Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Qupperneq 38
38 DVSPORT MIÐVIKURDAGUR 25. JÚNÍ2003
Baldur Sigurðsson, aðalfjárfestir„Bamsley-hópsins", ávíttí Guðjói
* Hann hefur verið búsettur í Bret-
landi í 14 ár, er framkvæmda-
stjóri fjárfestingar- og fjármögn-
ungarfyrirtækisins Avalon Fin-
ance, sem staðsett er í kringum
Cambrigde-svæðið í Bretlandi.
Hann heitir Baldur Sigurðsson
og er maðurinn sem er megin-
valdur fjaðrafoks undanfarna
daga varðandi meint yfirtökutil-
boð hóps íslenskra fjárfesta á
enska knattspyrnufélaginu
Barnsley. f opinskáu viðtali við
DV-Sport leggur hann spilin á
borðið, segir sína hlið um stöðu
mála og ræðir ítarlega þátt Guð-
jóns Þórðarsonar í öllu ferlinu.
„Það er fyrirtækið Avalon Finance,
þar sem ég starfa sem framkvæmda-
stjóri, sem hefiir verið að vinna í yfir-
töku á ensku félagi (töluvert langan
tíma og það erum við sem leiðum
þennan hóp,“ segir Baldur. Hann seg-
ir það vera uppspuna frá rótum að
um sé að ræða hóp íslenskra fjárfesta
- enginn annar fslendingur sé viðloð-
andi málið nema hann sjálfur.
„Vitleysan byrjaði þegar Peter
Doyle, aðaleigandi Barnsley, fór út
með fréttir þess efnis að það séu ís-
lenskir fjárfestar hugsanlega að taka
við Bamsley gegn Peter Ridsdale. Ég
ræddi við Doyle og hann sagði við
mig að það hefði ekki litið eins bein-
skeytt út hefði hann sagt alþjóðlegur
hópur fjárfesta. Því sagði hann ís-
lenskir fjárfestar og ég tók því. En þeir
aðilar sem ég er að vinna með í þessu
eru fyrirtæki frá Hollandi, Þýskalandi
og Rússlandi án þess að ég vilji mikið
vera að ræða það,“ segir Baldur.
Hann svarar hreinskilnislega, að-
spurður um þátt Guðjóns Þórðarson-
ar í meintri yfirtöku.
„Ég get alveg staðfest að Guðjón fór
með mér og fleirum til Bamsley á
laugardaginn til þess að kanna að-
stæður og skoða félagið. Hann var
hins vegar ekki aðili að viðræðum um
sölu og hann er ekki sá sem leiðir
þennan hóp fjárfesta."
- Er hann einn afþessum fjárfest-
um?
„Nei, það er hann ekki. Fyrir utan
fyrirtækið sem ég vinn hjá þá em eng-
in íslensk tengsl við þetta yfírtökutil-
boð á neinn hátt.“
- Verður Guðjón knattspymustjóri
„Guðjón var ekki aðili að
viðræðum um sölu og
hann er ekki sá sem leiðir
þennan hóp fjárfesta."
liðsins fari svo að þið takið yGr
klúbbinn?
„Fyrst kaupum við félagið og sfðan
ráðum við stjórann. Það er ekki búið
að taka neina ákvörðun um hvort
hann verði stjórinn. Það em fjárfestar
Trúnaðarbrestur Guðjóns og Baldurs:
Bar ekki saman
Það var skömmu eftir að hafa
rætt við blaðamann DV-
Sports sem Guðjón Þórðarson
sagði öðrum fjölmiðlum frá
því að trúnaðarbrestur hefði
orðið á milli hans og Baldurs
Sigurðssonar. Af samtali DV
við Guðjón var greinilegt að
honum og Baldri bar ekki
saman um aðalatriðin í þess-
► um hugsanlegu kaup á Barns-
ley og sagði Guðjón, þvert
gegn því sem Baldur hafði
sagt við DV-Sport skömmu
áður, að hann yrði næsti þjálf-
ari liðsins.
„Það er raunverulega ekkert að
frétta. Þetta mál er á ákveðnum
farvegi og skýrist frekar á morgun,"
sagði Guðjón Þórðarson í gærdag,
aðspurður hvort eitthvað hefði
breyst í hans málum frá því degin-
um áður, en þar staðfesti hann við
> breska fjölmiðla að hann yrði næsti
stjóri Barnsley, ef hópur fjárfesta
sem hann væri viðloðandi, myndi
ná völdum.
Spurður síðan af DV hvort hann
væri sá sem leiddi hópinn svaraði
Guðjón:
„Leiða og leiða ekki. Ég held að
„ þeir séu fullfærir um að ganga
* sjálfir. Það þarf ekkert að leiða þá,"
sagði Guðjón og vildi ekkert segja
um hvort hann ætti einhvern fjár-
hagslegan þátt í málinu.
„Það skiptir engu máli hver er að
leggja hvað í þetta. Það sem skiptir
máfi er að verið er að búa til hóp
manna sem stjórnar þessari yfir-
töku og persónuleg útgjöld manna
er ekki eitthvað sem rætt verður
um,“ segir Guðjón sem staðfesti
síðan að hann hefði farið með
„Leiða og leiða ekki. Ég
held að þeir séu fullfær-
ir um að ganga sjálfir.
Það þarfekkert að
leiða þá."
hópnum til Barnsley á laugardag til
að skoða aðstæður hjá félaginu.
- Er búið að staðfesta við þig að
þú verðir næsti stjóri liðsins, fari
svo að þessi hópur nái völdum ífé-
laginu?
