Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUR 25.JÚNÍ2003 TULVERA 35
Lífið.e-
vmnu
Bláa kirkjan
í kvöld verða tónleikar í Bláu Kirkj-
unni á Seyðisfirði kl. 20.30
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla; Bryn-
dís Halla Gylfadóttir, selló og Stein-
unn Birna Ragnarsdóttir, píanó leika
létta dúetta og tríó. Ásamt tn'ói eftir
Haydn sem ljúkar með mjög vinsæl
„ungverskt rondó", sem er létt og
skemmtilegt munu verða á dag-
skránni tangóar eftir Argentínska
tónskáldið Astor Piazzolla. Einnig
verður vinsæl tónlist eftir Gluck,
Beethoven og Bach og lag eftir John
Williams úr kvikmyndinni
Schindler’s List, og spönsk tónlist
eftir Granados og Cassadó.
Handan tímans
ftalski kórinn Liberia Cantoria
Pisani undir stjóm Filippo Furlan
ásamt slagverksleikaranum Luca
Nardon er í heimsókn hér á landi og
heldur kórinn tvenna tónleika. Kór-
inn hefur tekið þátt í ýmsum kóra-
mótum og keppnum í Evrópu og
unnið til verðlauna fyrir flutning
sinn. Kórinn hefur fyrst og fremst
fengist við flutning á eldri tónlist frá
miðöldum og endurreisnartímanum
en einnig verið virkur í flutningi
20.aldar verka og pantað verk frá
ítölskum samtímatónskáldum. Efh-
isskrá kórsins á Islandi samanstend-
ur eingöngu af tónlist frá 20.öld og
samtímanum. Yfirskrift tónleikanna
er Handan ti'mans þar sem fléttað er
saman kórtónlist og slagverksspuna.
Fyrri tónleikamir verða f Skálholti í
kvöld (frítt) en síðari tónleikarnir í
Listasafni Reykjavíkur í Hafharhúsi
föstudaginn 27. júní (kr.1000) og
hefjast þeir báðir kl. 20:00.
Hvað er ósnortin náttúra
Bandarískur umhverfissagnfræð-
ingur, Harriet Ritvo mun halda fyrir-
lestur í Norræna Húsinu í Reykjavík í
dag. Harriet Ritvo starfar sem pró-
fessor við MIT og hefur í rannsókn-
um sínum sérstaklega fjallað um
hugmyndafræðilegan grundvöll
náttúruverndar. I fyrirlestri sínum
mun Ritvo fjalla um hvað sé ósnortin
náttúra og hvort mannvirki og at-
hafnir mannsins séu raunvemleg
náttúmspjöll eða einfaldlega breyt-
ing á náttúm sem óháð aðgerðum og
mannvirkjum manna tekur sífelld-
um breytingum. Fyrirlesturinn er í
Norræna húsinu og hefst kl. 12.00
LÖGGAN: Kurt Russel leikur Elton Perry af miklum krafti.
Löq og ólög í L/
mmrmmMnm
Sif Gunnarsdóttir
sif@dv.is
Ef það er eitt sem ég hef lært af öll-
um löggumyndunum sem ég hef séð
þá er það að löggan í Los Angeles er
sú spilltasta og versta á byggðu bóli.
Kvikmyndin Dark Blue er af sama
ættbálki og löggumyndirnar L.A.
Confidential og Training Day sem er
ekki nema von því að handritshöf-
undurinn Ayer er sá sami og skrifaði
Training Day en handritið að Dark
Blue skrifar hann eftir bók James Efl-
roys sem skrifaði L.A. Confidential.
Mennimir hafa augljóslega spilltar
löggur á heilanum.
I Dark Blue leikur Kurt Russel
lögguna Eldon Perry. Hann er harður
í hom að taka og trúir á það eitt að
koma glæpamönnum fyrir kattarnef
og finnst skipta litlu máli hvaða að-
ferðir em notaðar. Perry hefur fengið
nýjan félaga, Bobby Keough (Speed-
man), sem er ekki alveg búinn að
fatta að lögin em það sem lögreglan
gerir - ekki það sem hún fer eftir.
