Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. JÚU2003 OTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagiö DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRTTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRTTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltsflóm: ritstjorn@dvJs - Augiýsingar auglysingar@dvjs. - Dreiflng: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. EFNI BLAÐSINS hagsmunir barnsins hafðir í fyrirrúmi - frétt bls. 4 Olíufélögin hafa hagað sér heimskuiega - frétt bls. 6 Lækjargata í lag fyrir Menningarnótt - frétt bls.8 Tilskipanavald ESB - Kjallari bls. 14-13 Húsahótel á Seyðisfirði -Tilvera bls. 16-17 KR skorti sóknarkraft - DV-Sport bls. 28-29 DV Bingó Nú spilum við allt spjaldið og ætti ekki að Ifða á löngu áðuren einhverfær bingó. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, víkuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Athugið að samhliða einstökum röðum hefur allt spjaldið verið spilað í sumar þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið út í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. Fjórtánda talan sem kemur upp er 66. Þeir sem fá bingó láti vita í síma 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. Forstjóra vikið úr embætti Kona villtist við Kleifarvatn FRAVIKNING: Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra hefur vikið Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Löggildingarstofu úrembætti vegna óreiðu á fjárreiðum stofunnar. Ráðherra hafði veitt Gylfa tímabundna lausn frá störfum í apríl á meðan rannsókn málsins stóð yfir og var sérstök rannsóknarnefnd skipuð til þessa. Meirihluti þriggja manna nefndarinnar taldi ótvírætt að óreiða hefði verið á fjárreiðum Löggilding- arstofu og taldi nefndin að ráðherra hefði verið rétt að veita forstjóranum tíma- bundna lausn frá störfum. Einn nefndarmanna taldi að ekki hefði átt að reka Gylfa elduráminna hann. LEIT: Lögreglan í Keflavík og björgunarsveitarmenn á Suð- urnesjum leituðu í gærkvöld og nótt að íslenskri konu sem varð viðskila við gönguhóp sinn nálægt Kleifarvatni í gærkvöldi. Víðtæk leit var gerð að henni og voru þyrla og leitarhundar fengin til að- stoðar. Konan fannst síðan í Hvassahrauni við Reykjanes- braut snemma í morgun. Að sögn lögreglunnar í Keflavík hafði konan villst og gengið alla leiðina að hrauninu þar sem hún síðan fannst. Hún var mjög þreytt eftir gönguna en að öðru leyti við góða heilsu. Hörmulegt slys í Almannaskarði Banaslys varð í Almannaskarði um fjögurleytið í gær þegar lítil jeppabifreið með fellihýsi fór út afveginum. í bílnum voru fullorðin hjón sem munu hafa látist samstundis. Engir aðrir farðþegar voru í bílnum. Bif- reiðin, sem var á leið niður skarðið, fór út af veginum ofarlega í skarð- inu og valt um 100 metra niður snarbrattar skriðurnar. Bflstjóri rútubifreiðar á leið út á Stokksnes sá þetta gerast og tilkynnti það til lögreglu. Mjög slæmt skyggni og rigning var þegar slysið varð. Lög- reglan á Höfn rannsakar slysið en samkvæmt upplýsingum frá henni er ekki alveg ljóst hver tildrög þess voru. Almannaskarð er ein brattasta brekkan á hringveginum en aldrei fyrr hefúr orðið þar alvarlegt slys á fólki. Fyrir allmörgum árum fór bif- reið varnarliðsmanna á Stokksnesi út af veginum efst í skarðinu og niður hlíðina. Mennirnir tveir sem voru í bílnum sluppu ómeiddir en bifreiðin gjöreyðilagðist. Gerð