Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Side 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ 2003 ÚTGÁFUFÉLA& Útgáfufélagið DVehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐAIRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjðm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngar: auglysingar@dv.is. - Drelflng: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Cltgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðscnt efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. EFNI BLAÐSINS 5.300 án atvinnu - frétt bls. 4 Hersetið land og löglaust - Heimsljós bls. 10 Miklu meiri umferð - úttekt bls. 12-1S Stærsta vörumiðstöð landsins - frétt bls. 16 Um framtíð Ríkisútvarpsins - kjallari bls. 17 Árni of dýr - DV-Sport bls. 18 Að dansa tangó -Tilvera bls. 44-45 DV Bingó % Það er komið \ bíngó á O-röðina M i og því spilum við V / nú allt spjaldið. - ._Athugið að sam- hliða einstökum röð- um hefur allt spjaldið verið spil- að þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. Fimmta talan sem kemur upp á allt spjaldið er 6. Þeir sem fá bingó láti vita (síma 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Vill lýðheilsustöð á Akureyri HEILSUGÆSLA; Stjórn Eyþings - sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - hefur sent frá sér ályktun þar sem áréttuð er fyrri afstaða um að lýðheilsustöð verði á Akureyri. Heilbrigðisráð- herra hefur sett Jóhannes Pálma- son í starf forstjóra lýðheilsu- stöðvar tímabundið í þrjá mán- uði, eða þar til Guðjón Magnús- son, skipaður forstjóri, tekur til starfa. Óljóst er hins vegar hvort hann kemurtil starfa þá. (ályktun Eyþings er skorað á ráðherra að auglýsa stöðuna aftur, taka þá af skarið og tiltaka að stofnunin verði á Akureyri eins og ráðherra hafi sagt að stefnt sé að. Með því geti ráðherra bundið enda á þá óvissu sem einkennt hefur stofn- un og staðsetningu stofnunar- innar. Neyðartalstöðvar í skálum FÍ ÖRYGGI: Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ferðafélag (s- lands munu hefja uppsetningu á neyðartalstöðvum í skálum Ferðafélagsins á naestu dögum. Settar verða upp 10 neyðartal- stöðvar í skálum Ferðafélagsins. Að sögn Jóns Hermannssonar, formanns fjarskiptaráðs björgun- arsveitanna er með þessu verið að auka öryggi ferðafólks svo það geti látið vita af ferðum sín- um ef það lendir í vandræðum. Dæmi eru um tilfelli þar sem björgunarsveitir hafa leitað að ferðafólki sem komist hefur í skála Ferðafélagsins en ekki haft meðferðis nein fjarskiptatæki og því ekki getað látið vita af sér. Ef fólkið hefði átt möguleika á að láta vita um ferðir sínar og að engrar aðstoðar væri þörf. Uppsagnir hjá áltæknifyrirtækinu Altech JHM: Reynt að endurskipu- leggja reksturinn Fyrirtækið ALTECH JHM hf. á nú í viðræðum við Lands- banka íslands vegna fjárhags- legrar endurskipulagningar félagsins og skuldbreytingar skammtímalána. Öllum starfs- mönnum fyrirtækisins, 17 að tölu, var sagt upp 31. maí, en gert er ráð fyrir að endurráða þá flesta og jafnvel bæta við starfsfólki. Félagið hefur þróað og smíðað yfir 30 mismunandi vélar og selt til 22 álvera um heim allan. Altech JHM er í viðræðum við flestöll álver í heiminum um sölu á tækjum sín- um og hefur útistandandi yfir 200 tilboð til 40 álvera í ýmsar vélar sín- ar. Stóru skautsmiðjuverkefni, sem félagið fékk í Ástralíu um seinustu áramót upp á 2,7 milljarða króna, hefur verið frestað til haustsins vegna seinkunar á byggingu álvers- ins þar í landi og orsakaði það m.a. fjárstreymisvandamál. Þá hafa skuldir safnast upp vegna þróunar- verkefna en eigið fé hefur verið of lítið til að fjármagna hraðan vöxt undanfarin ár. Verkefnastaða félagsins hefur að sögn aldrei verið betri. í tilkynningu frá félaginu, sem er í eigu Jóns Hjaltalíns Magnússonar, kemur fram að fyrirtækið hafi ekki getað greitt laun starfsmanna að fullu fyrir maí og júní en stefnt sé að því að ljúka þeim greiðslum í ENDURSKIPULAGNING: Öllum starfsmönnum Altech hefur verið