.
Sigurstjarnan
í bláu húsi við Fákafen, sími 588 4545.