Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 24. JÚLl2003 Lesendur Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Utsölur í Kringlunni Börn vangefinna Gyða skrífar: Ég var á ferð í Kringlunni í morgun (miðvd. 23.júní). Þar gaf heldur betur á að líta. Allir gangar á neðri hæðinni a.m.k. (hafði ekki geð í mér til að fara á efri hæðina) voru fullir af borðum með einhverjum tusk- um á - augsýnilega afgangs- fatnaður af lagerum verslana. Mér finnst Kringlan, eins falleg og hún er, setja niður við þenn- an verslunarmáta. Þetta er ekki markaðstorg, eða hvað? Versl- anir eiga að sjá sóma sinn í því að halda sínum útsölum innan- dyra. Ekki að fylla gangvegi húsnæðisins með borðum, full- um af lagerdóti. Mér blöskraði ástandið í Kringlunni þennan morgun. Jóhanna Ólafsdóttir skrifar: Ég var að hlusta á þátt Arnþrúð- ar á Dtvarpi Sögu. Oft góðir þættir hjá henni. En þennan morgun var fólk að hringja og láta í Ijós álit sitt vegna tvíbur- anna sem seinþroska foreldrar eignuðust. Ég varfurðu lostin yfir því dómgreindarleysi sem felst í því að krefjast þess að engin opinber afskipti séu höfð í svona málum. Er það fylgjandi því að fólk, hversu óhæft það er til að hafa börn sín vegna and- legrar skerðingar, sé látið af- skiptalaust? Ein kona hringdi og fordæmdi afskipti Barnavernd- arnefndar. Mér fannst hún sam- nefnari fyrir þá sem hugsa ekki um hag barna vangefinna for- eldra. Þetta er orðið stórt vandamál hér á landi. Veðjað á Samkeppnisstofnunina SAMKEPPNISSTOFNUN AÐ STÖRFUM: Kurlinu safnað - og borið til grafar. Magnús Sigurðsson skrífar: Eru íslendingar ofurseldir sam- keppnisyfirvöldum? Svo virðist sem mikill meirihluti lands- manna hér, hinn títtnefndi al- menningur, horfi vonaraugum til Samkeppnisstofnunar sem er jú aðeins einn hluti af opin- beru eftirliti með verðlagi, verðmerkingum, gluggaútstill- ingum, matseðlum veitinga- húsa og hvers konar reglum sem ríkisvaldið hefur sett til höfuðs frjálsri verslun á íslandi, og setur henni hömlur að óþörfu. Hefur þessi sami almenningur einhverja fullvissu fyrir því að t.d. 'r Samkeppnisstofnun sé hinn trausti varnarveggur neytenda? Er einhver trygging fyrir því að Samkeppnis- stofnun gangi yfírleitt erinda breið- fylkingar almennings, neytend- anna? - Vegna dapurrar og ára- tugalangrar reynslu af Samkeppn- isstofnun má hiklaust svara þeirri spurningu með tveimur orðum: Auðvitað ekki. Að vísu er Samkeppnisstofun ætiað að stuðla að því að neytend- ur fái ósvikna og góða vöru og 5 þjónustu á „sanngjörnu" verði. Enginn hefur enn þá getað svarað því hvað sé „sanngjarnt verð“ fyrir vöru eða þjónustu. Hvorugt getur því Samkeppnisstofnun tryggt neytendum. Ekki fremur en Neyt- endasamtökin. Eða hvar eru Neyt-. endasamstökin stödd í samkeppni eða samkeppnisleysi olíufélag- anna? Enginn hefur svarað því og getur ekki. Það er gott nokk að setja lög á Alþingi, t.d. samkeppnislög, og búa til stofnun sem starfar á veg- um eða í umboði einhvers ráð- HLUTAFÉLAGASKRÁ: Elgendaskrá ekkl símleiðls. Hlutafélagaskrá Sigurjón Ólafsson skrifar: Stundum er ekki heiglum hent að komast f símasamband