Þegar myndin hefst er aganefnd að
rannsaka þá vegna skotbardaga þar
sem þeir drápu mann, nákvæmlega
á sama tíma og bandaríska þjóðin
beið í ofvæni eftir úrskurði kviðdóms
um mál lögreglumannanna fjögurra
sem börðu Rodney King í Los Angel-
es árið 1992. Yfirmaður Perrys, Jack
Van Meter (Gleeson), er gjörspilltur
og fégráðugur lögreglustjóri sem læt-
ur sér ekkert fýrir brjósti brenna en
sem betur fer leynist einn góður
maður í lögregluliði englaborgarinn-
ar, aðstoðarlögreglustjórinn Arthur
Holland (Rhames), og hann ætlar sér
að taka til í lögreglunni hvað sem
það kostar.
Styrkur Dark Blue er sem sagt ekki
plottið, því það er margnýtt, en
margt gerir hana þó vel þess virði að
sjá hana. Handritið er þétt og ágengt
(þótt endirinn hefði mátt vera
minna melódramatískur) og græðir
á þvf að stilla sögunni upp við sögu-
legan atburð. Eftir að myndbandið
með Rodney King er sýnt í upphafi
myndar kemur ekkert sem slæmu
löggurnar gera manni fyrir sjónir
sem ótrúlegt eða of langt gengið.
Myndin endar sama dag og kvið-
dómurinn úrskurðaði lögregluþjón-
ana saklausa og Los Angeles logaði
Það sem lyftir Dark Blue
yfir meðallagið er frábær
leikur Kurts Russels í að-
alhlutverkinu. Perry er
siðspilltur rasisti sem
heldur að hann sé hetja.
Hann er aldrei alvondur
enda er hann verri lögga
en maður.
af óreiðum, Sú umgjörð hentar loka-
atriðinu einkar vel.
Leikstjórinn, Ron Shelton, hefur
hingað til helst gert rómantískar
íþróttamyndir eins og Bull Durham
og Tin Cup en tekst prýðilega að
skapa hráa og ofbeldisfulla stemn-
ingu. Kvikmyndatakan er að venju
grófkornuð, hraðldippt og hoppandi
- (öðruvísi eru myndir ekki gerðar
núna) sem hentar einkum götusen-
unum vel.
Það sem lyftir Dark Blue yfir með-
allagið er frábær leikur Kurts Russels
í aðalhlutverkinu. Perry er siðspilltur
rasisti sem heldur að hann sé hetja.
Hann er aldrei alvondur, enda er
hann verri lögga en maður - ef hann
Sambíóin/Háskólabíó
DarkBlue
★★★
væri t.d. kokkur væru slæmu hliðar
hans ekki jafn hættulegar. Russel er
kaldhæðinn, reiður og að lokum
uppgefinn og tómur þegar hann átt-
ar sig á hver eða réttara sagt hvað
hann er orðinn. Russel hefur sjaldan
eða aldrei verið betri og af hverju í
ósköpunum fær hann ekki fleiri bita-
stæð hlutverk? Scott Speedman er
ágætur í hlutverki félagans unga sem
þjáist enn af samviskubiti yfir að
ljúga og svíkja í skjóli vinnunnar en
verður ósköp litlaus samanborið
með Russel og sama má segja um
flesta aðra nema írska karakterleik-
arann Brendan Gleeson sem leikur
lögreglustjórann gerspillta með
glæsibrag.
Dark Blue er ekki frábær mynd en
afþreying af betra taginu á einu af
rigningarkvöldunum sem Veðurstof-
an var að lofa okkur.
Leikstjóri: Ron Shelton. Handrit David
Ayer, byggt á skáldsögu eftir James Ell-
roy Kvikmyndataka: Barry Peterson. Að-
alleikarar: Kurt Russell, Scott Speedman,
Ving Rhames, Brendan Gleeson, Mich-
ael Michele og Lolita Davidovich.
