Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Page 26
26 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl2003 Lesendur Innsendar greinar • Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasföa DV, Skaftahltð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar. I mat á „toppstað" Berglind Magnúsdóttir hringdi: Frá því var sagt í fréttum að eft- ir að fundi utanríkisráðuneytis lauk með fulltrúum Bandaríkj- anna vegna varnarsamningsins hefði hinum erlendu fulltrúum verið boðið í hádegisverð í Iðnó. Ekki efa ég að málsverð- urinn hafi verið prýðilegur. Ég hef sjálf matast þarna og feng- ið afbragðsmáltíð. En ég myndi ekki bjóða útlendingum, sem hingað koma kannski einu sinni á ævinni, í mat annað en þangað sem vítt er útsýni og eitthvað fyrir augað. Ég hefði valið annaðhvort Grillið á efstu hæð Sögu eða þá veitingasal- inn í Perlunni. - Ekki innilokað rými á hábjörtum sumardegi. Læknar á svörtum lista Sig. Egill skrifar: (frétt í Mbl. nýlega mátti lesa frétt undir yfirskriftinni „Læknar á svörtum lista". Þetta var frétt um lista yfir norska lækna, hjúkrunarfræðinga og tann- lækna sem norska heilbrigðis- ráðuneytið hafði undir höndum. Enginn fjölmiðill hér á landi hef- ur þorað að þirta lista yfir lækna á svörtum lista, hvorki lifandi né látna. Slíkur listi er þó sagðurtil og væri ekki seinna vænna að birta hann. Það er glæpur að halda hlífiskildi yfir læknum sem uppvísir hafa orðið að því að gefa út t.d. fíknilyf eða lyf í alltof stórum skömmtum. Það er ekk- ert síðri glæpur en kynferðis- glæpir eða hvað annað sem yfir þessa þjóð gengur á síðustu og verstu tímum. Lygin um sannleikann „Og svo kom rafmagn. Og rafmagnið tók að „hreyfa" eitt og annað." Þorsteinn Hákonarson framkvstj. skrifar: Einhver myndi nú segja sem svo að hér sé verið að setja fram einhverja yfirgengileg- ustu fullyðingu fyrr og síðar. En hana ætla ég samt að rök- styðja á eftir. Hættulegasta lygi samtímans er lygin um til- veru „tæknilegs sannleika". - Hljómar illa, ekki satt? En stað- reynd engu að síður. Tvær forsendur Ályktun um tæknilegan sann- leika á sér tvær forsendur. Hin fyrri er að eftir sautján hundruð ára þró- unarferli tókst hollenskum verk- fræðingi loks að setja fram sam- ræmda reikniaðferð fýrir margföld- un, deilingu og meðhöndlun brota, tugabrota og almennra brota. Eftir að samræmi komst á í reikniað- ferðum þá gátu útreikningar orðið sambærilegir ef menn notuðu sömu lengdareiningu, sömu þyngdareiningu og sömu tímaein- ingu. En til þess þurfti forsendu númer tvö, og það er forsenda Galileos um að hægt sé að lýsa náttúrunni með stærðfræði. Þegar þetta virkaði alls staðar eins þá voru menn með „sannar" niðurstöður og „sanna" útreikninga. Þetta vita allir af til- einkun, án þess að það hafi verið skilgreint sérstaklega. Eplið datt Svo datt eplið, og með reiknikúnst var hægt að lýsa ferli fallsins og segja fýrir um það. Þar „Eftir að samræmi komst á í reikniaðferð- um þá gátu útreikning- ar orðið sambærilegir efmenn notuðu sömu lengdareiningu, sömu þyngdareiningu og sömu tímaeiningu." með fékkst vald á sannleikanum. Eiginlega fannst mönnum að sann- leikurinn væri sýnilegur. Smá- hnökri var þó á - orsök þess að eplið datt. Og því var einfaldlega ályktað að ef við togum í eplið þá hreyfist það. Því hlaut eitthvað að toga í það svo það dytti. - „Það hlaut að vera", ekki rétt? Og sú ályktun hefur staðið fram á okkar daga. Og svo kom rafmagn. Og raf- magnið tók að „hreyfa" eitt og ann- að. Og ný „hlýtur-að-vera“-ályktun kom fram. Rafhleðsla og rafkraftur eins og þyngdarkraftur. Þetta er í dag „metri", „kíló", „sekúnda" og „kúlomb". Það er sannleiksgrunnur reiknivirkra vísinda, byggður á hlýtur-að“vera“-ályktunum. Lygi En þetta er ekki þannig. Tími er talning á gerund þess sem við köll- um efni, efni sem eyðist og endur- skapast í og af þeirri lengd, sem við köllum rúm. En til þess að heildar- eyðingin verði jöfn endursköpun, og svo koll af kolli, þá leiða bæði eyðing og sköpun langt út í rúm og verða fyrir áhrifum af öðru sem gerist. Þetta er viðsnúningsfasinn, frá eyðingu yfir í sköpun, og frá sköpun yfir í eyðingu. Það er það sem við köllum rafhleðslu sem hef- ur virkni um langvegu. Við þetta verða (“hljóta-að- vera") orsakir leystar upp í gerund- arkerfi. Þá er hægt að ná valdi á og skýra margt