Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Síða 24
40 TILVERA MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Níutlu ára Guðrún María Jónsdóttir húsmóðir og verkakona á Akureyri Guðrún Marfa Jónsdóttir, verka- kona og húsmóðir, Kjarnalundi, Akureyri, er níræð í dag. Starfsferill Guðrún María fæddist að Minn- i-Grindli í Fljótum og ólst upp í Fljótunum og í Sléttuhlíð. Hún flutti til Siglufjarðar um tvítugt. Jafnframt heimilisstörfunum vann Guðrún María í sfld á Siglu- firði. Hún flutti til Akureyrar 1955 og hefur verið þar búsett síðan. Hún hóf störf hjá Iðunni 1959. Guðrún María var virkur félagi í verkalýðsfélagi um langt árabil. Hún var einn af stofnendum Fé- lags eldri borgara á Akureyri og sat í húsnefnd félagsins fyrstu starfsár þess. Þá starfaði hún í Náttúru- lækningafélaginu um árabil og söng með Kór eldri borgara undir stjórn Sigríðar Schöth. Guðrún María hefur alla tíð ver- ið mikill fagurkeri, hefur lesið mikið um ævina og verið mikil hannyrðakona. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar Maríu var Gestur Pálsson, f. 12.4. 1908, d. 4.6. 1951, verkamaður og sjómað- ur. Hann var sonur Páls Björns- sonar, sjómanns og verkamanns á Siglufirði, og Ágústu Guðfmnu Jónsdóttur húsmóður. ' Börn Guðrúnar Maríu og Gests eru Viktoría Særún Gestsdóttir, f. 17.1. 1933, sjúkraliði, búsett á Ak- ureyri og á hún þrjú börn; Jón Þór- ir Hartmann Gestsson, f. 11.7. 1934, múrari, búsettur í Kópavogi og á hann þrjú börn; Matthías Ólafur Gestsson, f. 14.7. 1937, kennari og myndatökumaður, bú- settur á Akureyri og á hann ijögur börn. Systkini Guðrúnar Maríu: Sveinbjörn, f. 1906, d. s. á.; Jóna Friðrika, f. 28.9. 1907, d. 1921; Björg Lilja, f. 15.5. 1909, d. 2002; Jóhannes, f. 14.7. 1911, d. 1991; Óskar Hartmann, f. 1.6. 1915, d. 1921; Sæunn, f. 4.9.1917, til heim- ilis á Hrafnistu í Reykjavík; Óskar Friðjón, f. 1.6. 1921, d. 1991. Hálfsystkini Guðrúnar Maríu, sammæðra, eru Jón Kári Jóhanns- son, f. 20.12. 1923, búsettur á Ak- ureyri; Soffía Sigurbjörg Jóhanns- dóttir, f. 13.2. 1928, lengst af bóndakona á Syðra-Vatni í Skaga- firði, nú búsett á Akureyri. Foreldrar Guðrúnar Maríu voru Jón Þorbergur Jónsson, f. 6.7. 1883, fórst með hákarlaskipinu Maríönnu 1921, og Þórunn Sigrfð- ur Jóhannesdóttir, f. 14.1. 1888, d. Afmælisins var minnst með vin- 1982, bóndakona á fjórum bæjum um og ættingjum í íslandsbænum í Fljótum og tveimur bæjum í í Vin í Eyjafirði sl. laugardag. Sléttuhlíð og síðan búsett á Sauð- árkróki um langt árabil. Fjörutfu ára Guðrún E.Vilhjálmsdóttir verslunarstjóri í NewJersey í Bandaríkjunum Guðrún E. Vilhjálmsdóttir, versl- unarmaður í New Jersey í Banda- ríkjunum, er fertug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Garðabænum og ólst þar upp. Hún var í grunn- skóla í Garðabæ og Ytri-Njarðvík. Guðrún stundaði framreiðslu- störf í Reykjanesbæ. Hún flutti til Bandaríkjanna 1986 og hefur búið þar síðan. Hún er nú búsett í New Jersey þar sem hún er verslunar- stjóri hjá Maey’s verslunarkeðj- unni. Fjölskylda Sambýlismaður Guðrúnar er Ro- bert Bachman. Börn Guðrúnar eru Sveina Bald- ursdóttir, f. 5.4. 