Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT FtMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 D V Sport Keppni f hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 ■ 550 5887 • 550 5889 Kieron Dyer er ekki til sölu Sumri lokið hjá KNATTSPYRNA: Fyrirliði kvennaliðs KR í Landsbanka- deildinni, Guðrún Jóna Krist- jánsdóttir, mun væntanlega ekki spila meira í sumar vegna meiðsla sem hún hlaut þegar KR atti kappi við Valsstúlkur í toppslagnum í síðustu viku. Guðrún sagði í samtali við DV Sport í gær að ekki væri enn bú- ið að fá botn í það hvað hrjáir Guðrúnu Jónu hana. „Það sést ekki nægilega vel í myndatökum hvað að er, ná- kvæmlega, en það er Ijóst að um áverka er að ræða. Ég mun líklega þurfa að fara í speglun til að laga þetta og ég verð örugg- lega frá næstu 4-6 vikurnar." Líklegt þykir að krossbönd séu slitin en það þýðir að Guðrún verður frá út árið. KNATTSPYRNA: Stjórnarfor- maður Newcastle, Freddy Shepard, sagði í gær að það þyrfti „fáránlegt tilboð" i Kireon Dyer, miðvallarleikmann liðsins, til að hlustað yrði á það. Dyer hefur mikið verið orðaður við Manchester United og Chelsea undanfarna daga. Shepard vildi ekki staðfesta hvort félagið hefði fengið opinbert tilboð í Dyer frá Manchester United, en sagði að Dyer væri ekki til sölu. „Ég held að Chelsea eigi ekki næga peninga fyrir honum. Bobby Robson er líklega besti stjóri deildarinnar og við styðj- um hann alla leið. Flann vill ekki missa Dyer svo að hann er ekki til sölu. Við setjum ekki verð á hann því við höfum engan áhuga á að fá tilboð í hann." KR-inga skorti sóknarkraftinn KR-ingar eru úr leik í Meistara- deild Evrópu í ár eftir 1-1 jafn- tefli gegn Armenska liðinu Pyunik Yerevan í gærkvöld. Leikurinn var síðari leikur lið- anna en KR tapaði fyrri leiknum ytra, 1-0, og því samanlagt 2-1. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, hafði stokkað nokkuð upp í liðinu sem hóf leikinn úti í Armeníu. Hinn ungi og efnilegi Sölvi Davíðs- son byrjaði á hægri vængnum í stað Arnars Jóns Sigurgeirssonar og Garðar Jóhannsson fór í fremstu víglínu í stað Sigurðar Ragnars Eyj- ólfssonar. Mesta breytingin fólst hins vegar í þeirri ákvörðun að fórna djúpa miðjumanninum Jóni Skaftasyni íyrir sóknarmiðjumann- inn Bjarka Gunnlaugsson. Eftir á að hyggja verða það að teljast mistök hjá Willum því miðja KR, sem sam- anstóð af nánast einum leikmanni, hinum 19 ára Kristni Magnússyni, hafði aldrei roð við kollegum sínum á miðju Pyunik því Veigar Páll Gunnarsson og Bjarki eru ekki beint þeir varnarsinnuðustu. Gestirnir spiluðu á sama hátt og í fyrri leiknum; með þrjá stóra og stæðilega miðverði og eldfljóta bakverði, sinn á hvorum kantinum. Þriggja manna miðja liðsins er gríðarlega líkamlega sterk og fyrir framan þá lék Miguel Cisterna eins og sá sem valdið hafði, skapandi og skeinuhættur allan leikinn. KR sterkara framan af Lið KR var sterkara til að byrja með, enda gestirnir ekki beint van- ir íslenskri vestanátt með tilheyr- „KR-ingar voru mun lík- legri í sínum sóknarað- gerðum þótt þeir kæm- ust aldrei almennilega fram hjá sannfærandi vörn Pyunik." andi rigninu. Laugardalsvöllurinn var mjög blautur og leikmenn beggja liða áttu erfitt með að fóta sig á grasinu. Það var hins vegar mikill kraftur í leikmönnum KR, boltinn gekk vel á milli manna og liðið spilaði fína knattspyrnu á köfl- um. Mikið var leitað til hægri, þar sem Jökull Elísabetarson var mjög atkvæðamikill, og Veigar Páll var einnig mjög frískur. Krafturinn fjaraði út Þegar fyrri hálfleikur var hálfnað- ur höfðu gestirnir ekki fengið nema eitt færi. sem skapaði einhverja verulega hættu. KR-ingar voru mun líklegri í sínum sóknaraðgerðum þótt þeir kæmust aldrei almenni- lega fram hjá sannfærandi vörn Pyunik. En á næstu mínútum var eins og allur kraftur leikmanna KR fjaraði út. Armenarnir náðu undirtökun- um og héldu þeim það sem eftir lifði leiks. Veigar Páll fór að taka rangar ákvarðanir með boltann og sóknarkraftur Pyunik jókst. Á 35. mfnútu uppskáru þeir vítaspymu þegar Gunnar Einarsson braut klaufalega á Cisterna. Juan Pablo Peralta tók vítið en skaut hátt yfir markið. Kantspilið vantaði Svona hélt leikurinn áfram fram í SÆUR OG GLAÐIR: Leikmenn Pyunik voru að vonum sáttir við að vera komnir í aðra umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. DV-mynd E.