við opinberar stofnanir. Ég ætl- aöi að fá upplýsingar frá Hluta- félagaskrá sem er á Lindargötu , vegna eiganda ákveðins fyrir- tækis. f fyrsta lagi var ekki rétt númer í nýrri símaskrá sem or- sakast af því að Hlutafélagaskrá hefur nýlega verið færð undir Ríkisskattstjóraembættið (var áður undir Hagstofu). Lengi beið ég eftir svari en loks rofaði til og ég fékk samband. Við spurningu minni um eig- anda/eigendur viðkomandi fyr- irtækis var mér tjáð að slíkt lægi ekki á lausu nema gegn 700 króna gjaldi!!! Þetta er líklega ný tekjuöflun ríkisins. Þetta þreng- » ir hins vegar um leið að frjálsri upplýsingaöflun um fyrirtæki og einstaklinga. En nýtist best þeim sem einhverra hluta vegna er umhugað að ekki sé verið að „hnýsast" f þessi mál, eins og sumir þeirra myndu orða það, mættu þeir svara sjálfir. herra, Iflct og Samkeppnisstofnun í umboði viðskiptaráðherra. Síðan er myndað „samkeppnis- ráð", sem Samkeppnisstofnun heyrir undir og í það ráð skipar sami ráðherra. Undir því starfa 'svo „ráðgjafanefndir", sem í raun vinna verkin fyrir samkeppnisráð. Þau eru ekki mörg málin sem Samkeppnisstofnun eða sam- keppnisráð hafa leitt til fykta í þágu Helgi Gunnarsson skrífar: Talsvert er búið að fjalla um hinn nýtilkomna fæðingaror- lofssjóð og ekki að ástæðu- lausu. Nú er svo komið að ríkis- valdið er komið í blindgötu við að afla þessum sjóði tekna. Menn sjá það fyrir að enn einn skattstofninn verði innleiddur á næstunni, a.ih.k. ef orð félagsmála- ráðherra ganga eftir. En hann hefur staðhæft að það verði að finna þessum sjóði fjármuni - til að hann geti „staðið við skuldbindingar sín- ar“ - einum milljarði árlega skellt á samningsáðila atvinnulífsins: vinnuveitendur (fyrirtækin) og launafólk. „Feður hafa aldrei beðið sérstaklega um að fá fæðingarorlof. Það er tilbúin krafa kvenna á vinnumark- aðinum - ekki hinna heimavinnandi." Afstaða félagsmálaráðherra er þó alls ekki fordæmanleg að sínu leyti því hann gerir sér grein fyrir að hér er um geysilegan mismun að ræða gagnvart foreldrum, að ekki sé tal- að um þann þáttinn sem kallast „feðraorlof". Ráðherra virðist skilja almennings/neytendanna. Reynd- ar man ég ekki eftir einu einasta í þá veru. Má ég minna á „grænmetismál- ið“ vansællar minningar, þegar Samkeppnisstofnun upplýsti um víðtækt samráð milli grænmetis- heildsalanna. Það mál er löngu fyrnt og tröllum geflð. Almenning- ur fékk ekki lausn sinna mála í það sinn. launafólk? að ekki er hægt að ætlast til þess að ríkið greiði orlofslaun mæðra og feðra í fæðingarorlofi. Það er held- ur ekki hægt og verður aldrei hægt. Svo einfalt er það dæmi. Úr því að þessi óláns fæðingaror- lofslög voru sett af skammsýnum alþingismönnum verður auðvitað að tryggja að unnt verði að fram- kvæma þau eins og þau eru í augnablikinu - ekki eins og ein- hverjum einstökum þingmönnum hugnast að þau verði - því þau Spá mín er sú að hið sama verði einnig uppi á teningnum að þessu sinni, hvað varðar samráð um sölu olíuvara til fjölda stofnana og fyrir- tækja og sem neytendur verða að bera bótalaust. - Vinnsla greinar- gerða í forskýrslum og lokaskýrsl- um