annað, sem er „auka", líkt og t.d. viðhald orkunnar, eða hvers vegna tími líður, og svo margt, margt annað. Munurinn er um lýsingarstig, hversu mikið vald það gefur. En þegar munurinn er lýsingarstig dettur tæknilegur sannleikur upp fyrir og verður að lygi. Lýsingarstig kemur í staðinn. En ég hafði áður sagt „hættuleg lygi". Hættuleg vegna þess að við lægra lýsingarstig náum við ekki tegundarskilyrðum - að ráða vistkerfi okkar sjálf. Og þá deyjum við út eins og Neanderdals- maðurinn. Flókið? Nei, en þó hægt að segja innan þeirra takmarkana sem um- sjónarmaður þessa dálks hjá DV setur mér - þótt meiri tíðindi verði ekki sögð innan þeirra. Kvenskörungur ársins? Margrét Einarsdóttir skrifar: Alveg er það yndislegt að fylgjast með hvernig öll tæki- færi eru notuð til að koma fyrrv. borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, á fram- færi. Kosningamar em búnar, Ingi- björg féll út af þingi og hún er ekki lengur borgarstjóri, eða forsætis- ráðherraefni. - Samt skal hún í fjöl- miðla á einhverjum forsendum sem ég átta mig ekki almennilega á. Þegar sjónvarpað var frá stefnu- ræðu forsætisráðherra um daginn var Ingibjörg Sólrún þar komin sem varaþingmaður. Við sama tækifæri kynnti Framsóknarflokkurinn hina nýju þingmenn sína, og sem var snilld. Gríman var afhent í síðustu viku og mikið um að vera í Þjóðleik- „í þriðja lagi má svo nefna að allt í einu er á Rás tvö valinn kven- skörungur ársins í þessari sömu viku. Mér skilst að það hafi aldrei verið gert áður. Hver ætli hafi verið valin? Jú, engin önnur en Ingibjörg Sólrún!" húsinu. Og viti menn, er ekki Ingi- björg þar mætt á fyrsta bekk til að veita Grímu! Við spyrjum; á hvaða forsendum var hún fengin til að vera þarna? Af hverju var ekki alveg eins náð í Öss- ur Skarphéðinsson til að veita Grímuna? Hann er snjall ræðu- Rauði krossinn beinir flóttafólki hingað komnu á gistihús Hjálpræðishersins. ystufólki hennar. Og léleg kjör ís- lensks alþýðufólks em ekki útlend- ingum að kenna. Biðröðin hjá Mæðrastyrksnefnd stafar af því að íslensk alþýða á foringja sem ekki hafa komið málum fram. Þar á bæ ræður nesjamennskan ríkjum - tregðulögmál hins steinmnna aft- urhalds. „Það er sérkennilegt að útlendingar á íslandi skuli frekar eiga tals- menn meðal fólks í Reykjavíkur-Akademí- unni en hjá alþýðu landsins og forystufólki hennar." Verkalýðsforustan ætti að vinna betur að kjaramálum sinna um- bjóðenda en hætta að amast við út- lendu verkafólki og troða skóinn af opinberum starfsmönnum. Hvor- ugir spilla kjömm verkafólks. Frá afhendingu Grímu-verðlauna í Þjóðleikhúsinu. maður og hefði rétt eins getað ver- ið þarna á fremsta bekk með forset- anum og fleiri fyrirmennum. í þriðja lagi má svo nefna að allt í einu er á Rás tvö valinn kvenskör- ungur ársins í þessari sömu viku. Mér skilst að það hafi aldrei verið gert áður. Hver ætli hafi verið valin? Jú, engin önnur en Ingibjörg Sól- rún! Og fyrir hvaða ár var hún val- in? Árið 2003 er ekki hálfnað þannig að ekki þýðir mikið fyrir konur að afreka eitthvað það sem eftir er árs- ins því að vinir hennar á Rás 2 em búnir að velja „kvenskömng árs- ins“. - Það er hlegið að þessu um allan bæ. Yfirleitt þegar valdir em menn ársins er það vegna einhverra af- reka. Ég auglýsi hér með eftir afrek- um ISG á árinu. - En af sanngirni sting ég upp á að útnefningin sé fýrir opnun Pandómboxa eða þá fýrir geymslutiltekt. J.M.G. skrifar: Samkvæmt nýlegri blaðagrein sem ég barði augum vildu ís- lenskir almúgamenn og prest- ar ekki samþykkja vilja Krist- jáns konungs 7. um þegnrétt gyðinga í ríkinu. Sagan sýnir hins vegar að grein- arhöfundur þarf ekki að undrast þetta. Andúð íslendinga á útlend- ingum er söm og jöfn. Áslaug Laangard á gistihúsi Hjálpræðis- hersins segir í nýlegu blaðaviðtali að Rauði krossinn beini flóttafólki sem hingað kemur á gistihús Hjálp- ræðishersins. Hún segir að í vetur hafí margt yndislegt fólk frá Rúss- landi og víðar að verið á hóteli Hersins en snúið til baka. Þetta er ekki falleg saga. Verkalýðshreyfingin horfir þegj- andi á. Andúð á útlendingum er ríkjandi í þeim herbúðum. Það er sérkennilegt að útlendingar á ís- landi skuli frekar eiga talsmenn meðal fólks í Reykjavíkur-Akadem- íunni en hjá alþýðu landsins og for- Andúð á útlendingum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.