HOWTO LOSE A GUY IN 10 DAYS: Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15.
OLD SCHOOL: Sýnd kl. 6 og 8. NÓI ALBINÓI: Sýnd kl. 6.
KRINGLAN tS 588 0800
ÁLFABAKKI tS 587 8900
Ágúst Bogason
skrifar um fjölmiðla
Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6,8 og 10. B.i. 12 ára.
-fi im unouR
Sýnd kl.8og 10.
Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.
KRINGLAN
■ iMill ||iii
ALFABAKKI
loggutryíhr með hinum svala
Kurt Russel.
Þessi frabæra grinmynd er frá fram-
leiðandanum Jerry Bruckheimer
sem hefur gert smellina Arma-
geddon, Pearl Harbor,
The Rock og Conair.
Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.i. 16 ára.
BRINGING DOWN THE HOUZE
Sýnd kl. 3.45,5.50,8 og 10.15.
Sýnd kl. 3.45,5.50,8 og 10.15.
Bú.l2ára.
Sýnd kl. 5.50,8 og mtSLPOWBSfMMS. Sýnd kl. 6,8 og 10.
THE MATRIX RELOADED:
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30.
KANGAROO JACK:
Sýnd kl.4,6,8og 10.
BRINGING DOWNTHE HOUZE
Sýnd kl.5.50 og 8.
SKÓGARLÍF:
Sýnd m.Isl.tali kl.4.
JOHNNY ENGLISH:
Sýnd kl.3.45.
THE MATRIX RELOADED:
Sýnd kl. 10.10. B.i.12ára.
Jim, Doug og
femínistarnir
Þann 19. júní fögnuðu konur um
allt land því að hátt í 90 ár voru lið-
in frá því að þær fengu kosninga-
rétt. Þennan dag notuðu femínistar
og aðrir jafnréttissinnar til þess að
vekja athygli á jafnréttisbaráttu
kynjanna og voru þær mjög áber-
andi í fjölmiðlum þennan dag sem
og dagana á undan.
Þegar ég hafði nýlokið við að
horfa á umræðuþátt í sjónvarpinu
þar sem fyrrnefnd mál voru til um-
ræðu skipti ég yfir á Skjá einn. Þar
var hins vegar eitthvað allt annað í
gangi. Heimilisfaðirinn Jim í þátt-
unum According to Jim var þama
mættur og á eftir honum birtist
Doug sem er aðalpersónan í þátt-
unum The King of Queens. Bæði
Jim og Doug em amerískir milli-
stéttarheimilisfeður sem em ham-
ingjusamlega giftir, rétt eins og
Raymond í þáttunum Everybody
Loves Raymond sem einnig em
sýndir á Skjánum. Eiginkonur þre-
menninganna eiga það allar sam-
eiginlegt að vera bráðmyndarlegar,
elda alftaf matinn, þrífa og sjá alfar-
ið um uppeldi barnanna. Mennirn-
ir þeirra em aftur á móti ekki eins
myndarlegir og þeir gera nákvæm-
lega ekkert á heimilinu annað en að
horfa á sjónvarp og vera til vand-
ræða. Sem dæmi vakti áðunefndur
Doug konuna sína kl. 5 um morgun
þar sem hann þurfti að mæta
snemma í vinnuna og vantaði ein-
hvern til að strauja skyrtu af sér.
Konan hans varð vissulega pirmð
en lét það samt yfir sig ganga eins
og alltaf. - Mjög viðeigandi boð-
skapur á degi jafnréttis.
STJÖRNUGJÖF DV
★ ★★★
Nói albínói
Respiro ★★★
Identity ★★★
X-Men 2 ★★★
They ★★i
Agent Cody Banks ★ ★i
Johnny English ★★i
Tricky Life ★ ★i
Anger Management ★★
2 Fast 2 Furious ★★
Kangaroo Jack ★★
Matrix Reloaded ★★
Bringing Down
the House Tkir
How to Lose a Guy
in 10 Days ★★
Old School ★