sagt upp og er það liður í nauðsynlegri endurskipulagningu félagsins. Jón Hjaltalín Magnússon er eigandi fyrirtaekisins sem hefur þróað og smíðar vélar fyrir álver. næstu viku. Þar kemur einnig fram að framkvæmdastjóri félagsins, Þráinn Valur Hreggviðsson, sem hóf störf í nóv. sl., lét af störfum 1. júlí sl. í fullu samráði við stjórn fé- lagsins og eru honum færðar þakk- ir fyrir góð störf í þágu þess. Stóru skautsmiðjuverk- efni, sem félagið fékk í Ástralíu um seinustu áramót upp á 2,7 millj- arða króna, hefur verið frestað til haustsins. Verkefnastaða félagsins hefur að sögn aldrei verið betri. Verið er m.a. að undirbúa smíði tækja vegna samninga við fjögur álver, samtals að upphæð um 300 milljónir króna, og er verið að ljúka nokkrum öðr- um stórum verkefnum. Þá er verið er að ganga frá samningum við ís- lensk véla- og rafmagnsverkstæði vegna þessara útflutningsverkefna að upphæð yfir 100 milljónir króna í næstu viku. Félagið á í viðræðum við innlenda og erlenda fjárfesta um þátttöku í hlutafjárútboði til að fjármagna vöxt félagsins. Vonast er til að því verði lokið innan skamms, en IBM ráðgjafarþjónusta í Reykja- vík hefur aðstoðað félagið við þetta hlutafjárútboð. Þá má geta þess að Altech tekur þátt í athugun Atlantsáls á bygg- ingu álvers á Húsavík, en það verk- efni er alfarið fjármagnað af erlend- um stórfyrirtækjum og er rekið sem alveg sjálfstætt verkefni og óháð starfsemi Altech. hkr@dv.is Stjórnendur Eddu ánægðir með bóksölu sumarsins: Tíu á toppnum Bóksala hefur verið mikil í sumar og hjá Eddu - útgáfu eru menn ánægðir, en tíu mest seldu bækurnar í júní eru allar frá forlögum fyrirtækisins. „Sumarið kemur sífellt sterkara inn í bóksölu. Þetta þökkum við öfl- ugu útgáfustarfi og vönduðum bókum en einnig mjög virku mark- aðsstarfi okkar," sagði Hrannar B. Arnarsson markaðsstjóri Eddunn- ar, í samtali við DV. Hann segir bækurnar sem seljast svo vel í sum- ar vera einkum af tvennum toga - annars vegar fagurbókmenntir og afþreying og hins vegar ferða- mannabækur. Aukin sala á bókum í síðarnefnda flokknum hefur raunar verið að aukast í sama takti og ferðamanna- straumur hingað til lands. í því BÓKSALINN. „Sumarið kemur sífellt sterkara inn í bóksölu," segir Hrannar B. Arnarsson sem hér sést með nokkrar af metsölubókum sumarsins. DV-mynd: E.ÚI. sambandi nefnir Hrannar meðal annars ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Lost in Iceland, „... sem hefur verið að seljast í bflförm- um síðustu sumur," eins og hann kemst að orði. Sama gildi um korta- útgáfu Máls og menningar. Þá megi vænta góðrar sölu á bókinni Ekið um óbyggðir sem er bók um helstu leiðir og náttúruvætti á hálendinu. Sú bók kom út nú um helgina. Á metsölulista júnímánaðar eru fjórar af skáldsögum Arnalds Ind- riðasonar. „Bækur hans hafa selst í tugum þúsunda eintaka síðustu ár. Hvað varðar söluna á þeim bókum hygg ég að fólk sé bæði að sækjast eftir afþreyingu en einnig þeim fé- lagslega undirtón og þjóðfélags- hugsun sem er í bókum Arnalds," segir Hrannar. Hann segir stjórn- endur Eddu vera afskaplega ánægða með þessa góðu bóksölu að undanförnu - og því bjartsýna gagnvart komandi tíð. -sigbogi@dv.is METSÖLUBÆKUR í JÚNI I.Röddln Arnaldur Indriðason. Útg.Vaka-Helgafell 2.Synlrduftslns Arnaldur Indriðason. Útg. Vaka-Helgafell 3. Engill í Vesturbænum Kristín Steinsdóttir. Útg.Vaka-Helgafell 4. Mýrin Arnaldur Indriðason. Útg.Vaka-Helgafell 5. Um vfðeml Snæfells Guðmundur Páll Ólafsson. Útg. Mál og menning 6. Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson. Útg. Forlagið 7. -8. Af hverju er himinninn blár? Ritstj.: Jón G. Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. Útg. Heimskringla - Háskólaforlag Máls og menningar 7.-8. Grafaiþögn Arnaldur Indriðason. Útg.Vaka-Helgafell 9. Reisubók Guðrfðar Sfmonardóttur Steinunn Jóhannesdóttir. Útg. Mál og menning 10. Kortabók 1300.000 Útg. Mál og menning (SamantektFélagsvisindastofnunar)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.