verða jarðgöng undir Almanna- skarð í vetur. -ekA/ji HÖRMULEGT SLYS: Aðkoman að slsyinu var Ijót en afar bratt er niður frá veginum í Almannaskarði. DV-myndJI NÝTT OLÍUFÉLAG: Tankbíll Atlantsolíu viö tankana í Hafnarfirði. Atlantsolía hefur starfsemi sína: Ný olíufyrirtæki stofnuð á íslandi Nýtt olíusölufyrirtæki, Atlants- olía ehf., mun formlega hefja starfsemi sína í vikunni en fyr- irtækið var stofnað fyrir um ári. Til að byrja með verður aðeins seld olía á skip og til verktaka en þegar fram líður er reiknað með að fyrirtækið opni bensínstöð fyrir einkabíla. Að fyrirtækinu standa sömu aðilar og stofnuðu og reka Atlantsskip. Upphaflega var reiknað með því að fyrirtækið gæti hafið sölu á olíu fyrr á árinu og að bensínstöð fé- lagsins gæti tekið til starfa á þessu ári, en tafir hafa orðið. Féfagið hef- ur þegar fengið leyfi fyrir bensfn- stöð að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Háft hefur eftir forsvarsmönnum félagsins að þeir muni bjóða upp á ódýrara eldsneyti en keppinaut- arnir og vonast er eftir um 5% markaðshlutdeild. Olíuna kaupa þeir frá Noregi í gegnum Statoil. I Hafnarfirði standa þrír olíu- tankar félagsins sem rúma fimm milljónir lítra hver. Árlega eru hér á landi seld um 600 þúsund tonn af dísilolíu og bensíni, auk um 150 þúsund tonna af flugvélaeldsneyti. Þá hefur Baugur óskað eftir að fá bensfntanka í Helguvík keypta eða leigða og hefur í hyggju að opna bensínstöðvar við Holtagarða. -áb Lystiskipa vildu láta gott afsér leiða: Gáfu aflann úr sjóstangaveiðinni Fyrirtækið Lystiskip ákvað að gefa afla síðustu daga til þeirra sem vildu. Færri mættu en búist var við en forsvars- menn Lystiskipa munu þó halda uppátækinu áfram. Fyrirtækið Lystiskip, sem leigir út báta, m.a. til sjóstangveiði, ákvað í gær að gefa þeim sem vOdu aflann sem veiðst hafði á ferðum þess síð- ustu daga. Nokkrir ferðamenn ffá Svíþjóð höfðu farið með bát Lysti- skipa í sjóstangveiði í ffábæru veðri á þriðjudag og veitt um 60 kg af þorski og ýsu. Sjálfir hirm Svíamir ekki nema lídræði af aflanum og því ákv- aðu forsvarsmenn Lystiskipa að gefa afganginn úl þeirra sem vildu. Þeir auglýstu fiskinn í smáauglýsingum DV í gærdag og þegar leið á daginn fór fjöldi símtala að berast til Lysti- skipa þar sem fólk var að forvitnast um hvemig það gæú nálgast góð- gætið. Forsvarsmenn Lysúskipa von- uðust með þessu móú úl að þeir gætu lagt sitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín og lítið hafa á milli handanna. Færri mættu þó en búist var við og má það líklega að einhverju leyú rekja til mikillar rigningar auk þess sem einhverjir hafa eflaust átt erfitt GÁFU AFLANN: Fyrirtækið Lystiskip, sem leigir út báta, m.a. til sjóstangveiði, ákvað að gefa aflann sem veiðst hafði síðustu daga. Ferðamenn sem farið höfðu í sjóstangveiði fengu heilmikinn afla og ákváðu forsvarsmenn Lystiskipa að aug- lýsa aflann í DV og gefa þeim sem vildu. með að trúa þvf að þama ætú raun- verulega að gefa fiskinn. Þeir sem aft- ur á móú létu sjá sig vom hinir ánægðustu með fenginn og segja for- svarsmenn Lysúskipa að þeir muni ekki gefast upp þótt færri hafi mætt en reiknað var með. Þeir munu því halda uppátækinu áfram í sumar en hægt verður að nálgast allar nánari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækis- ins á vefslóðinni www.lysú- skip.vef.is. agust@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.