1979, húsmóðir í Flórída, en sonur hennar er Willi- am David Debendet, f. 29.12. 2000; Guðmundur Davíð Terrazes, f. 9.4. 1981, vinnur við leikskóla í Reykja- vík. Systkini Guðrúnar eru Helga G. Vilhjálmsdóttir, f. 28.6.. 1943, fram- reiðslumaður í Ástralíu; Anna Vil- hjálmsdóttir, f. 14.9. 1945, söng- kona í Reykjavík; Fríða P. Vil- hjálmsdóttir, f. 14.7.1947, húsmóð- ir í Hafnarfirði; Vilhjálmur A. Vil- hjálmsson, f. 14.5. 1950, búsettur í Reykjanesbæ; Jóhannes L. Vil- hjálmsson, f. 27.5. 1958, búsettur í Reykjanesbæ. Foreldrar Guðrúnar voru Vil- hjámur H.A. Schröder, f. 1.6. 1916, d. 4.7. 1990, framreiðslumaður, og Sveinjóna Vigfúsdóttir, f. 24.5. 1920, d. 4.5. 1988, hárgreiðslu- meistari. Þau voru búsett f Reykja- vfk, Garðabæ og Reykjanesbæ. Stórafmæli 85 ára Gerður Guðgeirsdóttir, Öldugötu 13, Reykjavík. Pálína Hraundal, Hvassaleiti 56, Reykjavík. 80 ára Margrét Egilsdóttir, Þorragötu 9, Reykjavík. 75 ára Anna Marfa Þórhallsdóttir, Engihjalla 19, Kópavogi. Barbro S. Þórðarson, Arnarhrauni 7, Hafnarfirði. Stella Lange Sveinsson, Bláhömrum 4, Reykjavík. 70 ára Ástrfður Helgadóttir, Kolbeinsgötu 64, Vopnafirði. Gfslfna Ingólfsdóttir, Heiðarhjalla 13, Kópavogi. Ólöf Helgadóttir, Háteigi, Vopnafirði. Steinunn D. Ólafsdóttir, Höfðabraut 8, Akranesi. 60 ára Bjarni Kristmundsson, Bláskógum 1, Egilsstöðum. Dóra Sigurðardóttir, Víkurströnd 14, Seltjarnarnesi. Guðrún Kristjánsdóttir, Reykjavíkurvegi 40, Hafnarfirði. 50 ára Björn Friðriksson, Ugluhólum 6, Reykjavík. Egill S. Benediktsson, Birkihlíð 6, Sauðárkróki. Engilbert Ó.H. Snorrason, Sunnuvegi 4, Hafnarfirði. Guðný Linda Antonsdóttir, Skólavegi 29, Vestmannaeyjum. Helga Arngrímsdóttir, Tröllaborgum 25, Reykjavík. Helgi Bjarnason, Seljabraut 32, Reykjavík. Helgi Guðbjömsson, Kárastöðum, Árnessýslu Jóna Hjördfs Sigurðardóttir, Stekkjarbergi 10, Hafnarfirði. Már Svavarsson, Melgerði 11, Reykjavík. 40 ára Arnbergur Ásbjömsson, Lyngbrekku 6, Kópavogi. Gerður Harpa Kjartansdóttir, Kvistalandi 13, Reykjavík. Haraldur Úifarsson, Sólbraut 9, Seltjarnarnesi. Jón ingi Guðmundsson, Klettaborg 14, Akureyri. Margrét Linda Ásgrfmsdóttir, Svalbarði 2, Hafnarfirði. Patcharee Raknarong, Snorrabraut 40, Reykjavík. Stefanfa Stefánsdóttir, Múlavegi 57, Seyðisfirði. Sjötíu ára Hörður Kristinsson ' fyrrv. ferðaþjónustubóndi Hörður Kristinsson, fyrrv. ferða- þjónustubóndi á Kirkjubæjar- klaustri, varð sjötugur í gær. Starfsferill Hörður fæddist f Bolungarvík en ólst upp á fsafirði og í Ytri-Hjarðar- dal þar sem hann var í sveit. Hann fluttist að Þverá í Vestur-Skafta- fellssýslu með móður sinni eftir að foreldrar hans höfðu slitið samvist- um 1946. Hörður var í sjómennsku