í mörgum hlutum mun taka nokkur ár og alveg óvíst hvort nokkru sinni muni koma til dóms. Niðurstaðan í þessum hugleið- munu senn víkja sjálfkrafa þegar að kreppir í þjóðfélaginu eins og nú eru teikn um. Félagsmálanefnd Al- þingis mun aldrei geta fengið því breytt að þessir foreldrar fái viðbót- arlaun fyrir að vera heima með börnum sínum nýfæddum. Og þannig á það heldur ekki að vera. Það er ein mesta mismununin sem fæðingarorlofssjóður orsakar. Það er alveg sama hve oft verður skrifað um þetta í ljósi vanþekking- ar og heimtufrekju, líkt og t.d. var ingum er því sú að Samkeppnis- stofnun eigi ekki minnsta rétt á sér í þjóðfélagi þar sem frjáls verslun á að heita uppistaðan í viðskiptalíf- inu. Væri t.d. ekki kappnóg að not- ast við Neytendasamtök sem end- urspeglaði vilja almennings? Er þörf að skipa pólitískt ráðamenn í yfirstjórn Samkeppnisstofnunar? Ráðamenn sem eru eftir allt undir þumalskrúfu stjómmálanna og þora aldrei að tjá sig öðruvísi en að vísa á síðari tíma og lofa enn frekari skýrslugerðum í mörgum hlutum. „Hefur þessi sami al- menningur einhverja fullvissu fyrir því að t.d. Samkeppnisstofnun sé hinn trausti varnar- veggur neytenda? Er einhver trygging fyrirþví að Sam- keppnisstofnun gangi yfirleitt erinda breið- fylkingar almennings, neytendanna?" í stuttu máli: Það em ekki öll kurl komin til grafar. Það eina sem ligg- ur á borðinu frá hendi Samkeppn- isstofnunar er „kurlið" sem verið er að safna, í þeirri von að það megi svo brenna til ösku. Er almenningi þetta ekki enn ljóst? Nýtur hann þess að láta blekkja sig með enda- lausum fréttaskýringum og viðtöl- um við menn sem hafa ekkert að segja um málið þegar upp er stað- sett fram í leiðara Morgunblaðsins hinn 18. júlí sl. Það verður aldrei samstaða um það á vinnumarkaði að enn einn sjóðurinn verði fjár- magnaður - enn eitt báknið - með nýrri skattheimtu af almennu launafóki. Það má svo deila enda- laust um það hvort svokallaður „réttur“ mæðra og feðra eigi að vera jafn til orlofstöku vegna barns- fæðingar. Lengst af hefur það verið móðir- in sem hefur alið af sér barn en ekki faðirinn og móðirin annast barnið fyrstu dagana, vikurnar og jafnvel mánuðina. Það er fyrst eftir að allar konur, ungar sem aldnar (mæður og verðandi mæður), voru plataðar út á vinnumarkaðinn, að þjóðin hefur umturnast í einhverri baráttu milli karla og kvenna á vinnumark- aðinum. Þetta er langmest áber- andi hér á landi en lítt þekkt fyrir- bæri f nágrannalöndunum. Inn f þetta spilar svo launabarátta og af- bökuð kvennabarátta í launamál- um og stöðugildum. Feður hafa aldrei beðið sérstak- lega um að fá fæðingarorlof, það er tilbúin krafa kvenna á vinnumark- aðinum - ekki hinna heimavinn- andi. - Kröfugerðin er komin út í algjöra vitflrringu og mun á endan- um eyðileggja allt sem heitir orlofs- réttur- bæði karla og kvenna. Þjóð- in hefúr ekki efni á endalausum meðgjöfum þótt við höfum lent í góðæri - bara tímabundið. ið? Fæðingarorlofssjóður mismunar AÐILAR VINNUMARKAÐARINS FUNDA: Verður einum milljarði árlega skellt á fyrirtaeki og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.