Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Síða 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl2003 Klassískt efni, segir Gunnar Helgason leikstjóri Söngleikir GREASE-MOLAR: (uppruna- legri útgáfu á söngleikurinn Grease sér stað í Rydell High menntaskólanum skömmu eftir 1950 og er eftir Warren Casey og Jim Jacobs. Danny Zuko er foringin í töffara- gengi sem kallar sigT'Birds, stelpuklíka í skólanum kallar sig Pink Ladies en stúlkurnar í klíkunni eru langt frá því að vera dömur. Danny og Sandy kynntust í sumarleyfi og hitt- ast aftur í skólanum um haustið. Sandy finnst Danny ekki vera sami maðurinn og fellur illa inn í stelpuklíkuna sem gerir óspart grín af sak- leysi hennar. Hún ákveður að breyta til og áður en varir er hún orðin svalasta p(an í skól- anum og slær alla út af lag- inu. Kvikmynd sem gerð var eftir söngleiknum var frum- sýnd árið 1978 með þau John Travolta og Oliviu Newton- Johns í aðalhlutverkum og sló öll aðsóknarmet.Tekjur af henni voru þrjú hundruð og fjörutíu milljón dollararfyrsta árið sem var met fyrir söng- leik og stendur það enn. Grease i nyjum Duningi „Grease er klassískt efni og því í raun óþarfi að spyrja þessarar spurningar," segir Gunnar Helga- son, leikstjóri nýrrar uppfærslu á söngleiknum, þegar hann er spurð- ur hvers vegna ákveðið hafi verið að setja hann upp aftur. „Það kom upp hugmynd um að fá Birgittu Haukdal og Jón Jósep Snæbjörns- son, söngvara í hljómsveitinni í svörtum fötum, til að leika í söng- leik og þau voru til í það. Grease varð fljótlega fyrir valinu enda klassískt og gott verk sem flestir hafa gaman af.“ Ég held að það verði mjög gaman fyrir fólk að koma á sýninguna og sjá andlit sem það þekkir ekki. Gunnar segir að söngleikurinn sé svo vinsæll víða erlendis að í mörg- um borgum sé hann alltaf í gangi. „Ég sá til dæmis erlenda uppfærslu í vetur sem var frumsýnd 1993 og hún gengur og gengur." Ný framsetning Að sögn Gunnars var ljóst frá upphafi að um nýja framsetningu á efninu væri að ræða. „Það kom aldrei til greina að gera þetta eins og síðast. Sagan og tónlistin er sú sama en allt annað er breytt. Eins og við gerum þetta þá gerist sagan á Islandi árið 2003.“ Gunnar segir að flutningur sög- unnar í tíma og rúm kalli á breyt- ingar á nánast ölhí. „Útsetningar á lögunum eru öðruvísi, búningarn- ir, sminkið og leikmyndin. Við urð- um líka að fá nýja gerð af bfl og heimfæra söguna að íslenskum að- stæðum með því að taka út allt þetta ameríska og gera það ís- lenskt." Gunnar segir að þrátt fyrir að ýmis ljón hafi verið á veginum hafi undirbúningur gengið vel og gaman að vinna að uppfærslunni. „Við fengum strax bestu menn í verkið, Gísla Rúnar Jónsson stað- færir og ég fékk stundum að kíkja yfir öxlina á honum og fylgjast með og það var bæði fræðandi og skemmtilegt. Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson sér um tónlistina og hljómsveitin er frábær, Vignir í Ira- fári, Haffi í Síðan skein sól, Kjartan Valdimarsson og Guðni bassaleik- ari." Nýandlit „Fyrir utan Birgittu og Jónsa, sem leika aðalhlutverkin, eru sextán aðrir á sviðinu. Það hefur til dæmis enginn af dönsurunum tekið þátt í atvinnumannasýningu áður." Gunnar segir að hann hafi leitað til ungs fólks sem stundar samkvæm- isdansa og til ungra leikara þegar hann valdi í hlutverkin. „Enda krefst verkið þess." Hann segir einnig að í hópi leikara séu til dæmis ein leikkona sem útskrifað- ist í vor, þrjár sem kláruðu í fyrra og tveir strákar sem eru enn i Leiklist- arskólanum. Grease varð fljótlega fyrir valinu enda klass- ískt og gott verk sem flestir hafa gaman af. „Ég held að það verði mjög gam- an fyrir fólk að koma á sýninguna og sjá andlit sem það þekkir ekki og enn þá skemmtilegra að sjá þau brillera eins og allir eru að gera.“ Gunnar segir að Guðrún Lárus- dóttir og Helga Rósa Hannam hafi í sviðsljósinu: Sigrún Birna, María Þórðar, Margrét Eir, Birgitta Haukdal, Brynja Valdís Gísladóttir, Sigrún Ýr Magnúsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. DV-myndir ÞÖK m Strákagengiö: Guðjón P. Karlsson, Sveinn Þór Geirsson, Jón Jósep Snæbjörnsson, Jón Páll Eyjólfsson og Jóhannes HaukUr Jóhannesson. StelpukKkan: Birgitta Haukdal, Sigrún Birna Blomsterberg, Mar- ía Þórðardóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Margrét Eir Hjartar- dóttir. hannað búningana fyrir sýninguna en þær eru báðar nýútskrifaðar úr tfskuhönnunardeild Listaháskóla Islands. „Þær komu inn í dæmið mjög seint og hafa unnið þrekvirki síðustu fjórar vikurnar. Brúðakjóla- leiga Dóru veitti okkur líka mjög góðan styrk í fataúttekt sem bjarg- aði tveimur stærstu atriðunum lyr- ir okkur." Þegar Gunnar er spurður hvort allt sé tilbúið fyrir frumsýningu annað kvöld hlær hann og segir: „Nei ekki enn en það verður það." -Kiþ * Þýddi textann upp á nýtt: Gísli Rúnar Jónsson segist telja að dæmið hafi gengið ágætlega upp með því að hafa hreppa- flutninga á verkinu í tíma og rúmi og finna íslenskar hliðstæður Á myndinni með Gísla er sonur hans, Róbert Ólíver Gísla- son.. Hreppaflutningar í tíma og rúmi Það var Gísli Rúnar Jónsson sem vann textann fyrir nýja upp- færslu Borgarleikhússins á söng- leiknum Grease. Að hans sögn gekk verkið furðulega vel þrátt fýrir að vera snúið. „Ég hef oft staðfært verk áður eða haft á þeim landflutninga en þetta var bæði flutningur í tíma og rúmi og það var snúið. Grease er fiftís mústkal og fyrst eftir að mér var boðið verkið fannst mér hug- myndin mjög skrítin en ég var fljótur á átta mig á því að þetta er hægt. Persónulega finnst mér dæmið hafa gengið ágætlega upp með því að hafa hreppaflutninga á verkinu í tfma og rúmi og finna íslenskar hliðstæður." Aðspurður segir Gísli að textinn sé endurþýddur til að passa við samtímann. „Allt laust mál og bundið er algjörlega þýtt upp á nýtt og því í raun um frumflutn- ing að ræða." -Kip í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.