Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003 TILVERA 23
Tilvera
Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5813 -550 5810
Bono margoft hótað lífláti
HÓTUNARBRÉF: Öll öryggisgæsla f
kringum írska popparann Bono, for-
söngvara rokksveitarinnar U2, hefur
verið hert til muna vegna ítrekaðra
morðhótana að undanförnu.
Bono hefur fengið hvorki meira né
minna en 24 bréf, sem öll voru
póstlögð í London, frá einhverjum
sem mislíkar barátta popparans fyr-
ir bættum kjörum fátæklinga í
þriðja heiminum. Sem kunnugt er
hefur Bono meðal annars lengi
barist fyrir því að skuldir ríkja í Afr-
íku verði gefnar eftir svo að þau
geti komið betur undir sig fótun-
um.
Bréfritarinn vill að Bono gefi skít í
útlendingana og snúi sér frekar að
því að koma eigin fólki til hjálpar.
„Ef þessu heldur áfram kemur þú til
með að enda í kistu," segir í einu
hótunarbréfinu.
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
3uzuki Baleno Wagon, bsk.
Skr. 12/01, ek. 26 þús.
Verð kr. 1390 þús.
Kirkjuvörðurinn: „Starfið er fræðandi og síðan fær maður líka svolítinn lærdóm í tungumálum," segir Rakel Gísladóttir með altaristöfluna í baksýn.
Á vaktinni í gömlu torfkirkjunni á Víðimýri í Skagafirði:
Virðing íyrir gömlum kirkjum
V(öimýrarkirkja: Stílhrein og fögur, byggð árið 1834.
Gamla kirkjan á Víðimýri í
Skagafirði er 169 ára. Kirkju-
vörðurinn Rakel Gísladóttir er
aðeins tæplega tvítug.
Hvort heldur er hér innanlands
eða úti í heimi þá eru kirkjur alltaf
sterkt aðdráttarafl ferðamanna.
Þannig eru íslensku sveitakirkjurn-
ar alltaf h'eillandi, til að mynda torf-
kirkjurnar sem þó eru orðnar fáar
uppistandandi. Kirkjan á Víðimýri í
Skagafirði þykir næsta einstæð í
sinni röð en hún var byggð árið
1834.
Læri þýskuna
„Að standa vaktina hér í kirkj-
unni er líklega skemmtilegasta starf
sem ég hef sinnt til þessa. Ekki síst
er starfíð fræðandi og síðan fær
maður líka svolítinn lærdóm í
tungumálum. Lærir þessi einföld-
ustu orð í þýskunni, en stærstur
hluti þeirra ferðamanna sem hing-
að koma eru af erlendu bergi
brotnir," segir Rakel Gísladóttir,
nítján ára, úr Vamahlíð.
Þetta er hennar fyrsta sumar í
þessu starfí þar sem hún stendur
vaktina jöfnum höndum á Víðimýri
og í byggðasafninu í Glaumbæ. Á
síðarnefnda staðnum leiðsegir hún
ferðamönnum í íslenskum peysu-
fötum eins og var sunnudaga-
klæðnaður íslenskra kvenna á fyrri
tíð. Á Víðimýri er hún hins vegar
gjarnan í flíspeysunni,
Stílhreinn minjagripur
Margt hefur um kirkjuna á Víði-
mýri verið ritað. í bókinni Hundrað
ár í Þjóðminjasafni sem Kristján
Eldjárn, þjóðminjavörður og síðar
forseti íslands, skráði segir hann að
kirkjan sé „... einn stílhreinasti og
fegursti minjagripur íslenzkrar
byggingalistar sem til er“, eins og
hann kemst að orði.
Altaristaflan f kirkjunni er frá ár-
inu 1727 og sýnir heilaga kvöldmál-
tíð. Kirkjan var mjög hrörleg orðin
þegar hún var aldargömul. Varð að
ráði að ríkissjóður keypti kirkjuna
og var hún gerð upp.
„Maður ber að sjálfsögðu virð-
ingu fyrir gömlum munum og þá
ekki síst kirkjum," segir Rakel Gísla-
dóttir. Hún segir ekki annað en
góða anda vera á sveimi í gömlu
torfkirkjunni á Víðimýri. Hins vegar
segi sér reyndara fólk í minjavörsl-
unni í Glaumbæ að sitthvað sé á
sveimi í gamla torfbænum þar;
nokkuð sem almennt sé auðveld-
ara að skynja en sjá. -sbs
Elton John
Efnalitlir aðdáendur fengu frítt
Nokkur hundruð aðdáendur
skallapopparans Eltons Johns
fengu óvænt frítt inn á tónleika
hans á Cotroceni-leikvanginum í
Búkarest um síðustu helgi, þá
fyrstu sem hann heldur þar í landi.
Aðstandendur tónleikanna tóku
þessa ákvörðun eftir að ljóst var að
aðeins nokkur hundruð miðar
höfðu selst af þeim fimmtán
þúsund sem í boði voru og frekar
en að bjóða goðinu upp á
hálftóman leikvang var þeim
hundruðum aðdáenda sem safnast
höfu saman fyrir utan leikvanginn
hleypt frítt inn við mikinn fögnuð
en fólkið hafi ekki haft efni á því að
kaupa sér miða með kostuðu frá
fjórtán hundruð til tíu þúsund
krónur.
Yfirskrift tónleikanna var
„Tónlistarviðburður ársins í
Rúmeníu“ en Elton, sem kom til
Búkarest tveimur tímum fyrir
tónleikana, þótti standa vel fyrir
sínu eins og venjulega, en hann er
mjög vinsæll í Rúmeníu, ekki síst
vegna stuðnings hans við bar-
áttuna gegn alnæmi f landinu.
Elton hélt beint til Búdapest í
Ungverjalandi strax eftir tónleik-
ana í Búkarest en þar biðu hans
fimmtu tónleikarnir á yfir-
standandi tónleikaferð um Evrópu.
Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk
Skr. 8/99, ek. 39 þús.
Verð kr. 990 þús.
Suzuki Liana, bsk.
Skr. 2/02, ek. 10 þús.
Verð kr. 1380 þús.
Suzuki Grand Vítara 2,0, bsk.
Skr. 6/01, ek. 73 þús.
Verð kr. 1791 þús.
Suzuki Jimny JLX, bsk.
Skr. 6/00, ek. 54 þús.
Verð kr. 1160 þús.
MMC Space Star, bsk.
Skr. 5/00, ek. 54 þús.
Verð kr. 990 þús.
Subaru Legacy GL Wagon, bsk.
Skr. 7/99, ek 64 þús.
Verð kr. 1390 þús.
Subaru Forester 2,0 AX, ssk.
Skr. 3/98, ek. 89 þús.
Verð kr. 1180 þús.
Honda HRV, bsk.
Skr. 2/02, ek. 31 þús.
Verð kr. 1690 þús.
Sjáöu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---////-------------
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100
*r