„Það eru allar líkur á því að ég
verði stjóri hjá Barnsley. Ég verð
stjóri Bamsley ef þetta gengur upp.“
- Þú ert í þessum viðræðum á
þeim forsendum að gerast stjóri
liðsins?
Já. Ég ætla mér ekki að taka
neina þjálfarastöðu hjá félaginu
eða neitt slíkt. Ég vill stjórastarfið
og er ekki til umræðu um neitt
annað. Það er alveg ljóst," sagði
Guðjón og bætti við að um væri að
ræða mun betri samning en þegar
hann var hjá Stoke.
„Þetta yrði miklu betri klúbbur
fyrir mig að fara í. Aðstaðan til fót-
boltans eru miklu betri og einnig
frá fjárhagslegu sjónarmiði séð.
Þetta er mun betra en hjá Stoke."
- Nú segir Baldur Sigurðsson að
þú komir aðeins til greina eins og
hver annar en ekkert sé ákveðið að
þú verðir framkvæmdastjóri. Hvað
segir þú við þvf?
„Ég tel bara allar líkur á því að ég
fái stjórastarfið. Ég hef ekkert um
það að segja í sjálfu sér, meirihlut-
inn mun ráða því og það er ekkJ
ljóst hver meirihlutinn í þessum
hópi verður. En eins og þetta liggur
í dag þá em allar líkur á því,“ sagði
Guðjón að lokum.
Greinilegt var að þessi ummæli
frá Baldri komu Guðjóni f opnu
skjöldu og vildi hann ekki ræða
málin frekar.
Hefur orðið trúnaðarbrestur
Skömmu eftir þetta samtal kom
Guðjón fram í öðrum fjölmiðlum
hér heima og lýsti því yfir að trún-
aðarbrestur hefði orðið milli hans
og Baldurs Sigurðssonar. Sá trún-
aðarbrestur fælist í því að Baldur
hafi sakað Guðjón um að hafa
sagst leiða fjárfestingarhópinn, en
Guðjón vildi meina að hann hefði
alltaf tekið skýrt fram í fjölmiðlum
að hann leiddi hópinn ekki.
í ffamhaldi af þvf hafi Baldur
og hluthafar sem ákveða hver það
verður og það verða engir slíkir fyrr
en búið er að kaupa félagið."
- Bein ummæli Guðjóns í breskum
ijölmiðlum í gær voru þess eðlis að
hann yrði næsti stjóri liðsins efhóp-
urinn sem hann leiðir myndi taka yfir
Bamsley. Var Guðjón að fara með
fleipur?
„Ég veit ekki nákvæmlega hvað
hann sagði en ég er búinn að hafa
samband við hann um þessi ummæli
og sett út á þau. Ég hef ekki fengið
nein viðbrögð við þeim hingað til en
það er ljóst að ekkert verður staðfest
um hver stjórinn verður fýrr en við
eigum klúbbinn. Þú ræður ekki stjóra
í einhvem klúbb sem þú átt ekki.
Þetta virkar einfaldlega ekki svoleið-
is," segir Baldur.
Aðspurður hvort Guðjón væri lík-
legri en aðrir til að hreppa stjórastól-
inn, sagði Baldur að Guðjón kæmi al-
veg til greina eins og allir aðrir - ekk-
ert meira en svo.
„Ég er búinn að hafa sam-
band við Guðjón um þessi
ummæli og sett út á þau."
Get vel unnið með Guðjóni
Það er hins vegar engu um það log-
ið að Guðjón er kjörinn í starf fram-
kvæmdastjóra Bamsley. Hann er á
lausu og þ.a.l. þarf ekki að kaupa
hann burtu ffá neinu öðm félagi rétt
eins og algengt er. Þá er Bamsley án
ffamkvæmdastjóra eins og er og því
þarf engan að reka, rétt eins og var
hlutskipti Gary Megson sem stjórnaði
liði Stoke áður en íslenski fjárfesting-
arhópurinn náði völdum í félaginu.
Þannig lítur þetta mjög vel út af
beggja hálfu. Engan þarf að reka, eng-
an launapakka þarf að greiða til frá-
farandi stjóra né engar bætur.
Nú hefur oft verið haft á orði að
erfítt sé að vinna með Guðjóni. Hef-
urðu engar áhyggjur af að svo verði
raunin hjá ykkur tveimur?
breytt áherslum sínum og sagt að
hann væri ekki væntanlegur
knattpsyrnustjóri liðsins. Fyrst svo
„Ég verð stjóri Barnsley
efþetta gengur upp. Ég
vill stjórastarfið og er
ekki til umræðu um
neitt annað."
væri hefði hann ekkert meira við
Baldur að segja því alltaf hefði leg-
ið fyrir að Guðjón yrði fram-
kvæmdastjóri liðsins.
Guðjón með tromp á hendi
Ekki náðist f Guðjón Þórðarson
seint í gærkvöld til að fá að vita
meira um þennan umtafaða trún-
aðarbrest en Guðjón lét hafa eftir
sér annars staðar að hann væri ekki
búinn að gefa upp á bátinn að ger-
ast stjóri Barnsley - hann þekkti
ákveðna aðila sem hefðu hugsan-
lega áhuga á þessu dæmi og á það
ætlaði hann að reyna í dag. Eins og
fram kemur á baksíðu DV í dag
segir Baldur að enginn trúnaðar-
brestur hafi orðið - málin standi
óbreytt frá hans sjónarhóli og þessi
mál verði að ræða við Guðjón sjálf-
an. Ennfremur sé ekki ömggt að
hann né neinn annar verði
framJcvæmdastjóri liðsins.
vignir@dv.is