hjá tog- araútgerð Tryggva Ófeigssonar 1949-56. Hann keypti jörðina Hunkubakka í Vestur-Skaftafells- sýslu 1954 og hóf þar búskap. Kona hans flutti þangað 1955 og stunduðu þau þar hefðbundinn búskap. Þau hófu ferðaþjónstu 1974 og stunduðu hana alfarið frá — 1988. Þá seldu þau bústofn og Jfluta jarðarinnar til sona sinna. Pálmi Hreinn, sonur þeirra, hefur nú tekið við ferðaþjónustunni á Hunkubökkum, Fjölskylda Hörður kvæntist 1957 Ragnheiði B. Björgvinsdóttur, f. 18.5. 1939, fyrrv. ferðaþjónustubónda. Hún er dóttir Björgvins Pálssonar, frá Litla- Holti í öræfum, og Pálu Katrínar Einarsdóttur, frá Hörgslandi á Síðu. Börn Harðar og Ragnheiðar eru Björgvin Karl, f. 7.12. 1957, ferðaþjónustubóndi á Hunkubökk- um, kvæntur Björk Ingimundar- dóttur og eiga þau fjóra syni; Bryn- dís Fanney, f. 19.7. 1959, húsmóðir í Vík, gift Ársæli Guðlaugssyni og eiga þau tvö börn; Þóranna, f. 17.9. 1960, húsmóðir í Ásgarði, gift Ey- þóri Valdimarssyni og eiga þau þrjú böm; Margrét, f. 17.9. 1960, hús- móðir á Mýrum í Álftaveri, gift Páli Eggertssyni og eiga þau tvö börn; Pálmi Hreinn, f. 22.10. 1965, ferða- þjónustubóndi á Hunkubökkum, en kona hans er Jóhanna Jónsdótt- ir og eiga þau saman þrjú börn auk þess sem hann á dóttur fyrir og Jó- hanna á dóttur frá því áður. Albræður Harðar vom Guð- steinn, f. 1932, d. 2002, bóndi á Skriðulandi í Austur-Húnavatns- sýslu; Þráinn, f. 1937, d. 1955. Hálfsystkini sammæðra em Katla Magnúsdóttir, f. 1941, búsett í Reykjavík; Vigfús Ólafsson, f. 1946, búsettur í Kópavogi; Sólrún Ólafs- dóttir, f. 1948, búsett á Kirkjubæjar- klaustri; Jóhann Ólafsson, f. 1950, búsettur á Kirkjubæjarklaustri. Hálfsystur, samfeðra, em Jó- hanna, f. 1941, búsett á Selfossi; Valgerður, f. 1942, búsett á Hvols- velli; Birna, f. 1943, búsett í Reykja- vík. Móðir þeirra er Kristín Péturs- dóttir, f. 1905, frá Bfldudal. Hörður er sonur Kristins Guð- finns Péturssonar, f. 25.9. 1898, d. 12.3.1968, sjómanns, og Fanneyjar Guðsteinsdóttur, f. 31.1. 1913, d. 8.1. 1972, húsmóður. Kristinn var lengst af búsettur á Bfldudal en Fanney að Þverá. Stjúpfaðir Harðar er Ólafur Þ. Vigfússon, f. 1917, frá Þverá. Ætt Kristinn var sonur Péturs, húsa- smiðs í Engidal og b. á Hálsi í Dýra- firði, Magnússonar, b. á Völlum í Önundarfirði, Magnússonar, frá Hanhóli í Bolungarvík, Björnsson- ar, b. á Ytri-Veðrará, Bjamasonar, og Jóhönnu, frá Tungugröf f Kirkju- bólshreppi, Jónsdóttur, b. í Tungu- gröf, Guðbrandssonar, b. í Tungu- gröf, Ólafssonar, á JQúku í Miðdal, Einarssonar. Fanney var Guðsteinsdóttir, sjó- manns í Bolungarvík, Einarssonar á Skálabrekku í Þingvallasveit, Jónssonar, á Skálabrekku, Guð- mundssonar, á Skálabrekku, Arnórssonar, á Gjábakka, Guð- mundssonar, á Efra-Apavatni, Jónssonar, í Skálmholtshrauni, Arnórssonar, Langanóra í Önd- verðarnesi í Grímsnesi, Jónssonar. DV^ 550 5000Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.