ÚL. síðari hálfleik. Willum gerði þá breytingu að taka Einar Þór Daní- elsson út af í hálfleik, enda lítið komið út úr kappanum í fyrri hálf- leik, og setja Arnar Gunnlaugsson inn á. KR-ingar voru meira með boltann en komust lftt áleiðis og var það sérstaklega vængspil KR sem var sárt saknað. Á 73. mínútu leiksins slokknuðu síðan vonir KR-inga um áframhald í Evrópukeppninni þegar þeir horfðu á Agvan Mkrtchyan hlaupa óáreittan upp hálfan völlinn og setja boltann í netið. Það þýddi að KR hefði þurft að skora þrjú mörk á 15 mínútum til að komast í næstu umferð. Arnar Gunnlaugsson náði reyndar að minnka muninn úr víta- spyrnu eftir að brotið hafði verið á Sölva en KR-ingar voru stálheppnir að fá ekki á sig annað mark á síð- ustu mínútunum. Eins manns miðja Það sem varð KR að falli í þessum leik var miðjan. Kristinn var sá eini, og það vissi Willum áður en leikur- inn hófst, sem sinnti varnarskyld- unum og það var of lítið gegn jafn sterku liði og Pyunik er. Eftir að hann meiddist, og var leystur af hólmi af Sigurvini Ólafssyni, var enginn miðjumaður eftir til að halda dýptinni og þvf var um ljúft líf að ræða hjá miðjumönnum Pyunik síðustu 20 mínúturnar. Auðvitað má segja að sóknarleikur- inn hefði ekki verið jafnmarkviss ef annar djúpur miðjumaður hefði verið inn á, en þetta var einfaldlega erfið ákvörðun sem Willum þurfti að taka - sem hann og gerði. Vörn- in var ágæt, með Kristján Sigurðs- son að venju sem langbesta mann. Kristinn spilaði mjög vel áður en þreytan fór að segja til sín en fremstu menn hafa oft verið at- kvæðameiri. „Kristinn var sá eini, og það vissi Willum áður en leikurinn hófst, sem sinnir varnarlegu skyld- unum og það var oflít- ið gegn jafn sterku liði og Pyunik er." Hjá Pyunik var fáa snögga bletti að finna. Gott skipulag var á liðinu, leikmenn vel meðvitaðir um hlut- verk sitt á vellinum og ekki við öðru að búast - allir eru þeir atvinnu- menn fram í fingurgóma. Og sú staðreynd gerir einmitt frammistöðu KR eftirtektarverða. Armenska liðið myndi líklega rúlla upp Landsbankadeildinni hér heima en leikmenn KR, nokkrir að stíga sín allra fyrstu skref í meist- araflokld, veittu atvinnumönnun- um verðuga keppni og geta borið höfuðið hátt. Liðið fékk dýrmæta reynslu sem mun koma því til góða þegar fram líða stundir og vonandi skilar hún sér þegar KR ieikur sinn næsta Evrópuleik. vignir@dv.is KR-PyunikVerevan 1-1 (0-0) 0-1 Agvan Mkrtchyan (73., með skoti við teiginn eftir einleik upp vinstri vænginn). 1-1 Amar Gunnlaugsson (80., úr víti, eftir að brotið hafði verið á Sölva Daviðssyni). KR (4-5-1) Gulspjöld: Kristján Finnbogason .....3 KR: Kristján S. Jökull Elísabetarson......3 *, Gunnar Einarsson .........3 Pyunik: Peralta Kristján Sigurðsson ......4 «., Partsikian Sigursteinn Gíslason......3 (46 )' Bllibl°(811 (S^ SigurðurR.Eyjó'feson .-) Solvi Daviðsson.............2 F . Bjarki Gunnlaugsson.......2 n9inn- Kristinn Magnússon .......3 skot(ámark): (69. Sigurvin Olafsson.....2) 5 (3) - io (5) Veigar Páll Gunnarsson .... 2 Horn. Einar Þór Daníelsson........1 6 _ 4 (46., Arnar Gunnlaugsson .. 2) Aukaspymur Garðar Jóhansson .........1 16-17 Samtals 13 menn............31 Rangstöðun 3-1 Varin skot: Dómari: Andrejs Sipailo (2). Kristján 4 - Bete Áhorfendun 2069. 2. Maður leiksins hjá DV Sporti: Khose Bilibio, Pyunik Pyunik (5-4-1) Edel Bete ...................3 Carl Lombe...................4 Artur Mkrtchyan..............4 Tudir Marian Zeciu ..........4 Khose Bilibio................5 Agvan Mkrtchyan..............4 Edouard Partsikian ..........3 NdoumboukBalep Ba ...........2 (85., Vardan Minasyan ......-) Miguel Cisterna .............5 Levon Pachajyan .............3 (90., Rafael Nazaryan ......-) Juan Pablo Peralta...........2 (62., Edgar Manucharyan .. .3) Samtals 11 menn ............37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.